Morgunblaðið - 29.03.2001, Page 8

Morgunblaðið - 29.03.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið um manneldismál Viltu vernda hjartað? VILTU vernda hjart-að? heitir nám-skeið sem Sí- menntunarstofnun KÍ og Hjartavernd gangast fyrir í Skipholti 37, 3. hæð. Það hefst í kvöld kl. 20, verður fram haldið á morgun kl. 17 og lýkur á laugardag kl. 14. Stefanía Valdís Stefáns- dóttir hefur í félagi við Brynhildi Briem, næring- ar- og matvælafræðing, skipulagt þetta námskeið og kenna þær ásamt Bolla Þórssyni lækni frá Hjarta- vernd. Stefanía var spurð hvernig þau ætluðu að vernda hjörtu landsmanna. „Námskeiðið hefst á því að Bolli flytur erindi um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. Einkum þá áhættu- þætti sem tengjast mataræði. Brynhildur talar um æskilegt mat- aræði til að vinna gegn áhættuþátt- unum. Síðan tek ég við og sýni í verki hvernig við getum komið þessum hugmyndum ofan á disk- inn, ef svo má segja.“ – Er þetta fyrsta námskeið þess- arar tegundar? „Nei, það hafa verið haldin nokk- ur námskeið af þessu tagi. Svona námskeið hafa verið haldin erlend- is með góðum árangri og það hefur sýnt sig að það nægir ekki að gefa út bæklinga eins og Hjartavernd hefur gert, jafn ómetanlegt og það annars er. Það virðist þurfa að fylgja fólkinu eftir og leiðbeina því á „praktískan“ hátt, þannig að það gagnist í daglegu lífi. Svo virðist sem fólk fái hvergi aðstoð við að læra að breyta mataræði. Fólk festist í matarvenjum og veit ekki hvernig það á að breyta, oftast lær- ir dóttir af móður og þannig færast siðir og venjur á milli kynslóða nema ný þekking komi til.“ – Hvað er nýtt í þessu mataræði sem þið kynnið á námskeiðinu? „Við kennum fólki að matreiða samkvæmt manneldismarkmiðum okkar Íslendinga. Við kennum því að draga úr notkun fitu, þá sér- staklega harðrar fitu, og auka neyslu flókinna kolvetna. Auka fjölbreytni, minnka saltneyslu og læra rétta samsetningu fæðunnar. Við kennum fólki að búa til fljótleg- an og hollan hversdagsmat. Ekki of dýran og ekki of flókinn. Svo virðist sem fólk orki illa að búa til mat eftir að heim kemur eftir ann- asaman vinnudag. Við leggjum áherslu á að fólk temji sér nýja siði í þrepum, t.d. að færa sig frá ný- mjólk yfir í léttmjólk og svo yfir í fjörmjólk eða undanrennu. Það hefur reynst áhrifaríkt og ódýrara og án aukaverkana að leiðbeina fólki um mataræði fremur en að taka hin dýru hjartalyf. Danir mæla með því í kjölfar rannsókna að fólk reyni í a.m.k. eitt ár að breyta matarvenjum áður en farið er að taka þessi rándýru lyf. Margt miðaldra fólk hefur farið á mis við fræðslu um manneldismál.“ – Þú hefur haldið fleiri nám- skeið, veistu hvernig fólki reiðir af á eftir? „Því miður veit ég það ekki en ég hef oft heyrt það tala um á þessum námskeiðum að það vildi fá eftirfylgni og fleiri námskeið í kjöl- farið. Rætt hefur verið um að stofna klúbba upp úr þessum nám- skeiðshópum og ég veit ekki betur en þar styðji hver annan. Sannleik- urinn er sá að fólkið er mjög þakk- látt, finnst gaman og það sér nýja möguleika.“ – Hvers konar mat eldar þú? „Við notum þetta venjulega hrá- efni sem flestir nota í daglegu lífi, þ.e. fisk, hakk og kjúklinga. Við kennum fólki að gera kolvetnin spennandi. Svo leggjum við áherslu á að kenna grófan gerbakstur til þess að leiða fólk frá vínarbrauðun- um og jólakökunum. Ég bið meira að segja fólkið að henda jólaköku- formunum þegar heim kemur. Breytingin þarf alls ekki að vera svo mikil. Fólk verður hissa hvað mat- urinn er góður án þess að nota smjör, majones og rjóma. Þetta er venjulegur matur – ekkert píslar- vætti.“ – Hvað er lögð áhersla á í fyr- irlestrum á námskeiðinu? „Á þessum námskeiðum hefur verið rætt um áhættuþætti fyrir hjarta- og æðasjúkdóma, en fyrst og fremst þá sem tengjast mat- aræði, en það er einkum of hár blóð- þrýstingur og of hátt kólesteról eða blóðfita. Offita er líka mikill áhættu- þáttur fyrir hjarta- og æðasjúk- dóma. Einnig er fjallað um reyking- ar, kyrrsetu og álag.“ – Getur fólk mikið gert til þess að forða sér frá hjarta- og æðasjúk- dómum? „Já, það getur breytt um lífsstíl. Borðað hollari og fitu- minni mat, meira af kol- vetnum á kostnað fitu- ríks próteins, hreyft sig meira og dregið úr spennu og álagi. Það er svo margt í umhverfi okkar sem ýtir undir óhollan lífsstíl. Tímaskorturinn virðist valda því að sumt fólk sinnir ekki nægilega um heilsu sína og eld- ar ekki lengur heima. Margt í um- hverfinu hvetur til síáts, fólk borðar á hlaupum og grípur eitthvað. Framboð skyndirétta og auglýsing- ar hafa mikil áhrif, ekki síst á unga fólkið og börnin.“ Stefanía Valdís Stefánsdóttir  Stefanía Valdís Stefánsdóttir fæddist 25. maí 1942. Hún varð stúdent frá MA 1962, tók kenn- arapróf frá Kennaraháskóla Ís- lands með heimilisfræði sem val- grein 1987, BA-próf frá sama skóla 1991 og lauk framhalds- námi í uppeldis- og kennslufræði til diploma 1999. Hún starfaði sem kennari í Ölduselsskóla í Breiðholti frá 1987 og í Fella- skóla um tveggja ára skeið. Hún hefur verið aðjunkt við Kenn- araháskóla Íslands frá 1998. Hún hefur haldið námskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og skólaskrifstofa úti á landi, bæði fyrir kennara og fólk sem starfar í mötuneytum skólanna og í leikskólum. Einnig hefur hún haldið námskeið þar sem hún hefur kennt fólki að breyta mataræði sínu til að léttast. Stef- anía á þrjú uppkomin börn og þrjú barnabörn. Þetta er venjulegur matur – ekk- ert písl- arvætti Kominn tími til að setja reglur um öryggisbúnað fyrir súlumeyjar? LÍTILS HÁTTAR hefur dregið úr spurn eftir iðnaðarmönnum síðustu mánuði. Þorbjörn Guðmundsson, for- maður Samiðnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að svo virtist sem nokkuð auðveldara væri um þessar mundir að fá menn til vinnuen mikil spurn hefur verið eftir iðnaðarmönn- um síðustu árin. Að sögn Þorbjörns eru hins vegar stór verkefni í gangi og langt frá því að menn séu farnir að finna áþreif- anlega fyrir minnkandi eftirspurn. „En ég átti á dögunum viðtal við aðila hjá Ístaki og það var þeirra niður- staða, eftir að hafa auglýst eftir verk- tökum, að það væri orðinn munur á því hversu miklu fleiri væru að skoða málin heldur en áður.“ Þorbjörn segir að á þessum árs- tíma, á fyrstu mánuðum ársins, sé jafnan minnst um verkefni þó að menn hafi orðið mun minna varir við það í vetur vegna hagstæðrar veðr- áttu. „Þannig að það er tiltölulega eðlilegt að einmitt á þessum tíma sé aðeins meira los á mönnum.“ Að sögn Þorbjörns eru menn hins vegar ekki farnir að finna áþreifan- lega fyrir því að eftirspurn fari minnkandi og nóg sé að gera. Hann bendir jafnframt á að hér sé töluvert af erlendum iðnaðarmönnum að störf- um, sem líklega verði látnir fara fyrst ef verkefnum fækkar. Þeir hafi hins vegar ekki verið látnir fara í neinum mæli. „Ég held að það sé engin leið að segja að menn séu farnir að finna fyr- ir samdrætti,“ segir Þorbjörn. Heldur dregur úr eftirspurn eftir iðnaðarmönnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.