Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 17 Ísafirði - Samkomulag hefur verið gert milli Ísafjarðarbæjar og teikni- stofunnar Kol og salt ehf. á Ísafirði um að koma í framkvæmd hug- myndum Elísabetar Gunnarsdóttur arkitekts um nýtingu á lausu hús- næði fyrir fræðimenn og listamenn. Undirritunin samkomulagsins fór fram við dálitla athöfn sl. föstudag í fjölbýlishúsinu í Múlalandi 12 á Ísa- firði, sem er eitt af „vandræðabörn- um“ Ísafjarðarbæjar í félagslega húsnæðiskerfinu. Viðstödd voru börn og fullorðnir sem báru grímur með andlitsmyndum ýmissa þekktra listamanna og fræðimanna, lifandi og látinna, sem hugsanlega gætu eða hefðu getað nýtt sér slíka aðstöðu. Í eigu Ísafjarðarbæjar eru nú um 190 íbúðir. Þar af standa 24 auðar. Kostnaður bæjarsjóðs vegna íbúð- arhúsnæðis í eigu hans nam á síð- asta ári um 40 milljónum króna og á síðustu átta árum á þriðja hundrað milljónum króna. Í samkomulagi teiknistofu Elísa- betar og Ísafjarðarbæjar er gert ráð fyrir því að unnið verði að þessu verkefni næstu mánuði. Fenginn verður starfsmaður, sérmenntaður í markaðsmálum, til að móta verk- efnið frekar og kynna það. Meðal annars verður leitað til íslensku há- skólanna, bæði Listaháskólans og hinna almennu háskóla, sem eiga mikið samstarf við erlenda háskóla og þá sem þar starfa. Einnig verður verkefnið kynnt fyrir samtökum listamanna og yf- irleitt allar þær aðferðir notaðar, sem líklegar virðast til að skila ár- angri, að sögn Elísabetar Gunnars- dóttur arkitekts. Hugmyndir Elísabetar Gunnars- dóttur, arkitekts á Ísafirði Laust húsnæði verði markaðssett fyrir lista- fólk og fræðimenn Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Frá undirritun samkomulagsins. Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt er í ræðustól. Við hlið hennar standa börn og fullorðnir sem báru grímur með andlitsmyndum ýmissa þekktra listamanna og fræðimanns. Norður-Héraði - Svanfríður Óla- dóttir, bóndi á Þrándarstöðum, sæðir refalæður í þremur búum á Fljótsdalshéraði. Sæðið tekur hún úr refum á refabúi sínu á Þránd- arstöðum. Svanfríður lærði refasæðingar 1986 og hefur sætt öll ár síðan. Fyrstu árin sæddi hún fyrir bændur á Fljótsdalshéraði en síðan á búi sínu. Fyrir þremur árum fluttu bænd- urnir á Þrándarstöðum, Svanfríður og Karl Jóhannsson, ásamt fleirum inn refi frá Finnlandi sem voru mun stærri og með betri skinn en ref- irnir sem fyrir voru. Síðustu tvö ár- in hefur Svanfríður byrjað að sæða refi aftur fyrir refabændur á Fljóts- dalshéraði, nú úr þessum finnska stofni sem er á Þrándarstöðum. Hagkvæmara að sæða en para Síðan Svanfríður fór að sæða aft- ur fyrir tveimur árum hefur nær al- veg lagst af að para refalæður á þessum búum. Þær eru nær allar sæddar og flestum högnum hefur verið lógað nema á Þrándarstöðum. Að sögn Guðmundar Ólasonar, refabónda á Hrólfsstöðum, er mun hagstæðara að nota sæðingarnar heldur en að para og þurfa ekki að halda högnana. Það eru að með- altali paraðar 10 læður með hverj- um högna á ári en aftur á móti hægt að sæða allt að 100 læður með sæði úr hverjum högna á ári, segir Svanfríður. Þannig tífaldast hag- kvæmnin. Guðmundur segir að ef hann paraði enn þá þyrfti hann að halda 50 högna, en getur þess í stað pelsað þá og sparað fóðurkostnað fyrir þá. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Svanfríður Óladóttir, refabóndi og sæðingamaður á Þrándastöð- um, sæðir refalæðu á Hrólfsstöð- um með sæði frá refabúi sínu. Sæðir refalæður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.