Morgunblaðið - 29.03.2001, Qupperneq 17
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 17
Ísafirði - Samkomulag hefur verið
gert milli Ísafjarðarbæjar og teikni-
stofunnar Kol og salt ehf. á Ísafirði
um að koma í framkvæmd hug-
myndum Elísabetar Gunnarsdóttur
arkitekts um nýtingu á lausu hús-
næði fyrir fræðimenn og listamenn.
Undirritunin samkomulagsins fór
fram við dálitla athöfn sl. föstudag í
fjölbýlishúsinu í Múlalandi 12 á Ísa-
firði, sem er eitt af „vandræðabörn-
um“ Ísafjarðarbæjar í félagslega
húsnæðiskerfinu. Viðstödd voru
börn og fullorðnir sem báru grímur
með andlitsmyndum ýmissa
þekktra listamanna og fræðimanna,
lifandi og látinna, sem hugsanlega
gætu eða hefðu getað nýtt sér slíka
aðstöðu.
Í eigu Ísafjarðarbæjar eru nú um
190 íbúðir. Þar af standa 24 auðar.
Kostnaður bæjarsjóðs vegna íbúð-
arhúsnæðis í eigu hans nam á síð-
asta ári um 40 milljónum króna og á
síðustu átta árum á þriðja hundrað
milljónum króna.
Í samkomulagi teiknistofu Elísa-
betar og Ísafjarðarbæjar er gert
ráð fyrir því að unnið verði að þessu
verkefni næstu mánuði. Fenginn
verður starfsmaður, sérmenntaður í
markaðsmálum, til að móta verk-
efnið frekar og kynna það. Meðal
annars verður leitað til íslensku há-
skólanna, bæði Listaháskólans og
hinna almennu háskóla, sem eiga
mikið samstarf við erlenda háskóla
og þá sem þar starfa.
Einnig verður verkefnið kynnt
fyrir samtökum listamanna og yf-
irleitt allar þær aðferðir notaðar,
sem líklegar virðast til að skila ár-
angri, að sögn Elísabetar Gunnars-
dóttur arkitekts.
Hugmyndir Elísabetar Gunnars-
dóttur, arkitekts á Ísafirði
Laust húsnæði verði
markaðssett fyrir lista-
fólk og fræðimenn
Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson
Frá undirritun samkomulagsins. Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt er í
ræðustól. Við hlið hennar standa börn og fullorðnir sem báru grímur
með andlitsmyndum ýmissa þekktra listamanna og fræðimanns.
Norður-Héraði - Svanfríður Óla-
dóttir, bóndi á Þrándarstöðum,
sæðir refalæður í þremur búum á
Fljótsdalshéraði. Sæðið tekur hún
úr refum á refabúi sínu á Þránd-
arstöðum.
Svanfríður lærði refasæðingar
1986 og hefur sætt öll ár síðan.
Fyrstu árin sæddi hún fyrir bændur
á Fljótsdalshéraði en síðan á búi
sínu.
Fyrir þremur árum fluttu bænd-
urnir á Þrándarstöðum, Svanfríður
og Karl Jóhannsson, ásamt fleirum
inn refi frá Finnlandi sem voru mun
stærri og með betri skinn en ref-
irnir sem fyrir voru. Síðustu tvö ár-
in hefur Svanfríður byrjað að sæða
refi aftur fyrir refabændur á Fljóts-
dalshéraði, nú úr þessum finnska
stofni sem er á Þrándarstöðum.
Hagkvæmara að
sæða en para
Síðan Svanfríður fór að sæða aft-
ur fyrir tveimur árum hefur nær al-
veg lagst af að para refalæður á
þessum búum. Þær eru nær allar
sæddar og flestum högnum hefur
verið lógað nema á Þrándarstöðum.
Að sögn Guðmundar Ólasonar,
refabónda á Hrólfsstöðum, er mun
hagstæðara að nota sæðingarnar
heldur en að para og þurfa ekki að
halda högnana. Það eru að með-
altali paraðar 10 læður með hverj-
um högna á ári en aftur á móti
hægt að sæða allt að 100 læður með
sæði úr hverjum högna á ári, segir
Svanfríður. Þannig tífaldast hag-
kvæmnin. Guðmundur segir að ef
hann paraði enn þá þyrfti hann að
halda 50 högna, en getur þess í stað
pelsað þá og sparað fóðurkostnað
fyrir þá.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Svanfríður Óladóttir, refabóndi
og sæðingamaður á Þrándastöð-
um, sæðir refalæðu á Hrólfsstöð-
um með sæði frá refabúi sínu.
Sæðir
refalæður