Morgunblaðið - 29.03.2001, Síða 22

Morgunblaðið - 29.03.2001, Síða 22
ERLENT 22 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALEXEJ Kúdrín, fjármálaráð- herra og aðstoðarforsætisráð- herra Rússlands, sagði í gær að rússneska stjórnin hefði ákveð- ið að undirrita ekki eins árs samning við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn, IMF. Kúdrín sagði að Rússar myndu ekki þurfa á fjárhags- aðstoð að halda á árinu og vildu ekki vera undir „stöðugu eftir- liti IMF“. Hann bætti þó við að stjórnin hygðist halda áfram viðræðum um þriggja ára sam- starfssamning við stofnunina. Orkugjöld hækkuð í Kaliforníu YFIRVÖLD í Kaliforníu ákváðu í fyrradag að hækka raforkugjöld til að afstýra orkukreppu í ríkinu og gert er ráð fyrir því að rafmagnsreikn- ingar allt að 25 milljóna Kali- forníubúa hækki. Meginmarkmiðið með hækk- uninni er að hvetja íbúana til að draga úr orkunotkun sinni. Orkugjöld fátækustu íbúanna haldast óbreytt en reikningar þeirra sem nota mikla orku hækka um allt að 36%. Meirihluti Eista andvíg- ur ESB RÚMUR helmingur Eista, eða 51%, er andvígur því að Eist- land gangi í Evrópusambandið, samkvæmt viðhorfskönnun sem birt var í gær. Aðeins 37% aðspurðra sögð- ust vera hlynnt því að landið fengi aðild að ESB. Í samskon- ar könnun í febrúar voru 45% Eista hlynnt aðild en 46% and- víg. Neikvæð umræða um ESB, einkum um gin- og klaufaveik- ina og kúariðufárið, er talin hafa stuðlað að aukinni and- stöðu við aðild Eistlands að sambandinu. Norðmenn auki fjárfest- ingar í þró- unarlöndum „GILDANEFNDIN“ svokall- aða, sem stofnuð var til að stuðla að bættu siðferði norsku þjóðarinnar, hefur birt loka- skýrslu sína og er þar lagt til að Norðmenn noti olíuauð sinn til að auka fjárfestingar í þróun- arlöndum. Nefndin vill að 10% af hreinum tekjum olíusjóðsins verði notuð í þessu skyni. Anne Kristin Sydnes, þróun- armálaráðherra norsku stjórn- arinnar, sagði að tillagan væri áhugaverð en áhættan, sem fylgdi auknum fjárfestingum í þróunarlöndunum, kynni að vera of mikil til að þær sam- ræmdust reglum sem þingið hefur sett um ávöxtun olíu- sjóðsins. Kjell Magne Bondevik stofn- aði nefndina fyrir þremur árum þegar hann var forsætisráð- herra, en 49 manns úr ýmsum stéttum eiga sæti í henni. STUTT Rússar vilja ekki samning við IMF VLADIMÍR Pútín Rússlandsforseti gerði í gær fyrstu breytingarnar á ríkisstjórn sinni, er hann skipaði meðal annars nýjan varnarmálaráð- herra. Við embættinu tekur Sergei Ívanov, sem var áður yfirmaður rússneska þjóðaröryggisráðsins, en hann er fyrsti óbreytti borgarinn til að setjast í stól varnarmálaráð- herra. Sergei Ívanov er fyrrverandi starfsmaður sovésku leyniþjónust- unnar (KGB), rétt eins og Pútín, en hann er einn nánasti bandamaður forsetans. „Rússland þarfnast nú- tímalegs herafla sem er fær um snör og skilvirk viðbrögð við þeirri ógn sem nú steðjar að landi okkar,“ sagði Ívanov eftir útnefninguna í gær. Hann kvaðst myndu ráðast í umbætur í hermálum, sem hann hefði lagt drög að sem yfirmaður þjóðaröryggisráðsins. Hét hann því að hækka laun hermanna og beita sér fyrir auknum fjárveitingum til hersins. Kúdelina Ljúbov, fyrrverandi að- stoðarráðherra í fjármálaráðuneyt- inu, tekur við embætti aðstoðar- varnarmálaráðherra, en hún er fyrsta konan til að gegna stöðu ráð- herra í varnarmálaráðuneytinu. Pútín skipaði einnig nýjan innan- ríkisráðherra, Borís Gryzlov. Hann mun bera ábyrgð á baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi og stjórna hernaðaraðgerðum gegn að- skilnaðarsinnuðum skæruliðum í Tsjetsjníu. Gryzlov fer fyrir þing- flokki Einingarflokksins, en hann er fremur lítt þekktur stjórnmála- maður. Þá verður Alexander Rúmj- antsev ráðherra mála er lúta að raf- orkuframleiðslu í kjarnorkuverum. AFP-fréttastofan hafði eftir emættismönnum í Kreml að þetta væri aðeins upphafið að uppstokkun Pútíns á stjórninni, en flestir ráð- herranna hafa setið í embætti síðan Borís Jeltsín var forseti. Pútín stokk- ar upp í stjórninni Reuters Vladimír Pútín kynnir uppstokkun á ríkisstjórn sinni í gær. Við hlið hans stendur Sergei Ívanov, nýr varnarmálaráðherra. Moskvu. Reuters. Óbreyttur borgari varnarmálaráðherra í fyrsta skipti í sögu Rússlands AUSTURRÍSKI hægrimaðurinn Jörg Haider gaf í gær í skyn, að hann kynni að hætta stuðningi við ríkisstjórn Frelsisflokksins (FPÖ) og Þjóðar- flokksins (ÖVP) sem nú hefur starfað í rúmt ár. Gerði Haider, sem sagði af sér sem formaður FPÖ í fyrravor, „tækni- veldislegar“ að- gerðir stjórnar- innar ábyrgar fyrir ósigri FPÖ í borgarstjórnar- kosningum sem fram fóru í Vínarborg um síðustu helgi. „Haldi stjórnin þessum tækni- kratahætti áfram mun ég ekki verða tiltækur í Vín,“ sagði hann í fyrstu opinberu ummælum sínum um niðurstöðu kosninganna á blaðamannafundi í Klagenfurt í gær. Þótt Haider sé hvorki formlegur leiðtogi flokksins lengur né eigi sæti í ríkisstjórn- inni – hann er „aðeins“ fylkis- stjóri í Kärnten – eru áhrif hans mikil í FPÖ og hann tók virkan þátt í kosninga- baráttunni fyrir kosningarnar í höf- uðborginni. Sagðist Haider harma, að þær erfiðu kerfisumbætur sem ríkisstjórnin hafi séð sig knúna til að hrinda í framkvæmd skyldu hafa orðið til að ræna FPÖ fylgi. Kosn- ingarnar í Vín hefðu miklu fremur átt að snúast um verk sitjandi borgarstjórnarmeirihluta jafnaðar- manna. Vín væri eina fylkið í Aust- urríki þar sem atvinnuleysi og félagsleg vandamál færu vaxandi. Í kosningunum á sunnudaginn fékk FPÖ rúm 20% atkvæða í stað þeirra 28% sem hann fékk í síðustu kosningum. Stjórnmálaskýrendur höfðu spáð því, að slæm útreið FPÖ í Vín- arkosningunum, þriðju héraðskosn- ingunum í röð þar sem flokkurinn tapar fylgi, myndi auka á spennu milli Haiders og ríkisstjórnarinnar, sem í sitja sex fulltrúar Frelsis- flokksins. AP Jörg Haider ræðir við frétta- menn í Klagenfurt í gær. Haider hótar stjórninni í Vín Vínarborg. AFP. ST. bernharðshundar verða sífellt vinsælli til átu í Kína og þykir kjöt- ið af þeim afar bragðgott. Sviss- lendingar eru hins vegar yfir sig hneykslaðir á þessu athæfi Kín- verja enda eru st. bernharðs- hundar órofa tengdir Sviss í hug- um margra og þar njóta þeir mikillar hylli. Hundaræktarbændur í Kína hafa brugðist við vaxandi spurn eftir hundakjöti með því að auka rækt- un á st. bernharðshundum þar sem þeir eru stórir og kjötmiklir, þola sjúkdóma betur en aðrar tegundir og fjölga sér hratt og mikið. Rík- isrekin st. bernharðshundarækt- unarstöð í borginni Shenyang í norðausturhluta Kína hefur nýlega gefið út kynningarmyndband þar sem fram kemur að þessi tegund hunda sé upplögð til eldis þar sem þeir séu skapgóðir og bíti ekki. Fullyrt er að fjárfesting í ræktun st. bernharðshunda „sé arðbærari en í eldi svína eða búpenings.“ Almenningur og dýravernd- unarsinnar í Sviss hafa brugðist harðlega við fréttum af st. bern- harðshundaátinu í Kína. Samtök sem nefnast SOS St. Bernard Int- ernational og hafa aðsetur í Genf hafa afhent svissneskum stjórn- völdum undirskriftalista með nöfn- um 11 þúsund hundaeigenda og -ræktenda þar sem þess er krafist að hömlur verði settar á sölu st. bernharðshunda til annarra landa. Fleiri alþjóðleg dýravernd- unarsamtök hafa tekið í sama streng. Hundaát hefur lengi tíðkast í Kína og þykir hundakjöt mesta lostæti. Reuters-fréttastofan hafði í gær eftir gesti á kínversk- kóreskum veitingastað í Peking, sem sérhæfir sig í réttum úr hundakjöti, að kínverskum hunda- eigendum væri mjög annt um gæludýrin sín og myndu aldrei leggja sér þau til munns. „En þess- ir hundar sem hér eru matreiddir eru sérstaklega ræktaðir til mann- eldis – rétt eins og kjúklingar, kindur og kýr – svo fólk hefur ekk- ert samviskubit yfir því að borða þá,“ sagði verkamaðurinn Zhang Lei. Morgunblaðið/Ómar Svisslendingar æfir yfir st. bern- harðs-hundaáti Peking. Reuters.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.