Morgunblaðið - 29.03.2001, Side 25

Morgunblaðið - 29.03.2001, Side 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 25 GÖRAN Persson forsætisráðherra Svíþjóðar, sem fer með for- mennsku í Evrópusambandinu (ESB) þetta misserið, og Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórn- arinnar, lýstu báðir ánægju sinni með niðurstöður leiðtogafundar sambandsins í Stokkhólmi um síð- ustu helgi. Framkvæmdastjórninni var falið að þróa frekari tillögur í þeim málum sem ekki náðist sam- komulag um. Mikilvægur árangur náðist í að þróa sameiginlegan markað með verðbréf og fjármálaþjónustu. Lögð var mikil áhersla á þetta mál og sagði Prodi að sér hefði komið á óvart að svo skýr niðurstaða skyldi hafa náðst. Sameiginlegur fjár- málamarkaður með samræmdum lögum og reglum myndi nýtast til að gera viðskipti og fjármögnun í Evrópu hagkvæmari en nú er. Af þessu myndi hljótast mikil hagræð- ing bæði fyrir einstaklinga, fyrir- tæki og hagkerfi Evrópu í heild sinni. Ekkert samkomulag um orkumarkaðsmál Ekki náðist samkomulag um aukið frjálsræði í orkumálum en undir það fellur sala og dreifing á raforku og gasi. Aðalástæðan var ágreiningur um að einokunarfyr- irtæki í ríkjum sem ekki væru búin að innleiða frjálsa samkeppni á þessu sviði myndu hafa forskot á fyrirtæki sem hingað til hafa þurft að keppa á samkeppnismarkaði. Þau gætu nýtt einokunarhagnað til að kaupa fyrirtæki og undirbjóða önnur til að auka markaðshlutdeild sína. Framkvæmdastjórnin fékk það hlutverk að leggja frekari drög sem gætu myndað grunninn að samkomulagi á þessu sviði. Samkomulag náðist ekki um sameiginlegt evrópskt einkaleyfi en markmiðið með því er að fyr- irtæki og einstaklingar þurfi ein- ungis að leggja fram eina umsókn til að fá einkaleyfi í Evrópusam- bandslöndunum í stað þess að sækja um í hverju aðildarlandi fyr- ir sig. Ekki náðist heldur samkomulag um samræmt evrópskt flugsvæði er á að auka frjálsræði og sam- keppni í flugsamgöngum í Evrópu- sambandinu. Ráðherrar sam- göngu- og fjarskiptamála í aðildarríkjum ESB voru hvattir til að komast að samkomulagi um flugsamgöngur, lestarsamgöngur, póstþjónustu og fjarskiptamál. Vladímír Pútín Rússlandsforseti var meðal gesta og er þetta í fyrsta skipti sem forseti Rússlands tekur þátt í fundi leiðtoga ESB-ríkja. Persson sagðist vonast til þess að umbætur á efnahags- og stjórn- málasviðinu í Rússlandi myndu verða til þess að verslun og við- skipti myndu aukast milli ESB og Rússlands. Leiðtogar ríkjanna samþykktu ályktanir er lúta að ástandinu í Makedóníu og á Kóreuskaganum. Sendinefnd sambandsins með Gör- an Persson í broddi fylkingar mun fara til Norður-Kóreu í síðasta lagi í maímánuði. Javier Solana, æðsta talsmanni sambandsins í utanríkis- og varnarmálum, var falið að gera tillögur að því hvernig ESB gæti komið að friðsamlegri lausn mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Slegið á bjartsýninótur ESB-leiðtogarnir sögðu að þrátt fyrir að undanfarið hefði hallað undan fæti í efnahagsmálum í Bandaríkjum og Japan væri efna- hagsástandið í Evrópu almennt nokkuð gott. Atvinnuleysi væri það lægsta síðan 1991, það væri til vitn- is um að umbætur sem hrint hefði verið í framkvæmd á síðustu árum væru að skila sér. Stækkun samb- andsins til austurs myndi auka tækifæri fyrir hagvöxt og viðskipti bæði fyrir þær þjóðir sem koma til með að ganga í ESB og núverandi aðildarríki. Leiðtogafundur ESB-ríkja í Stokkhólmi Niðurstöður í sam- ræmi við væntingar Stokkhólmi. Morgunblaðið. AP Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, ásamt Romano Prodi, for- seta framkvæmdastjórnar ESB, á leiðtogafundinum í Stokkhólmi. LAXELDI við suðurströnd Noregs stafar nú mikil ógn af eitruðum þör- ungabreiðum sem að undanförnu hafa verið að vaxa í hafinu á þessum slóðum. Olav Lekve, talsmaður Fiskistofu Noregs, segir að þörungarnir hafi á síðustu dögum valdið dauða um 700 tonna af eldislaxi í eldiskvíum við suðurodda landsins. Þúsundir tonna af laxi eru í hættu, en ef þörunga- breiðan leggst yfir eldiskvíarnar rænir hún fiskinn öllu súrefni; tálkn- in stíflast og fiskurinn drepst. Sá fiskur sem drepst með þessum hætti er óhæfur til manneldis. Norsk lax- eldisfyrirtæki slátra árlega um 400.000 tonnum af eldislaxi og eru af- urðirnar mestmegnis fluttar út til Evrópusambandslanda. „Þetta gæti orðið versta þörunga- plágan sem norskt fiskeldi hefur nokkru sinni orðið að þola,“ sagði Lekve. Sagði hann þörungabreið- una, sem virtist vera afbrigði af jap- önskum uppruna sem fyrst varð vart í Norðursjónum árið 1996, geta ógn- að kvíum með um 4.000 tonnum af laxi ef vindar og hafstraumar stefna henni vestur eftir ströndinni. Búnir að „skjóta rótum“ Jan Aure hjá norsku hafrann- sóknastofnuninni í Björgvin tjáði Af- tenposten í gær að allt benti til að þessi þörungategund, nefnd chatto- nella, hefði tekið sér fasta bólsetu í Skagerrak og Kattegat. Það kunni að þýða dauðadóm yfir fiskeldi við suðurströnd Noregs. Mikill vöxtur sé kominn í þörungana svo snemma árs og það benti eindregið til, að þeir væru búnir að „skjóta rótum“ en bærust ekki bara með straumum ut- an úr Norðursjó, eins og síðast þegar þörungaplága af þessu tagi barst að Noregsströndum, í maí 1998. Þörungar ógna laxeldi í S-Noregi Ósló. Reuters, Morgunblaðið. Hillukerfi fyrir lagerinn,verslunina, heimilið, bílskúrinn. Umboðs- og heildverslun Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Einfalt í uppsetningu Skrúfufrítt Smellt saman Trygg gæði - Gott verð! Heildarlausnir ISO 9001 Öryggis- og gæðastaðlar Netverslun - www.isold.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.