Morgunblaðið - 29.03.2001, Side 61

Morgunblaðið - 29.03.2001, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 61 DAGBÓK Allir tímar að verða upppantaðir Gerðu verðsamanburð. Innifalið í myndatökunni. 12 stækkanir 13x18 cm, 2 stækkanir 20x25 cm og ein stækkun 30x40 cm í ramma. Ljósmyndastofan Mynd sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020. Við erum í F.Í.F.L. TRYGGÐU BARNINU ÞÍNU ÞÆGINDI I Í 2001 w w w. o o . i s LJÓÐABROT SÁLARSKIPIÐ Sálarskip mitt fer hallt á hlið og hrekur til skaðsemdanna, af því það gengur illa við andviðri freistinganna. Sérhverjum undan sjó eg slæ, svo að hann ekki fylli, en á hléborðið illa ræ, áttina tæpast grilli. Ónýtan knörrinn upp á snýst, aldan þá kinnung skellir, örvæntingar því ólgan víst inn sér um miðskip hellir... Sýnist mér fyrir handan haf hátignarskær og fagur brotnuðum sorgar öldum af upp renna vonar dagur. Bólu-Hjálmar. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake HRÚTUR Þú kannt ekki að segja nei og því sitja eigin mál oft á hakanum. Þessu þarft þú að breyta. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú átt að leggja þitt af mörk- um til málamiðlunar. Hlust- aðu á það sem aðrir hafa fram að færa og mundu að það er enginn sem vill eyðileggja þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nú er rétti tíminn til að hrinda því í verk, sem þú hefur lengi beðið með. Vertu hvergi smeykur því áætlanir þínar ganga í augun á yfirboðurun- um. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gefðu gaum að orðum þínum, því þau hafa mikla þýðingu og geta skorið úr um það, hvort þú nærð árangri eða ekki. Galdurinn er að tala skýrt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Freistingarnar eru ekki til þess að falla fyrir þeim; það er bara afsökun þeirra, sem veik- ir eru á svellinu. En þú getur léttilega varizt þeim. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er einhver, sem vill um- fram allt hafa undirtökin í sambandinu við þig. Láttu það ekki gerast, heldur stattu ákveðinn á þínu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Eitthvað sem virzt hefur í fjarlægð kemur skyndilega inn á þitt borð og þú þarft að beita öllum þínum hæfileikum til þess að komast óskaddaður frá þessum hlut. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Leyfðu listinni að blómstra og gefðu henni meiri tíma en þú hefur gert til þessa. Það hjálp- ar þér á öllum sviðum þegar þú leyfir sköpunargleðinni að njóta sín. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur málstað að verja sem þér er kær svo þú verður að standa af þér allar ásakanir jafnvel þótt grófar séu. En þinn tími mun koma. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu ekki fjötra þig í viðjar úreltra skoðana heldur vertu óhræddur að skoða málin upp á nýtt og mynda þér skoðanir í samræmi við það. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt þér virðist fæst ganga þér í haginn þá er engin ástæða til þess að láta hugfall- ast því skjótt skipast veður í lofti og þrátt fyrir allt skaltu líta á björtu hliðarnar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú verður náttúrulega að sýna einhvern árangur til þess að fá frið í starfi þínu. En þetta á ekki að vera þér erfitt ef þú bara nennir að leggja eitthvað á þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er sjálfsagt fyrir þig að leika ráðgjafann í fjármálum sem öðrum málum og þá ætti mest öryggi að vera fólgið í því að leita til fagmanna. Gamall vinur birtist óvænt. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÚTSPILIN geta stundum verið nánast skoplega af- drifarík. Hér er gott dæmi um þessa vandræðalegu hlið spilsins frá HM 1983, úr við- ureign Bandaríkjamanna og Ný-Sjálendinga. Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ 8764 ♥ Á103 ♦ 10984 ♣ K5 Vestur Austur ♠ KG52 ♠ ÁD103 ♥ DG964 ♥ 872 ♦ ÁG ♦ – ♣ Á10 ♣ DG9873 Suður ♠ 9 ♥ K5 ♦ KD76532 ♣ 642 Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður -- Pass Pass 3 tíglar Dobl 3 grönd 4 tíglar * 5 tíglar Dobl Allir pass Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður -- Pass Pass 4 tíglar Dobl Allir pass Um sagnir mætti hafa mörg orð og ekki öll falleg. Í opna salnum reynir norður að grugga vatnið með þriggja granda sögn, sem allir vita að ekkert er á bak við. Betra hefði verið að hækka í fjóra tígla. Eins er vafasamt að suður hafi nokkur efni á því að hækka í fimm tígla. Dobl vesturs á fjórum tíglum í lokaða salnum hefur greinilega verið til sektar, því annars hefði austur ekki passað. Þetta er aðferð sem fáir nota nú til dags. En nóg um sagnir. Banda- ríkjamaðurinn Jim Jacoby átti út í opna salnum gegn fimm tíglum dobluðum og valdi hjartadrottninguna. Ekki er hægt að setja út á það val, en óheppinn var hann. Sagnhafi drap heima, svínaði hjartatíu og henti spaða niður í hjartaás. Fór svo í trompið og gaf aðeins tvo slagi á láglitaásnana. Unnið spil. Í lokaða salnum kom vest- ur út með laufás og hélt áfram með litinn í öðrum slag. Sagnhafi trompaði út, en vestur drap á ásinn, spil- aði makker inn á spaða og fékk lauf til baka og fjórða slag varnarinnar á tígul- gosa. Einn niður. Góð vörn, en sagnhafi hefði kannski átt að gera betur. Hvernig þá? Áður en hann spilaði trompi gat hann klippt á spaðasamganginn með því að spila hjarta þrisvar og henda spaða í hjartatíuna!! Frábært skærabragð. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STAÐAN kom upp í ann- arri deild Íslandsmóts skák- félaga. Eftir að hafa ekki teflt í nokkur ár hefur Ing- var Þór Jóhannesson (1935) heldur betur brett upp erm- arnar og teflt sem aldrei sem fyrr. Skákstíllinn er orðinn fjörugri og kraft- meiri enda mega nú reynslumiklir meistarar fara að vara sig þegar hann fær tækifæri til að mæta þeim. Ingvar hafði hvítt gegn félaga sínum frá Akur- eyri, Halldóri B. Halldórssyni (1910). 26. Bb7! og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 26... Dxb7 27. Dd8#. Skákin tefldist í heild sinni: e4 c5 2. b3 Rc6 3. Bb2 d5 4. exd5 Dxd5 5. Rc3 Dd8 6. Rf3 Rf6 7. Bb5 Bd7 8. O-O e6 9. d4 a6 10. Be2 cxd4 11. Rxd4 Bc5 12. Ra4 Ba7 13. Rxc6 Bxc6 14. Bf3 Bxa4 15. bxa4 Dc7 16. Hb1 Hd8 17. De2 Rd5 18. Be5 Dc5 19. Bxg7 Hg8 20. Be5 Hd7 21. Hfd1 b6 22. c4 Re7 23. Hxd7 Kxd7 24. Hd1+ Ke8 25. Dd3 Dc8. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla Hlutavelta Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. febrúar sl. í Ár- bæjarkirkju af sr. Þór Haukssyni Guðrún Helga Kristjánsdóttir og Páll Mar- el Sigþórsson. Þessar duglegu stelpur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu 5.105 kr. Þær eru f.v.: Dagný Kristjánsdóttir, Jóna Lillý Gísladóttir og Emma Ósk Magnúsdóttir, allar búsettar í Mýrdal. Undanúrslit Íslands- mótsins í sveitakeppni um helgina Um helgina spila 40 sveitir víðs vegar að af landinu um 10 sæti í úr- slitunum sem verða spiluð um páskana að venju. Fyrirliðar eru hvattir til að mæta stundvíslega kl. 14:00 á fyrirliða- fundinn. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson. Dagskrá: Fyrirliðafundur föstudaginn 30. mars kl. 14.00. 1. umferð föstudaginn 30. mars kl. 15.00–16.30 og kl. 16.50–18.20. 2. umferð föstudaginn 30. mars kl. 19.30–21.00 og kl. 21.20–22.50. 3. umferð laugardaginn 31. mars kl. 11.00–12.30 og kl. 12.50–14.20. 4. umferð laugardaginn 31. mars kl. 14.50–16.20 og kl. 16.40–18.10. 5. umferð laugardaginn 31. mars kl. 19.30–21.00 og kl. 21.20–22.50. 6. umferð sunnudaginn 1. apríl kl. 10.30–12.00 og kl. 12.20–13.50. 7. umferð sunnudaginn 1. apríl kl. 14.15 –15:45 og kl. 16.05–17.35. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Sveit Vina er meðal þátttakenda í undanúrslitum Íslandsmótsins sem hefst í húsi Bridssambandsins nk. föstudag. Sveitin er skipuð kunn- uglegum andlitum úr bridsheiminum hér syðra. Talið frá vinstri: Árni Már Björnsson, Leifur Kristjánsson, Heimir Þór Tryggvason, Anna G. Nielsen, Guðlaugur Nielsen og Gísli Tryggvason. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Bridsfélag Suðurnesja Mánudaginn 26. mars lauk minn- ingarmóti um Guðmund Ingólfsson. Spilaður var Butler og úrslit urðu þessi: Arnór Ragnarss. – Guðjón S. Jensen 159 Garðar Garðarss. – Óli Þ. Kjartanss. 154 Randver Ragnarss. – Svala Pálsd. – Pétur Júliusson 154 Þórir Hrafnkels. – Lilja Guðjónsd. – Sigurður Davíðss. 148 Gunnar Guðbjörnss. – Elías Guðmundss. – Kolbeinn Páls. 148 Mánudaginn 2. apríl verður spil- aður einmenningur. Hinn 9. páskatvímenningur og laugardaginn 14. hið árlega Kaskómót sem er hraðsveitakeppni. Bridsfélag Hafnarfjarðar Ekki fékkst nægileg þátttaka í hraðsveitakeppni þegar til átti að taka, en mánudaginn 26. mars var þess í stað spilaður eins kvölds tví- menningur. Úrslit hans urðu þannig: Friðþj. Einarsson – Halldór Þórólfsson 105 Njáll Sigurðsson – Guðni Ingvarsson 91 Atli Hjartarson – Sverrir Jónsson 90 Þórarinn Sófuss. – Gunnl. Óskarsson 89 Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðarson 88 Næstu tvö mánudagskvöld verður spilaður páskatvímenningur, þar sem þrjú efstu pörin hljóta vegleg páskaegg í verðlaun. Með morgunkaffinu                Nei, ég sá ekki óhapp- ið. Ég beygði mig nið- ur til að laga skóinn. Já, elskan...?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.