Morgunblaðið - 29.03.2001, Page 62

Morgunblaðið - 29.03.2001, Page 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARIÐ ár hafa þau Szymon Kuran og Hafdís Bjarnadóttir heillað tónelskar sálir með leik sínum á knæp- um og göngugötum hér heima og erlend- is. Þau hafa flutt landamæralausa tónlist, afar tilfinn- ingaríka, sem flokka mætti undir hina geðrænu stefnu sem á vaxandi fylgi að fagna meðal tónlist- aráhugamanna hér- lendis. Skömmu fyr- ir aldamót sendi dúettinn geðgóði, sem reyndar hefur á stundum verið kvartett, frá sér geisladisk sem hér er til umfjöllunar og ber hið markaðs- væna nafn Live from Reykjavík. Diskur- inn hefur að geyma upptökur á níu tón- dæmum frá þremur hljómleikum sem allir voru haldnir á síðastliðnu sumri. Að gefnu tilefni tel ég ástæðu til að geta þess sérstaklega að Kuran Kompaní er ekki djasshljómsveit. Að halda því fram væri svipað og að segja Morgunblaðið vera flokksblað. Tengslin eru vissulega til staðar en áhrifin eru mun margþættari en svo að Kompaníið verði básað af á þann hátt sem sjálfskipaðra spekinga er siður. Áhrif frá austur-evrópskri og keltneskri þjóðlagahefð eru jafnvel auðheyrðari en djassandinn; landa- mæralaus list og áðurnefnd geðræna eru þó lýsingarorðin sem mér þykir helst hæfa er Kompaníið ber á góma, en fyrst og síðast þá er tónlistin ein- stök og þeirra. Fyrsta tóndæmið á diskinum heitir „Sagn“ og er afbragðssmíð eftir Liv Greni og Gyro Uleberg. Útfærsla þeirra Szymonar og Hafdísar er ægi- fögur og einföld hljóðmyndin, sem eingöngu er fyllt af fiðlu og gítar, virkar opin en seiðandi. Stafrænar seinkunarbrellur með skammsvörun gefa hljóðfærunum aukið rými og setja meiri spennu í hrynrænar leik- fimisæfingar. „Crash“, er næsta lag og jæja, djassskotið. Valdimar K. Sigurjóns- son leikur þekkilegan göngubassa og hið geðræna tvíeyki spinnur af tilfinningu yfir grunninn. „Crash“ situr ekki sterkt eftir sem tónsmíð en er áhrifamikið í návígi á hljómleikastað. Það er og notað sem eins kon- ar rauður þráður í gegnum þennan hljómleikadisk í fjór- um mismunandi út- færslum. Það er þó til- tæki sem að mínu viti eldist heldur illa. Þriðja lagið kallast „Milli svefns og vöku“ og er Hafdísar. Ein- hver miðaldastemmn- ing er yfir smíðinni og hinn keltneski blær er notalegur. Áðurnefndar seink- unarbrellur er áber- andi hér sem víðar og gefa útsetningunni viðeigandi flæði. Haf- dís á afar góðan sóló um miðbik lagsins og Szymon leikur gullfallega sem í ástandi því er titill lagsins gefur til kynna. Á eftir „Crash“, í útfærslu nr. 2, líð- ur áfram ljóðræn smíð, „Fjöll“, eins og draumur sem maður vill ekki vakna upp frá. Flestir þurfa þó ein- hvern tímann að yfirgefa drauma sína og veruleikinn tekur þá oft kuldalega á móti sálinni eins og ég upplifði við að fá útfærslu nr. 3 á „Crash“ framan í mig, í kjölfar hinnar fallegu fjalla- smíðar. Ópusinn á eftir hinum þriðja árekstri kallast „Heim“ og er vel við hæfi. „Ástandið milli svefns og vöku“ hallast nær svefni á ný og ómstríðan umvefur hlustir og sálu. Hafdís sýnir snilldartakta á hljóðstyrksfetil og samhljómur þeirra Szymons er sem algjör. Verkið geislar af tóngáfu og títtnefndri geðrænu. Sælan varir þó ekki lengi því verkið er stutt og að því loknu er maður enn á ný hrifinn til veruleikans þar sem fjórða útgáfan af „Crash“ vekur mann hratt og örugg- lega. Stuttur er þó galsinn, góðu heilli, og lokalagið, „Ditty“, leggur mann til hvílu í hlýjum heimi drauma á ný. Live from Reykjavík er prýðileg heimild um tvo af merkari hljómlist- armönnum Íslands í dag, Hafdísi Bjarnadóttur og Szymon Kuran. Snilligáfa Szymons er þjóðinni löngu kunn en færri þekkja Hafdísi sem á komandi árum mun vafalaust vekja mikla eftirtekt meðal tónlistaráhuga- fólks. Diskur þessa heillandi tvíeykis inniheldur mörg fögur og vel leikin verk. Endurteknar útfærslur af „Crash“ eru þó til vansa og hefði verið vænlegra að leyfa fleiri verkum að líta dagsins ljós. Þrátt fyrir smávægilega hnökra í hljóðvinnslu þá er hljómur- inn á diskinum hlýr og tilgerðarlaus. Það er tónlist Kuran Kompaní líka. Góða skemmtun! Szymon Kuran og Hafdís Bjarnadóttir skipa dúett- inn Kuran Kompaní. List án landamæra TÓNLIST G e i s l a p l a t a LIVE from Reykjavík, geisladiskur dúettsins Kuran Kompaní. Dúettinn skipa þau Szymon Kuran, fiðlu- leikari og Hafdís Bjarnadóttir, gítarleikari. Lögin voru hljóðrituð hliðrænt af Ragnari Emilssyni á Næsta bar og í Kaffileikhúsinu síðastliðið sumar. Szymon og Haf- dís sömdu efnið nema hvað Sagn er eftir Liv Greni og Gyro Uleberg. Ditty er svo byggt á Kanon eftir Pachelbel. Valgeir Ísleifsson og Jón Skuggi sáu um stafræna eftirvinnslu. Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson leikur á kontrabassa í „Crash“. LIVE FROM REYKJAVIK Orri Harðarson )#+EG+: #)  #?$# +E1+: #)  #?$# )#+A+B !)  #?$# +I+B !)  #?$#       Sýnt í Gamla bíói (í húsi Íslensku óperunnar) Miðasala í síma 511 4200 og á Netinu - www.midavefur.is Föstudag 30. mars kl. 20:00 - frumsýning, uppselt Laugardag 31. mars kl. 23:00 - örfá sæti laus Fimmtudag 5. apríl kl. 20:00 - nokkur sæti laus Laugardag 7. apríl kl. 20:00 - örfá sæti laus Laugardag 14. apríl kl. 20:00 25% afsláttur af mat fyrir og eft ir sýningu á Café Óperu. Hópar: Hafið samband í síma 511 7060. Nemendaleikhúsið sýnir STRÆTI eftir Jim Cartwright => ?;   4 !     Sýningar hefjast kl. 20.00           sýnir í Tjarnarbíói       Höfundar: Hjördís Hjartardóttir, Ingibjörg Hjartardóttir og Sigrún Óskarsdóttir. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Frumsýning laugardaginn 31. mars. 2. sýning fimmtudaginn 5. apríl. 3. sýning föstudaginn 6. apríl. Sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 551 2525. Miðasala opin alla sýningardaga frá kl. 19.00. !" #  $ 4 !  !" % &   5/)  !#   & 6 /)  !# !! #   !" '   $ 1  /)  !# !  1  /)  !0) (  )    *      + * $ 40/)  !"   .@/)  !"     * " ,-% 6 ;  !  .!/)  !7 5 "/)  !0!%# .#   */01*21*34+4!56/,+7#8*+41 9,!45,+7:,605/9;6 <<<   = ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00: ,0:1595*55:!6>?2+   > 3'  ;A   .'#A"  . !A" @       . @A"  . ;A"  A  51:+4/2;*7545   4( ">' #A   .>@A" % &   .7>+ !#A" % &   .0>A" % &   #;6:016,+0161BC >) ; D 4 !A   .    E'+#4B2216+44 5  * &   .!A" !" % &    !0  .@A" !" % &   . A" !"  . @A" !" % &   ;A" !" % &      !0  &   Smíðaverkstæðið kl. 20.00: ,0:1595*55:!6>?2+   > 6' #A   .!A"  .@A"  + !#A"   A"   A"    7A"  Litla sviðið kl. 20.30: >'.#5+4!>54 7 -% F$#  3'  ;A   !A .@A"2     - <<<  )      G )  .) /  !#       % HI  AHJ.  H   AH 552 3000 Opið 12-18 virka daga SNIGLAVEISLAN KL. 20 flyst í Loftkastala vegna mikillar aðsóknar lau 21/4 örfá sæti laus fim 26/4 nokkur sæti laus sun 29/4 Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20 fös 6/4 örfá sæti laus mið 11/4 nokkur sæti laus lau 21/4 laus sæti SJEIKSPÍR EING OG HANN LEGGUR SIG KL. 20 lau 31/3 örfá sæti laus lau 7/4 nokkur sæti laus fös 27/4 nokkur sæti laus Síðustu sýningar! 530 3030 Opið 12-18 virka daga SNIGLAVEISLAN KL. 20 fim 29/3 UPPSELT fös 30/3 UPPSELT lau 31/3 kl. 16 UPPSELT, Aukasýn. sun 1/4 UPPSELT mið 4/4 UPPSELT fim 5/4 UPPSELT lau 7/4 UPPSELT sun 8/4 UPPSELT mið 11/4 UPPSELT fim 12/4 UPPSELT - Skírdagur Ath! Sýningar færast eftir 12/4 í Loftkastala Á sýningardögum er miðasalan opin fram að sýningu og um helgar opnar hún í viðkom- andi leikhúsi kl. 14 ef sýning er um kvöldið. Hópasala er í síma 530 3042 frá kl. 10-16 virka daga. midasala@leik.is — www.leik.is Stóra svið SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason Í KVÖLD: Fim 29. mars kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fös 6. apríl kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Lau 21. apríl kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Fös 27. apríl kl. 20 AUKASÝNINGAR V. MIKILLAR EFTIRSPURNAR MENNINGARVERÐLAUN DV 2001 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR! BLÚNDUR & BLÁSÝRA e. Joseph Kesselring Fös 30. mars kl. 20 3. sýning - ÖRFÁ SÆTI Lau 31. mars kl. 19 4. sýning - ÖRFÁ SÆTI Lau 7. apríl kl. 19 5. sýning MÓGLÍ e. Rudyard Kipling Lau 31. mars kl 13 - UPPSELT Sun 1.apríl kl 14 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 8. apríl kl 14 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 22. apríl kl 14 – ATH:Sýningin er túlkuð á táknmáli Sun 29. apríl kl 14 ÍD KRAAK EEN OG KRAAK TWEE e. Jo Strömgren POCKET OCEAN e. Rui Horta Sun 1. apríl kl. 20 – 5. sýning Fim 5. apríl kl. 20 – 6. sýning Litla svið ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh Í KVÖLD: Fim 29. mars kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI ALLRA SÍÐASTA SÝNING! KONTRABASSINN e. Patrick Süskind Í KVÖLD: Mið 28 mars kl 20 forsýning miðaverð kr. 1000 Fös 30. marskl. 20 FRUMSÝNING - UPPSELT Fim 5. apríl kl. 20 2. sýning - ÖRFÁ SÆTI Lau 7. apríl kl. 19 3. sýning Leikari: Ellert A. Ingimundarson Lýsing: Lárus Björnsson. Þýðing: Hafliði Arngrímsson/Kjartan Óskarsson. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell Jóhannesson. Leikstjórn: KjartanRagnarsson. ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab Sun 1. aprílkl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 8. apríl kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 22. apríl kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 29.apríl kl. 20 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is   Í HLAÐVARPANUM Föstudagur 30. mars kl. 19.00 Grískt kvöld Eva - bersögull sjálfsvarnareinleikur 21. sýn. sun. 1. apríl kl. 21.00 22. sýn. þri. 3. apríl kl. 21 örfá sæti laus 23. sýn. þri. 10. apríl kl. 21.00 24. sýn. fim. 19. apríl kl. 21.00 25. sýn. lau. 21. apríl kl. 21.00 „...textinn er bæði skemmtilegur og sannur í allri sinni tragí-kómík...ég skora á (konur) að fjöl- menna og taka karlana með..." (SAB Mbl.) ? $     &       +05*55/*/5 Leikfélag Mosfellssveitar Gamanleikritið Á svið Hið fúla fólskumorð í Bæjarleikhúsinu, Mosfellsbæ Leikstjóri Ingrid Jónsdóttir Frumsýning fös. 30. mars kl. 20.00. 2. sýn. sun. 1. apríl kl. 20.00. 3. sýn. fös. 6. apríl kl. 20.00. 4. sýn. sun. 8. apríl kl. 20.00. Miðaverð aðeins kr. 1.500. Miðapantanir í síma 566 7788.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.