Morgunblaðið - 29.03.2001, Side 64

Morgunblaðið - 29.03.2001, Side 64
FÓLK Í FRÉTTUM 64 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐASTLIÐINN laugardag opnaði í Gula húsinu sýningin Forrest eða Frumskógur en það eru þau Asami Kaburagi, Cécile Parcillié, Charl- otte Williams, Julia Oschatz, Julia Steinmann, Luigi Pixeddu, Manuel Ruberto, Nguyen Viet Thaanh og Verena Lettmayer sem eiga verk á sýningunni. Þau eru öll skiptinemar við LHÍ og segja hugmyndina að sýningunni hafi verið sú að fá alla skiptinemanna við Listaháskólann til að sýna saman, bæði til að gera þau sýnilegri í skólanum og einnig til að hrista þau betur saman. Þótt verk þeirra séu mjög ólík þá segja þau að aðstæður þeirra séu allar þær sömu og þau séu öll að glíma við sömu vandamálin. Þau segjast öll vera hálfheimilislaus hérna á Íslandi en núna sé Gula húsið orðið heimilið þeirra. „Ég ákvað að sýna hérna í hús- inum þegar ég kom hingað í fyrsta skipti fyrir um 3 vikum,“ segir Charlotte sem hefur haft veg og vanda af skipulagningu sýning- arinnar. „Ég taldi að það gæti orðið gaman að sýna hér áður en ég færi heim aftur. Þetta er líka frábært tækifæri til að fá að sýna í öðru landi.“ Skólinn og fólkið Flest eru þau ánægð með skólann en komu hingað til Íslands kannski frekar út af landinu eða mannlífinu. Skólinn hafi síðan komið þeim ánægjulega á óvart. „Listaháskól- inn hérna er mjög ólíkur skólanum mínum,“ segir Charlotte en hún er að læra í Englandi. „Ég er á öðru ári og er í fimm vikna námskeiðum hér, sem ég er alls ekki vön. Yf- irleitt standa námskeiðin í skól- anum mínum í marga mánuði og sami kennarinn allan tímann en hérna á allt að gerast mjög hratt og það er kannski bara eitthvað sem ég er óvön.“ Einnig fannst þeim öll- um gott hversu ólíkir myndlist- armenn eru að kenna og að hér sé líka ungt fólk við kennslu en reynsla þeirra sé að það sé eitthvað sem tíðkast óvíða. „Mér finnst sambandið milli nemanda og kenn- ara hér vera mjög gott,“ segir Julia sem kemur frá Þýskalandi. „Í skól- anum mínum er mjög mikil áhersla lögð á það að kennarar og nem- endur séu á sitt hvoru planinu sem mér þykir hálfgerður hroki, nokk- uð sem ekki fyrirfinnst hér. Stemmningin yfir kennslunni hér er allt önnur og léttari.“ Það kom samt flestum í opna skjöldu hvað nemendurnir vinna lít- ið í skólanum og er gert að vinna sjálfstætt í staðinn. „Vandinn við það er sá að skortur á vinnuaðstöðu getur komið niður á afköstunum, auk þess sem maður saknar þess að geta fylgst með vinnuferli samnem- enda sinna. Þar að auki skortir til- finnanlega vinnuandann sem er svo nauðsynlegur í listaskólum. Þetta er samt mjög mismunandi eftir bekkjum og skipulagi námskeið- anna,“ segir Charlotte. Ástæðan fyrir þessu telur hóp- urinn vera að hluta til þá að ekki sé hægt að komast inn í skólann á kvöldin og vinna fram eftir nóttu. Nokkuð sem þau hafa vanist í sínum heimalöndum. „Kannski er þetta líka út af því að skólinn er ekki þar sem fólkið er. Það eru fáir sem búa í nágrenni við skólann og þangað er lítið að sækja. Ég held að það séu allir sammála um að staðsetning skólans sé honum lítt til fram- dráttar. Nær væri að hafa hann í nágrenni við miðbæinn svo hann gæti nýst betur og nemendur hefðu eitthvað þangað að sækja annað en tímana sem þeir verða að sækja. Það er líka allt of mikið stólað á að maður hafi eigin bíl til umráða til að koma efnivið til og frá skólanum, nokkuð sem er alveg ótrúlegt. Það var mjög fyndið þegar við tókum strætó hingað niður í miðbæ með öll verkin sem eru á sýningunni hér í Gula húsinu,“ segir Julia ákveðin. Húsið handa öllum Þau eru öll mjög þakklát fyrir tækifærið að fá að sýna í Gula hús- inu og finnst sérstaða þess vera skemmtileg. „Það frábæra er að þetta er ekki gallerí heldur venju- legt hús,“ segir Charlotte. „Það gef- ur svo mikla möguleika og ákveðið frelsi sem gallerí veitir ekki. Sýn- ingarstaður sem rekinn er af lista- mönnum og er alveg frjáls og óháð- ur öllu. Þetta framtak hefur hvatt mig til að koma af stað svipuðum gallerísrekstri í Englandi þar sem ég bý. Þar eru virðuleg gallerí sem þarf að borga fyrir að sýna í en svona staður er eitthvað sem ætti að vera í öllum borgum fyrir lista- menn og aðra til að nota.“Gula hús- ið er opið alla daga frá 15:00-18:00 og er síðasti sýningardagur sunnu- dagurinn 1. apríl. Þess má geta að í kvöld kl. 19:00 verður kvikmynda- sýning í Gula húsinu á horni Hverf- isgötu og Frakkastígs og á sama tíma verður boðið upp á ítalskan mat handa gestum. Morgunblaðið/Jim Smart Það er ekki laust við að erlenda listafólkið öfundi kollega sína af aðstöðunni sem þeir hafa í Gula húsinu. Frumskógur í Gula húsinu Skiptinemar við Listaháskóla Íslands sýna í Gula húsinu SVO virðist sem fátt hafi vakið meiri athygli vestanhafs á afstaðinni Ósk- arsverðlaunahátíð en kjóllinn bless- aði sem Björk Guðmundsdóttir klæddist, en hann var hannaður af góðvini hennar frá Makedóníu, Marjan Pejoski. Það vakti líka óskipta athygli þegar hún í ofanálag lyfti kjólnum og verpti eggi fyrir við- stadda fjölmiðlamenn og áhorfendur sem fylgdust með komu stjarnanna að Shrine Auditorium-höllinni í Los Angeles en eggið reyndist vera sam- kvæmisveskið hennar. Fjölmiðlar þar í landi hafa velt sér þessi lifandis ósköp upp úr svanakjólnum frum- lega og sýnist sitt hverjum. „Það má segja að útgangurinn á henni hafi valdið fjaðrafoki,“ sagði Merle Ginsberg frá tímaritinu Women’s Wear Daily. „Það er aldrei neinn illa og óviðeigandi klæddur á svona hátíðum og því er gaman þeg- ar einhver reynir eitthvað nýtt og hleypir lífi í tuskurnar.“ Heidi Oringer, tískusérfræðingur ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, var ekki eins sæl með múnderinguna á Björk sem hún segir hafa verið stór- slys af versta tagi og hvorki nælon- samfestingurinn sem hún klæddist undir svaninum né egglaga sam- kvæmisveskið hafi virkað. Tískulögga skemmtanabransasíð- unnar EOnline var hins vegar mun jákvæðari í garð svanskjólsins og segir hann hafa verið skemmtilega öðruvísi og spyr hver þurfi á Cher að halda ef Björk gengur rauða dreg- ilinn. Spjallþættirnir vinsælu hafa þar að auki gert sér mat úr upp- ákomu Bjarkar og þótt margir telji hana hafa farið yfir strikið eru flestir sammála um að slíkt sé einmitt svo nauðsynlegt til að hleypa lífi í annars allt of íhaldssama samkomu. Skopmynd þessi af Björk birtist nýlega á prenti vestanhafs og fer nú manna á milli hérlendis í gegnum tölvupóst. Í talblöðrunni segir: „Láttu ekki svona Björk. Þú ert glæsileg í þessum kjól.“ Svanurinn olli fjaðrafoki Mikið rætt um Björk vestanhafs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.