Morgunblaðið - 29.03.2001, Side 65

Morgunblaðið - 29.03.2001, Side 65
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 65 STÓRSÖNGVARINN Geir Ólafs- son, eða Ice Blue eins og hann er jafnan kallaður, hefur margsann- að að hann er gæðablóð og má ekkert aumt sjá. Það ætti því að koma fáum á óvart að hann sé nú með í farvatninu styrktartónleika til handa krabbameinssjúkum börnum. Kappinn söngelski er líka þekktur fyrir allt annað en að gera hlutina með hangandi haus. Hann hefur kallað á nokkra af vinum sínum úr söngbransanum sem þurftu ekki að hugsa sig um tvisvar þegar þeir heyrðu hver málstaðurinn væri. Þeir sem ætla að troða upp með Geir, og vit- anlega gömlu góðu Furstunum, eru þau Anna Sigríður Helgadótt- ir, Daníel Ágúst Haraldsson, Andrea Gylfadóttir og Páll Óskar. Fríður og fjölbreyttur sönghópur það. Kominn tími til að gefa „Við vildum einfaldlega láta eitthvað gott af okkur leiða til þessa ágæta málefnis og skemmta okkur um leið,“ segir Geir að- spurður um tildrög söngskemmt- unarinnar í kvöld. „Ég fór nú bara að hugsa; það er búið að ganga ágætlega hjá manni í bransanum og sífellt verið að þiggja og þiggja. Því þótti mér tími til kominn að þakka fyrir mig – gefa eitthvað til baka og það hyggst ég gera með því að halda árlega styrktartónleika fyrir góð málefni og tónleikarnir í kvöld eru hinir fyrstu sem slíkir.“ Geir segist ætíð hafa lagt sig fram, síð- an hann byrjaði í bransanum, að láta gott af sér leiða. Allir til í tuskið Þess þarf vart að geta að hinir örlátu söngvarar sem fram koma í kvöld gefa vinnu sína, sem og all- ir aðrir er að skemmtuninni koma. Geir segir það hafa verið hið léttasta verk að safna saman hæfileikafólki til að vera með: „Það slógi allir til sem ég talaði við og í þeirra huga kom ekki annað til greina en að vera með og framtakinu var almennt fagn- að.“ Geir vildi sem minnst um ná- kvæma atriði kvölddagskrárinnar tjá sig og segir hana eiga að koma fólki svolítið á óvart: „Þess má þó geta að við munum koma fram í sitt hvoru lagi. Daní- el Ágúst ætlar t.d. að troða upp einvörðungu studdur píanóleik Jóns vinar síns Ólafssonar. Þannig verður hvert okkar með sína dag- skrá sem hlaðin er valinkunnum sönglögum sem geta ekki annað en hitt fólk beint í hjartastað.“ Einstök stemmning Geir bendir enn fremur á að söngvarinn heimskunni Harold Burr, úr The Platters, ætli jafnvel einnig að heiðra viðstadda með nærveru sinni: „Eins og menn sjá þá erum við að tala um einvalalið listamanna sem mun koma fram, listamenn sem ég hef ætíð haft miklar mætur á og er mjög upp með mér fá tækifæri til að vinna með. Ég lofar stemmningu sem engri er lík á Kaffi Reykjavík í kvöld.“ Húsið opnar klukkan 21.00. Að- gangseyrir er 1000 kr. og rennur óskiptur í sjóð Styktarfélags krabbameinssjúkra barna. Morgunblaðið/Jim Smart Hjartagóðir stórsöngvarar: Daníel Ágúst, Geir, Páll Óskar, Andrea og Anna Sigríður. Sungið fyr- ir krabba- meinssjúk börn Styrktartónleikar Geirs Ólafs og vina á Kaffi Reykjavík í kvöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.