Morgunblaðið - 29.03.2001, Page 66

Morgunblaðið - 29.03.2001, Page 66
Síðasta föstudag opnaði hópur frá Listaháskóla Íslands sýningu í menn- ingarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Unnar Jónasson ræddi við meðlimi hópsins um sýninguna og listina fyrir austan. ÞAÐ ERU þau Baldur GeirBragasson, Lars Nilsson, El-ín Helena Evertsdóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Arnfinnur Amazeen, Sirra Sigrún Sigurðar- dóttir, Michael Johansson, Pétur Kristjánsson og Páll Banine sem eiga verk á sýningunni og eru þau flest nemendur frá Listaháskólan- um. Björn Roth var leiðbeinandi og veitti hópnum stuðning á tímum en hafði einnig titilinn sýningarstjóri. Sýningin er samvinnuverkefni Listaháskóla Íslands, Skaftfells, menningarmiðstöðvar Seyðisfjarðar og Dieter Roth-Akademíunar. Diet- er Roth-Akademían er einhvers kon- ar orðrómur, n.k. skóli án húsnæðis. „Hugmyndin er sú að nemandinn verður sjálfur að nálgast kennarann sem er eiginlega öfugt við það sem maður á að venjast,“ segir Gunnhild- ur. „Þegar nemandinn er búinn að tala við alla kennarana í akademí- unni útskrifast hann en okkur er sagt að kennararnir séu alveg ótelj- andi. Það eru vinir og samstarfs- menn Dieters sem taka til sín alls kyns fólk með það að markmiði að kenna því í hans anda. Þetta er fólk úti um allan heim. Björn Roth er einn af kennurum akademíunnar en þrátt fyrir það erum við samt ekki formlega nemendur hennar.“ Seyðisfjörður ein stór vinnustofa Hópurinn kom til Seyðisfjarðar 10 dögum áður en sýningin opnaði og setti sig inn í mannlífið og stemmn- inguna í bænum. „Þetta var algjört ævintýri, við fórum að sigla á firðinum og sum okkar skutu svartfugl sem við borð- uðum svo saman. Ég sá hreindýr í fyrsta skipti og svo kynntumst við al- veg frábæru fólki,“ segir Elín Hel- ena. Á þessum 10 dögum sem hóp- urinn vann að sýningunni stóð þeim til boða að ganga í fyrirtækin í bæn- um eins og t.d. stálsmiðjuna og neta- gerðina og fá aðstoð frá starfsmönn- um þar. Þannig varð fólkið á staðnum stór þátttakandi í verkinu. „Það voru allir tilbúnir að hjálpa okkur og vildu allt fyrir okkur gera. Þetta var því ómetanlegt vinnuum- hverfi, nokkuð sem maður er ekki vanur þegar maður er að vinna t.d. hérna í borginni. Flestir nýttu sér aðstöðu þá sem í boði var og þannig urðu verkin hluti af staðnum,“ segir Sirra. Hópurinn segir að hugmyndin að sýningunni hafi þróast samhliða til- urð hennar. Þau hafi ekki komið með hana tilbúna í farteskinu. „Við kom- um bara með það sem við vorum að fást við og einhverjar hugmyndir í kollinum og unnum út frá þeim á staðnum eftir efnum og aðstæðum, veðrum og vindum. Þannig var Seyð- isfjörður vinnustofan okkar og Skaftfell sýningaraðstaðan,“ segir Arnfinnur. Liðsmenn hópsins eru sammála um að ferðin hafi reynst ágætis reynsla á mörgum sviðum, t.a.m. hvernig væri að vinna einstaklings- verkefni í stórum hópi. Sum úr hópn- um segjast jafnvel hafa lært að tala og hlusta upp á nýtt því allt annar takt- ur og aðferðir séu notaðar í samskipt- um í bæjarfélögum eins og Seyðisfirði en í Reykjavík. Flottasti staður í veröldinni Opnunin tókst ótrúlega vel og fjöldi fólks kom á staðinn til að berja listaverkin aug- um og spjalla við listamennina. Þar lék líka þaulreyndur harmóníkuleik- ari og nokkur pör dönsuðu gamla ís- lenska dansa af miklum móð undir leik hans. Það kom hópnum á óvart hvað áhorfendurnir voru ótrúlega for- dómalausir og áhugasamir gagnvart listaverkunum og þannig tilbúnir til að njóta listarinnar. Þetta segir hóp- urinn vera vegna þess að ótrúlega sterk menningarhefð sé á Seyðisfirði og það hafi komið sterkt í ljós þegar sýning eins og þessi opnar við svo góðar undirtektir. „Menningarmiðstöðin Skaftfell er líka mjög gott gallerí og með þeim flottari á landinu,“ fullyrðir Baldur. „Þar er fallegur salur og frábært umhverfi. Þau sem standa að mið- stöðinni hugsa stórt því verið er að innrétta gestavinnustofur á efri hæð hússins sem galleríið er í og þá er komin alveg frábær aðstaða fyrir ut- anaðkomandi gesti til að sýna þar.“ Allir úr hópnum voru sammála umað þeim hafi verið tekið opnum örmum hvort sem um hafi verið að ræða listamenn frá Stokkhólmi, Þórsheimi eða Reykjavík. Einnig fengu allir frelsi til að finna það sem þeir voru að leita að í bæjarfélaginu hvort sem það var einhver innri stemmning eða fjörugt mannlíf. Í tengslum við sýn- inguna kemur út bók í 50 eintökum sem er nokkurs konar bókverk um ferlið sem átti sér stað í tengslum við sýninguna. Í bókinni verða skissur, teikningar og einnig fullt af hug- myndum ásamt texta frá hópnum og þeim sem stóðu að sýningunni. Hóp- urinn segist vera búinn að kynnast fullt af fólki og sum þeirra séu jafn- vel að plana að fara aftur þangað í sumar að vinna: „Seyðisfjörður er nefnilega flottasti staður í veröld- inni.“ Hópurinn hressi hvetur alla til að skella sér á sýninguna í Skaftfelli á Seyðisfirði en annars er líka hægt að skoða sýninguna á alnetinu undir http:// www.sfk.is/landrover.htm en síðasti sýningardagur er 31. maí. Skaftfell á færi Alla og Óli á opnun sýningarinnar. Áhugaverð hópsýning á Seyðisfirði FÓLK Í FRÉTTUM 66 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sonne Rammstein Butterfly Crazy Town Road Trippin Red Hot Chili Peppers Miss Jackson Outkast Last Resort Papa Roach Man Overboard Blink 182 Út á lífið Lydía Grétarsdóttir Stuck In A Moment U2 Shiver Coldplay Things I Have Seen Spooks Survivor Destiny´s Child Can’t Fight The Moonlight LeAnn Rimes Lítill fugl 200.000 Naglbítar Dagbókin mín 3 G ´S Nobody Want’s To Be Lonely Christina Aguilera & Ricky Martin Stan Eminem & Dido The Call Backstreet Boys It Was’nt Me Shaggy Gravel Pit Wu Tang Clan I’m Like A Bird Nelly Turtado Vikan 28.03. - 04.04 http://www.danol.is/stimorol Nýr útsölustaður: Snyrtivörudeild Kringlunni Spennandi opnunartilboð frá 29. mars til 4. apríl. Förðunarmeistari veitir ráðgjöf - komdu í förðun. Þú færð URBAN DECAY bol þegar keypt er fyrir 3.500 kr*. *Meðan birgðir endast www.urbandecay.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.