Morgunblaðið - 29.03.2001, Page 72

Morgunblaðið - 29.03.2001, Page 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. Síðan 1972 múrvörur Traustar íslenskar Leitið tilboða! ELGO Á MORGUN mun Tryggingastofn- un ríkisins ljúka uppgjöri á greiðslum til öryrkja vegna breyttra almannatryggingalaga, en löggjöfin breytti þeim viðmiðunar- mörkum sem verið höfðu varðandi tengingu á bótum öryrkja við tekjur maka. Alls verða greiddar 1.300 milljónir til öryrkja, en þar af fara 420 milljónir í skatta. Eftir standa því um 880 milljónir. Í gær var verið að ljúka frá- gangi á greiðslunum. Ágúst Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri líf- eyristryggingasviðs Trygginga- stofnunar, segir að mikil vinna liggi að baki þessum útreikning- um, en fletta hafi þurft upp gögn- um fjögur ár aftur í tímann. Þessi vinna hafi verið unnin meira og minna handvirkt, en stofnunin hafi lagt mikla áherslu á nákvæmni út- reikninganna. Hæsta greiðslan 1.500 þúsund Ágúst Þór sagði að samkvæmt bráðabirgðatölum fengju 3.960 hærri tekjutryggingu samkvæmt nýju lögunum en þeir hefðu haft samkvæmt gömlu lögunum. Hann sagði að um væri að ræða tekju- tryggingu, orlofsuppbót, desem- beruppbót og vexti vegna tímabils- ins 1. janúar 1997 til ársloka 2000. Einhver hluti þessa hóps er látinn og munu dánarbúin fá tilkynningu núna um mánaðamótin um rétt viðkomandi til bóta. Óskað verður eftir að dánarbúin veiti upplýs- ingar um á hvaða reikning hægt sé að leggja fjárhæðina. Ágúst sagði að mjög breytilegt væri hvað hver og einn væri að fá mikið. Meðalgreiðslan væri 328 þúsund brúttó (222 þúsund nettó), en hæsta greiðsla sem hann vissi um væri 1.500 þúsund. Uppgjöri á tekjutryggingu 1997–2001 að ljúka 880 milljónir nettó til öryrkja VERÐ á papriku hefur frá því í síðustu viku hækkað úr 400–500 krónum kílóið í 700–800 krónur. Ástæður verðhækkunarinnar eru tvíþættar, 30% verðtollur var lagð- ur á ýmsar grænmetistegundir um miðjan mánuðinn og innflytjendur eru nú að kaupa inn papriku frá Hollandi en þar er uppskerutíma- bilið að hefjast og paprikan því dýrari en þegar á tímabilið líður. Íslensk paprika er ekki komin á markað ennþá. Kaupmenn segja neytendur mót- mæla háu verði á papriku með því að sniðganga vöruna. Stórhækkun á papriku  Paprikuverð/18 ÍSLANDSPÓSTI barst óvenjulegt bréf frá Ameríku fyrir skömmu. Þegar bréfið, sem stílað var á Íslandspóst, var opnað kom í ljós að í því var lítill poki sem innihélt ösku. Í meðfylgjandi bréfi segir að í pokanum sé að finna ösku lát- innar konu, Veru Andersen að nafni. Vera hafi alla tíð þráð að ferðast um heiminn en hafi aldrei átt kost á því. Afkomend- ur hennar hafi því ákveðið að senda öskuna til Íslands og biðja þeir Íslandspóst í bréfinu vinsamlegast að dreifa öskunni á fallegum stað á Íslandi, að sögn Írisar Björnsdóttur, deildarstjóra hjá Íslandspósti. Ættingjar konunnar hafa ekki haft frekara samband við Íslandspóst, að hennar sögn. „Við getum okkur þess til að þeir hafi sent þetta víðar um heiminn. Þetta er sannarlega óvenjuleg sending en við lítum ekki svo á að það sé verið að gabba okkur. Við ætlum að verða við þessari ósk og fara með öskuna á einhvern fallegan stað og dreifa henni þar,“ sagði Íris. Beðinn að dreifa ösku látinnar konu Óvenjuleg sending til Íslandspósts KÁRI var í miklum ham við Vega- mót á Snæfellsnesi í gær þar sem þessi maður barðist gegn vindinum. Fleiri staðir fengu að kenna á veð- urofsanum og fóru bílar út af veg- inum á Holtavörðuheiði og tepptu umferð um hríð. Tveir jeppar rák- ust saman í blindbyl skammt fyrir ofan efstu brúna í Norðurárdal, á leiðinni upp á heiðina, um kvöld- matarleytið en engan sakaði. Minni háttar snjóflóð féllu á vegi í Súðavíkurhlíð og á Siglufjarð- arveg en umferð komst þar aftur á seinnipart dags þegar vegirnir voru ruddir. Skafrenningur og hálka var um allt vestan-, norðan- og austanvert landið í gærkvöld en lægja átti með kvöldinu og nóttinni. Morgunblaðið/RAX Barist gegn veður- ofsanum SAMNINGAR í kjaradeilu ríkisins og Félags flugmála- starfsmanna tókust um klukk- an eitt í nótt hjá ríkissátta- semjara. Félagið hafði boðað verkfall 11. og 12. apríl n.k., en það hefði stöðvað að mestu alla flugstarfsemi í landinu. Samn- ingurinn nær til 120 manns. Þá var skrifað undir tvo nýja kjarasamninga í húsa- kynnum ríkissáttasemjara í gær. Um miðjan dag gerðu starfsmenn Stjórnarráðsins, um 200 manns, samning við ríkið og seint í gærkvöld samdi Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar við ríkið fyrir hönd um 230 starfs- manna, aðallega á Landspít- alanum í Fossvogi. Samning- ar tókust í nótt Flugmálastjórn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.