Morgunblaðið - 19.04.2001, Side 1
88. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 19. APRÍL 2001
Morgunblaðið/RAX
Nemendur úr þriðja bekk Lækjarskóla í Hafnarfirði fagna sumarkomunni í blíðviðri í gær.
Gleðilegt
sumar!
BANDARÍSKI seðlabankinn
lækkaði í gær stýrivexti um hálft
prósentustig, niður í 4,5%, í því
skyni að hleypa krafti í efnahags-
lífið. Verðbréfamarkaðir tóku þeg-
ar við sér, bæði vestanhafs og í
Evrópu.
Þetta er í fjórða sinn á þessu ári
sem bandaríski seðlabankinn lækk-
ar stýrivexti og í annað sinn sem
það er gert utan reglubundinna
vaxtaákvörðunarfunda bankans.
Ákvörðunin kom verulega á óvart
enda var ekki búist við frekari
lækkunum fyrir boðaðan vaxta-
ákvörðunarfund í maí.
Gengi bréfa á bandarískum
mörkuðum tók kipp eftir að til-
kynnt hafði verið um vaxtalækk-
unina. Nasdaq-vísitalan hækkaði
um 8,1% og endaði í 2.079 stigum
en Dow Jones-vísitalan hækkaði
um 3,9% og var í 10.616 stigum við
lokun. Þá varð að minnsta kosti 2%
hækkun á helstu mörkuðum Evr-
ópu í London, Frankfurt og París.
Óvænt vaxtalækkun
í Bandaríkjunum
Washington. AP.
MÁL tveggja stúlkubarna í Virg-
iníuríki í Bandaríkjunum komst í
heimsfréttirnar fyrir nokkrum ár-
um, eftir að í ljós kom að þeim
hafði verið víxlað á fæðingardeild-
inni og fengnar í hendur röngum
foreldrum. Nú eru þær aftur
komnar í fréttirnar vegna þess að
faðir annarrar stúlkunnar og föð-
ursystir hinnar hyggjast ganga í
hjónaband.
Stúlkurnar komu í heiminn á
sjúkrahúsi í Charlottesville í Virg-
iníu árið 1995, þar sem þeim var
víxlað. Mistökin komu í ljós fyrir
tilviljun þremur árum síðar, þegar
uppeldisforeldrar Callie Conley,
Paula Johnson og Carlton Conley,
skildu að skiptum og DNA-próf
var gert í tengslum við deilur
þeirra um framfærslu stúlkunnar.
Callie elst upp hjá Paulu Johnson,
en líffræðilegir foreldrar hennar,
Kevin Chittum og Whitney Rogers,
létust í bílslysi árið 1998, áður en
uppvíst varð um barnavíxlið. For-
eldrar Kevins, Larry og Rosa
Chittum, hafa hins vegar forræði
yfir Rebeccu Chittum, sem er í
raun dóttir Paulu Johnson og
Carltons Conley.
Conley hefur nú tekið saman við
systur Kevins Chittum, Pam, og
hyggjast þau ganga í hjónaband í
lok þessa mánaðar. Giftingar-
áformin voru kunngerð á mánudag
við dómtöku máls Chittum-hjón-
anna gegn Paulu Johnson, en þau
hafa kært hana fyrir að virða ekki
umgengnisrétt þeirra við Callie,
raunverulega sonardóttur þeirra.
Flókin
fjölskyldu-
bönd
Stafford í Virginíu. AP.
HERINN í Mið-Afríkuríkinu Búr-
úndí kvað í gær niður valdaránstil-
raun ungra liðsforingja sem eru mót-
fallnir viðleitni forseta landsins,
Pierre Buyoya, til að semja frið við
skæruliða Hútú-ættbálksins.
Í yfirlýsingu
sem herinn sendi
frá sér í gærkvöld
sagði að búið væri
að umkringja
byggingu búr-
úndíska ríkisút-
varpsins í höfuð-
borginni
Bujumbura þar
sem 30 ungir liðs-
foringjar hefðu fyrr um daginn ráð-
ist til inngöngu. Höfðu þeir rofið
dagskrána og tilkynnt í útvarpinu að
forsetinn hefði verið settur af, þingið
leyst upp og flugvelli landsins lokað.
Í yfirlýsingu hersins í gærkvöld
sagði að ekki yrði ráðist til atlögu við
liðsforingjana heldur yrði beðið eftir
að þeir gæfust upp.
Buyoya var í gærdag staddur í
Libreville, höfuðborg nágrannaríkis-
ins Gabon, þar sem hann átti viðræð-
ur við fulltrúa Hútú-skæruliða. For-
setinn rændi sjálfur völdum árið
1996 og hét því að binda enda á
skálmöldina í Búrúndí, sem hefur
orðið yfir 200.000 manns að fjörtjóni.
Borgarastríð braust þar út árið 1993,
eftir að hermenn úr röðum minni-
hluta Tútsa myrtu fyrsta lýðræðis-
lega kjörna forseta landsins, en hann
var Hútúi.
Búrúndí
Valda-
ráns-
tilraun
hrundið
Bujumbura. AP.
Pierre Buyoya
Hertar aðgerðir Ísraelshers gegn
hermdarverkum Palestínumanna
virtust þó ekki bera tilætlaðan ár-
angur því fimm sprengjukúlum var
í gærkvöld skotið á ísraelska þorp-
ið Nir Am sem liggur rétt við
landamærin að Gaza-svæðinu. Þá
lýsti Hamas-hreyfing herskárra
Palestínumanna ábyrgð á
sprengjuárás á landnemabyggð
gyðinga í Nisanit í gær og í yfirlýs-
ingu frá Hamas er frekari árásum
gegn Ísrael hótað.
Ísraelar útskýra afstöðu sína
fyrir Bandaríkjastjórn
Ariel Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, ræddi í gærkvöld í síma við
George W. Bush Bandaríkjafor-
seta. Að sögn aðstoðarmanns Shar-
ons, Raanan Gissin, var símtalinu
ætlað að „hreinsa andrúmsloftið“
vegna aðgerða Ísraelshers en
Bandaríkjastjórn sakaði Ísraela um
að fara offari eftir herförina inn á
Gaza-svæðið á þriðjudag. Utanrík-
isráðherra Ísraels, Shimon Peres,
ræddi einnig við hinn bandaríska
starfsbróður sinn, Colin Powell, og
útskýrði afstöðu Ísraelsstjórnar.
Í yfirlýsingu sem bandaríska ut-
anríkisráðuneytið sendi frá sér í
gær er gagnrýnin á Ísraela fyrir að
ráðast inn á Gaza-svæðið ítrekuð,
en jafnframt segir að palestínska
heimastjórnin hafi ekki gripið til
nægilegra aðgerða til að draga úr
ofbeldisverkum Palestínumanna
gegn Ísrael.
Ísraelar aftur inn
á Gaza-svæðið
Gaza-borg, Jerúsalem, Washington. AFP, AP.
ÍSRAELSKAR hersveitir fóru aftur inn á sjálfstjórnarsvæði Palestínu-
manna á Gaza-svæðinu í skamma hríð í gær og lögðu lögreglustöð í rúst,
deginum eftir að herinn hafði lagt undir sig og hörfað frá öðrum hluta
Gaza. Ísraelsstjórn bar því við, rétt eins og á þriðjudag, að aðgerðirnar
væru svar við áframhaldandi árásum Palestínumanna á ísraelska borgara.
Eftir hádegi í gær héldu skriðdreki og tvær jarðýtur Ísraelshers inn á suð-
urhluta Gaza-svæðisins, eyðilögðu stöð palestínsku öryggislögreglunnar
um 200 metrum innan landamæranna og sneru aftur inn í Ísrael eftir þrjá
stundarfjórðunga. Talsmenn ísraelska hersins sögðu að gripið hefði verið
til þessara aðgerða eftir að Palestínumenn hefðu hleypt af skotum frá lög-
reglustöðinni í átt að ísraelskum verkamönnum í nágrenninu.
Jarðýtur Ísraelshers lögðu
palestínska lögreglustöð í rúst