Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 1
88. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 19. APRÍL 2001 Morgunblaðið/RAX Nemendur úr þriðja bekk Lækjarskóla í Hafnarfirði fagna sumarkomunni í blíðviðri í gær. Gleðilegt sumar! BANDARÍSKI seðlabankinn lækkaði í gær stýrivexti um hálft prósentustig, niður í 4,5%, í því skyni að hleypa krafti í efnahags- lífið. Verðbréfamarkaðir tóku þeg- ar við sér, bæði vestanhafs og í Evrópu. Þetta er í fjórða sinn á þessu ári sem bandaríski seðlabankinn lækk- ar stýrivexti og í annað sinn sem það er gert utan reglubundinna vaxtaákvörðunarfunda bankans. Ákvörðunin kom verulega á óvart enda var ekki búist við frekari lækkunum fyrir boðaðan vaxta- ákvörðunarfund í maí. Gengi bréfa á bandarískum mörkuðum tók kipp eftir að til- kynnt hafði verið um vaxtalækk- unina. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 8,1% og endaði í 2.079 stigum en Dow Jones-vísitalan hækkaði um 3,9% og var í 10.616 stigum við lokun. Þá varð að minnsta kosti 2% hækkun á helstu mörkuðum Evr- ópu í London, Frankfurt og París. Óvænt vaxtalækkun í Bandaríkjunum Washington. AP. MÁL tveggja stúlkubarna í Virg- iníuríki í Bandaríkjunum komst í heimsfréttirnar fyrir nokkrum ár- um, eftir að í ljós kom að þeim hafði verið víxlað á fæðingardeild- inni og fengnar í hendur röngum foreldrum. Nú eru þær aftur komnar í fréttirnar vegna þess að faðir annarrar stúlkunnar og föð- ursystir hinnar hyggjast ganga í hjónaband. Stúlkurnar komu í heiminn á sjúkrahúsi í Charlottesville í Virg- iníu árið 1995, þar sem þeim var víxlað. Mistökin komu í ljós fyrir tilviljun þremur árum síðar, þegar uppeldisforeldrar Callie Conley, Paula Johnson og Carlton Conley, skildu að skiptum og DNA-próf var gert í tengslum við deilur þeirra um framfærslu stúlkunnar. Callie elst upp hjá Paulu Johnson, en líffræðilegir foreldrar hennar, Kevin Chittum og Whitney Rogers, létust í bílslysi árið 1998, áður en uppvíst varð um barnavíxlið. For- eldrar Kevins, Larry og Rosa Chittum, hafa hins vegar forræði yfir Rebeccu Chittum, sem er í raun dóttir Paulu Johnson og Carltons Conley. Conley hefur nú tekið saman við systur Kevins Chittum, Pam, og hyggjast þau ganga í hjónaband í lok þessa mánaðar. Giftingar- áformin voru kunngerð á mánudag við dómtöku máls Chittum-hjón- anna gegn Paulu Johnson, en þau hafa kært hana fyrir að virða ekki umgengnisrétt þeirra við Callie, raunverulega sonardóttur þeirra. Flókin fjölskyldu- bönd Stafford í Virginíu. AP. HERINN í Mið-Afríkuríkinu Búr- úndí kvað í gær niður valdaránstil- raun ungra liðsforingja sem eru mót- fallnir viðleitni forseta landsins, Pierre Buyoya, til að semja frið við skæruliða Hútú-ættbálksins. Í yfirlýsingu sem herinn sendi frá sér í gærkvöld sagði að búið væri að umkringja byggingu búr- úndíska ríkisút- varpsins í höfuð- borginni Bujumbura þar sem 30 ungir liðs- foringjar hefðu fyrr um daginn ráð- ist til inngöngu. Höfðu þeir rofið dagskrána og tilkynnt í útvarpinu að forsetinn hefði verið settur af, þingið leyst upp og flugvelli landsins lokað. Í yfirlýsingu hersins í gærkvöld sagði að ekki yrði ráðist til atlögu við liðsforingjana heldur yrði beðið eftir að þeir gæfust upp. Buyoya var í gærdag staddur í Libreville, höfuðborg nágrannaríkis- ins Gabon, þar sem hann átti viðræð- ur við fulltrúa Hútú-skæruliða. For- setinn rændi sjálfur völdum árið 1996 og hét því að binda enda á skálmöldina í Búrúndí, sem hefur orðið yfir 200.000 manns að fjörtjóni. Borgarastríð braust þar út árið 1993, eftir að hermenn úr röðum minni- hluta Tútsa myrtu fyrsta lýðræðis- lega kjörna forseta landsins, en hann var Hútúi. Búrúndí Valda- ráns- tilraun hrundið Bujumbura. AP. Pierre Buyoya Hertar aðgerðir Ísraelshers gegn hermdarverkum Palestínumanna virtust þó ekki bera tilætlaðan ár- angur því fimm sprengjukúlum var í gærkvöld skotið á ísraelska þorp- ið Nir Am sem liggur rétt við landamærin að Gaza-svæðinu. Þá lýsti Hamas-hreyfing herskárra Palestínumanna ábyrgð á sprengjuárás á landnemabyggð gyðinga í Nisanit í gær og í yfirlýs- ingu frá Hamas er frekari árásum gegn Ísrael hótað. Ísraelar útskýra afstöðu sína fyrir Bandaríkjastjórn Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ræddi í gærkvöld í síma við George W. Bush Bandaríkjafor- seta. Að sögn aðstoðarmanns Shar- ons, Raanan Gissin, var símtalinu ætlað að „hreinsa andrúmsloftið“ vegna aðgerða Ísraelshers en Bandaríkjastjórn sakaði Ísraela um að fara offari eftir herförina inn á Gaza-svæðið á þriðjudag. Utanrík- isráðherra Ísraels, Shimon Peres, ræddi einnig við hinn bandaríska starfsbróður sinn, Colin Powell, og útskýrði afstöðu Ísraelsstjórnar. Í yfirlýsingu sem bandaríska ut- anríkisráðuneytið sendi frá sér í gær er gagnrýnin á Ísraela fyrir að ráðast inn á Gaza-svæðið ítrekuð, en jafnframt segir að palestínska heimastjórnin hafi ekki gripið til nægilegra aðgerða til að draga úr ofbeldisverkum Palestínumanna gegn Ísrael. Ísraelar aftur inn á Gaza-svæðið Gaza-borg, Jerúsalem, Washington. AFP, AP. ÍSRAELSKAR hersveitir fóru aftur inn á sjálfstjórnarsvæði Palestínu- manna á Gaza-svæðinu í skamma hríð í gær og lögðu lögreglustöð í rúst, deginum eftir að herinn hafði lagt undir sig og hörfað frá öðrum hluta Gaza. Ísraelsstjórn bar því við, rétt eins og á þriðjudag, að aðgerðirnar væru svar við áframhaldandi árásum Palestínumanna á ísraelska borgara. Eftir hádegi í gær héldu skriðdreki og tvær jarðýtur Ísraelshers inn á suð- urhluta Gaza-svæðisins, eyðilögðu stöð palestínsku öryggislögreglunnar um 200 metrum innan landamæranna og sneru aftur inn í Ísrael eftir þrjá stundarfjórðunga. Talsmenn ísraelska hersins sögðu að gripið hefði verið til þessara aðgerða eftir að Palestínumenn hefðu hleypt af skotum frá lög- reglustöðinni í átt að ísraelskum verkamönnum í nágrenninu. Jarðýtur Ísraelshers lögðu palestínska lögreglustöð í rúst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.