Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar gaf á fundi sínum í gær heimild til að hefja samningaviðræður við Ís- lensku menntasamtökin um kennsluþátt grunnskólans í Ás- landi. Samningaviðræðurnar verða hafnar á grundvelli tilboðs frá Ís- lensku menntasamtökunum frá 6. apríl og samkvæmt samþykkt bæj- arráðs eru bæjarstjóra, fram- kvæmdastjóra fjölskyldusviðs og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs fengin heimild til að hefja samningaviðræðurnar. Til- boðið felur m.a. í sér kennslu grunnskólabarna í skyldunámi fyr- ir 368 þúsund krónur á ári á hvern nemanda. Heimildin var samþykkt í bæjarráði með 3 atkvæðum gegn 2. Segja samninginn fjárhags- lega óhagkvæman Að sögn Lúðvíks Geirssonar, annars tveggja bæjarráðsmanna í minnihluta bæjarráðs sem greiddu atkvæði á móti, er tilboð Íslensku menntasamtakanna fjárhagslega óhagkvæmt fyrir bæinn. „Við höf- um ítrekað flutt tillögur um að það sé auglýst eftir skólastjóra þannig að það sé eitthvert val á hendi,“ segir Lúðvík. „Það er hins vegar ekki um slíkt að ræða þegar ein- ungis eitt tilboð stendur til boða. Við gerum auk þess athugasemdir við það að skólastarf undir merkj- um einkaskóla passi engan veginn inn í hverfisskóla eins og hér um ræðir. Við sjáum ekki annað en að það séu göfug markmið höfð að leiðarljósi í öðrum skólum í Hafn- arfirði og ættum því ekki að hafa neinu að tapa í þeim efnum.“ Fagfólki verði gefið tækifæri Magnús Gunnarsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, segir helstu rökin fyrir því að ganga til samn- inga við Íslensku menntasamtökin þau, að gefa fagfólki tækifæri til grunnskólareksturs innan þeirra marka sem aðalnámskrá heimilar. „Með þessu móti væri kannski hægt að fá fram örlítið meiri sam- keppni og önnur blæbrigði í skóla- hald en hafa verið til þessa, því það hefur óneitanlega verið í afar föstum skorðum í áratugi,“ segir Magnús. „Þessi grein, eins og margar aðrar, þarf á nýjungum að halda annað slagið, sem geta orðið uppspretta að meiri árangri.“ Inntur eftir viðbrögðum sínum við gagnrýni minnihlutans á fjár- hagslega óhagvæmni vegna til- boðsins segir Magnús að kostn- aður við tilboðið sé álíka hár og núverandi kostnaður við skóla- rekstur í Hafnarfirði. Hann bendir ennfremur á, að ekki hefði verið forsvaranlegt að taka tilboði sem gerði skólarekstur í Hafnarfirði dýrari en hann er nú. Bæjarráð Hafnarfjarðar klofnar í afstöðu til útboðs Áslandsskóla Gengið til samn- inga við Íslensku menntasamtökin DRAUMURINN er að komast í danska sjóherinn en áður en það rætist verður Hjalti Thomas Óla- son að ljúka fimm mánaða sigl- ingu á þriggja mastra seglskipi um Norðursjó og norðanvert Atlantshaf. Hjalti er einn 63 nem- enda á danska skólaskipinu Georg Stage sem leggur úr höfn frá Holmen í Kaupmannahöfn á föstu- dag. „Mig hefur dreymt um að kom- ast á sjó frá því að ég var tólf ára og sigldi fyrst á litlum segl- skútum. Eftir það hef ég marg- sinnis farið á sjó með pabba og hann benti mér á að sækja um á skólaskipi, segir Hjalti. Ástæðu þess að hann valdi Danmörk segir hann möguleikana sem bjóðist að námi loknu og þá einkum að kom- ast í sjóherinn, sem veiti bestu al- hliða sjómannsmenntun sem völ sé á. Hjalti er Vesturbæingur en hef- ur haft annan fótinn hjá föður sín- um sem búsettur er í Danmörku. Hjalti býr sig nú af kappi undir brottförina en skólaskipið siglir m.a. til Færeyja, Noregs, Svíþjóð- ar, Álandseyja og Orkneyja. Í Noregi tekur skipið þátt í „Tall Ships Race 2001 sem fram fer á milli Bergen og Álasunds. Georg Stage er annað tveggja danskra skólaskipa og með minnstu þriggja mastra seglskipum sem smíðuð hafa verið; 54 metra langt. Nemendurnir verða að hafa náð 18 ára aldri áður en náminu lýkur og nær Hjalti því en hann er á átj- ánda aldursári. Kennd er sjó- mennska, siglingafræði, fyrsta hjálp og annað sem að sjómennsku lýtur og er hópnum skipt í þrennt; einn er í námi, einn aðstoðar við siglinguna og einn hvílist. Auk Dana eru nemendur frá Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð og Íslandi á skipinu og af 63 nemendum er 21 stúlka. Hjalti segir hópinn hafa náð vel saman á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að nemendurnrir hittust. Enda veitir ekki af, vistin er þröng um borð og segist Hjalti rétt hafa náð að festa svefn í hengirúmunum sem nemendur sofa í, fyrstu nótt- ina um borð. „Það venst örugg- lega, mér líst hins vegar ekki al- veg eins vel á klósettþrif og uppvask,“ segir hann glottandi. Stefnan sett á sjóherinn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Morgunblaðið/UG Hjalti Thomas Ólason er að leggja upp í fimm mánaða siglingu á danska skólaskipinu Georg Stage. ÞAÐ þótti tímabært að slá golfvöll- inn í Vestmannaeyjum í gær, síð- asta vetrardag, fyrir fyrsta sum- ardagsmót, sem haldið verður í dag, sumardaginn fyrsta. Þetta var eins og gefur að skilja fyrsti sláttur vallarins í ár, en á vellinum hefur verið spilað talsvert í vetur. Fjöl- mennt mót var haldið um páskana að ógleymdum 9 holna mótum sér- hvern laugardag frá áramótum þar sem messufall hefur aðeins orðið þrisvar. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Golfvöllurinn sleginn síðasta vetrardag Íslensk fyrirtæki hasla sér völl í A-Evrópu ÍSLENSK fyrirtæki, sem starfa við byggingu og ráðgjöf í tengslum við raforkuver og flutning á raforku, hyggjast hasla sér völl í Austur-Evr- ópu á næstu misserum. Landsvirkj- un, Línuhönnun og Verkfræðistofan Afl hafa ásamt franska verkfræðingn- um Jean Chauveau stofnað ráðgjafa- fyrirtækið Hecla sem hefur það hlut- verk að afla verkefna fyrir ofangreind fyrirtæki í Austur-Evrópu og víðar. Árni Björn Jónasson, yfirverk- fræðingur hjá Línuhönnun, sagði að til að byrja með starfaði Chauveau einn hjá fyrirtækinu sem hefur aðset- ur í París. Hann sagði að þegar væru nokkur verkefni í Austur-Evrópu í sigtinu en þó væri full snemmt að segja eitthvað nánar hvers eðlis eða hvar nákvæmlega þau væru. Árni Björn sagði að íslensku fyr- irtækin hefðu mjög yfirgripsmikla þekkingu á þessum sviðum. Lands- virkjun hefði þekkingu á byggingu og rekstri raforkuvera og Línuhönnun og Verkfræðistofan Afl á ráðgjöf og hönnun á dreifikerfum fyrir raforku. Hann sagði að á síðustu fjórum árum hefði Línuhönnun t.d. verið með þrjú stærstu verkefnin á sviði háspennu- lína á Norðurlöndunum. Þá starfaði fyrirtækið einnig víðar í Evrópu sem og í Afríku og Suður-Ameríku. Að sögn Árna Björns á Línuhönn- un 30% hlut í Hecla, sem og Lands- virkjun og Jean Chauveau, en Verk- fræðistofan Afl á 10% hlut. ♦ ♦ ♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.