Morgunblaðið - 19.04.2001, Side 15

Morgunblaðið - 19.04.2001, Side 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 15 TVEIR skólastjórar í Kópa- vogi, þau Stella Guðmunds- dóttir, skólastjóri Hjallaskóla, og Sveinn Jóhannsson, skóla- stjóri Digranesskóla, láta af störfum í vor eftir áratuga farsælt starf. Þó að þau séu bæði á besta aldri eða um sex- tugt hætta þau vegna aldurs því þau eru bæði komin á svo- kallaða 95 ára reglu sem segir til um að kennarar megi draga sig í hlé þegar saman- lagður lífaldur og starfsaldur þeirra er 95 ár. Stella varð skólastjóri fyrst fyrir 20 árum, fyrst í Digra- nesskóla en tveimur árum síð- ar eða árið 1983 tók hún við Hjallaskóla, sem þá var nýr skóli í Kópavogi, og hefur ver- ið skólastjóri þar síðan. Þann- ig mætast starfsferlar þess- ara tveggja skólastjórnenda því við starfi hennar í Digra- nesskóla tók Sveinn sem þá hafði verið skólastjóri í Víg- hólaskóla frá 1974 og yfir- kennari þar á undan frá árinu 1970. Aðspurð segir Stella að vissulega hafi orðið miklar breytingar á tæknisviðinu en grundvallarþættir skóla- starfsins séu samt alltaf hinir sömu. „Skólastarfið snýst um að koma nemandanum til manns og það hefur í rauninni ekki breyst. Tækninni hefur fleygt fram með tölvuvæðing- unni og miklar framfarir orðið í fjölföldun á námsgögnum en ég efast í rauninni um að meg- inmarkmiðin í skólastarfinu hafi breyst svo mikið.“ Sex ára nemendur frakkari Þannig segir hún skólann hafa sömu markmið og fyrir átján árum þegar hann var settur á stofn. „Þá var sam- vinna nemenda og kennara einn af okkar leiðarvísum sem skiptir ennþá miklu máli. Frumkvæði og sköpun eru mjög mikilvægir þættir í skólastarfinu. Alltaf hefur verið nauðsynlegt að virkja nemandann og gera hann sjálfstæðan í námi og starfi. Ef nemandi hefur löngun til að leita sér þekkingar, fara í frekara nám að loknum grunnskóla, er tilbúinn til að takast á við samfélagið og hef- ur til að bera hæfni í mann- legum samskiptum er mark- miði okkar náð. Að sjálfsögðu þarf hann að hafa góða undir- stöðuþekkingu í grunnfögun- um. Þetta eru þessi markmið sem við höfum haft að leiðar- ljósi öll þessi ár.“ Stella segir erfitt að meta hvort nemendurnir hafi breyst mikið í gegnum tíðina. „Ég man eftir því að þegar ég tók við af Jóni H. Guðmunds- syni í Digranesskóla spurði ég hann að því hvaða breytingar honum hefði fundist hafa orð- ið mestar frá því að hann tók við skólastjórastarfi. Þá sagði hann að honum fyndist sex ára nemendur sem væru að koma inn í skólann miklu frakkari nú en þeir hefðu ver- ið,“ segir hún og hlær og bæt- ir því við að líklega sé þetta svipað í dag. „Mér finnst nemendur oft opnir og skemmtilegir og gott að tala við þá. Og við erum með nemendur sem eru veru- lega færir á tölvusviði og í nánu sambandi við það sem gerist í umheiminum en sá þáttur hefur breyst mikið.“ Heimurinn ekki að versna Þegar litið er yfir farinn veg segir Stella starfið hafa verið geysilega skemmtilegt og gefandi. „Ég hef starfað með mjög mörgu hæfu og skemmtilegu fólki og auðvitað byggist þetta allt á því að maður hafi gott starfsfólk sem er tilbúið til að takast á við hlutina og ekki gefast upp heldur leita leiða til að leysa málin. Þannig að ég tel mig hafa verið ákaflega lánsama. Þegar Morgunblaðið innti Svein eftir því hvers vegna hann væri að hætta sagði hann að hann væri búinn að vera í þessu starfi allt of lengi enda hefur hann haldið um stjórnartaumana í skólastarfi í yfir 30 ár. Hann segir feiki- lega miklar breytingar hafa orðið á þeim tíma sem hann hefur verið skólastjóri. „Aðstaðan og umhverfið er orðið mikið betra og kennslu- aðferðirnar hafa breyst. Áður fyrr notuðu menn krítina og töfluna, svo kom myndvarp- inn og nú eru tölvurnar að koma. Eins hafa komið nýjar námsgreinar sem skiljanlegt er enda höfum við aðeins ver- ið að fylgjast með takti tím- ans,“ segir hann og hlær. Nemendurnir eru þó svip- aðir nú og áður að mati Sveins þótt hann segi erfitt að meta það. „Heimurinn er ekkert að versna, held ég. Þetta gengur dálítið í bylgjum en ég finn ekki mikinn mun. Það getur vel verið að áður fyrr hafi eldri nemendur verið ákveðn- ari í náminu en það er ekki þar með sagt að það séu ekki margir ágætir nemendur núna. Ég held að þetta sé ósköp svipað fólk.“ Örlagarík undirskrift Sveinn segir fjölda nem- enda í Digranesskóla hafa verið nokkuð stöðugan í gegn- um árin eða rúmlega 500 tals- ins enda sé hverfið gróið. Síð- ustu tíu ár hefur skólinn starfrækt sérdeild fyrir ein- hverf börn og segir Sveinn að það hafi honum þótt ákaflega vænt um. „Þetta hefur gefið okkur mikið og þessi sam- tvinnun hefur gengið mjög vel enda hefur það verið gott fólk sem hefur unnið í deildinni.“ Eins og gefur að skilja eru mörg atvik eftirminnileg á jafnlöngum skólastjóraferli og raun ber vitni hjá Sveini. Meðal þeirra er upphaf ferils- ins. „Rétt eftir að ég sótti um skólastjórastöðuna í Víghóla- skóla fór ég út á land til að vera við brúarvígsluna á hringveginum árið 1974 fyrir austan. Ég hafði svo sem eng- an brennandi áhuga á því að verða skólastjóri en þar hitti ég Andrés Kristjánsson, skólafulltrúa og fræðslustjóri hér í Kópavogi, sem var staddur þarna með skóla- hljómsveit Kópavogs. Hann kemur svona sposkur til mín og segir: „Ja, nú fór í verra, þú gleymdir að skrifa undir umsóknina þína.“ Ég man eftir því að ég sagði við hann:„ Jæja, það er allt í lagi, þú bara hendir henni.“ Þá sagði hann strax: „Nei, ég skrifaði undir hana fyrir þig.““ Sveinn bætir hlæjandi við að hann haldi að það sé allt í lagi að upplýsa þetta núna enda væntanlega of seint að reka hann fyrir vikið. Tveir skólastjórar láta af störfum í Kópavogi eftir áratuga starf að skólamálum Að koma nemandanum til manns Morgunblaðið/Kristinn Sveinn Jóhannsson og Stella Guðmundsdóttir hafa leiðbeint ófáum Kópavogskrökkum í gegnum tíðina og meðal annars verið bæði skólastjórar í Digranesskóla. Kópavogur KAYAK-KLÚBBURINN hefur óskað eftir því að flytja aðstöðu sína að Geld- inganesi í Grafarvogi en klúbburinn hefur haft að- stöðu í Nauthólsvík. Hug- myndir þessa efnis eru nú til umfjöllunar hjá borgarskipu- lagi. Að sögn Baldurs Péturs- sonar, varaformanns Kayak- klúbbsins er svæðið inn af Geldingarnesi eitt fallegasta róðrarsvæði í Reykjavík og hafa hugmyndir um að flytja aðstöðu klúbbsins þangað verið lengi í gerjun. „Við byrjuðum á að sækja um leyfi til að halda þarna nám- skeið í sumar á vegum Kay- ak-klúbbsins og svo sóttum við um bráðabirgðaleyfi til að koma upp aðstöðu til tveggja ára og í framhaldi af því aðstöðu fyrir klúbbinn,“ segir hann. Baldur segir aðstöðuna felast í um 150 fermetra húsi sem yrði hvorutveggja geymsluhúsnæði og búnings- aðstaða félagsmanna. Þá segir hann mikilvægt að í framtíðinni verði gott að- gengi fyrir fólk í hjólastólum enda njóti kajakróður auk- inna vinsælda meðal fatl- aðra. Aðstaðan versnaði vegna ylstrandarinnar Hann segir aðstöðu kajak- manna í Nauthólsvík hafa versnað eftir að ylströndin þar var gerð. „Við eigum mjög erfitt með að koma bátum á flot eftir að yl- ströndin kom því við megum ekki róa úr henni á sumrin þegar fólk er þar að baða sig. Þar fyrir utan er Naut- hólsvíkin ekki eins aðlaðandi og skemmtilegt róðrarsvæði eins og svæði fyrir innan Geldingarnes.“ Þá segir hann að einnig sé horft til unglingastarfs í Grafarvogi með því að koma aðstöðunni fyrir þar. „Ég er búinn að vera í vetur með krakka í Grafarvogslaug að kenna þeim á kajak og íþrótta- og tómstundaráð vinnur óbeint með okkur í þessu. Eins hefur siglinga- klúbburinn Brokey sýnt áhuga á því að koma með okkur upp í Grafarvog með kænudeildina sína.“ Undirtektir við þessar hugmyndir hafa að sögn Baldurs alls staðar verið mjög jákvæðar en hann býst ekki við svari fyrr en eftir nokkra mánuði þar sem mál- ið taki langan tíma að kom- ast í gegnum borgarkerfið. Vilja aðstöðu fyrir kajakróður innan við Geldinganes „Fallegasta róðrar- svæði í Reykjavík“ Geldinganes BORGARAFUNDUR verð- ur haldinn í Félagsheimili Kópavogs hinn 9. maí næst- komandi til að kynna nýtt aðalskipulag bæjarins. Þetta var ákveðið á fundi bæjar- ráðs í gær. Að sögn Birgis H. Sigurðs- sonar, skipulagsstjóra Kópa- vogsbæjar, er hugmyndin að kynna fyrir bæjarbúum handrit að aðalskipulagi fyrir allan bæinn. „Þar verður tek- ið á öllum helstu þáttum sem spanna mannlífið hér í Kópa- vogi ef svo má að orði kom- ast,“ segir hann. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér aðalskipulagið fyrr geta nálg- ast það á bæjarskipulagi Kópavogs auk þess sem til stendur að setja handritið í heild sinni inn á heimasíðu bæjarins sem hefur slóðina www.kopavogur.is. Nýtt aðalskipulag kynnt Kópavogur Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Ekki líkar öllum að hafa þennan skemmtilega fugl nærri sér á vorin af ótta við flóna sem á honum lifir – sem er þó á öðrum fuglum líka. „En í þeim tilvikum verður að bíða eftir að ungarnir séu flognir burt og hefja þá nauðsynlega vinnu. Í því felst að eitrað er í hreiðrið, það svo fjarlægt og svæðinu lok- að þannig að fuglinn komist ekki inn þangað á nýjan leik. Hann fær sem sagt að kom- ast út með sitt hafurtask, ef hann er byrjaður, í samræmi við lög og reglur. En eins og ég nefndi geta flestir leyst þetta mál sjálfir; ef þarf að eitra er hægt að fá nauðsyn- leg efni hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna eða í öðrum sambærilegum verslunum. Að öðrum kosti er hægt að leita til meindýraeyða sem víða er að finna á höfuðborg- arsvæðinu eða þá iðnaðar- manna, ef eingöngu þarf að loka.“ Fagmaður kostar um 10.000 krónur „Fólk var byrjað að hafa samband við mig upp úr 15. mars út af því að flóin væri tekin að bíta,“ sagði Sig- urður I. Sveinbjörnsson en hann er einn af þeim mein- dýraeyðum í borginni sem tekur að sér að eitra fyrir starafló. „Þetta eru svona 3–4 hreiður á viku og allt upp í 10–12 þegar mest er að gera hjá mér. Ef flærnar eru komnar inn í hús eru þær gjarnar á að sækja að rúm- unum, eða m.ö.o. þar sem hit- inn er. Þess vegna er nauð- synlegt að eitra í kringum rúmin og á gólfin. Fólk verð- ur að yfirgefa húsnæðið á meðan í fjórar klukkustundir eða svo meðan gufan er að sjatna. Þetta hefur aldrei klikkað; flóin virðist mjög næm fyrir eitrinu. Eftir að þessu er lokið tek ég hreiðrin niður og eitra þar í kring.“ Að sögn Sigurðar er misjafnt hvað þetta kostar og fer það eftir því hversu mikið þarf að rífa og síðan bæta; oftast liggur kostnaðurinn þó öðru hvoru megin við 10.000 krón- urnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.