Morgunblaðið - 19.04.2001, Page 30

Morgunblaðið - 19.04.2001, Page 30
ERLENT 30 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÖLDUNGADEILD MENNTASKÓLANS VIÐ HAMRAHLÍÐ NÝJUNG EFTIR PÁSKA! Stutt tungumálanámskeið fyrir eldri borgara Um er að ræða hnitmiðuð námskeið til að gera fólki kleift að bjarga sér á tilteknu tungumáli um það nauðsynlegasta sem snýr að ferðamanninum, s.s. ferðlög, kurteisisreglur, veitingahús, búðir og heilsugæsla. Kennt verður tvisvar í viku, klukkutíma í senn í fimm vikur. Gert er ráð fyrir að nem- endafjöldi á hverju námskeiði verði um 15. Tungumálin sem unnt er að velja um eru enska, franska, norska, spænska og þýska. Framburðarnámskeið í ensku Á námskeiðinu eru kynnt undirstöðuatriði í enskum framburði. Farið verður í helstu einkenni ís- lensks framburðar á ensku, muninn á enskum og amerískum framburði og erfið hljóð æfð með að- stoð hljóðsnældu og æfingaheftis. Nemendur fá þessi gögn til eignar. Námskeiðið er hentugt þeim sem telja mikilvægt að framburður þeirra sé sem áheyrilegastur og þeim sem þurfa að halda ræður eða fyrirlestra, t.d. á alþjóðlegum málþingum eða ráðstefnum. Námskeiðið er 12 kennslustundir. Stutt tölvunámskeið Kennari: Sigurður Haraldsson MCP, netstjóri MH. a) Windows & Internetið. Þar verður farið í Windows 95/98 stýrikerfin og kennd skráastjórnun með Windows Explorer, diskameðhöndlun og fleira. Einnig verður Internetið kynnt, helstu hugtök skýrð (HTTP, HTML, FTP, WWW o.fl.) og kennt verður hvernig á að nálgast upplýsingar á markviss- an hátt. Námskeiðið er 12 kennslustundir. b) Námskeið í Word. Farið verður almennt í Word 97/2000; kennt að búa til nýtt skjal, opna og vista skjöl, blaðsíðuuppsetningar, útlitsbreytingar síðu og texta, neðanmálsgreinar, töflur, textadálkar, stílar, sjálfvirkt efnisyfirlit, atriðaorðaskrá og ýmislegt fleira eftir því sem tími vinnst til. Gerð verða verkefni í tímum. Námskeiðið er 12 kennslustundir. c) Námskeið í Excel. Farið verður í helstu atriði í Excel 97/2000, hvernig unnið er með jöfnur og hvernig hægt er að láta Excel sjá um alla útreikninga. Gerð verða hagnýt verkefni. Námskeiðið er 12 kennslustundir. Innritað er í síma 595 5200 mánudaginn 21. apríl til miðvikudagsins 23. apríl nk. kl. 10.00-18.00. Gert er ráð fyrir að námskeiðsgjald sé greitt við innritun. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig? Komdu þá í heimsókn á heimasíðu okkar! Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um þessi námskeið. Slóðin er; www. mh.is. Þú getur einnig hringt í síma 595 5200. Rektor. CHRIS Patten, sem fer með utanrík- ismál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins (ESB), hefur kynnt til- lögur framkvæmdastjórnarinnar um það hvernig efla megi hlutverk sam- bandsins í að stuðla að stöðugleika og friði á spennusvæðum utan landa- mæra þess. Á blaðamannafundi í Brussel sagði Patten, að ESB væri að byrja að hafa í alvöru eitthvað að segja í alþjóða- málum, frá Balkanskaga til Kóreu, vegna þess að það væri farið að tala einni röddu. Sagði hann að sambandið væri að læra að nota í bland „svipu og gulrót“ í aðferðafræði sinni í afskipt- um af alþjóðamálum, þ.e. að nota ým- ist hörku eða loforð um efnahagsað- stoð til að draga úr spennu og byggja upp stöðugleika á átaka- og spennu- svæðum heimsins. „Það er óhugs- andi að við hefðum náð þeim árangri sem við náðum í Makedóníu eða í hliðstæðri deilu fyrir tveimur eða þremur árum. Ég tel að þetta sýni mikinn pólitískan vilja,“ sagði Patten. ESB hefur átt forystu um að stuðla að því að draga úr spennu í samskiptum slavneskra og albanskra íbúa Makedoníu. Sú aðferðafræði sem ESB beitti í Makedoníu – þrotlausar miðlunartil- raunir sáttasemjara, þrýstingur á deiluaðila, snögglega veitt efnahags- aðstoð og náið samráð við NATO – virðist hafa gengið upp, en þessi ag- aða og áhrifaríka aðferðafræði sting- ur í stúf við það ómarkvissa fát sem virtist einkenna utanríkismálaaf- skipti ESB á fyrstu árum tíunda ára- tugarins, þegar Júgóslavía liðaðist í sundur með blóðugum borgarastríð- um. „Makedonía er sígilt dæmi um af- stýringu átaka,“ sagði Patten. Plagg það sem Patten kynnti á blaðamannafundinum er framlag framkvæmdastjórnarinnar til evr- ópskrar átakavarnaáætlunar (Euro- pean Programme for Conflict Pre- vention), sem fyrirhugað er að verði samþykkt á leiðtogafundi ESB í Gautaborg í júní. Til grundvallar þessari áætlun liggur, auk hinna nýju tillagna, skýrsla sem framkvæmda- stjórnin og embætti æðsta talsmanns utanríkis- og öryggismála ESB, Jav- iers Solana, sömdu sameiginlega um þetta efni fyrir leiðtogafundinn í Nice í desember sl. Hinar nýju tillögur framkvæmda- stjórnarinnar ganga í megindráttum út á fjögur atriði:  að þau verkfæri og aðferðir sem ESB getur gripið til í því skyni að draga úr spennu og stuðla að stöð- ugleika á tilteknu spennusvæði verði nýtt með kerfisbundnari og betur samhæfðum hætti, einkum í tengslum við samstarfssamninga ESB við önnur ríki;  að skilvirkni aðgerða ESB verði bætt með því að þróa sérstakar að- ferðir við að bera snemma kennsl á og beita sér gegn rótum átaka, í staðinn fyrir að bregðast aðeins við þegar í óefni er komið;  að bæta hæfni ESB til að bregðast fljótt við aðstæðum þar sem átök virðast í uppsiglingu;  að styðja við alþjóðlegt samstarf um átakavarnir, í félagi við alla helztu bandamenn ESB. Fyrsta markmiðið sagði Patten vera hægt að orða þannig, að ESB ætti að beita betur stöðu sinni sem heimsins stærsta veitanda þróunar- og efnahagsað- stoðar til að ráðast að rótum rósturs í hinum ýmsu lönd- um heims. Skil- virknina beri að auka með því að taka á málum sem oft eiga þátt í að kveikja ófrið, svo sem viðskipti með léttvopn, eiturlyf og fólk. Um þriðja atriðið seg- ir hann að ESB verði að geta brugðizt við innan nokkurra daga eða vikna í stað mánaða eða ára. Samstarf einnig við Ísland Síðasta atriðið, að styrkja alþjóð- legt samstarf um átakavarnir, varðar einnig EFTA-ríkin í EES, Ísland og Noreg, þótt aðallega sé átt við hin stærri samstarfsríki ESB, Bandarík- in, Japan, Kanada og Rússland. „Evrópusambandið getur sannar- lega lagt töluvert af mörkum til að stuðla að stöðugleika, jafnvel friði og velmegun, á spennu- og átakasvæð- um heimsins,“ sagði Patten. „En sam- stæð varnarstefna gegn átökum og róstri er komið undir þremur þáttum: skýrri skilgreiningu á markmiðum, hæfni til að grípa til aðgerða, og póli- tískum vilja til að grípa til aðgerða.“ Þannig muni skilvirkni aðgerða ESB vera fyrst og fremst undir því komin, að hve miklu leyti því tekst að tryggja sér pólitískt umboð aðildarríkja sambandsins til að framfylgja sam- eiginlegri stefnu í slíkum málum. „Að sjóða sameiginleg gildi og hagsmuni aðildarríkjanna saman í skýrt skil- greind forgangsatriði og markmið, sem hægt er að beita á tilteknu svæði heimsins, er, þegar öllu er á botninn hvolft, prófsteinn á hæfni okkar til að leggja okkar af mörkum til átaka- varna með áhrifaríkum hætti,“ sagði Patten. Reuters Chris Patten sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB. Markvissar átakavarnir í nafni ESB Kynntar hafa verið tillögur framkvæmda- stjórnar ESB um leiðir til að efla hlutverk ESB í að stuðla að stöðugleika í heiminum. Auðunn Arnórsson kynnti sér þær. auar@mbl.is DÓMSTÓLL í Madríd vísaði í gær á bug kröfu rússneskra yfirvalda um að Spánverjar framseldu fjölmiðlakónginn Vladímír Gúsínskí en hann er sak- aður um fjármálasvik í Rússlandi. Gúsínskí átti meðal annars sjónvarps- stöðina NTV sem hefur gagnrýnt mjög stjórn Vladímírs Pútíns Rúss- landsforseta. Fyrr í mánuðinum náðu menn hliðhollir forsetanum völdum í stöðinni. Hægt er að áfrýja niðurstöðunni en fulltrúi Media-Most, fjölmiðla- fyrirtækis Gúsínskís, taldi ósennilegt að saksóknari á Spáni myndi gera það. „Eftir þrjá daga verður Vladímír Gúsínski alger- lega frjáls og getur þá farið hvert á land sem er í hinum siðmenntaða heimi, að sjálfsögðu að Rúss- landi undanskildu,“ sagði fulltrúinn, Dmítri Ost- alskí. Talsmaður saksóknara í Moskvu sagði í gær að þar væru menn ekki búnir að gefa upp alla von um að fá Gúsínskí framseldan þrátt fyrir úrskurðinn. Gúsínski hefur verið í stofuvarðhaldi í glæsihúsi sínu á Costa del Sol á Spáni og tvisvar verið stungið í fangelsi síðan í desember. Hann hefur ekki komið til Rússlands síðan í júlí í fyrra af ótta við að vera handtekinn. Fjölmiðlaveldi Gúsínskis á nú mjög á brattann að sækja og sæt- ir rússneska stjórnin vaxandi gagnrýni á Vesturlöndum fyrir meintar tilraunir til að kæfa sjálf- stæða fjölmiðla í landinu. Frétta- menn sem hafa mótmælt aðferð- um Pútíns og manna hans hafa verið reknir og þægari menn ráðnir í staðinn. Dómstóll á Spáni úrskurðar í máli Vladimírs Gúsínskís Madríd. AFP. Vladimír Gúsínskí Framsalskröfu hafnað JÓN Baldvin Hannibalsson, sendiherra Íslands í Wash- ington, er nú staddur í Eistlandi, þangað sem hon- um var boðið sem heið- ursræðumanni á hátíð- arsamkomu skipulagðri af upplýsingaskrifstofu Nor- ræna ráðherraráðsins þar í landi. Tilefnið er að tíu ár eru nú liðin frá því slík skrifstofa var opnuð í Tall- inn, nokkrum mánuðum áður en sjálfstæði Eistlands var formlega viðurkennt, en eins og kunnugt er var Ísland fyrsta ríkið sem við- urkenndi formlega sjálfstæði Eist- lands, Lettlands og Litháens árið 1991, í utanríkisráðherratíð Jóns Baldvins. „Þetta er liður í áætluðum hátíð- arhöldum þeirra á þessu ári, sem snýst um þessi tíu ár frá sjálfstæðisstofnun, af ýmsum tilefnum, bæði fyrir og eftir formlega sjálfstæðisviðurkenningu,“ sagði Jón Baldvin í samtali við Morgunblaðið. Efnt var til sérstakrar hátíðarsamkomu þar sem nokkrir vel valdir ræðu- menn töluðu, Jón Baldvin þar á meðal, en yfirskrift dag- skrárinnar var „Eistland – hluti af Norðurlöndum?“. Auk Jóns töluðu þar Lauristin, varaforseti finnska þingsins, Toomas Hendrik Ilves, ut- anríkisráðherra Eistlands, og fræðimenn við Tartu-háskóla þar sem samkoman fór fram. Flestir boðsgesta munu þó hafa verið úr menningargeiranum, frá Norð- urlöndunum og Eistlandi. „Af mér er síðan það að segja að mér hefur verið tekið hér með kostum og kynjum, aðallega af fyrrverandi samstarfsmönnum,“ segir Jón. Fyrsta dag heimsóknar sinnar, sl. mánudag, hafi hann snætt hádegisverð með eistneska utanríkisráðherranum og varafor- seta þingsins og um kvöldið bauð Lennart Meri, forseti Eistlands sem var utanríkisráðherra í fyrstu rík- isstjórninni eftir sjálfstæðið, hinum fyrrverandi íslenzka starfsbróður sínum til kvöldverðar á heimili sínu. Segir Jón Baldvin endurfundi þeirra hafa verið ógleymanlega. „Það var alveg stórkostleg stund að hitta hann. Segi ég ekkert frá því frekar fyrr en í ævisögu!“ Jón Baldvin Hannibalsson heiðursgestur í Eistlandi Ógleymanlegir endur- fundir með Lennart Meri Jón Baldvin Hannibalsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.