Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Mánudaginn 30. apríl 2001 verða hlutabréf í Kögun hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Kögunar hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Kögun hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Kögunar hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Kögunar hf., Lynghálsi 9, 110 Reykjavík eða í síma 580-9200. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfa- fyrirtæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf. fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félag- inu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignar- hlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reiknings- stofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hluthöfum félagsins hefur verið kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Kögunar hf. INNKÖLLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA Í KÖGUN HF. TEYGST hefur í margar skil- greindar sem óskilgreindar áttir úr hugtakinu samtímalist á næstliðn- um áratugum og stöðugt meir sem dró að aldaskilum, – var lengstum skilgreint sem öll framsækin myndlist frá styrjaldarlokum 1945. En það má vera augljóst að ný öld skapar þörf fyrir nýjar og klárar skilgreiningar, og hvert sé yfirhöf- uð eðli myndlistar, og henni mark- aður sýnilegur rammi. Menn fara til að mynda ekki á tónleika eða kvikmyndahús til að skoða málverk og höggmyndir og þannig kemur fastagestum á myndlistarviðburði iðulega spánskt fyrir sjónir að sjá það sem innfyrir dyr sýningarsala ratar í nafni myndlistar. Hefur svo fælt fjölda manna frá nýlistasöfn- um og listhúsum, ekki ósvipað og almenning frá pólitískri vitund sbr. kosningaþátttöku víða um heim. Listin hefur þannig líkt og stjórn- málaumræðan fjarlægst almenn- ing, hvað sem líður heimspekileg- um fullyrðingum um hið gagnstæða. Er svo er komið virðist sem listamenn leitist víðast hvar við að reyna að rjúfa skörð í þessa múra sem hlaðist hafa upp á und- angengnum áratugum, þó með um- deilanlegum aðferðum. Sýning, eða réttara sagt innsetn- ing hins breska Johns Isaacs í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar- húsinu, er gott dæmi um listamann af yngri kynslóð, sem leitast við að vekja áhuga og forvitni almennings með áhrifaríkum hætti og notar til þess ólíka og óvænta miðla. Maður hefur meira á tilfinningunni að vera kominn inn í diskótek, furðu- rými í fjölleikahúsi eða skemmti- garði, tívolíi, en myndlistarsýn- ingu, og vissulega grípur gjörningurinn fólk líkt og svo margt á slíkum stöðum. Annars vegar hryllingur í formi sjálfs- myndar listamannsins, sem er lík- ust skrokki í miðju vinnslustigi í sláturhúsi eða öllu heldur hálfri uppréttri mannsmynd eftir ræki- lega beitingu skurðarhnífsins við krufningu í rannsóknarstofu sjúkrahúss. Hins vegar upphafnar furðir í formi lýsingar, dularfullrar sjónhverfingar í ljósmynd/málverki af undurfallegri stúlku, litríkra blaðra á gólfi og loks tungls sem veður í skýjum. Þetta skapar við- brögð, sem vega salt á milli undr- unar, viðbjóðs, aðdáunar og brenglunar á tímaskyni. Hér er leikið á skynfærin líkt og hljóðfæri, firrð og forgengileika slengt á vit sýningargestsins og skynfæra hans. Þegar gesturinn hefur verið inni um stund verður það að lokum málverkið og tárið á vinstra hvarmi stúlkunnar sem athyglin beinist helst að, en þar er um und- irfurðulega og snjalla sjónhverf- ingu að ræða sem fær hann til að klóra sér ráðþrota í höfðinu. En rétt er það, að sjónhverfingin hef- ur fylgt málverkinu frá upphafi vega, líkt og sjónhverfingin í nátt- úrunni sjálfri, ekkert er alveg eins og það sýnist ef nánar er að gætt og kannski er það kjarninn í þess- um hrollkennda en um leið í bland heillandi gjörningi. Hér er vel og fag- mannlega að verki stað- ið og ekki vantar heim- spekina að baki: „Eftir því sem „sjálfs“-mynd okkar verður stöðugt mótaðri af smásjánni, sjónaukanum, tölvunni, virðist sem eitthvað vanti á heildarmyndina. Ef litið er á vélbúnaðinn sér maður gangverkið, en hugurinn skapar aðr- ar myndir. Við erum augljóslega lifandi, og það er jafn augljóst að hvert okkar er að skapa sinn eigin heim kringum sig, jafnt raunverulegan sem andlegan, en getan til að tjá þennan heim er háð tungumálum, sem ræður mögu- leikanum á samskiptum og túlkun. Ég meina þetta ekki heimspeki- lega samkvæmt skil- greiningu enn einnar kenningarinnar, ég meina þetta einfaldlega eins og það er, sem er eins og það er, og ekkert annað. Einangrun hvers persónuleika, tilvist sálarinn- ar, verður mikilvægari vegna þess að ekki er minnst á hana í sögunni, í tungumálinu. Það er sammann- legt leyndarmál að til er eitthvað mannlegt, eitthvað voldugt sem er.“ John Isaacs veltir mörgu fyrir sér eins og framanskráð er til vitn- is um og sennilega ætti gesturinn að lesa hugleiðingar listamannsins áður en hann myndar sér skoðun um gjörninginn, en þó með fyr- irvara. Það er útgeislanin, tilfinn- ingarnar og hin beinu skynrænu áhrif tjáningarinnar sem ráða úr- slitum um skilning á listaverki, líkt og skáldið Pablo Neruda orðaði það og bætti við; nákvæmar skil- greiningar og fræðilegar útlistanir rýra töfra þess. Átti hér að vísu við ljóð, en er fullgilt varðandi allar skapandi athafnir, sem eru hluti þess sem aldrei verður að fullu skilgreint, frekar en sjálfur lífs- neistinn. Tár MYNDLIST L i s t a s a f n R e y k j a v í k - u r – H a f n a r h ú s i n u Opið föstudaga–miðvikudaga 11–18. Fimmtudaga 11–19. Aðgangur 400 krónur í allt húsið. MYNDVERK/ INNSETNING JOHN ISAACS Bragi Ásgeirsson John Isaacs, Tár, ljósmynd/málverk. TÓNLEIKAR tónfræðadeildar Tón- listarskólans í Reykjavík verða í Neskirkju á laugardag kl. 17. Þar verða frumflutt tvö verk eftir Þóru Marteinsdóttir og Stefán Ara- son og eru þetta lokaverkefni þeirra frá tónfræðadeild. Verk Þóru heitir Stjörnubjart og er samið fyrir kammerhljómsveit og tvær söngkonur við ljóð eftir Val- gerði Benediktsdóttur. Nemendur í söngdeild skólans, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Sigrún Ólafsdótt- ir sópransöngkonur, syngja. Verk Stefáns heitir 10–11 og er samið fyrir 15 manna strengjasveit og píanó. Píanóleikari er Eva Þyri Hilmarsdóttir. Stjórnandi beggja verkanna er Gunnsteinn Ólafsson. Á tónleikunum verður einnig flutt Þrenning fyrir strengjatríó, en höf- undur þess er Pétur Þór Benedikts- son, nemandi á 1. ári í tónfræðadeild. Stabat Mater eftir Giovanni Pergo- lesi verður flutt af strengjasveit og tveir nemendur úr söngdeild skól- ans, Margrét Sigurðardóttir og Ása Fanney Gestsdóttir munu syngja. Lokaverk- efni flutt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.