Morgunblaðið - 19.04.2001, Page 39

Morgunblaðið - 19.04.2001, Page 39
FRUMSÝNINGAR THIRTEEN DAYS Bíóhöllin, Kringlubíó ENEMY AT THE GATES Laugarásbíó, Bíóborgin. SÖGUR Á TJALDI; ÍSLENSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Filmundur/Háskólabíó. LALLI JOHNS Íslensk. 2001. Leikstjóri og handrit: Þorfinnur Guðnason. Lífshlaup síbrotamannsins Lalla í hálfan áratug, séð með vökulli linsu eins okkar besta kvikmyndagerðarmanns og viðfangsefnið er sérkapítuli útaf fyrir sig. Mr. Johns er flottur á sinn hátt með skopskynið í lagi. Óborganleg og gráglettin. Háskólabíó. TRAFFIC Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Steven Soder- bergh. Handrit: Stephen Gaghan. Aðalleikend- ur: Michael Douglas, Benicio Del Toro, Don Cheadle, Luis Guzman. Yfirgripsmikil, margþætt spennumynd um dópsmyglið frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Gædd mikilli frásagnargleði og flestir kaflarnir trúverðugir í heimildarmyndarstíl.  ½ Bíóhöllin, Bíóborgin. Háskólabíó. ALMOST FAMOUS Bandarísk. 2000. Handrit og leikstjórn: Camer- on Crowe. Aðalleikendur: Patrick Fugit, Billy Crudup, Kate Hudson, Frances McDormand. Endurminningar höfundar af tónlistargerjun átt- unda áratugarins eru sagðar á óvenju trúverð- ugan og skemmtilegan hátt í mynd sem hefur fjölmargt til síns ágætis. Góð persónusköpun, bæði í handriti og leik.  BILLY ELLIOT Bresk. 2000. Leikstjórn: Stephen Baldry. Hand- rit: Lee Hall. Aðalleikendur: Jamie Bell, Julie Walters, Gary Lewis. Einföld, falleg og fyndin mynd um baráttu 11 ára drengs við að fá að vera hann sjálfur, og pabba hans við að finna einhverja von. Háskólabíó. FINDING FORRESTER Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Gus Van Sant. Handrit: Mike Rich. Aðalleikendur: Sean Conn- ery, Rob Brown, F. Murray Abrahams. Fyrirsjáanleg mynd um ótrúverðuga vináttu, bor- in uppi af persónutöfrum Connerys og fagmann- legri leikstjórn. Bíóhöllin. THE GIFT Bandarísk. 2000. Leikstjóri Sam Raimi. Hand- rit: Billy Bob Thornton. Aðalleikendur: Cate Blanchett, Giovanni Riblisi, Keanu Reeves. Fín- asta draugamynd frá Raimi og Thornton, um konu með skyggnigáfu sem hjálpar lögreglunni í morðmáli. Frábær leikur, einkum hjá Riblisi og Blanchett. Háskólabíó. KRJÚPANDI TÍGUR Bandaríkin. 2000. Handrit og leikstjórn: Ang Lee Mögnuð ástarsaga frá Ang Lee úr gamla Kína, sem yfirvinnur þyngdarlögmálið í glæsi- legum bardagaatriðum. Regnboginn. GIRLFIGHT Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit: Karyn Kusama. Aðalleikendur: Michelle Rodriguez, Santiago Douglas, Paul Calderon. Lituð Brook- lynstúlka með hegðunarvandamál fær útrás í hringnum. Þar kynnist hún einnig ástinni í at- hyglisverðri og óvenjulegri kvennamynd um frá- hrindandi persónur. Háskólabíó. HANNIBAL Bandarísk. 2000 Leikstjóri Ridley Scott. Hand- rit: Steve Zaillian, David Mamet. Aðalleikendur: Anthony Hopkins, Julianne Moore, Ray Liotta. Laugarásbíó. 102 DALMATIANS (ísl. tal) Bandarísk. 2000. Leikstjórn: Kevin Lama. Handrit: Dodie Smith. Aðalleikendur: Glenn Close, Alice Evans, Gerard Depardieu. Það stormar af Close sem leikur Krúellu hina ægi- legu af sannfærandi fítonskrafti og hundarnir eru afbragð. Gott fjölskyldugrín. ½ . Bíóborgin, Kringlubíó. KIRIKOU OG GALDRAKERLINGIN Frönsk. 1998. Leikstjórn og handrit: Michel Ocelot. Aðalraddir: Óskar Jörundarson, Stefán Karl Stefánsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Einfalt ævintýri um gott og illt í frumskógum svörtustu Afríku. Góð fyrir yngstu börnin. TEIKNIMYND Háskólabíó. LEIÐIN TIL EL DORADO (Íslenskt tal) Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Eric Bergeron. Handrit: Don Paul. Teiknimynd. Segir frá tveimur svindlurum sem finna gulllandið El Dorado, Út- litið fullkomið, einsog vænta má, hið sama er ekki hægt að segja um söguna eða tónlist- ina.½ Bíóhöllin. MEN OF HONOR Bandarísk. 2000. Leikstjóri George Tillman, Jr. Handrit: Scott Marshall Smith. Aðalleikendur: Robert De Niro, Cuba Gooding, Jr., Charlize Theron. Gamaldags mynd um þrákálf sem brýt- ur blað í sögu sjóhersins og kemst til metorða þar sem lituðum var áður úthýst. De Niro og Gooding jr., kraftmiklir og sperrtir.½ Regnboginn, Bíóhöllin, Borgarbíó Akureyri. MISS CONGENIALITY Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Donald Petrie. Handrit: Mark Lawrence. Aðalleikendur: Sandra Bullock, Benjamin Bratt, Michael Caine. Prýði- leg gamanmynd um FBI-löggu sem tekur þátt í fegurðarsamkeppni gegn vilja sínum.½ Bíóhöllin, Kringlubíó. NÝI STÍLLINN KEISARANS Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Mark Dindal. Handrit: Thomas Schumacher. Bráðfyndin mynd fyrir börn og fullorðna.½ Bíóhöllin, Kringlubíó, Regnboginn. PAY IT FORWARD Bandaríkin 2001. Aðalleikendur: Kevin Spacey, Helen Hunt, Haley Joel Osment. ½ Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó, Nýja Bíó Ak- ureyri, Nýja Bíó Keflavík. SAVE THE LAST DANCE Bandarísk. 2001. Leikstjóri Thomas Carter. Handrit: Duane Adler. Aðalleikarar: Julia Stiles, Sean Patrick Thomas.½ Kringlubíó, Háskólabíó. SUGAR AND SPICE Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Francine McDoug- all. Handrit: Mandy Nelson. Aðalleikkendur: Marla Sokoloff, , Marley Shelton, Mena Suv- ari.½ Laugarásbíó. BOUNCE Bandarísk. 2001 Leikstjóri og handrit: Dru Roos. Aðalleikendur: Ben Affleck, Gwyneth Paltrow, Tony Goldwyn. Regnboginn. CHOCOLAT Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Lasser Hallström. Hancrit: Robert Nelson Jacobs. Aðalleikendur: Juliette Binoche, Judi Dench, Johnny Depp. Regnboginn. 15 MINUTES Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit: John Herzfeld. Aðalleikendur: Robert De Niro, Edward Burns, Kelsey Grammer. Laugarásbíó. THE LITTLE VAMPIRE Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Uli Edel. Handrit: Angela Sommer-Brodenburg. Aðalleikendur: Jonathan Lipnicki, Richerd E. Grant, Alice Krige. Bíóhöllin. SAVE THE LAST DANCE Bandaríkin. 2001. Leikstjóri: Thomas Carter. Handrit: Duane Adler. Aðalleikendur: Julia Stil- es, Sean Patrick Thomas. Háskólabíó, Kringlubíó. WHAT WOMEN WANT Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit: Nancy Meuers. Aðalleikendur: Mel Gibson, Helen Hunt, Marisa Tomei. Regnboginn. THE WEDDING PLANNER Bandarísk. 2001. Leikstjóri Adam Shankman. Handrit: Pamela Falk. Aðalleikendur: Jennifer Lopez, Matthew McConaughey, Bridget Wil- son. Laugarásbíó, Stjörnubíó, Borgarbíó Akureyri. ROCKY & BULLWINKLE Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Des McAnuff. Handrit: Jay Ward. Aðalraddir: Robert De Niro, Rene Russo, Jason Alexander.  Bíóhöllin. Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir VASSILI Zaitsev (Jude Law) er frægasta leyniskytta Rússa í um- sátrinu um Stalíngrad í síðari heimsstyrjöldinni. Frægð hans fer víða og Þjóðverjar setja mann til höfuðs honum, sem er besta skytt- an þeirra, Konig að nafni (Ed Harr- is). Og á meðan bardaginn um Stal- íngrad geisar sem harðast takast þessir tveir menn á með riffla sína að vopni. Þannig er söguþráðurinn í stór- myndinni Enemy at the Gates sem frumsýnd er í þremur kvikmynda- húsum í dag. Hún er eftir einn fremsta og kunnasta leikstjóra Frakka, Jean Jacques Annaud og er með Jude Law, Ed Harris, Jos- eph Fiennes, Rachel Weisz, Bob Hoskins og Ron Perlman í aðalhlut- verkum. Handritið gerir Alain God- ard en myndin er byggð á bók William Craig um umsátrið um Stalíngrad og frægt einvígi sem leyniskytturnar Zaitsev og Konig háðu í bardaganum. Það var fyrir sex árum sem Alain Godard kom að máli við Annaud og kynnti honum sögu Craigs. Þeir ferðuðust til Stalíngrad sem nú heitir Volgograd og þar fengu þeir að kynna sér skjöl um stríðshetjuna Zaitsev en riffillinn hans er geymd- ur í minjasafni borgarinnar. „Vassili var fullkomin hetja,“ segir leikstjórinn Annaud. „Hann var notaður í áróðursskyni og sagt var að hann hefði orðið ástfanginn af konu í sinni herdeild. Andstæð- ingur hans, leyniskyttan Konig, er einnig nefndur í rússnesku áróðurs- skjölunum en við fundum ekkert um hann í Þýskalandi.“ Og áfram heldur Annaud: „Við höfum tekið fyrir sögulegan atburð og reynt að skilja hvernig fólk upp- lifði hann. Við vitum um sumt af þessu fólki í gegnum skjöl og fréttamyndir en annað er opið fyrir túlkanir.“ Þegar leikstjórinn var að leita að leikurum til þess að fara með aðal- hlutverkin í myndinni varð honum hugsað til breska leikarans Jude Laws, sem vakið hefur nokkra at- hygli á undanförnum misserum. „Ég sá Hinn hæfileikaríka Ripley í grófklipptri útgáfu,“ segir Annaud, „og mér fannst Jude mjög heillandi þar. Það skín greind og kraftur úr augum hans og það var ljóst frá byrjun að hann skyldi fullkomlega þennan mann sem hann átti að leika, Vassili.“ „Ég hef aldrei leikið í svona mynd áður,“ er haft eftir leikaran- um. „Vassili var fábrotinn ungur maður frá Úralfjöllunum sem gerð- ist hermaður og varð kunnur fyrir hittni sína með riffli. Og það sem meira var: Hann var gerður að hetju fólksins en maður veit ekki lengur hvað er satt og hvað ekki.“ Law lagðist í heilmikla rannsókn- arvinnu þegar hann bjó sig undir hlutverkið og las sagnfræðirit og var settur í þjálfun í meðferð á þeirri gerð riffla sem brúkuð var í Sovétríkjunum í síðari heimsstyrj- öldinni. Leikarar: Jude Law, Ed Harris, Joseph Fiennes, Rachel Weisz, Bob Hoskins og Ron Perlman.Leikstjóri: Jean Jacques Annaud (Quest for Fire, The Name of the Rose, The Bear, The Lover). Bardaginn um Stalíngrad Laugarásbíó, Bíóborg og Borgarbíó Ak- ureyri frumsýna Enemy at the Gates eft- ir Jean Jacques Annaud með Jude Law í aðalhlutverki. Joseph Fiennes og Jude Law í Enemy at the Gates eftir franska leikstjórann Annaud. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 39 Rússlandsferð í lok maí Ferðaskrifstofan Garðaríki auglýsir Rússlandsferð til þriggja borga 29. maí - 15. júní 2001. Flogið verður beint til Pétursborgar frá Kaupmannahöfn með SAS flugfélaginu, þar verður hin einstaka borg við Finnskaflóa "Feneyjar norðursins" skoðuð hátt og lágt, m.a. Hermitage listasafn keisaranna og minjar um hið hrikalega 900 daga umsátur nasista um Leningrad. Snæddur verður kvöldverður á hótel Astoríu þar sem Hitler ætlaði sér að fagna falli Leningrad árið 1941. Þaðan verður flogið (með Iljushin-86) alla leið til Sotsí við Svartahaf sem er þekktasti sumarleyfisstaður Rússa, flokksbroddar hvíldu sig þar áður og Pútin forseti heldur mkið upp á staðinn. Á hótelinu „Zhemcuzina“ fer fram kvikmyndahátíð (rússneksi „Óskarinn“) á sama tíma, þar að auki geta menn stundað sjó- og sólböð. Frá Svartahafi verður flogið til Moskvu og seinustu dögunum varið þar. Þann 12. júní halda Rússar uppá nýjan þjóðhátíðardag. Í höfuðborg Rússaveldis er margt að skoða: Kreml, Rauða torgið, grafhýsi Lenins, Novodevitsi (meyjar-) klaustrið, prúttmarkaðinn Izmailovo, auk þess sem leikhús- og tónleikamenning Rússa er með því besta sem þekkist. Siglt verður eftir Moskvuánni og farið til klausturborgarinnar Sergeiev Posad sem áður hér Zagorsk. Aðalfararstjóri, túlkur og skipuleggjandi á Íslandi er Haukur Hauksson, s: 554 0666, 848 44 29, sendid fyrirspurnir á moskva@torg.is og skoðið www.austur.com F.h. Garðaríkis efh./Turagenstvo „Tri kita“ Moskva. - Haukur Hauksson - Leyfi rússneska Samgönguráðuneytisins Í ÞRETTÁN daga í október árið 1962 á meðan á Kúbudeilunni stóð mátti minnstu muna að brytist út kjarnorkustyrjöld sem að öllum lík- indum hefði þýtt endalok mannkyns. Deilur milli Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna um sovéska eldflauga- palla á Kúbu mögnuðust á þessum örlagaríku dögum með þeim hætti að stefndi í styrjöld en á meðal þátttak- enda í henni voru bræðurnir John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, og Robert Kennedy, Robert McNam- ara, Adlai Stevenson, Andrei Grom- yko, Anatoly Dobrynin, Dean Ache- son, Dean Rusk og Krutsjev, svo nokkrir séu nefndir. Bandaríska bíómyndin Þrettán dagar eða Thirteen days sem frum- sýnd er í dag í fjórum kvikmynda- húsum, segir frá þessum mönnum og því sem gerðist þá daga sem Kúbu- deilan stóð yfir. Með aðalhlutverkin fara Kevin Costner, sem leikur ráð- gjafa Bandaríkjaforseta, Bruce Greenwood, sem leikur John F. Kennedy, Steven Culp, sem leikur Robert bróður hans, Dylan Baker, Michael Fairman, Frank Wood, Kevin Conway og Tim Kelleher. Leikstjóri er Roger Donaldson, sem áður stýrði Kevin Costner í spennutryllinum No Way Out, en hann hreifst að sögn mjög að hand- ritinu þegar hann las það og leit á það sem klassískan spennutrylli sem vildi svo til að byggðist á sannsögu- legum atburðum. „Ég sá fyrir mér Kúbudeiluna ekki aðeins sem sögu- lega staðreynd heldur sem frábæra sögu, frábæran pólitískan trylli þar sem örlög heimsins voru lögð undir,“ er haft eftir leikstjóranum. Kevin Costner leikur Kenny O’Donnell, einn af ráðgjöfum forset- ans og meðlim „írsku mafíunnar“ eins og hún var kölluð, en félagar hennar voru nátengdir Kennedy. Í myndinni er Kúbudeilunni lýst frá sjónarhóli O’Donnells þessa. „Það er hellingur af mönnum eins og O’Donnell sem fólk á aldrei eftir að vita hverjir voru,“ er haft eftir Costner þegar hann lýsir persónu sinni í myndinni. „Hans hlutverk var aðeins að vera vinur og ráðgjafi John F. Kennedys á þessum erfiðu tímum og þannig varð hann vitni að sögu- legum atburðum.“ Leikarinn hafði einnig sérstakan áhuga á því persónulega sambandi sem var á milli O’Donnells og Kenn- edy-bræðranna. „Það sem mér fannst mikilvægt var að sýna hvern- ig þessir menn komu fram hverjir við aðra,“ segir Costner. „Ég vildi draga það fram í dagsljósið að fram- koma þeirra var byggð á virðingu, þeirri hugmynd að gefa aldrei neitt eftir og halda aldrei neinu leyndu frá hverjum öðrum.“ Og síðar segir leikarinn: „Myndin fjallar um hrikalegan atburð í sög- unni en hann snerist á endanum að- eins um það sem fáeinir menn sögðu hverjir við aðra. Allt byggðist á því hvaða orð þeir notuðu og það mátti hvergi gera mistök.“ Leikarar: Kevin Costner, Bruce Greenwood, Steven Culp, Dylan Baker, Michael Fairman, Frank Wood, Kevin Conway og Tim Kelleher. Leikstjóri: Roger Donaldson (The Bounty, No Way Out, Marie, Cocktail, The Getaway, Species, Dante’s Peek). Þrettán dagar í október Bíóhöllin, Kringlubíó, Háskólabíó og Nýja bíó Akureyri frumsýna Þrettán daga eða Thirteen Days með Kevin Costner sem fjallar um Kúbudeiluna. Úr myndinni Þrettán dögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.