Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 41
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 41
Daily til afgreiðslu strax
Einn með öllu á gamla genginu
Verð aðeins kr. 3.700.000
S M I Ð S B Ú Ð 2 - G A R Ð A B Æ - S Í M I 5 4 0 0 8 0 0
______________________________
B Í L A R F Y R I R A L L A
20
ára
Daily City Truck 2000
Loftfjöðrun að aftan.
Skjár til að sjá aftur og inní kassann.
Fjarstýrðar samlæsingar og rafdrifnar rúður
Vindskeið á topp, samlit.
Samlitur kassi frá CityBox. L=4100 H=1970 B=2110
Sautján rúmmetrar, burður tvö tonn.
Þrjár hurðir í annari hlið og ein í hinni.
Foco vörulyfta 1000 kg.
ABS hemlar, öryggisloftpúði, 100 % driflás og margt fleira.
án VSK
Í BYRJUN árs gerðu mennta-
málaráðherra og borgarstjór-
inn í Reykjavík með sér sam-
komulag um stofnun sjóðs sem
ber heitið Menningarborgar-
sjóður og hafa þau falið
Listahátíð í Reykjavík umsýslu
hans. Hlutverk sjóðsins er að
stuðla að fjölbreytilegu menn-
ingarstarfi um allt land í fram-
haldi af menningarborgar-
árinu.
Úthlutað verður úr sjóðnum
til eftirtalinna verkefna: Ný-
sköpunarverkefna á sviði lista.
Menningarverkefna á vegum
sveitarfélaga. Menningarverk-
efna fyrir börn og ungt fólk.
Stofnframlag sjóðsins árið
2001 kemur frá M2000, auk
framlags frá ríki og borg sem
árlega munu veita fé í hann.
Úthlutunarnefnd Menning-
arborgarsjóðs til næstu tveggja
ára hefur verið skipuð. Fulltrú-
ar borgarstjóra í úthlutunar-
nefnd eru Kristín A. Árnadótt-
ir, framkvæmdastjóri þróunar-
og fjölskyldusviðs Reykjavík-
urborgar, varaformaður, og
Þórhildur Þorleifsdóttir leik-
stjóri. Fulltrúar menntamála-
ráðherra eru Karitas H. Gunn-
arsdóttir, skrifstofustjóri í
menntamálaráðuneytinu, og
Katrín Dóra Þorsteinsdóttir,
forstöðumaður Símenntunar-
stofnunar Eyjafjarðar. For-
maður úthlutunarnefndar,
skipaður af stjórn Listahátíðar
í Reykjavík, er Þórunn Sigurð-
ardóttir, listrænn stjórnandi
Listahátíðar.
Úthlutunarnefnd úthlutar
árlega styrkjum úr sjóðnum og
verður fyrsta úthlutun í vor.
Auglýst verður eftir umsókn-
um á næstu dögum og er um-
sóknarfrestur til 22. maí.
Upplýsingar eru veittar á
skrifstofu Listahátíðar í
Reykjavík.
Menning-
arborgar-
sjóður aug-
lýsir eftir
umsóknum
ÞRENNIR tónleikar Léttsveitar
Reykjavíkur verða haldnir í Ými,
húsi Karlakórs Reykjavíkur; í dag,
fimmtudag, kl. 20, á laugardag kl. 17
og þriðjudagskvöldið 24. apríl kl. 20.
Þetta eru sumartónleikar Léttsveit-
arinnar og verða sungin lög úr suðri.
Með kórnum syngja Björk Jónsdótt-
ir, Signý Sæmundsdóttir og Jóhanna
Þórhallsdóttir. Undirleikari á píanó
er Aðalheiður Þorsteinsdóttir.
Ranglega var farið með tímasetn-
ingu tónleikanna í blaðinu í gær.
Beðist er velvirðingar á mistökun-
um.
Léttsveit
Reykjavíkur
í Ými
alltaf á fimmtudögum