Morgunblaðið - 19.04.2001, Page 59
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 59
FAGNA ber allri
opinberri umræðu um
stöðu Íslands í sam-
félagi þjóðanna. Ný-
verið áttu sér stað
nokkuð fjörugar um-
ræður á Alþingi um
gæði og framtíðar-
horfur samningsins
um Evrópska efna-
hagssvæðið (EES).
Miðflokkarnir (Sam-
fylkingin og Fram-
sókn) sáu teikn á lofti
um að samningurinn
sé þegar búinn að
renna sitt blómaskeið
og nauðsynlegt sé fyr-
ir Íslendinga að halda
vel á málum til að viðhalda þeim
árangri sem náðst hefur með þátt-
töku í efnahagssvæðinu. Til marks
um það bentu þeir á nýlegt dæmi
um að fulltrúum EFTA ríkjanna
hafi verið sent formlegt bréf þar
sem þeim var tjáð að þeirra væri
ekki vænst á fundi nefndar á veg-
um Evrópusambandsins (ESB),
sem hefur með öryggismál skipa
að gera. Flokkarnir, lengst til
hægri og lengst til vinstri í núver-
andi landslagi íslenskra stjórnmála
(Vinstri grænir og Sjálfstæðis-
flokkurinn), brugðust við með því
að segja að umræðan sé óþarflega
mæðuleg eða að öll raunhæf dæmi
skorti til að réttlæta þessar álykt-
anir. Þeim þykir e.t.v. ekkert
merkilegt þótt Íslendingar fái ekki
að eiga fulltrúa í einni og einni
nefnd hjá Evrópusambandinu,
jafnvel þótt verið sé að ráða til
lykta löggjöf sem okkur ber að
fara eftir og varðar höfuðatvinnu-
veg þjóðarinnar. Athyglisvert er
þó að allir virðast sammála um að
samningurinn hafi virkað eins og
vítamínssprauta á íslenskt atvinnu-
og efnahagslíf og standa beri vörð
um þann árangur. Þó eru ekki liðin
nema rétt 6 ár frá gildistöku hans.
Er EES samningurinn góður
samningur eða hefur eitthvað það
gerst sem gefur tilefni til vanga-
veltna um hið gagnstæða? Nú á
tímum síaukinnar alþjóðavæðingar
er afar mikilvægt að við höldum
vöku okkar og gerum okkur grein
fyrir stöðu okkar gagnvart öðrum
þjóðum í nútíð og framtíð og set-
um markvissa stefnu á hvaða tæki-
færi við viljum tryggja komandi
kynslóðum. Hér verður ekki leitast
við að svara því hverjir kostir og
gallar gætu fylgt aðild Íslands að
Evrópusambandinu, aðeins reynt
að varpa ljósi á hvað
hefur breyst í um-
hverfi EESsamnings-
ins og nokkur atriði
varðandi réttinn til að
eiga fulltrúa á nefnd-
arfundum hjá ESB.
Þó að samningurinn
sé að forminu til
óbreyttur má segja að
hann sé að mörgu
leyti annar samningur
en til var stofnað.
ESB stoðin hefur
gildnað og EFTA
stoðin hefur að sama
skapi rýrnað. Þá hef-
ur ESB útvíkkað sam-
starf sitt svo mikið að
hlutdeild EFTA ríkjanna hefur
bæði minnkað og orðið óskýrara
með tímanum.
Tilurð EES
EES samningurinn var undirrit-
aður hinn 1. maí 1992, eftir nær 3
ára samningaviðræður milli sjö
EFTA ríkja og tólf EB ríkja (nú
ESB). Hann gekk í gildi tæpum
tveimur árum síðar eða 1. janúar
1994. EFTA ríkin notuðu tímann
til að aðlaga löggjöf sína að löggjöf
EB og fjögur þeirra áttu á sama
tíma í aðildarviðræðum við ESB.
Sviss féll úr lestinni þegar aðild að
EES var felld á þjóðaratkvæða-
greiðslu. Þá voru Austurríki, Finn-
land og Svíþjóð aðeins virkir þátt-
takendur í EES í eitt ár, því þessi
ríki gengu formlega inn í ESB, 1.
janúar 1995 en Noregur stóð eftir í
EES þegar aðildarsamningur hans
var felldur í þjóðaratkvæða-
greiðslu í annað sinn. EFTA stoð
Evrópska efnahagssvæðisins sam-
anstóð því aðeins af Íslandi og
Noregi en fljótlega bættist fursta-
dæmið Liechtenstein í hópinn.
Alpalöndin tvö voru sennilega
meginaðdráttarafl EB til að opna
innri markað sinn fyrir EFTA
ríkjunum. Sviss og Austurríki eru
auðug ríki í hjarta Evrópu og
verulegur vegartálmi í landfræði-
legum skilningi á milli Norður- og
Suður-Evrópu. Því voru ríkir hags-
munir í húfi fyrir ESB að stofna til
góðra pólitískra sambanda við þau.
Ætla má að það hafi verið þessi
sterka staða Sviss sem réttlætti
gerð tvíhliða samninga í augum
ESB eftir að það hafnaði aðild að
EES. Því verður ekki litið fram
hjá því að ESB hefur engan veginn
sömu stjórnmálalegu og viðskipta-
legu hagsmuni af EES samningn-
um og þegar hann var gerður.
Markmið
samningsins
Meginmarkmið EES-samnings-
ins var að skapa einsleitan innri
markað á öllu EES-svæðinu. Innri
markaðurinn hefur verið kenndur
við hið svonefnda fjórfrelsi, þ.e.
frelsi til frjáls flutnings á vöru,
þjónustu, fólki (til náms og vinnu)
og fjármagni. Þá var ákveðin sam-
vinna á sviði samkeppnismála,
félagsmála, menningarmála og
þátttaka í svonefndum áætlunum
(aðgangur að styrkjum vegna
rannsókna- og þróunar, mennta-
mála o.fl.). Á þeim tíma sem samn-
ingaviðræður um EES stóðu yfir
var innri markaðurinn lítt þróaður,
nema fyrir vöruviðskipti, en að
öðru leyti enn hugsjón, markmið
sem stefnt var að. Evrópubanda-
lagið (sem þá var kallað) sá fyrir
sér að geta stækkað innri mark-
aðinn verulega með því að bæta
sjö vel stæðum EFTA löndum við
hann. Allar götur síðan hefur verið
unnið að því að betrumbæta innri
markaðinn, sem hefur mætt alls-
kyns hindrunum á vegi sínum. Úr-
lausnir hafa í ríkum mæli falist í
uppbyggingu og útvíkkun á sam-
starfinu (t.d. aukin áhersla á borg-
araleg réttindi), sem ekki fellur
undir innri markaðinn í skilningi
EES samningsins.
Breytt staða
Skammt er stórra högga á milli
hjá Evrópusambandinu. Síðan
EES samningurinn komst á hafa
bæði Maastricht og Amsterdam
sáttmálarnir komið til fram-
kvæmda. Það hefur haft í för með
sér breytt valdahlutföll á milli
stofnana ESB, að myntbandalagið
er komið á, sett hefur verið á fót
svokallað svæði friðar, öryggis og
réttlætis, sem sumir spá að verði
jafn mikilvægt og innri markaður-
inn (þar falla undir m.a. Schengen
og samstarf á sviði löggæslu og
varnarmála) og síðast en ekki síst
á ESB í aðildarviðræðum við 12
ríki Mið- og Austur-Evrópu. Nýj-
um aðildarríkjum ber skylda til að
sækja um aðild að Evrópska efna-
hagssvæðinu og EFTA/EES ríkj-
unum ber skylda til að veita þeim
aðild, án þess þó að hafa haft tæki-
færi til að hafa áhrif á gerð aðild-
arsamninga þeirra.
Samstarf EES-ríkjanna
og Evrópusambandsins
Það er því samhengi á milli þess
hvernig ESB er að þróast og
stækka og þess hve staða EFTA
ríkjanna innan EES er smásaman
að veikjast. Framkvæmdastjórn
ESB er í öllum tilvikum gagnaðili
EFTA ríkjanna en þau eiga engan
sjálfstæðan rétt til samráðs eða
upplýsinga gagnvart öðrum stofn-
unum sambandsins. Að vísu er al-
gengt að framkvæmdastjórnin
setji ýmsar tæknilegar reglugerðir
um vöruviðskipti og samningurinn
tryggir rétt fulltrúa EFTAríkj-
anna til að vera boðaðir til skrafs
og ráðagerða um samningu þeirra.
Aftur á móti er öllum mikilvæg-
ustu málefnunum ráðið til lykta
með sameiginlegri lagasetningu
ráðherraráðsins og þingsins. Evr-
ópuþingið fékk sín pólitísku völd
fyrst með Maastricht og enn frek-
ar með Amsterdam sáttmálanum.
Valdahlutföllin hafa því breyst á
milli stofnana ESB frá því EES
samningurinn komst á og stundum
dugar skammt að hafa aðeins að-
gang að undirbúningsstigi nýrrar
löggjafar í gegnum embættismenn
framkvæmdastjórnarinnar.
Þá hefur framkvæmdastjórnin
að undanförnu komið þeim skila-
boðum á framfæri við EFTA ríkin
að EES samstarfið verði hér eftir
rekið með lágmarksfyrirhöfn fyrir
ESB. Það er því komið undir vel-
vilja og þekkingu ótalmargra
starfsmanna framkvæmdastjórnar-
innar á EES samningum hvort
EFTA ríkin fá fundarboð um sér-
fræðingafundi um tiltekin málefni.
Þýðing þess að mæta á fundi felst
einna helst í auknum skilningi og
þekkingu á þeim málefnum sem
eru til umfjöllunar hverju sinni
auk þess sem nærvera EFTA
fulltrúanna minnir aðildarríkin á
að þrjú lönd bætast í hóp þeirra
sem viðkomandi löggjöf kemur til
með að gilda um. Það kemur fyrir
að embættismenn frá eitthverju
stóru ríkjanna vefengja rétt EFTA
fulltrúanna til að vera með. Á það
einkum við um mikilvægar nefndir
sem hafa stefnumótunarhlutverk.
Það verður til dæmis að virða
Þjóðverjum til vorkunnar að þeir
eru með eina sendinefnd á fundi til
að gæta hagsmuna 80 milljóna
manna þegar Norðurlandaþjóðirn-
ar eru með 5 sendinefndir til að
tala máli 25 milljóna.
Hvaða rétt hafa EFTA/EES-
ríkin við ákvarðanatöku?
EES samningurinn veitir engan
rétt til upplýsinga eða samráðs
eftir að frumvarp hefur verið lagt
fyrir hina eiginlegu löggjafa, ráð-
herraráðið og þingið. Frumvörp að
tilskipunum taka miklum breyting-
um í meðförum þeirra og oft líða
nokkur ár frá því framkvæmda-
stjórnin hefur lokið starfi sínu þar
til ný gerð er loks samþykkt. Ef
EFTA ríkin frétta af breytingu á
tilteknu frumvarpi og ákveða að
koma á framfæri athugasemdum
sínum tekur við nokkuð langur fer-
ill. EFTA ríkjunum ber að tala
einni röddu gagnvart ESB og
þurfa þau því að miðla málum sín í
milli áður en þau geta tjáð sig um
hagsmuni sína. Það tekur bæði
langan tíma og málamiðlunin getur
tekið broddinn úr hagsmunabar-
áttunni. Þá tekur við viðleitni til að
fá athygli aðildarríkja ESB á mál-
efnum EFTA. Á þessu stigi hafa
EFTA ríkin enga fulltrúa á sam-
ráðsfundum og fulltrúar aðildar-
ríkjanna berjast fyrst og fremst
fyrir sínum sjónarmiðum. Það er
því aðeins þegar hagsmunir
EFTA/EESríkja og einhvers aðild-
arríkis fara saman sem búast má
við stuðningi.
Aðstaða EFTA-þegna
í aðildarríkjum ESB
Oft gætir þekkingarskorts innan
aðildarríkja ESB á þeim rétti sem
EES samningurinn veitir, t.d. til
að stofna fyrirtæki eða fá dval-
arleyfi vegna náms eða atvinnuleit-
ar. Því getur verið fyrirhafnarsamt
og dýrt að sýna fram á rétt sinn
áður en hann verður hagnýttur.
Gengisfelling
EES-samningsins!
Þegar til kastanna kemur er
Evrópusambandið samsafn af
ótölulegum aragrúa einstaklinga,
bæði í opinberu starfi og í atvinnu-
lífi, í 15 löndum, bráðum í 27 lönd-
um, sem allir hafa persónuleg við-
horf og mismikla þekkingu á
einstökum samningum sem ESB
hefur gert við önnur ríki. Þróunin
hefur orðið sú að ekki eru lengur
skörp skil milli innri markaðs lög-
gjafarinnar, sem heyrir undir EES
samninginn, og annarra viðfangs-
efna ESB sem veikir mjög stöðu
EFTA/EES ríkjanna til að þróa
samninginn. Þá má gera ráð fyrir
að halli enn frekar undir fæti með
inngöngu fleiri ríkja í ESB. Af
þessum ástæðum virðist tilhneig-
ingin í æ ríkara mæli hafa orðið sú
að halda EFTA fulltrúum utan við
stefnumótunina. Af sömu ástæðum
má draga þá ályktun að ekki sé
pólitískur jarðvegur til að leita eft-
ir viðræðum um breytingar á
EES-samningnum, sem kalla á
samþykki allra þjóðþinga aðildar-
ríkja ESB. Þetta kallar vissulega á
viðbrögð íslenskra stjórnvalda.
HVERNIG VERÐUR
GÓÐUR SAMNINGUR
VONDUR SAMNINGUR?
Unnur
Gunnarsdóttir
Þróunin hefur orðið sú,
segir Unnur Gunn-
arsdóttir, að ekki eru
lengur skörp skil milli
innri markaðs löggjaf-
arinnar, sem heyrir
undir EES-samninginn,
og annarra viðfangsefna
ESB sem veikir mjög
stöðu EFTA/EES-
ríkjanna til að þróa
samninginn.
Höfundur er sjálfstætt starfandi
lögmaður í Reykjavík.
STUTT
VERSLUNIN Splæs var opnuð fyrir
stuttu á efri hæð Flutningaþjónust-
unnar á Hellu við Dynskála 22. Eig-
endur hennar eru hjónin Agnes Ólöf
Thorarensen og Þórhallur Svavars-
son og Jóhanna Pálsdóttir og Viðar
Ástvaldsson öll búsett á Hellu.
Í nýju versluninni fæst fatnaður á
alla fjölskylduna í ýmsum þekktum
vörumerkjum og skór af Nike-,
Skechers- og X-18-gerðum, margs
konar hárskraut og fylgihlutir fyrir
allan aldur. Í versluninni fæst einnig
mikið úrval af bókum en Agnes Ólöf
og Þórhallur ráku áður Bókabúð
Svavars á Hellu en stofnandi henn-
ar, Svavar Kristinsson, lést á síðasta
ári. Að sögn eigendanna var ákveðið
að fara út í þennan rekstur til að
nýta betur húsnæði Flutningaþjón-
ustunnar auk þess sem engin tísku-
verslun hefur verið rekin á Hellu um
nokkurt skeið. Að sögn þeirra félag-
anna hafa viðtökur verið afar já-
kvæðar og lofa góðu um framhaldið.
Verslunin Splæs á Hellu er opin
virka daga kl. 13–18.
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
Tísku- og bókaverslunin Splæs hefur verið opnuð á Hellu, en innan-
búðar eru Jóhanna Pálsdóttir og Agnes Ólöf Thorarensen.
Ný
verslun
á Hellu
Hella. Morgunblaðið.
DR. PATRICIA L. Rogers, Ful-
brightkennari við Kennaraháskóla
Íslands, Dr. Jack Reynolds, deild-
arforseti kennaradeildar Bemidji
State University og Patricia Reyn-
olds, kennari við Horace May
Elementary School, halda málstofu
á vegum Rannsóknarstofnunar
KHÍ næstkomandi föstudag, 20.
apríl, kl. 15.15. Málstofan verður
haldin í stofu M 301 í aðalbyggingu
Kennaraháskóla Íslands við
Stakkahlíð. Málstofan fer fram á
ensku og er öllum opin.
„Dr. Jack Reynolds, Patricia
Reynolds og Dr. Patricia L. Rogers
munu gera grein fyrir þróun kenn-
aramenntunar í Bandaríkjunum.
Sérstaklega verður rætt um þróun
á þessu sviði í Minnesota en þar
hafa meiri breytingar átt sér stað í
kennaramenntun á undanförnum
árum en í flestum öðrum fylkjum
Bandaríkjanna. Fjallað verður um
hvernig grunn- og framhaldsnám í
kennaramenntastofnunum er upp-
byggt og hvaða hugmyndafræði
liggi þar til grundvallar. Rætt verð-
ur um tengsl fræða við starf á mis-
munandi skólastigum, hvernig
námsbrautir eru þróaðar og hvern-
ig notkun upplýsingatækni hefur
haft áhrif á nám og kennslu.
Eftir kynninguna verður góður
tími gefinn fyrir spurningar og um-
ræður,“ segir í fréttatilkynningu frá
Kennaraháskóla Íslands.
Málstofa
um kenn-
aramenntun
í Minnesota