Morgunblaðið - 19.04.2001, Side 61

Morgunblaðið - 19.04.2001, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 61 Bridsfélag Suðurnesja Hið árlega Kaskó-mót félagsins var haldið sl. laugardag og spiluðu 7 sveitir. Sveit Heiðars Sigurjónsson- ar, Þrastar Þorlákssonar, Kjartans Ólasonar og Óla Þórs Kjartanssonar hafði nokkra yfirburði í mótinu og sigraði með glæsibrag. Það var helzt að nokkrir góðborg- arar á besta aldri úr Sandgerði og Keflavík reyndu að klóra í hæla þeirra en þeir voru lagðir með snið- glímu á lofti af sigurvegurum móts- ins í næstsíðustu umferðinni. Bridsfélagið þakkar Kaskó vel- vildina í gegnum árin en Kaskó gaf páskaegg til þriggja efstu sveitanna. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Sigursveitin í Kaskó-móti Bridsfélags Suðurnesja sem fram fór sl. laugardag. Talið frá vinstri: Feðgarnir Kjartan Ólason og Óli Þór Kjartansson, Þröstur Þorláksson og Heiðar Sigurjónssson. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Síðastliðið miðvikudagskvöld var lokakvöld í þriggja kvölda sveita- keppni, sem lauk með sigri sveitar Jóhanns Benediktssonar en hún fékk 102 stig. Með Jóhanni spiluðu Sigurður Albertsson, Óli Þór Kjart- ansson, Garðar Garðarsson og Kjartan Ólason. Í öðru sæti var sveit Karls G. Karlssonar með 94 stig. Í þriðja sæti lenti sveit Karls Ein- arssonar með 81 stig. Sl. miðvikudagskvöld hófst þriggja kvölda butler-tvímenningur. Spilamennska hefst stundvíslega klukkan 19.30 öll miðvikudagskvöld. Munið að það er alltaf heitt kaffi á könnunni. Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 19. apríl (sumar- dagurinn fyrsti) verður spilað síð- asta kvöldið í þriggja kvölda Butler tvímenningi í boði 11-11 verslan- anna. Staðan fyrir síðasta kvöldið er þessi: Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss. 60 Magnús Aspelund – Steingrímur Jónass. 53 Heimir Tryggvason – Leifur Kristjánss. 53 Baldur Bjartmarss. – Guðm. Sigurjónss. 52 Spilamennska hefst kl.19.45 og er spilað í Þinghól í Hamraborginni. Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.