Morgunblaðið - 19.04.2001, Qupperneq 67
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 67
✝ GuðmundurBjörnsson fædd-
ist í Urriðakoti í
Garðahreppi 9.
febrúar 1917. Hann
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 10.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Björn Jóhann-
esson, f. 28. mars
1895, d. 22. nóvem-
ber 1964, og kona
hans Jónína Guð-
mundsdóttir, f. 2.
nóvember 1892, d.
15. júlí 1981. Bróðir
Guðmundar er Hafsteinn Björns-
son, f. 22. desember 1918.
Hinn 21. apríl 1943 kvæntist
Guðmundur eftirlifandi eigin-
konu sinni, Kristínu Benjamíns-
dóttur úr Hafnarfirði, f. 30. nóv-
ember 1921. Börn þeirra eru: 1)
Hildur, húsmóðir, f. 28. júlí 1943.
Maki hennar var Ólafur Baldur
Ólafsson, f. 10. júlí 1945, d. 19.
desember 1999. Dóttir þeirra er
Kristín Lára, f. 10. ágúst 1973, í
sambúð með Magnúsi Eyjólfs-
syni, sonur þeirra er Tómas Óli,
f. 2. janúar 1999. 2) Dagný,
kennari, f. 16. júlí 1949, maki
Sævar Hjálmarsson, f. 24. apríl
1946, synir þeirra eru Guðmund-
ur, f. 5. febrúar 1973, maki
Hrönn Hilmarsdóttir, og er dótt-
ir þeirra Sif, f. 17. desember
2000, Birgir Björn, f. 19. febrúar
1978, og Davið Þór, f. 7. janúar
1987. 3) Björn, læknir, sérfræð-
ingur í heimilislækningum, f. 3.
hann var yfirlæknir frá janúar
1972 til desember 1987. Auk
þess rak hann stofu í Lækjar-
götu og Domus Medica og loks á
Öldugötu. Þá fór Guðmundur
reglulega í augnlækningaferðir
um Vesturland árin 1974 til 1977
og í Borgarnes til 1984. Hann
átti stóran þátt í að koma á fót
göngudeild fyrir glákusjúklinga
á Öldugötu, skipuleggja vakt-
þjónustu augnlækna og einnig
var hann einn aðalhvatamaður
að stofnun Sjónstöðvar Íslands.
Guðmundur hóf kennslu í augn-
sjúkdómafræði við Læknadeild
Háskóla Íslands fyrst sem dósent
frá nóvember 1973 og prófessor
frá febrúar 1979 til desember
1987. Guðmundur tók þátt í
margvíslegum félags- og trún-
aðarstörfum og má þar nefna að
hann sat í samninganefndum og
stjórn Læknafélags Reykjavíkur,
Nesstofu hf., Domus Medica og
Augnlæknafélag Íslands. Einnig
tók hann þátt í starfsemi Odd-
fellow-reglunnar.
Guðmundur var mikilvirkur í
rannsóknum og skrifum. Eftir
hann liggur fjöldi vísindagreina
sem birst hafa í innlendum og
erlendum læknaritum. Hann var
meðritstjóri norræna augnlækn-
ingatímaritsins 1974 til 1987.
Síðasta verkefni Guðmundar á
þessu sviði var að skrá sögu
augnlækninga á Íslandi og kem-
ur það rit væntanlega út innan
skamms. Hann var kjörinn félagi
í Vísindafélagi Íslendinga 1983,
heiðursfélagi Augnlæknafélags
Íslands 1990. Fálkaorðuna fékk
hann 1982.
Útför Guðmundar fer fram frá
Fossvogskirkju á morgun, föstu-
daginn 20. apríl, og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
júlí 1951, maki Helga
Lára Guðmundsdótt-
ir, f. 30. október
1951, synir þeirra
eru Guðmundur, f.
31. október 1977, og
Hallgrímur, f. 2. des-
ember 1980. 4) Edda,
kennari, f. 18. sept-
ember 1958, maki
Guðmundur Víðir
Helgason, f. 1. apríl
1956, synir þeirra
eru Helgi Hrafn, f.
16. ágúst 1984,
Kjartan, f. 20. ágúst
1988, og Hrafnkell, f.
23. mars 1991. 5) Gunnar, lækn-
ir, sérfræðingur í lyflækningum,
lungna- og gjörgæslulækningum,
f. 9. júní 1962, maki Rakel María
Óskarsdóttir, f .17. ágúst 1958,
dætur þeirra eru Kristrún, f. 27.
janúar 1989, Brynja, f. 17. nóv-
ember 1990, og Auður, f. 28. des-
ember 1995.
Guðmundur ólst upp í Urriða-
koti og síðar Hafnarfirði og lauk
stúdentsprófi frá MR 1937 og
læknaprófi frá HÍ 1944. Þá lá
leiðin í sérnám í augnlækningum
í Bandaríkjunum og dvaldi hann
þar í Madison, Chicago og loks
Memphis. Hann varði doktors-
ritgerð við Háskóla Íslands 1967
og fjallaði hún um gláku á Ís-
landi. Hann var starfandi augn-
læknir í Reykjavík frá júní 1948
til maí 1989 þegar hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir. Hann
starfaði í fyrstu á Hvítabandinu
en frá 1969 á Landakoti þar sem
Frændi minn, Guðmundur
Björnsson augnlæknir, fæddist í
Urriðakoti í Garðahreppi. Hann
ólst þar upp hjá afa sínum og
ömmu, Guðmundi Jónssyni og Sig-
urbjörgu Jónsdóttur, til 10–11 ára
aldurs. Eins og nærri má geta voru
aðstæður þar æði frumstæðar mið-
að við það, sem nú tíðkast. Þó að
hann kynntist nær engum bóka-
kosti á uppvaxtarárunum varð
hann snemma staðráðinn í að fara í
langskólanám, jafnvel þó að hann
heyrði oft sagt, að bókvitið yrði
ekki í askana látið. Það var heilla-
rík ákvörðun, bæði fyrir hann sjálf-
an og þá fjölmörgu, sem notið hafa
verka hans sem augnlæknis og
sem vísindamanns á því sviði, en
um það mun ég ekki fjalla. Það
munu aðrir mér færari vafalaust
gera.
Móðir mín, Guðbjörg Guðmunds-
dóttir, yngsta móðursystir Guð-
mundar, átti heima hjá foreldrum
sínum í Urriðakoti, þegar Guð-
mundur var að alast þar upp. Þau
voru mjög góðir vinir, nánast eins
og systkin, og naut ég góðs af þeim
tengslum, enda nær vinskapur
okkar Guðmundar svo langt aftur
sem ég man eða rúmlega sextíu ár.
Þegar litið er yfir farinn veg er
margs að minnast. Upp í hugann
kemur hjálpsemi hans, þegar til
hans var leitað sem augnlæknis,
notaleg nærvera og samræður um
ýmis sameiginleg áhugamál. Guð-
mundur og kona hans fóru í marg-
ar langferðir. Greinilegt var, þegar
Guðmundur ræddi um ferðirnar,
að hann leit gjarnan á þær sem
fræðsluferðir, svo vel tók hann eft-
ir því, sem fyrir augu bar, og naut
ég oft góðs af, þegar ég hlýddi á
frásagnir hans af ferðum um fjar-
læg lönd.
Guðmundur hafði mikinn áhuga
á ættfræði og tók saman rit um
móðurætt sína, en það hefur ekki
verið gefið út. Einnig hafði hann
mikinn áhuga á náttúrunni og nátt-
úruvernd. Líklegt þykir mér, að sá
áhugi hafi byrjað þegar á barns-
aldri, þegar hann var að alast upp í
Urriðakoti, en hann hafði mjög
sterkar taugar til bernskustöðv-
anna þar. Þegar ég hitti Guðmund
síðast, rúmri viku áður en hann
lést, sagði hann mér, að hann væri
þakklátur fyrir að hafa alist upp í
Urriðakoti, þar sem hann kynntist
lífsháttum, sem nú eru löngu af-
lagðir. Sérstaklega nefndi hann,
hversu ánægjulegt og ógleyman-
legt hefði verið að fylgjast með því,
þegar náttúran var að lifna við á
vorin, en það er miklu meira áber-
andi í dreifbýli en þéttbýli.
Eftir sitja verðmætar minningar
um góðan dreng, sem lifa munu
með okkur, sem nutum þeirrar
gæfu að eiga með honum samfylgd.
Ég kveð Guðmund Björnsson
augnlækni með virðingu og þakk-
læti í huga.
Kona mín og ég sendum fjöl-
skyldu hans innilegar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning hans.
Svanur Pálsson.
Lokið hefur ævigöngu sinni einn
merkasti augnlæknir sem Ísland
hefur alið, prófessor Guðmundur
Björnsson, 84 ára að aldri, eftir
stutta en stranga baráttu við ill-
kynja sjúkdóm.
Guðmundur fæddist í Urriðakoti
í nágrenni Hafnarfjarðar 9. febr-
úar 1917 og ólst þar upp við kröpp
kjör. Ég trúi að það hafi mótað
lífsviðhorf hans þótt aldrei hafi
hann beinlínis haft á því orð, en
víst er að jafnaðarmaður var hann,
ekki síst í heilbrigðismálum. Hon-
um sveið að horfa upp á fólk missa
sjón vegna fátæktar og fáfræði.
Langa starfsævi sína helgaði hann
augnlækningum og sjónvernd.
Hann aflaði sér bestu menntunar
sem völ var á og eftir heimkomu
frá Ameríku lagði hann ríka
áherslu á að hemja þann sjúkdóm,
sem örugglega hefur blindað flesta
Íslendinga frá upphafi Íslands-
byggðar eða hina illvígu gláku.
Guðmundur var gæddur skipu-
lagshæfileikum umfram aðra menn,
sem hann nýtti mjög í þágu skjól-
stæðinga sinna, enda alla tíð vinnu-
samur og heilsugóður.
Þessir eiginleikar öfluðu honum
álits og virðingar meðal starfs-
félaga sinna. Hann stofnaði fyrstu
augndeild landsins, Augndeild
Landakotsspítala, og var þar í for-
svari um langt árabil. Þar stundaði
hann augnskurðlækningar við góð-
an orðstír. Hann kom þar á fót
göngudeild til að sinna forvörnum á
sviði augnsjúkdóma, ekki síst
gláku, með góðri aðstoð Lions-
manna. Segja má að árangur þess
starfs hafi svo sannarlega borið
ríkulegan ávöxt, þar sem fátítt er
nú á tímum að menn verði blindir
af völdum gláku. Guðmundur lét
sér og annt um menntun lækna-
stúdenta, varð fyrsti dósent í augn-
lækningum við læknadeild Háskóla
Íslands og síðar prófessor. Þá var
honum ekki síður hugleikin mennt-
un lækna í sérnámi í augnlækn-
ingum, enda mikill augnlækna-
skortur hérlendis á þeim tíma.
Segja má að hann hafi bókstaflega
alið upp heila kynslóð augnlækna.
Var hann þar brautryðjandi eins og
á svo mörgum öðrum sviðum. Þá
hvatti hann til sérhæfingar innan
greinarinnar, sem reynst hefur
góður grunnur að þeim framförum
sem orðið hafa í augnlækningum
hér á landi á síðari tímum og skip-
að hefur okkur fremst í flokk vest-
rænna þjóða að því leyti.
Þrátt fyrir mikið vinnuálag gaf
Guðmundur sér ávallt tíma til að
sinna vísindastörfum. Hann var
óhemju afkastamikill á því sviði,
skrifaði fjölda greina í innlend og
erlend vísindarit, ekki síst um
gláku. Þá ritaði hann margar grein-
ar í dagblöð og alþýðleg rit, þar
sem hann kynnti og uppfræddi al-
menning um blinduvaldandi sjúk-
dóma og ráð við þeim. Hann hafði
alla tíð hugann við að hjálpa blind-
um og sjónskertum og hvatti meðal
annars til stofnunar endurhæf-
ingarstöðvar fyrir sjónskerta, sem
tók til starfa árið 1987 undir
nafninu Sjónstöð Íslands. Þar eiga
sjónskertir kost á margháttaðri að-
stoð, meðal annars með úthlutun
hjálpartækja og þjálfun í athöfnum
hins daglega lífs og umferli. Sat
hann í stjórn stöðvarinnar um langt
árabil.
Ekki verður annað sagt en að
menn hafi metið að verðleikum
störf Guðmundar.
Hann varði doktorsritgerð við
læknadeild Háskóla Íslands um
glákurannsóknir sínar (1967), tók
þátt í stjórn Augnlæknafélags Ís-
lands, meðal annars sem formaður
og heiðursfélagi (1990), og var
sæmdur riddarakrossi hinnar ís-
lensku fálkaorðu (1982) svo eitthvað
sé nefnt.
Eftir að Guðmundur lét af störf-
um fyrir aldurs sakir varði hann
miklum hluta tíma síns í ritun bók-
ar um sögu augnlækninga á Íslandi.
Það er mikið ritverk, sem hann
góðu heilli náði að ljúka áður en
heilsan brást og koma mun út síðar
á árinu á vegum Háskólaútgáfunn-
ar.
Samhliða ærnu starfi gaf Guð-
mundur sér ætíð tíma til að sinna
áhugamálum svo sem fuglaskoðun,
ættfræði, vatnslitamálun og ekki
síst ferðalögum um framandi slóðir,
sem hann mat mikils.
Guðmundur var hávaxinn maður
og fríður sýnum. Hann var snyrti-
menni og prúðmannlegur í fram-
göngu. Hann var maður sem borin
var virðing fyrir.
Guðmundur var farsæll læknir
og náði öllum þeim frama sem
nokkrum getur hlotnast, ekki síður
var hann gæfumaður í sínu einka-
lífi. Hann eignaðist ungur mikla
öðlingskonu, Kristínu Benjamíns-
dóttur, ættaða úr Hafnarfirði, sem
bjó þeim hjónum og fimm börnum
þeirra fallegt menningarheimili,
lengst af í Brekkugerði hér í Borg.
Þau voru óvenju samhent hjón, sem
lifðu og störfuðu saman alla tíð sem
ein heild. Síðustu árin bjuggu þau á
Grandavegi 47 í góðri sátt við lífið
og tilveruna. Gott var þau heim að
sækja og alltaf fór maður betri
maður af þeirra fundi. Það var
langt frá eðli Guðmundar að mikl-
ast af velgengni sinni. Ég held
hann hafi verið sáttur við lífshlaup
sitt, að minnsta kosti óttaðist hann
ekki dauðann. Guðmundur bar ætíð
hag minn sér fyrir brjósti og var
mér sem besti fóstri, velgjörðar-
maður og fyrirmynd. Ég mun ætíð
minnast hans er ég heyri góðs
manns getið. Stjórn og starfsfólk
Sjónstöðvar Íslands sendir aðstand-
endum hans sínar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Hans verður lengi
minnst.
Guðmundur Viggósson,
augnlæknir, yfirlæknir
Sjónstöðvar Íslands.
GUÐMUNDUR
BJÖRNSSON
"
#
*
$
%
% '
'
;06
0044 -#&'7&!(
#+7 3
0+
#
'&%
& 4
&'
'( '$&( 63; 2 ##
! '$&(## % &#
/& (''$&(## 83; &
22, 222,3
3
'
.-=6 .43044> %& (&D
"
+
5
4'
2
-
4'
!!
6
(
7'
#
#
&
)4
))
+
.& ' ,
'($''%3.&
& .& ##3
.
'
'
HA=
0%666/=044>
.>-
+ &%
& 3
8
- &
$
'.& 6'('.&
.& ;; #
'(@.& ,
7
!(.& % &. ##
* !(';.& '.3"
22, 222,3
'
'
6<48546
0044> 7&!(IC
6'
+
#
!
'
%
&% 9* -
9*
!
!!
%
2 ## J- #
K#J##
J## $''
0&,
2!.'## 8 !$'
&,$$'2,3