Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 70
MINNINGAR
70 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hin gömlu kynni
gleymast ei. Við fráfall
Ragnars Einarssonar
rifjast upp samveran í
Menntaskólanum í
Reykjavík á sjöunda áratugnum.
Þar komu saman námfúsir, ungir
sveinar og settust í Z-bekk. Þeir
kölluðu sig fljótlega Skarphéðinga
eftir umsjónarkennaranum, Skarp-
héðni Pálmasyni. Gáski og glettni
einkenndu flestar athafnir á þess-
um árum. Ragnar var jafnan hrók-
ur alls fagnaðar, hvort sem skipu-
lagt var Tjarnarsund, sungið
Fyrirutangluggann eða Trunttrunt-
ogtrína. Ekki fór hjá því að gjóað
væri augum yfir í stúlknabekkina í
máladeild, þar sem Guðni var
átrúnaðargoð. Skarphéðingar stofn-
uðu til ýmissa tengsla og trúlofana
óháð stærðfræði eða latínu. Á þess-
um árum kynntist Ragnar Kristínu
Waage, sem síðar varð eiginkona
hans.
Ragnar lauk prófi í viðskipta-
fræði við Háskóla Íslands 1968.
Hann kvæntist Kristínu 1. júní
1968. Þau eignuðust þrjú börn, El-
ísabeti Indru, Magnús og Gunnar
Emil. Ragnar og Kristín slitu
hjónabandi, en vináttan hélzt söm
alla tíð.
Árin liðu, en Skarphéðingar
héldu áfram að hittast reglulega.
Ragnar varð einn af fyrstu forzet-
um Skarphéðingafélagsins. Ólíkt
því, sem oft gerist, styrktust þau
vináttubönd, sem bundin voru í
M.R. Glaðværðin hefur ætíð ríkt á
fundum okkar. Ragnar, hinn reyndi
kórfélagi, sá um að hin gömlu kynni
gleymdust ei, né heldur söngurinn
sígildi um kanaríufuglana. Þar
stýrði hann raddbeitingu og viðeig-
andi látbragði.
Nú er skarð fyrir skildi. Félag-
arnir komu saman fyrir nokkrum
mánuðum. Ragnar var mættur eins
og alltaf, glaður og reifur. Sungið
var enn um kanaríufuglana, sem
létta lundina með kvaki sínu.
RAGNAR
EINARSSON
✝ Ragnar Einars-son fæddist í
Reykjavík 17. mars
1943. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 10. apríl
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Langholtskirkju 17.
apríl.
Fækkað hefur síðan
um eina bassarödd, en
hnípnir kanaríufuglar
taka brátt flugið aftur.
Bekkjarfélagar
Ragnars Einarssonar í
M.R. kveðja góðan
dreng, þakka samfylgd
og samheldni og senda
börnum hans, ættingj-
um og ástvinum inni-
legar samúðarkveðjur.
Skarphéðinga-
félagið,6-Z, 1964.
Með þessum fátæk-
legu orðum langar mig að kveðja
þig, kæri vinur. Við kynntumst þeg-
ar ég fór að sækja fundi í sömu
deild og þú, fyrir rúmum 15 árum.
Þar varst þú fyrir og tókst svo
vel á móti mér. Síðar þegar þú
skildir við konu þína tókum við okk-
ur saman sem vorum fráskilin í
deildinni og studdum hvert annað.
Við kölluðum okkur hóp hinna frá-
og misskildu. Oft var glatt á hjalla
hjá okkur, við buðum hvert öðru í
mat, drukkum saman kaffi og deild-
um saman styrk okkar og vonum.
Með tímanum breyttist hópurinn,
sumir fóru í ný sambönd og aðrir
hættu að stunda fundina eins og
gengur, en okkar vinátta entist.
Við fórum saman í leikhús, á tón-
leika og út að borða. Ekki eru fá
skipti sem ég fór í boði þínu til að
hlusta á flutning kórs Langholts-
kirkju sem þú varst félagi í.
Þessar stundir verða mér
ógleymanlegar og ég mun ætíð
minnast þeirra með söknuði.
Þegar þú greindist með þann
sjúkdóm sem dró þig síðan til
dauða á aðeins örfáum vikum varst
þú ákveðinn að berjast og eins og
þú sagðir við mig: „Ég er ekki einu
sinni orðinn afi.“
Þegar ég sit hér og hugsa til þín
þá finnst mér það svo óréttlátt að
þú skyldir ekki fá tækifæri til að
berjast, þú varst búinn að berjast
um ævina við tvo erfiða sjúkdóma
og allt var farið að ganga svo vel.
Það eru ekki nema örfáir mánuðir
síðan við töluðum um að fara saman
í listaferð til Ítalíu, en vegir Guðs
eru órannsakanlegir og núna ert þú
kominn til hans og öllum þrautum
þínum lokið.
Ég verð ævinlega þakklát fyrir
að hafa fengið að kveðja þig. Þegar
ég kom til þín stuttu fyrir andlát
þitt brostir þú svo fallega til mín og
sagðist tala við mig betur seinna.
Elsku Raggi minn, ég á eftir að
sakna þín og þess að deila með þér
sorg og gleði en fyrst og fremst er
ég þakklát fyrir að hafa fengið að
vera vinur þinn.
Ég sendi innilegar samúðar-
kveðjur til barnanna þinna, Indru,
Magnúsar og Gunnars, og til Krist-
ínar fyrrverandi eiginkonu þinnar
sem var alltaf þinn besti vinur.
Ég veit ég mæli fyrir hönd félaga
þinna í fimmtudagsdeildinni, þar
sem þín verður sárt saknað, þegar
ég kveð þig með bæninni okkar.
Guð, gefðu mér æðruleysi
til að sætta mig við það,
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því,
sem ég get breytt, og
vit til að greina þar á milli.
Regína Viggósdóttir.
Kveðja frá Indónesíu
Raggi vinur minn er látinn. Það
er erfitt að hugsa til þess að þessi
góði drengur, sem var hrókur alls
fagnaðar, sé allur. Raggi var alltaf
sá fyrsti sem ég hafði samband við
þegar ég kom til Íslands og sá síð-
asti sem ég kvaddi. Það verður
tómlegt að koma næst heim.
Það skiptust á skin og skúrir í lífi
okkar en návist Ragga var alltaf
gleðistund. Hann var vinur í raun –
traustur félagi. Það skarð sem hann
skilur eftir sig verður aldrei fyllt. Í
dag verður mér mest hugsað til
þeirra sem standa honum næst. Ég
votta þeim samúð mína. Minning
um góðan dreng lifir.
Páll Gústaf Gústafsson.
Stríðinu er lokið. Ragnar okkar
er farinn … stunginn af. Eftir sitj-
um við með sorg í hjarta en yljum
okkur við minningarnar. Ef við ætt-
um að tíunda þær allar myndi
Mogginn þurfa að gefa út mörg
aukablöð. Við sjáum hann ljóslif-
andi fyrir okkur. Með glettnisbros-
ið, alltaf í góðu skapi, ekki fyr-
irferðarmikill en með einstaklega
góða nærveru. Húmorinn á réttum
stað og nóg af honum.
Fyrstu kynni okkar af Ragnari
voru fyrir fimm árum. Félagar úr
Kór Langholtskirkju eru að tínast
til messu. Við sitjum yfir kaffibolla
og Jónsi er farinn að hugsa sér til
hreyfings til að hita okkur upp. Þá
birtist Ragnar og segir: „Ég er
pabbi hans Magga og ætla að
syngja fyrir hann í messunni.“ Upp
úr þessu fer Ragnar að mæta á æf-
ingar og áður en langt um líður er
hann orðinn gjaldkeri kórsins. Þar
er réttur maður á réttum stað enda
enginn viðvaningur á ferð. Hann
gat að vísu orðið töluvert fölur þeg-
ar söngstjórinn fór á flug og rask-
aði fjárhagsáætlunum kórsins.
Færeyjaferðin 1997 sem við
Færeyjafarar minnumst öll með
ákveðnum glampa í augum. Í upp-
hafi ferðarinnar gefur Ragnar þá-
verandi formanni bland í poka og
segir henni að gefa vinkonunni, alt-
forstöðukonunni, með sér. Þær
njóta góðs af innihaldinu. Þetta er
frábær ferð. Lítið sofið, allnokkuð
sungið, töluvert gengið og mikið
hlegið. Við förum á „trúnó“ sem
varir allan veturinn. Þá verður til
klisjan: „Var ég búin(n) að segja
þér hvað mér þykir vænt um þig?“
Þannig heilsumst við síðan. Fyrst í
glensi og gríni en þegar á líður er
orðin meiri alvara bakvið. Þessi
klisja er notuð fram á síðasta dag; í
beinum orðum eða með SMS-skila-
boðum.
Færeyjaferðin 1998 þegar K.L.
tekur þátt í sálumessu Verdis. Í
þessari ferð er Ragnar í fínu formi.
Hættur að reykja, búinn að fara í
aðgerð á fæti. Stífar æfingar, mikið
sungið, mikið hlegið. Eftir borð-
haldið í lokahófinu gerir Ragnar
sér lítið fyrir og stelur matarbakk-
anum og fer með hann með sér upp
á herbergi. Hóar síðan í liðið og
býður í mat klukkan fjögur um
nótt. Karlinn síkáti sér um sína.
Þar sitjum við og skóflum í okkur
lambakjöti með grænum baunum
og soðnum gulrótum. Grænu baun-
irnar lenda reyndar víða. Mikið
hlegið.
Brúðkaup Halldóru og Mats í júlí
1998. Dansað úti í garði fram á
rauða nótt í yndislegu veðri. Nokk-
ur sumarblóm verða illa fyrir
barðinu á skósólum dansglaðra
brúðkaupsgesta. Ragnar kveður og
fer. Er svo kominn aftur innan
klukkutíma með trjágrein meðferð-
is sem hann kallar „hjartatré“ því
laufin eru hjartalaga. Þetta gróð-
ursetur hann þar sem sumarblómin
fyrrverandi voru. Sér um sína sem
alltaf.
Heimatilbúnu konfekti gaukað að
Ágústu fyrir ein jólin. Áheit sem
enginn vissi hver voru nema hann
sjálfur.
Fæðing Snorra Mats í september
1999. Ragnar mættur áður en
klukkutími er liðinn frá heimkomu
móður og barns, með fallegasta
blómvönd á jarðríki meðferðis.
Fjölskyldumaðurinn Ragnar.
Gullmolarnir þrír, Indra, Maggi og
Gunnar. Á tímabili voru þau öll í
kórnum; fjölskyldan von Trapp,
eins og við kölluðum þau. Og svo
„gamla geit“ sem hann talaði um af
svo mikilli hlýju, besti vinur hans.
Finnland í des. 2000. Ragnar er
ekki alveg í sínu besta formi, „eitt-
hvað leiðinlegur“ eins og hann
orðar það. Hann gefur þó fyrrver-
andi formanni bland í poka og fyrr-
verandi altforstöðukonan nýtur
góðs af sem fyrri daginn. Ferðin er
ágæt en oft hefur þó verið meira
hlegið. Í lok febrúar greinist Ragn-
ar með krabbamein. Við fylgjumst
lömuð með. Fyrst er hann í afneit-
un. „Þetta lagast, ég er í góðum
höndum.“ Húmorinn samt sem áður
á sínum stað þegar hann segir:
„Sem betur fer held ég hárinu.“
Síðan gerir hann sér grein fyrir
ástandinu. Hann fer að mæta reglu-
lega í messu.
Að lokum algjör sátt. Ekkert
óuppgert, æðruleysið algert. Eftir
sjö vikna baráttu er stríðinu lokið.
Ragnar var einstakur. Hlýr og
góður. Sagði kannski ekki svo mik-
ið. Orð voru óþörf. Gott að þegja
með honum. Gaman að spjalla við
hann.
Einstakt að hlæja með honum.
Það eru forréttindi að hafa kynnst
honum.
Þegar þetta er skrifað eru nokkr-
ir klukkutímar þar til kórinn okkar
flytur Jóhannesarpassíuna. Hver
einasti tónn verður sendur með for-
gangspósti hugans beint til Ragn-
ars. Hann er örugglega með í
englakórnum og syngur náttúrlega
eins og engill ekki „aðeins öðruvísi“
eins og við hin.
Kæru Indra, Maggi, Gunnar,
Hrafnhildur og Kristín, við sendum
ykkur hugheilar samúðarkveðjur.
Minningin um góðan félaga og ein-
stakan vin mun lifa. Við kjósum að
kveðja Ragnar með færeyska lag-
inu sem við sungum svo oft saman í
þýðingu gamals félaga okkar Gunn-
laugs Valdimars Snævars:
Fagurt er um sumarkvöld við sæinn.
Sólin varpar geislum yfir bæinn.
Bærist varla blað á lygnum kvöldum.
Bátur vaggar rótt á mjúkum öldum.
Moldin skrýðist möttli fagurgrænum.
Morgunsólin hlær í sunnanblænum.
Vakna blóm af vetrarlöngum dvala.
Værðarlega börn við móður hjala.
Fugl í bjargi, fiskur klýfur strengi.
Fífan veifar kollunum á engi.
Vakna tekur veröld lífs og blóma.
Vitnar allt um lífsins helgidóma.
Hljóðnar allt um himin, jörð og græði.
Hjala fuglar saman ástarkvæði.
Marga dreymir mararhvítar strendur.
Meðan dagur leggur saman hendur.
Halldóra, Ágústa og Guðrún.
Það var leitun á glaðværari
manni en Ragnari Einarssyni, ein-
um minna bestu og elstu vina.
Kynntumst við er við vorum báð-
ir árs skiptinemar í Bandaríkjunum
skólaárið 1960–’61, lentum við þar
steinsnar hvor frá öðrum og hitt-
umst af og til. Tókst strax með okk-
ur náin vinátta sem entist ævilangt.
Þegar heim kom aftur að árs
fjarvist lokinni óskuðum við eftir
setu í sama bekk er við hófum nám
að nýju í 4. bekk Menntaskólans í
Reykjavík.
Jókst nú vinátta og samskipti öll,
en við vorum sessunautar allt að
stúdentsprófi. Lentum við í Z-bekk
með úrvals piltum, sem enn halda
hópinn vel og hittast reglulega, þótt
mig hafi vantað í þann hóp vegna
erlendrar búsetu um mörg ár. Er
nú skarð fyrir skildi í vinahópnum
sem ekki verður fyllt.
Var margt brallað á þeim árum
og margar skrautlegar uppákomur
í þeim góða hópi en Ragnar æv-
inlega hrókur alls fagnaðar og er
það ekki ofmælt. Er mér nær að
halda að aldrei hefði verið tekið til
hendi í athöfnum okkar bekkja-
bræðranna nema Ragnar væri þar
innsti koppur í búri. Oft söfnuð-
umst við félagarnir saman heima
hjá Ragnari að Hverfisgötu 42,
enda Ragnar og fjölskylda hans öll
yfirmáta gestrisin og alúðleg og
hvorki skortur á glensi né gamni
þar. Faðir Ragnars, Einar Ás-
mundsson í Sindra, var atorkumað-
ur og reffilegur karl sem bauð mér
árum saman í útreiðartúra með sér
og sonum sínum. Voru þar ótaldar
Þingvallaferðirnar en merkilegast-
ur þeirra túra, nokkurra daga reið
úr uppsveitum Árnessýslu, norður
um Kjöl til Norðurlands stúdents-
árið okkar ’64. Voru það dýrmætar
stundir kátínu, skrafs og vanga-
veltna sem ég minnist oft. Gestrisni
Ragnars og fjölskyldu hans var
ávallt með þeim hætti að manni leið
sem væri maður fjölskyldumeðlim-
ur. Má varla betur gera.
Við Ragnar og fleiri bekkja-
bræðranna settumst síðan enn á
sama skólabekk í Háskóla Íslands
næstu fimm árin en þar tók námið á
sig alvarlegri blæ og dró úr gáska-
fullu glensi menntaskólaáranna.
Tók Ragnar þar mikinn þátt í
félagsstörfum, enda með eindæm-
um félagslyndur maður.
Auk margra annarra starfa þar
gegndi hann æðstu stöðu nemenda
innan deildarinnar og varð formað-
ur Félags viðskiptafræðinema.
Virtist sama hvar um garð hann
gekk, vinsældir hans spruttu upp
sem blóm að vori. Líklegast einkum
vegna þess að auk þess að vera af-
bragðs skemmtilegur maður átti
hann ekkert illt til. Aðlaðandi og
ómótstæðileg blanda það.
Hlýtur reyndar á stundum að
vera allnokkurt álag að sinna þeim
kvöðum, sem slíkum vinsældum
fylgja, en Ragnar var bæði eftir-
sóttur og gjöfull á vináttu sína.
Hann var kumpánlegur og kankvís,
síbrosandi og kátínan hans aðals-
merki. Lifnaði jafnan yfir tilverunni
og fjörið færðist á æðra stig þegar
Ragnar mætti til leiks. Ekki minn-
ist ég þess að skugga hafi borið á
okkar vináttu öll þessi ár þrátt fyrir
tilfallandi skoðanaágreining eins og
gengur. Né heldur dalaði vináttan
sakir minnar nú löngu fjarveru og
er Ragnar mér jafnnærstæður í
dag og ávallt áður. Hann hefur nú
gengið skammleiðina lífs til dauða
fyrir aldur fram og er annar bekkj-
arfélaganna úr MR sem þá leið fer.
Er ég nú hugsa til Ragnars, vin-
ar míns og frænda, finn ég hlýjan
andblæ fjörutíu ára vináttu manns
sem mér þótti afar vænt um. Mun
Ragnar hafa verið vinum sínum
einkar hugleikinn sakir eiginleika
sinna.
Hann var góður drengur og
öðlingur, mun það samdóma álit
þeirra sem þekktu hann. Ég sendi
Kristínu Waage, börnum þeirra og
allri fjölskyldu Ragnars samúðar-
kveðjur mínar.
Guð blessi Ragnar Einarsson.
Ragnar Þór Magnús.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
3
%.A60-6A044> J#1A&
( #,& ) &'
+
,
(
!!
7'
#
#
&
)
0*
+
))
%
)
'
# & '-+'
,& &3
"
#
$
%
&$&
%
'
'
854406044 +/!!)&3
: #+
'
& . 9* *
'
&$
%
,# 2,22,222,
(( # '3