Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 76

Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 76
76 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÁHRIF hernáms Ísraelshers á til- veru Palestínumanna sem búa á Vesturbakkanum og Gasa-svæðinu verða æ geigvænlegri. Flótta- mannabúðirnar hafa löngum verið líkastar fangabúðum en nú hefur öllum herteknu svæðunum verið breytt í allsherjar fangabúðir. Og síðan dynja sprengjurnar úr lofti og af láði. Sharon forsætisráðherra Ísraels hefur ásamt með öðrum herforingja, Mofaz hermálaráð- herra, mótað áætlun um innilokun Palestínumanna. Þessi Sharon-Mof- az áætlun tók gildi 12. mars, en með henni er herteknu svæðunum skipt í 60 minni svæði sem eru af- lokuð og undir strangri gæslu hers- ins. Fólk fær ekki að ferðast á milli þessara svæða, nema með leyfi hersins og það er ekki auðfengið um þessar mundir. Stefna Sharons og félaga hans er að brjóta Palestínumenn á bak aft- ur og alla andstöðu þeirra við her- námið. Þetta heitir á máli Sharons, og stundum Ríkisútvarpsins, að krefjast þess að Palestínumenn láti af ofbeldinu, eða að Arafat stöðvi ofbeldið á herteknu svæðunum. Þar er með öðrum orðum verið að krefj- ast þess að Palestínumenn láti af öllu andófi gegn hernámi. Krafa Sharons er að palestínsku yfirvöld- in banni öll mótmæli. Þetta er sá friður sem Sharon krefst. Þetta þýðir með öðrum orðum að því aðeins verði sest að samninga- borðinu ef tryggt er að enginn Pal- estínumaður beri hönd fyrir höfuð sér. Segjum sem svo að Arafat geti tryggt að enginn Palestínumaður kasti grjóti. Ekki heldur þeir sem telja sig eiga harma að hefna. Segj- um sem svo að Arafat geti gert hið ómögulega og stöðvað öll mótmæli og sest verði að samningaborðinu – og samið, – en um hvað? Hvað hef- ur Sharon boðið? Oslóarsamkomu- lagið? Nei. Sharon hefur alltaf verið á móti Oslóarsamkomulaginu. Hann er stjórnmálamaður af þeirri gerð að telja sig ekki bundinn af gerðu samkomulagi fyrri ríkisstjórna. Slíkt virðingarleysi fyrir samning- um hefur jafnan einkennt þá sem bera litla virðingu fyrir lýðræði. Menn sem þannig hugsuðu stjórn- uðu ríkjum á meginlandi Evrópu fyrri hluta 20. aldar, þar á meðal Þýskalandi. Hugir Bush og Sharons liggja saman. Það vekur óhug meðal fólks. Bush telur sig ekki bundinn af Kyoto-samkomulaginu, enda þótt stjórn Clintons hafi undirritað það. Sjá menn skyldleikann? Og Bush virðist ekki telja sig bundinn af þeirri ábyrgð sem Bandaríkjastjórn ber á friðarferlinu eins og það hefur verið kallað. Þá ábyrgð viðurkenndi þó Clinton. Árangurinn varð þó rýr og kannski verri en enginn, enda réðu svokallaðir öryggishagsmunir Ísraels ferðinni og Ísrael er í raun með neitunarvald hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir tilstilli Bandaríkja- stjórnar. Sharon krefst þess að byrjað verði á upphafsreit í samningavið- ræðunum. Hve stórt tilefni ætli hann þurfi til að slíta viðræðum, ef hann sest yfirleitt að samningaborði? Oslóar- samkomulagið, eða Yfirlýsing um grundvallaratriði, einsog það hét, fól í sér friðarferli sem grundvall- aðist á samþykktum Sameinuðu þjóðanna, ekki síst ályktun Örygg- isráðsins nr. 242 frá árinu 1967 um að skila svæðunum sem þá voru hertekin. Ísraelsstjórn hefur aldrei sýnt vilja til þess. Þvert á móti er stöðugt verið að efla aðstöðu land- ræningja og innlima æ stærri svæði í Ísrael, einkum kringum Jerúsal- em. Sharon má eiga að hann dregur lítt dul á þessar áætlanir. Skilaboð hans til Palestínumanna, mitt í skothríðinni og loftárásum Ísraels- hers, eru skýr: Steinhaldið þið kjafti, engin mótmæli, annars verð- ið þið drepnir, allir ef með þarf! SVEINN RÚNAR HAUKSSON og ÞORSTEINN ÓSKARSSON. Sprengjum varp- að á fangabúðir Frá Sveini Rúnari Haukssyni og Þorsteini Óskarssyni: NÝVERIÐ fann fyrirtækið Norður- ljós upp á því að útvarpa djass- tónlist á rás, sem fyrir skemmstu var einungis fyrir unglinga, FM 97,7. Einnig er BBC aðgengileg á 90,9 – þetta er verulega gott fram- tak. BBC er sérlega vandað út- varpsefni fyrir upplýsta útvarps- hlustendur, sem fylgjast með heimsmálum og menningu, frekar en staðlaðri vinsældatónlist, krydd- aðri mislélegu froðusnakki, eins og heyrist svo oft á ljósvakanum. Mér finnst samt djassrásin ennþá betri fyrir þá sök, að sú tónlist hefur allt- af verið hornreka í útvarpi. Á 97,7 er gamalt swing í bland við nýtt efni, ásamt blús og bræðingi. Til þess að festa þessa rás í sessi, væri óvitlaust að gera heimasíðu, þar sem hægt væri að nálgast upp- lýsingar um hvaða diskar eða flytj- endur eru í spilun hverju sinni. Ég efast ekki um að það yki t.d. sölu Skífunnar á djassplötum, ef rétt yrði að staðið. Einnig verður að huga að endurnýjun efnisins, 90,9 var alveg hroðaleg áður fyrr, því þar var sífellt úvarpað sömu lög- unum, mánuð eftir mánuð. Tónlist- arunnendur vilja tilbreytingu. Stærsti gallinn á 97,7 er útsend- ingin. Eina rásin sem stundum suð- ar og sargar í bílnum mínum er 97,7 – en ég efast ekki um að Norð- urljós hafi fljótlega tök á að koma sér upp nothæfum búnaði til þess að senda út þetta annars ágæta efni. Kærar þakkir, norðlýsingar. SIGURÐUR HRAFN GUÐMUNDSSON, Njálsgötu 110, 105 Reykjavík. Fjársjóður er fundinn! Frá Sigurði Hrafni Guðmundssyni:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.