Morgunblaðið - 19.04.2001, Qupperneq 79

Morgunblaðið - 19.04.2001, Qupperneq 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 79 DAGBÓK                          Bútasaumarar - Bútasaumarar Við erum á handverkssýningunni í Laugardalshöll, Við - Bót ehf. Vélstingum bútasaumsteppi í Gammill stunguvél. Setjum á bryddingar og fleira. Móttaka Síðumúla 35, Reykjavík, sími 553 3770. Ofurminni-Minnistækni Lær›u minnistækni sem hjálpar flér a› muna allt sem flig langar til a› muna og skerpa um lei› athyglisgáfuna. Námskei›i› ver›ur laugardaginn 28. apríl næstkomandi frá kl. 10:00 - 16:00. Ver› a›eins 6.500,- Hringdu og skrá›u flig núna! Skráningarsími: 891 8100 Laugavegi 101 við Hlemm. Opið mán.-fös. frá kl. 11-18, lau. frá 11-16 ANTIK- ÚTSALA Skápar, skenkar, borð og stólar, málverk. Mikið af fáséðum smáhlutum, matar- og kaffistell 10—30% afsláttur STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake HRÚTUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert fljótur að skipta skapi en stendur þétt með vinum þínum og vandamönnum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að sýna sveigjan- leika til þess að festast ekki í einhverju óheillafari sem skemmir allt fyrir þér. Láttu ekki mótbyrinn fara í taug- arnar á þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú átt þér marga skoðana- bræður og ættir að leita þá uppi og taka saman höndum við þá um að hrinda áhuga- málum ykkar í framkvæmd. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Allar breytingar eiga sér nokkurn aðdraganda og þú þyrftir að vita af honum til þess að vera betur undirbú- inn þegar höggið ríður. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu ekki aðra stela hug- myndum þínum því þær eiga eftir að reynast þér gott veganesti til frekari starfs- frama. Sinntu vandamönnum þínum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hafðu allar staðreyndir á hreinu ef þú vilt vinna ein- hverja til fylgis við málstað þinn. Ekkert er eins frá- hrindandi og talsmaður sem veit ekki hvað hann er að tala um. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ef þú vilt að aðrir taki upp merkið verður þú að sjá til þess að þeim sé ljóst hvað á bak við það stendur og til hvers það er borið fram. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Öll mál eiga sér fleiri en eina hlið en samt getur endirinn aðeins orðið á einn veg. Kynntu þér vandlega alla málavöxtu áður en þú mynd- ar þér skoðun. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Oft eru það einkennilegir hlutir sem að ráða úrslitum og því skaltu vera við öllu bú- inn því þeir liggja ekki alltaf í augum uppi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú leggur upp í tilfinninga- ríkt ferðalag í dag og þótt þér finnist þú fara um kunnugleg- ar slóðir skaltu gefa þér tíma til þess að taka eftir umhverf- inu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er fögur hugsjón að deila hæfileikum sínum með öðrum en farðu varlega því að mis- jafn sauður er í mörgu fé og ekki alltaf allt sem sýnist. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Láttu það ekki fara í taugarn- ar á þér þótt samstarfsmenn- irnir reyni á þolinmæði þína í dag. Leyfðu þeim að láta sem þá lystir og láttu það ekki koma par við þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur náð heill í höfn þrátt fyrir misjöfn veður og stend- ur nú á bryggjunni í sólskini og nýtur árangurs erfiðis þíns. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT LÓAN Lóan er komin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindin, það getur hún. Hún hefir sagt mér, að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún. Hún hefir sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Hún hefir sagt mér að vakna og vinna og vonglaður taka nú sumrinu mót. Páll Ólafsson STAÐAN kom upp í áskor- endaflokki, Skákþingi Ís- lands, er lauk nú um páskana. Svart hafði Sigur- jón Haraldsson (1.845) gegn Ingvari Jóhannessyni (2.010). 21. –Hxg3+! 22. fxg3 Re3+ 23. Kf2 Hxh1 24. Kxe3 Hvítur gat fremur spriklað eft- ir 24. Hxh1 Rxc2 25. Hh8+ Rd8 26. Bxc2 þó að vissulega sé staða hans töpuð. Framhaldið varð: 24. –De8+! 25. Kf2 Hxa1 26. Rb1 Dh5 27. Kg1 Hxa2 28. De2 a6 29. Ra3 Ha1+ 30. Bb1 Kb8 31. De6 Dg5 32. De8+ Ka7 33. De1 Df5 34. Dd1 De6 35. Dd3 Re7 36. Kg2 De1 37. Dc2 De3 38. Kh2 f5 39. Dg2 Dh6+ 40. Kg1 Dc1+ 41. Kh2 Hxb1 42. Rxb1 Dxb1 43. De2 De4. Lokastaða opna flokksins varð þessi: 1. Birg- ir Berndsen 7½ vinning af 9 mögulegum 2. Hilmar Þor- steinsson 7 v. 3.-4. Hjalti Freyr Halldórsson og Páll Gunnarsson 6½ v. 5.-6. Örn Stefánsson og Valdimar Leifsson 5½ v. 7.-8. Pétur Jóhannesson og Helgi Brynjarsson 4½ v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. BRÆÐURNIR Anton og Sigurbjörn Haraldssynir voru heitir í slemmunum í úrslitum Íslandsmótsins. Við sáum fallega tígul- slemmu með þeim í þætti gærdagsins og hér er önn- ur úr sama leik, en nú er trompið lauf: Vestur gefur; allir á hættu. Áttum breytt. Norður ♠ KG10 ♥ G3 ♦ Á65 ♣ ÁD1062 Vestur Austur ♠ 975432 ♠ 86 ♥ KD86 ♥ 102 ♦ G10 ♦ D9743 ♣ G ♣ 8543 Suður ♠ ÁD ♥ Á9754 ♦ K82 ♣ K97 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 4 spaðar Pass 6 lauf Pass Pass Pass Sigurbjörn vekur á 14- 16 punkta grandi í norður og eftir venjulega Staym- an-hálitaspurningu taka við frekari spurnarsagnir hjá Antoni, þar sem hann leitar eftir skiptingu og háspilum. Eftir tveggja tígla afneitun norðurs á hálit, eru tveir spaðar Ant- ons spurning. Sigurbjörn sýnir fimmlit í laufi og skiptingu handarinnar ná- kvæmlega við þremur tígl- um – 3235. Anton spyr næst um kontról (ása og kónga) með fjórum laufum og fær upp fimm (tvo ása og einn kóng). Hann lætur þá vaða í slemmu. Sex lauf var nokkuð al- gengur samningur, en Ant- on var sá eini sem fékk tólf slagi. Munaði þar miklu að hann var sagnhafi í suður og fékk út hjartakóng. Tí- an önnur í austur gerir það að verkum að nían frí- ast og verður á endanum tólfti slagurinn. Þar sem norður var sagnhafi var útspilið gjarnan hjartatía. Eðlilegt er að taka slaginn með ás og spila þrisvar spaða með því hugarfari að henda tígli og trompa svo tígul. En austur á aðeins tvo spaða og stingur í þann þriðja, svo sagnhafi neyð- ist til að yfirtrompa. Samningurinn er nú á brauðfótum, en þó er til vinningur ef sagnhafi spil- ar strax hjarta. Hann get- ur svo spilað laufi á kóng, og þar eð gosinn fellur stakur, verður nían inn- koma, sem dugir til að fría fimmta hjartað og tólfta slaginn. Enginn fann þó þessa leið. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla GULLBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 19. apríl, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Magnea Aðalgeirsdóttir og Haukur Þórðarson, Vatnsnesvegi 34, Keflavík. Magnea og Haukur dvelja þessa dagana í Portúgal. Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu 3.051 kr. Þær heita Elísa Lind Finnbogadóttir og Bríet Magnúsdóttir. Með morgunkaffinu Nú, er bara búið að loka börunum. Vita skaltu, Jóna, að kjarkurinn Skallanna nær ekki lengra en hárið. Hlutavelta   FRÉTTIR SJÖ 12 ára gamlar stelpur úr Reykjavík verða með sérstæðar sýningar í Sundhöll Reykjavíkur í dag, sumardaginn fyrsta,sem nefnist sunddans. Sýningarnar verða þrjár talsins og varir hver sýning í um hálftíma. Fyrsta sýningin hefst kl. 11 fyrir hádegi, önnur sýningin kl. 12 og sú þriðja kl. 13. Stelpurnar hafa æft í Sund- höll Reykjavíkur í vetur undir stjórn Rosemary. Þær eru flest- ar liðtækir dansarar og í hópn- um eru m.a. Íslandsmeistarar í frjálsum dansi á árunum 1999, 2000 og 2001. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna og 250 krónur fyrir börn, fimm ára og eldri. Sunddans í Sundhöllinni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.