Morgunblaðið - 19.04.2001, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 19.04.2001, Qupperneq 84
Í TILEFNI af Viku bókarinnar stendur Fil- mundur fyrir kvikmyndahátíðinni Sögur á tjaldi í samvinnu við Kvik- myndasjóð Íslands. Hátíðin verður haldin í Háskólabíói og hefst í dag og stendur til mánudagsins 30. apríl. 14 íslenskar kvikmyndir verða sýndar sem allar eru byggðar á íslenskum bókmenntum. Frásagnarhefðin birtist nú jafnt í máli sem myndum og því er tímabært að beina augum að flóknum tengslum bókmennta og kvikmynda og þeim breytingum sem verða þegar verk eru færð úr einum miðli yfir í annan. Ekki er vanþörf á, því raunverulegt kvikmyndalæsi þjóðarinnar er ómet- anleg undirstaða fyrir kvikmynda- iðnað á Íslandi, rétt eins og almennt læsi skapaði hér bókaþjóð í eina tíð. Margar forvitnilegar myndir verða sýndar á hátíðinni, bæði eldri myndir sem sjaldan sjást á hvíta tjaldinu í seinni tíð og nýrri myndir sem hafa átt góðu gengi að fagna undanfarin ár. Halldórs þáttur Laxness Það kemur sjálfsagt engum á óvart að skáldsögur Halldórs Laxness hafi reynst nægtabrunnur fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn og muni sjálfsagt verða það áfram um ókomna tíð en sýndar verða fjórar myndir sem byggðar eru á verkum hans á há- tíðinni. Það eru myndirnar Kristni- hald undir jökli (1989) og Úngfrúin góða og húsið (1999) eftir Guðnýju Halldórsdóttur, Atómstöðin (1984) eftir Þorstein Jónsson og Salka Valka (1954) eftir hinn sænska Arne Matt- son, en það er ekki á hverjum degi sem gestum kvikmyndahúsa á Íslandi gefst tækifæri til að sjá hana. Úr bæ í borg Einnig verða sýndar tvær myndir sem byggðar eru á skáldsögum Indr- iða G. Þorsteinssonar, og er ekki úr vegi að heiðra minningu hans við þetta tilefni, en eins og kunnugt er lést Indriði fyrir stuttu. Myndirnar Land og synir (1980) eftir Ágúst Guð- mundsson og 79 af stöðinni (1962) eft- ir Eric Balling eru auðvitað báðar löngu orðnar sígildar.79 af stöðinni varð feikilega vinsæl þegar hún var frumsýnd og sáu 63 þúsund manns hana sem var þá um þriðjungur þjóð- arinnar. Mörgum af vinsælustu skáldsögum síðustu áratuga hafa verið gerð góð skil á hvíta tjaldinu undanfarin ár. Má þar nefna myndir á borð við Punktur, punktur, komma, strik (1981) eftir Þorstein Jónsson sem er byggð á samnefndri metsölubók eftir Pétur Gunnarsson sem fjallar öðrum þræði, eins og Land og synir, um þær miklu breytingar sem urðu á íslensku þjóðlífi í kjölfar ört vaxandi borg- armenningar og tilheyrandi fólks- flutninga. Það sama má segja um Djöflaeyjuna (1996) sem tekur einnig á þeim stórfelldu breytingum sem urðu á borgarmannlífinu á eftirstríðs- árunum. Djöflaeyjan er eins og kunn- ugt er byggð á hinum geysivinsælu bókum Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjunni eftir Einar Kárason. Djöflaeyjan er ekki eina kvikmynd- in sem sýnd verður eftir Friðrik Þór Friðriksson. Englar alheimsins (2000) er gerð eftir samnefndri verð- launabók Einars Más Guðmunds- sonar og hefur borið hróður íslenskr- ar kvikmyndagerðar um víðan völl á undanförnum mánuðum. Það sama má segja um 101 Reykjavík (2000) eftir Baltasar Kormák sem byggð er á samnefndri bók Hallgríms Helga- sonar. Ljóslifandi fornhetjur Ekki eru allar myndirnar byggðar á nútímaskáldsskap, en á hátíðinni verður að finna Útlagann eftir Ágúst Guðmundsson sem er eins og kunn- ugt er byggð á Gísla sögu Súrssonar og einnig verður Myrkrahöfðinginn (1999) eftir Hrafn Gunnlaugsson sýnd en hún er byggð á Píslarsögu Jóns Magnússonar sem kemur ein- mitt út hjá Máli og menningu um þessar mundir. Skilaboð til Söndru (1983) tekur á óbeinan hátt á bók- menntaarfinum en hún er byggð á samnefndri skáldsögu Jökuls Jak- obssonar og fjallar um rithöfundinn Jónas sem fær það einstaka tækifæri að skrifa kvikmyndahandrit sem byggt er á ævi Snorra Sturlusonar. Tvær barnamyndir Börnin verða ekki skilin útundan á þessari kvikmyndahátíð, en sýndar verða tvær frábærar barnamyndir, Benjamín dúfa (1995) eftir Gísla Snæ Erlingsson sem byggð er á sam- nefndri verðlaunabók Friðriks Erlingssonar og Skýjahöllin (1994) eftir Þorstein Jónsson sem byggð er á barnabókinni Emil og Skundi eftir Guðmund Ólafsson. Ásamt Filmundi koma Kvik- myndasjóður og Íslenska kvik- myndasamsteypan að þessari hátíð en þess má að lokum geta að laug- ardaginn 28. apríl verður haldið mál- þing um kvikmyndanir íslenska sagnaarfsins í Háskólabíói kl. 13– 17.45 í tengslum við hátíðina. Þar mun Einar Már Guðmundsson flytja opnunarerindi þingsins en fyrirlestur hans, „Sagnagerð augans“, fjallar um handritagerð. Jafnframt verða flutt sjö erindi um átta kvikmyndir sem allar eru sóttar í íslenska bókmennta- hefð. Ástráður Eysteinsson fjallar um Kristnihald undir jökli, Dagný Kristjánsdóttir um Úngfrúna góðu og húsið, Eggert Þór Bernharðsson um Djöflaeyjuna, Geir Svansson um 101 Reykjavík, Guðni Elísson um Engla alheimsins, Kristján B. Jónasson um 79 af stöðinni og Land og syni og Matthías Viðar Sæmundsson um Myrkrahöfðingjann. Málþingið er haldið á vegum Kvik- myndasjóðs, Félags íslenskra bóka- útgefenda og Rithöfundasambands Íslands. Nánari upplýsingar um tímasetningar verður að finna í kvik- myndadálkum dagblaðanna. Filmundur tekur þátt í Viku bókarinnar Bessi Bjarnason og Ásdís Thoroddsen í Skila- boðum til Söndru. Friðrik Þór lagði sig allan fram við að endur- skapa braggalíf „eyjabóka“ Einars Kárasonar. Árni Tryggvason og Tinna Gunnlaugsdóttir í Atómstöðinni. Hilmir Snær Guðnason í Myrkrahöfðingjanum. Útlagann gerði Ágúst Guðmundsson í ár- daga kvikmyndavorsins. Sögur á tjaldi FÓLK Í FRÉTTUM 84 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ LANDSMENN höfðu greinilega margt annað að gera en að skella sér í bíó yfir páskahátíðina – kannski vegna þess að þeir eru svo vanir því að allt sé kirfilega lokað og læst á allra helgustu dögunum. En sú tíð er nú liðin og bíóin voru galopin alla páskana. Þeir sem á annað borð áttuðu sig á því að þeir gátu brugðið sér í bíó voru í rómantísku skapi. The Wedding Planner, nýja myndin með Jennifer Lopez og Matthew McConaughey, laðaði nefnilega fleiri gesti að en aðr- ar myndir. Að sögn Halldórs Hall- dórssonar hjá Myndformi virðist hér vera á ferð sannkölluð stefnumóta- mynd því pör voru í augljósum meiri- hluta áhorfenda. Halldór segir að um tvö þúsund manns hafi sótt myndina yfir hina eiginlegu helgi sem listinn tekur mið af, þ.e. frá föstudegi til sunnudags, en í heildina hafi nú rúm- lega 4.500 manns séð hana. Hann við- urkennir að það sé nokkuð meira en búist var við, því menn hafi verið við- búnir dræmri aðsókn yfir páskana. Í annað sætið komst svo nýjasta myndin með Robert de Niro, Men of Honor, réttardrama þar sem mót- leikari hans er Cuba Gooding Jr. Myndin gekk alveg ágætlega yfir páskana, að sögn Guðmundar Breið- fjörð hjá Skífunni, en hún dró að rúmlega 3.500 manns frá því hún var frumsýnd á miðvikudeginum fyrir páska og fram á sunnudag. Guð- mundur segir þá Skífumenn mjög ánægða með þetta „í ljósi þess hversu róleg aðsóknin var í flest kvikmynda- hús alla páskahelgina“. Guðmundur bendir jafnframt á að þetta sé ein- ungis í þriðja sinn sem bíóin hafa opið alla páskana: „Það er ekki ennþá komin hefð fyrir því hjá neytendum auk þess sem gott veður á föstudag- inn langa og páskadag ásamt ferm- ingum hafði sitt að segja.“ Þriðja nýja myndin á listanum þessa vikuna er Pay it Forward, sem lendir í sjöunda sæti. Þar fer mynd með klassaleikurum, þeim Kevin Spacey, Helen Hunt og Haley Joel Osment, og má segja að henni hefði gengið töluvert betur ef Óskar frændi hefði tekið betur á móti henni.                                                        !     "#$ % &'    ! '( $  "  )   )       )  "  * % +                        ! " #  $ %&'(   $  $           )  ! *       (  )                     % % , - . / % 0 -, -- -1 2 3 4 -0 % -2 ,. -5 -4 +(  % % . . 0 , % . 3 -1 -/ , . 0 0 % 5 -. 4 , ' 6!789 :; !789 !78 < ! 9!789 !78=(   78$; 9> !789 :; !789%:!78>  +7(9=(   78$; 9> !789?:; 9%:!78>  +7(9=(   78$; 978! 9@6(8 !78 @6(8 !789> !789%:!78=(   78$; 978! 9> !789%:!78=(  9>  +7( @6(8 !78  :; !78 78! 9> !789%:!78=(9( ;9   < ! 9%:!78>  +7( ' 6!78  :; !789!78 @6(8 !789%:!78>  +7( < ! @6(8 !78 78$; 9> !78 78$; 9@6(8 !789 :;  @6(8 !78 @6(8 !78 Stefnu- móta- páskar Rólegt í bíóhúsum yfir páskana Prúðbúin í brúðkaupshugleið- ingum. Best D r a m a Leikstjórn Mary McCuckian. Hand- rit John Lynch og Mary McCuckian. Aðalhlutverk John Lynch, Ian Bannen. (102 mín.) Bretland 2000. Skífan. Öllum leyfð. ÞAÐ er engum blöðum um það að fletta að George Best er einhver allra besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið. Í þokkabót er hann einnig einn sá allra umræddasti, ef ekki sá umrædd- asti, ekki bara sök- um óumdeilan- legra hæfileika og sigra á leikvellin- um heldur einnig skrautlegs lífernis utan hans. Óhóf- semi af hvers kyns tagi, hvort sem um var að ræða áfengisdrykkju, kvensemi eða fjárhættuspil, varð nefnilega til þess að ferillinn varð ekki nándar nærri eins glæstur og hann hefði getað orðið. Best fjallar um brokkgengan feril þessa norður- írska snillings, frá því útsendarar Manchester United uppgötvuðu hann 17 ára gamlan uns hann yfirgaf liðið með skömm, eftir að hafa ein- angrað sig frá öllum gömlu félögun- um sem unnu með honum Evrópu- meistaratitilinn 1968 vegna drykkjuvandræða og sinnuleysis gagnvart liðinu. Rík áhersla er lögð á náið samband hans við stjórann, Sir Matt Busby, er virðist hafa verið honum sem faðir en minna er gert úr óreglunni. Þessi annars dramatíska sanna saga af einhverjum merkasta syni fótboltans er alls ekki eins áhrifarík og hún hefði getað orðið og má þar um kenna slitróttu handriti, sem reynir að fanga meira en rúmið leyf- ir, og óagaðri leikstjórn. Útlit mynd- arinnar og sögulegar staðfæringar er hinsvegar öllu betur heppnað, sem og frammistaða Lynch í hlut- verki Best. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Einn sá allra besti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.