Morgunblaðið - 19.04.2001, Qupperneq 92

Morgunblaðið - 19.04.2001, Qupperneq 92
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. MJÖG mikil sjósókn var á miðunum við landið í gær en samkvæmt upp- lýsingum Tilkynningaskyldunnar voru alls 558 bátar á sjó um miðjan dag í gær. Nánast eingöngu var um að ræða smábáta enda sjómenn á bátum yfir 12 tonnum í verkfalli. Þetta er óvenju mikil sjósókn hjá smábátum miðað við árstíma en mjög gott veður var á öllum miðum í gær og víðast góð aflabrögð. Auk þess hefur verið lítið framboð á fiski að undanförnu vegna verk- fallsins og verð á fiskmörkuðum því hátt. Þannig fengust að meðaltali um 197 krónur fyrir kílóið af slægð- um þorski á Íslandsmarkaði í gær- morgun. Í Grindavík var mikið líf og mikið fjör í kringum smábátana en verðið fyrir kg af slægðum þorski hjá Fiskmarkaði Suðurnesja í Grindavík var 232 krónur. Morgunblaðið/RAX Gabríel Guðmundsson og Haraldur Þorgeirsson á Hafsvölunni HF eru ánægðir með aflabrögðin en þeir lönduðu um þremur tonnum í Grindavík í gær. 558 bátar voru á sjó í gær  Hæstánægðir/46 ÓÁNÆGJA er meðal margra sjúklinga og að- standenda þeirra með ákvæði nýrrar reglugerðar sem tók gildi 1. apríl sl. um gerð lyfseðla og ávísun lyfja. Ákveðnum lyfjum, einkum ávana- og fíkni- lyfjum og algengu svefnlyfi, er ekki lengur hægt að fá ávísað í síma og hefur kvörtunum og fyr- irspurnum rignt yfir heilsugæslustöðvar og lyfja- búðir vegna þessa. Stjórn Læknafélags Íslands hefur fjallað um reglugerðina á tveimur fundum og segist formaður félagsins í samtali við Morgun- blaðið hafa orðið var við óánægju sjúklinga með reglugerðina í starfi sínu sem heilsugæslulæknir. Nýjungin í reglugerðinni er sú að ávana- og fíknilyf bætast í þann hóp lyfja sem læknar geta ekki ávísað í síma en endurritunarskyld lyf hafa til þessa ekki fengist í gegnum síma. Hins vegar hef- ur eitt algengt svefnlyf, rohypnol, bæst í hóp eft- irritunarskyldra lyfja og er það einna helst að valda óánægju sjúklinga sem notað hafa lyfið. Með ávana- og fíknilyfjum er átt við lyf sem valda fíkn, þ.e. svefnlyf, verkjalyf og róandi lyf sem innihalda kodein. Notað í glæpsamlegum tilgangi Samkvæmt upplýsingum úr heilbrigðisráðu- neytinu var farið að bera á mikilli misnotkun á lyfjum eins og rohypnol. Það var m.a. notað í glæpsamlegum tilgangi á skemmtistöðum og sett út í drykki hjá konum til að misnota þær kynferð- islega. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur hver tafla af þessu lyfi verið seld á 1.000– 2.000 krónur á svörtum markaði. Þess má geta að notkun þess er bönnuð í Bandaríkjunum og dæmi um að Íslendingar á leið þangað og með lyfið í fór- um sínum hafi verið stöðvaðir af þarlendum toll- vörðum. Ingolf J. Petersen, lyfjamálastjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu, segir lyfið rohypnol vera komið í annan lyfjaflokk í Evrópu og ný reglugerð m.a. komin til vegna tilskipunar frá Evrópusamband- inu. Einnig hafi borið á tíðum fölsunum á lyfseðl- um í gegnum síma og því ástæða til að herða eft- irlitið. Að sögn Ingolfs hafa komið upp á þriðja hundrað tilvik falsana með lyfseðla á síðustu tveimur árum og eru símsendir seðlar þar á meðal. Ávísun á lyf í gegnum síma breytt umtalsvert um síðustu mánaðamót Óánægja meðal sjúklinga með nýja reglugerð  Sumum lyfjum/10 Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 21. apríl. FRÉTTAÞJÓNUSTA verður veitt á mbl.is á Netinu í dag, sumardaginn fyrsta, og verður föst fréttavakt frá klukkan 7 til 20:30. Hægt er að ná sambandi við fréttadeild mbl.is í síma 861-7970 eða með því að senda tölvupóst á netfangið netfrett- @mbl.is. Fréttaþjón- usta á mbl.is SÚ breyting verður á innflutnings- tollum á græna papriku næstkom- andi mánudag að verðtollur lækkar úr 30% í 15% en að auki leggst 199 kr. magntollur á hvert innflutt kg. sem ekki var lagður á græna papriku áður. Ekki er ljóst hvort þessi breyting leiði til hækkunar á papriku. Það ræðst af innkaupsverðinu. 30% verð- tollur er nú lagður á litaða papriku. Þá hækkar tollur á tómata einnig nk. mánudag. Verðtollurinn var 7,5% og magntollurinn 50 kr./kg. Hann breyttist í 15% og 99 kr. 2. apríl sl., 16. apríl í 22,5% og 148 kr. og verður frá næsta mánudegi 30% og 198 kr. hvert kg. Magntollur lagður á papriku SÁ sérstæði atburður varð í gærkvöld, að þrír refsifangar á Litla-Hrauni voru í Héraðs- dómi Reykjavíkur úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkni- efnainnflutningi til landsins þótt þeir væru innan fangelsis- veggja. Mennirnir eru um þrí- tugt og voru að afplána dóma fyrir fíkniefnabrot. Þeir hafa setið í fangelsi í nokkra mánuði. Einn maður til viðbótar, sem gekk frjáls ferða sinna þar til í gær er lögreglan handtók hann, var ennfremur úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna aðildar að málinu. Hann var handtekinn í hádeginu er hann vitjaði póstsendingar á pósthúsi í Reykjavík. Í sending- unni voru fíkniefni, en lögregl- an gat í gærkvöld hvorki upp- lýst um magn né tegund fíkniefnanna. Staðfest er hins vegar að um talsvert magn er að ræða. Mjög sjaldgæfur atburður Meintir vitorðsmenn manns- ins, sem handtekinn var á póst- húsinu, eru sem fyrr segir fang- ar á Litla-Hrauni og gerði lögreglan kröfu um gæsluvarð- hald yfir þeim. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögreglu- þjóns í Reykjavík, giltu sömu sjónarmið við ákvörðun um gæsluvarðhaldskröfu yfir þeim og gilda í málum frjálsra manna, enda geta refsifangar jafnauðveldlega og aðrir stefnt rannsókn sakamála í voða ef þeir samræma framburði sína og ráðfæra sig við aðra. Því þótti nauðsynlegt að krefjast þess að þeir yrðu látnir sæta einangrunarvist. Að sögn Harðar er engu að síður um mjög sjaldgæfan at- burð að ræða og aðspurður seg- ist hann ekki minnast þess að menn sem þegar séu í fangelsi hafi verið úrskurðaðir í gæslu- varðhald. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík rannsakar málið og er rannsóknin á frumstigi. Þrír refsi- fangar í gæslu- varðhald
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.