Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKeflvískir knattspyrnu- menn eftirsóttir / B1, B3 Bjarki telur að Haukar komi fram hefndum / B4 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r28. a p r í l ˜ 2 0 0 1 LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA gaf út reglugerð í gær þar sem frest- að var annarri reglugerð frá 15. mars um verndartolla á innfluttu grænmeti sem taka átti gildi næst- komandi mánudag. Samkvæmt nýju reglugerðinni verður ekkert af því að 22,5% verðtollur verði lagður á inn- flutta græna papriku og 298 króna magntollur á hvert kíló. Hækkuninni var frestað til 31. maí nk. og fram að þeim tíma gildir 15% verðtollur á þessa vöru og 199 kr. magntollur. Ekki náðist í Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra vegna þessa máls en Guðmundur B. Helgason, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu, sagði við Morgunblaðið að tímasetning frestunarinnar væri val- in með hliðsjón af annarri tollabreyt- ingu á litaðri papriku, sem taka á gildi 31. maí nk. „Ráðherra hefur lýst vilja sínum til þess að lækka tolla og verð til neytenda, um leið og að framleiðslu- möguleikar íslenskrar garðyrkju verði tryggðir. Það stendur yfir vinna innan ráðuneytisins og í starfs- hópi sem ráðherra skipaði þar sem verið er að leita leiða til að þessi markmið verði að veruleika,“ sagði Guðmundur. Tollahækkuninni hafði verið harð- lega mótmælt, m.a. af verkalýðsfor- ystunni og fulltrúa hennar í starfs- hópnum sem ráðherra skipaði, og sagði Guðmundur að vissulega væri verið að koma til móts við þau mót- mæli með frestun paprikutollanna. Verndartollar á innflutta græna papriku Ráðherra hættir við tollahækkun ÞAÐ rigndi nokkuð mikið í höfuð- borginni í gær og reyndu flestir borgarbúar því að halda sig inni við. Starfsmenn Ístaks létu hins veg- ar smávætu lítið á sig fá. Þeir klæddust einfaldlega regngöllum og héldu áfram að vinna af krafti við lagningu gangstéttar við Laugalækinn. Morgunblaðið/Kristinn Unnið í rign- ingunni FJÖLMARGT erlent fiskverka- fólk nýtti sér rétt til atvinnuleys- isbóta strax í gær eftir að félags- málaráðherra hafði tilkynnt breytingu á reglugerð á fimmtu- dag, er gerði erlendu fiskverka- fólki kleift að sækja um atvinnu- leysisbætur sem ekki hafði rétt til þess áður. Meðal þeirra voru erlendir verkamenn í Grundar- firði sem fjölmenntu á skrifstofu sveitarfélagsins í gærmorgun. Þórunn Kristinsdóttir, formað- ur Verkalýðsfélagsins Stjörn- unnar í Grundarfirði, sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa kynnt breytta reglugerð fyrir verkafólkinu á fundi í fyrra- kvöld. Um var að ræða starfs- menn fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. sem tekið var af launaskrá fyrir viku. Fyrir- tækið hafði þá haldið því á launaskrá frá því fyrir páska þegar hráefni þraut sökum sjó- mannaverkfallsins. Af um 50 starfsmönnum Guðmundar Run- ólfssonar eru útlendingar um 20, flestir frá Póllandi. Eftir að útlendingarnir, sem höfðu verið hér á landi skemur en tvö ár, áttu þeir rétt á fram- færslustyrkjum frá sveitarfélag- inu í Grundarfirði, Eyrarsveit. Þórunn sagðist hafa kynnt þeim þennan rétt, ásamt félagsmála- fulltrúa sveitarfélagsins, en mælt frekar með því að sækja ekki um þá styrki. Hún sagði að fleiri úrræði hefðu staðið fólkinu til boða hefði ekki komið til reglugerðarbreyting hjá félags- málaráðherra á fimmtudag. Að sögn Þórunnar er verk- efnastaða hjá öðrum fiskvinnslu- fyrirtækjum í Grundarfirði ágæt. Næga vinnu er að hafa í rækjuvinnslu Fiskiðjunnar Skagfirðings og hjá fiskvinnslu Soffaníasar Cecilssonar eru starfsmenn enn á launaskrá og fá greidda kauptryggingu í stað atvinnuleysisbóta. „Þó að hér séu margir smá- bátar að róa hefur sjómanna- verkfallið að sjálfsögðu áhrif á allt athafna- og mannlíf,“ sagði Þórunn. Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albert Erlent fiskverkafólk í Grundarfirði, sem ekki hefur haft rétt á at- vinnuleysisbótum, fjölmennti á skrifstofu sveitarfélagsins í gær- morgun til að sækja um bæturnar, eftir að félagsmálaráðuneytið hafði breytt lögum daginn áður. Nýttu sér bóta- réttinn strax MEÐ dómi Hæstaréttar í gær var lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness að kalla til tvo matsmenn til að leggja mat á tiltekin atriði í sönn- unarfærslu í máli Ásgeirs Inga Ásgeirssonar, sem í febrúar var dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að verða Áslaugu Perlu Kristjóns- dóttur að bana 27. maí árið 2000. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Áslaug Perla lést þegar hún lenti á steinstétt fyrir framan hús- ið og taldi héraðsdómur að Ásgeir Ingi hefði hrint henni fram af svalahandriði á 10. hæð og þannig orðið henni að bana. Meðal annars var byggt á matsgerð dr. Þor- steins Vilhjálmssonar, sem taldi að frásögn Ásgeirs Inga um hvernig dauða hennar bar að stangaðist á við eðlisfræðileg lög- mál. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að matsgerð hans hafi skipt þó nokkru máli í sönnunarfærslu um sekt Ásgeirs. 6. apríl fór Erlendur Gíslason, verjandi Ásgeirs Inga, fram á að dómkvaddur yrði matsmaður til að gefa álit á matsgerð Þorsteins og lagði fram þrjár spurningar til matsmannsins. Þessu hafnaði hér- aðsdómur en Hæstiréttur fól í gær héraðsdómurum að dóm- kveðja tvo matsmenn til að veita svör við spurningum verjandans. Tveir matsmenn svari verjanda FLEST bendir til að Ríkiskaup gangi til samninga við norska fyr- irtækið Riise Underwater Engineer- ing um hreinsun olíu úr flaki El Grillo á botni Seyðisfjarðar. Fyrir- tækið átti lægsta tilboðið í verkið, eða 90 milljónir króna fyrir undir- búning og dælingu á allt að 2.000 tonnum af olíu. Greitt verður auka- lega fyrir hvert tonn sem næst úr flakinu umfram það. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum mun fyrirtækið reyna að fá sem flesta ís- lenska kafara til liðs við sig við verk- ið. Átta tilboð bárust í verkið á bilinu 90 til 368 milljónir króna. Eitt tilboð kom frá innlendum aðila, en mörg hinna erlendu voru gerð í samstarfi við Íslendinga. Flak El Grillo liggur á 43-44 metra dýpi um 400 m frá landi í Seyðisfirði og er stefnt að því að hreinsunin hefjist á komandi hausti þar sem að- stæður munu þykja bestar í septem- ber til október. Líklegast að Norðmenn hreinsi olíu úr El Grillo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.