Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 58
DAGBÓK
58 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Pasc-
oal Atlantico og North-
ern Loknes fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Vik-
ing, Ocean Tiger og
Olchan fóru í gær.
Keskelot kom í gær.
Fréttir
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur nám-
skeið gegn reykingum í
Heilsustofnun NLFÍ í
Hveragerði, fundur í
Gerðubergi á þriðjud. kl.
17.30.
Mannamót
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Laugardagsgangan fer
frá Hraunseli kl. 10.
Gíróseðlar fyrir árgjöld-
um hafa verið sendir út,
félagsskírteini fást í
Hraunseli gegn kvittun
félagsgjalds. Mál-
verkasýning Sigurbjörns
Kristinssonar verður í
Hraunseli fram í maí.
Félagsheimilið Hraunsel
er opið alla virka daga kl.
13–17. Kaffiveitingar kl.
15–16.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga kl. 10–13.
Matur í hádeginu.
Þriðjudagur: Skák og al-
kort fellur niður.
Miðvikudagur: Göngu-
Hrólfar fara í létta göngu
frá Hlemmi kl. 9.45. Ath.
Brids verður miðviku-
daginn 2. maí kl. 13 í stað
fimmtudags, vegna þings
Landssambands eldri
borgara. Miðvikudaginn
9. maí. Garðskagi–
Sandgerði–Hvalsnes.
Fuglaskoðun. Brottför
frá Glæsibæ kl. 13.
Skráning hafin. Silf-
urlínan opin á mánudög-
um og miðvikudögum kl.
10–12. Ath. Skrifstofa
FEB er opin kl. 10–16.
Upplýsingar í síma
588 2111.
Félag eldri borgara,
Garðabæ. Munið vor-
ferðina til Vest-
mannaeyja 16.–18. maí,
farið frá Kirkjuhvoli kl.
10.30, farmiðar seldir á
skrifstofu félagsins í
Kirkjuhvoli, neðri hæð,
mánudaginn 30. apríl kl.
10–12 fyrir hádegi. Nán-
ari uppl. hjá Arndísi í s.
565-7826 eða 895-7826.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið Hlað-
hömrum er á þriðjud. og
fimmtud. kl. 13–16.30,
spil og föndur. Pútttímar
í Íþróttahúsinu á Varmá
kl. 10–11 á laugardögum.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund og leikfimiæfingar í
Breiðholtslaug falla nið-
ur næstu daga. Menning-
ardagar 27. apríl til 4.
maí: Heimsókn í Dóm-
kirkjuna í Reykjavík
mánudaginn 30. apríl,
umsjón sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson. Kaffiveit-
ingar í Ráðhúsi Reykja-
víkur, skráning hafin.
Boccia á þriðjudögum kl.
13 og á föstudögum kl.
9.30, umsjón Óla Stína.
Allar upplýsingar á
staðnum og í síma
575 7720.
Kirkjulundur, félags-
starf aldraðra, Garðabæ.
Dagana 27. og 28. apríl
eru uppskerudagar í
Kirkjuhvoli kl. 13–18,
sýning á tómstundavinnu
aldraðra, skemmtiatriði
og veitingar kl. 15 báða
dagana.
Vesturgata 7. Sýning á
vatnslitamyndum (frum-
myndum) eftir Erlu Sig-
urðardóttur úr bókinni
„Um loftin blá“ eftir Sig-
urð Thorlacius verður frá
30. mars til 4. maí alla
virka daga frá kl. 9–
16.30. Allir velkomnir.
Félagsstarf SÁÁ.
Félagsvist í Hreyfilshús-
inu (3. hæð) laugardaga
kl. 20. Allir velkomnir.
Líknar- og vinafélagið
Bergmál heldur sum-
armálahátíð 1. maí kl. 16
að Hamrahlíð 17, 2. hæð
(húsi Blindrafélagsins).
Matur. Kammersveit
Skagfirsku söngsveit-
arinnar syngur. Vinsam-
legast tilkynnið þátttöku
í síma 552-1567.
Sjálfsbjörg, félagsheim-
ilið Hátúni 12. Aðalfund-
urinn verður laugardag-
inn 28. apríl í félags-
heimilinu Hátúni 12 kl.
14. Venjuleg aðalfund-
arstörf, önnur mál.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Minningarkort
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í síma 588-7555 og
588-7559 á skrifstofu-
tíma. Gíró- og kred-
itkortaþjónusta.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúklinga
fást á eftirtöldum stöðum
á Suðurlandi: Í Vest-
mannaeyjum: hjá Axel Ó.
Láruss. skóverslun,
Vestmannabraut 23, s.
481-1826. Á Hellu: Mos-
felli, Þrúðvangi 6, s. 487-
5828. Á Flúðum: hjá Sól-
veigu Ólafsdóttur, Versl.
Grund, s. 486-6633. Á
Selfossi: í versluninni Ír-
is, Austurvegi 4, s. 482-
1468, og á sjúkrahúsi
Suðurlands og
heilsugæslustöð, Árvegi,
s. 482-1300. Í Þorláks-
höfn: hjá Huldu I. Guð-
mundsdóttur, Oddabraut
20, s. 483-3633.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúklinga
fást á eftirtöldum stöðum
á Reykjanesi: Í Grinda-
vík: í Bókabúð Grinda-
víkur, Víkurbraut 62, s.
426-8787. Í Garði: Ís-
landspósti, Garðabraut
69, s. 422-7000. Í Kefla-
vík: í Bókabúð Keflavík-
ur – Pennanum, Sól-
vallagötu 2, s. 421-1102,
og hjá Íslandspósti,
Hafnargötu 89, s. 421-
5000. Í Vogum: hjá Ís-
landspósti, b/t Ásu Árna-
dóttur, Tjarnargötu 26,
s. 424-6500. Í Hafn-
arfirði: í Bókabúð Böðv-
ars, Reykjavíkurvegi 64,
s. 565-1630, og hjá Penn-
anum – Eymundssyni,
Strandgötu 31, s. 555-
0045.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúklinga
fást á eftirtöldum stöðum
í Reykjavík: Skrifstofu
L.H.S., Suðurgötu 10, s.
552-5744, 562-5744, fax
562-5744, Laugavegs
Apóteki, Laugavegi 16, s.
552-4045, hjá Hirti, Bón-
ushúsinu, Suðurströnd 2,
Seltjarnarnesi, s. 561-
4256.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúklinga
fást á eftirtöldum stöðum
á Vesturlandi: Á Akra-
nesi: í Bókaskemmunni,
Stillholti 18, s. 431-2840,
Dalbrún ehf., Brák-
arhrauni 3, Borgarnesi
og hjá Elínu Frímannsd.,
Höfðagrund 18, s.431-
4081. Í Grundarfirði: í
Hrannarbúðinni, Hrann-
arstíg 5, s. 438-6725. Í
Ólafsvík hjá Ingibjörgu
Pétursd., Hjarðartúni 1,
s. 436-1177.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúklinga
fást á eftirtöldum stöðum
á Vestfjörðum: Á Suður-
eyri: hjá Gesti Krist-
inssyni, Hlíðavegi 4, s.
456-6143. Á Ísafirði: hjá
Jóni Jóhanni Jónss., Hlíf
II, s. 456-3380, hjá Jón-
ínu Högnad., Esso-
versluninni, s. 456-3990,
og hjá Jóhanni Káras.,
Engjavegi 8, s. 456-3538.
Í Bolungarvík: hjá Krist-
ínu Karvelsd., Miðstræti
14, s. 456-7358.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúklinga
fást á eftirtöldum stöðum
á Norðurlandi: Á
Blönduósi: blómabúðin
Bæjarblómið, Húna-
braut 4, s. 452-4643. Á
Sauðárkróki: í Blóma- og
gjafabúðinni, Hólavegi
22, s. 453-5253. Á Hofs-
ósi: Íslandspóstur hf., s.
453-7300, Strax, mat-
vöruverslun, Suðurgötu
2–4, s. 467-1201. Á Ólafs-
firði: í Blómaskúrnum,
Kirkjuvegi 14b, s. 466-
2700, og hjá Hafdísi
Kristjánsdóttur, Ólafs-
vegi 30, s. 466-2260. Á
Dalvík: í Blómabúðinni
Ilex, Hafnarbraut 7,
s.466-1212, og hjá Val-
gerði Guðmundsdóttur,
Hjarðarslóð 4e, s. 466-
1490. Á Akureyri: í Bóka-
búð Jónasar, Hafn-
arstræti 108, s. 462-2685,
í bókabúðinni Möppu-
dýrið, Sunnuhlíð 12c, s.
462-6368, Pennanum
Bókvali, Hafnarstræti
91–93, s. 461-5050, og í
blómabúðinni Akri,
Kaupvangi, Mýrarvegi,
s. 462-4800. Á Húsavík: í
Blómabúðinni Tamara,
Garðarsbraut 62, s. 464-
1565, í Bókaverslun Þór-
arins Stefánssonar, s.
464-1234, og hjá Skúla
Jónssyni, Reykjaheið-
arvegi 2, s. 464-1178. Á
Laugum í Reykjadal: í
Bókaverslun Rannveigar
H. Ólafsd., s. 464-3191.
Í dag er laugardagur 28. apríl, 118.
dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Beinum sjónum vorum til Jesú, höf-
undar og fullkomnara trúarinnar.
Vegna gleði þeirrar, er beið hans,
leið hann þolinmóðlega á krossi, mat
smán einskis og hefur nú sest til
hægri handar hásæti Guðs.
(Hebr. 12, 2.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
ÞAÐ ER komið vor í Reykjavík.Lóan er komin, krían er komin
og flugur eru farnar að suða og er
það ótvíræður vorboði. Víkverja er
farið að klæja í fingurna eftir því að
geta hafið vorverkin í garðinum af
einhverju viti. Of mikil sól er Vík-
verja þó dálítið áhyggjuefni vegna
þess að hann hafði ekki gert neinar
ráðstafanir til að verja viðkvæmar
plöntur fyrir vorsólinni, en eftir því
sem næst verður komist er snjólétt-
ur vetur og sterk vorsól versti óvinur
ýmissa sígrænna plantna. Þetta vissi
Víkverji ekki þegar hann var að
planta í fyrra og gerði því engar ráð-
stafanir þar að lútandi. Skaðinn er
skeður en Víkverji hefur lært af mis-
tökunum, nokkrum alparósum fá-
tækari. Nú óskar Víkverji að veður-
guðirnir láti af þessum sólar-
glenningi og fari að bjóða upp á
mildar vorrigningar. Ekki er víst að
margir taki undir þessar óskir, nema
kannski aðrir garðeigendur sem eru
í svipuðum sporum.
x x x
VÍKVERJI er heltekinn af garða-dellunni, en dellan sú arna
fæddist með heilmiklum garði sem
fylgdi húsi Víkverja. Vakinn og sof-
inn hugsar Víkverji ekki um annað
en mold og skít og hann er að gera
fjölskylduna vitlausa með endalaus-
um umræðum þar að lútandi. Nú
heldur tilhugsunin um skelfilegan
svepp sem herjar á gljávíði vöku fyr-
ir Víkverja. Ryðsveppur þessi lagð-
ist á gljávíði og svörtustu spár sögðu
að innan tíðar myndi hann drepa all-
an stofninn. Þessi umræða virðist
hafa lognast útaf og er það von Vík-
verja að það bendi til þess að komist
hafi verið fyrir þennan ófögnuð og
hekkinu hans sé borgið. Í fyrra var
fólk einnig varað við að rækta gul-
rætur vegna fluguskammar sem átti
að gera mikinn usla. Víkverji sleppti
því gulrótarræktinni það árið, en er
búinn að kaupa fræ núna og vonar að
hann valdi engum stórkostlegum
umhverfisspjöllum þótt hann stingi
þeim niður. Víkverji veltir því fyrir
sér, hvaða plága muni ganga yfir
þetta vorið.
x x x
BÆST hefur við vorverk Vík-verja, því nú má segja að útfyll-
ing skattaskýrslunnar sé eitt af vor-
verkunum. Víkverji taldi fram á
Netinu, en það gerði hann líka í fyrra
með viðunandi árangri. Núna var bú-
ið að forskrá flest það sem stóð á
launaseðlinum og þótti Víkverja það
bara dágott framtak. Hann furðaði
sig hins vegar á því hvers vegna
staðgreiðslan var ekki líka skráð á
þetta netplagg, en hún var það eina
sem ekki var skráð af launaseðli Vík-
verja. Áður en Víkverji fór að fylla út
á framtalið af einhverri alvöru próf-
aði hann sig áfram til að sjá hvernig
forritið virkaði. Hann komst fljótt að
raun um að þetta var fremur ráðríkt
forrit sem leyfði enga vitleysu og
gerði athugasemdir þegar Víkverji
gerði skyssur. Þegar að lokaútfyll-
ingunni kom fór Víkverji yfir allt
sem hann var búinn að gera, samlas
framtölin með betri helmingnum og
lét skýrsluna svo vaða. Eftir það var
ekki hægt ná í hana aftur. Að lokum
var boðið upp á útreikning á framtal-
inu sem Víkverji þáði að sjálfsögðu.
Og mikil var undrun hans þegar
hann sá að hann hafði steingleymt að
skrá staðgreiðsluna í reit makans.
Víkverja finnst alveg stórfurðulegt
að hið ráðríka framtalsforrit hafi
ekki gert athugasemd við það að
ekkert hafi verið fyllt út í þennan
mikilvæga reit þegar framtalið var
sent, því ekki var það nískt á aðrar
athugasemdir. Þegar aðrir fá endur-
greiddar vaxtabætur í ágúst, þá á
betri helmingurinn, skv. þessum út-
reikningi, að reiða fram fúlgur. Með
gallbragð í munni sendi Víkverji
tölvupóst til embættisins og benti á
þessi mistök sín, og fékk svar fljót-
lega þar sem sagði að ekki þyrfti að
gera neinar sérstakar ráðstafanir
vegna þessara mistaka þar sem
skatturinn hefði í raun allar upplýs-
ingar um staðgreiðsluna og þær
yrðu keyrðar saman við framtalið við
álagningu. Og nú veltir Víkverji því
fyrir sér hví hann þurfi yfirleitt að
standa í þessu, því allar upplýsingar
um tekjur hans, líf, störf og áhuga-
mál, liggja nú þegar fyrir hjá ein-
hverri stofnun.
MAÐUR opnar varla blöðin
án þess að það sé eitthvert
nýbúatal. Hvað það sé gott
að hafa nýbúa, auðvitað er
það. Af hverju er allt þetta
tal um þetta fólk? Er það
ekki bara komið inn í þetta
land eins og ég, sem fór til
tveggja landa? Þar varð ég
að laga mig að því sem land-
ið bauð upp á og skilyrðis-
laust að læra mál þess lands
sem ég var í, þó það væri
alls ekki auðvelt. Ekki fékk
ég hjálp frá öðrum í kring-
um mig eða þessar umræð-
ur, ég varð bara að bjarga
mér, þó að ég væri menntuð,
þá varð ég að vinna fyrst á
allt öðrum stöðum þar til
tungumál þess lands sem ég
var í, var komið í lag. Og síð-
an ef ég vildi vinna mitt
starf, varð ég að gangast
undir próf á mínu sviði. Eins
og sagt var við mig, ef þú
vilt komast áfram þá er
þetta leiðin inn í þitt starf,
hér gilda önnur lög og aðrar
reglur en í þínu landi. Ef þú
ferð ekki þessa leið, þá færð
þú aldrei það starf sem þú
ert menntuð til. Ég er nú
komin vel yfir fimmtíu árin
og skil ekki alveg þetta ný-
búatal. Ekkert er athuga-
vert við það þó fólk frá öðr-
um löndum setjist hér að,
það er ekki málið. Maður er
orðinn hálf þreyttur á þessu
nýbúatali.
Gerið betur við fólk okkar
sem á í vök að verjast vegna
heilsubrests, og aldraða –
hvað með þá?
Þ.G.
Lýsingar á hnefa-
leikum í sjónvarpi
BUBBI og Ómar Ragnars-
son lýsa útsendingum á
hnefaleikum í sjónvarpi.
Þeir haga sér eins og stjórn-
lausir vitleysingar. Geta
þeir ekki hagað sér eins og
siðsamir menn, þó að þeir
séu að lýsa mönnum, sem
eru að gefa hvor öðrum á
kjaftinn?
Sigurdís Egilsdóttir,
kt. 251031-3129.
Léleg þjónusta
MIG langar að kvarta yfir
lélegri þjónustu. Þegar
maður hringir í Nóatún eða
10-11 og maður er að spyrja
um einhverja vöru þá finnst
mér starfsfólkið sem svarar
þar í símann oft mjög dóna-
legt. Þetta er alltof oft
svona (tek það fram að
þetta gildir ekki um allar
búðirnar). Það er nú í lagi
að sýna viðskiptavinunum
kurteisi, ef þið vitið hvað
það er.
Kt. 260376-6169.
Er leyfilegt að auglýsa
áfengi á Íslandi?
ÉG er hneyksluð á því að
Egils Gull bjór sé auglýstur
í sjónvarpinu, þegar ég hélt
að það væri bannað að aug-
lýsa áfengi, og það séu not-
uð börn í auglýsinguna. Það
er gerð úr þessu einhver
hugljúf saga. Mér skilst
samkvæmt Áfengis- og
vímuvarnarráði, að þessi
Egils Gullbjór hafi verið
framleiddur í takmörkuðu
magni og var það magn sett
til prufu í eina verslun á höf-
uðborgarsvæðinu.
Þetta er fyrir neðan allar
hellur. Er í lagi að auglýsa
áfengi? Er búið að fá leyfi
fyrir þeim? Eftir því sem
mér skilst er þetta siðlaust
en löglegt.
Kt. 130566-4809.
Dýrahald
Kettlinga vantar
heimili
FALLEGIR átta vikna
kettlingar óska eftir heimili.
Uppl. í síma 586-1467.
Kanína í óskilum
SVÖRT karlkyns kanína
með hvítum loppum fannst í
Fossvogi 25. apríl sl. Upp-
lýsingar í síma 588-9771.
Tapað/fundið
Hilmar, hafðu
samband
HILMAR, sem hafði sam-
band við Guðrúnu Helga-
dóttur vegna Nokia gsm
síma miðvikudaginn 25. apríl
sl. er vinsamlegast beðinn að
hafa samband aftur. Síminn
er 565-7506 eða 696-6910.
Appelsínugult hlaupa-
hjól í óskilum
APPELSÍNUGULT
hlaupahjól fannst við versl-
unina Úlfarsfell, miðviku-
daginn 25. apríl sl. Hjólið er
mjög nýlegt. Upplýsingar í
síma 561-7309, 847-0021,
564-6617 eða 690-9034.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Eilíft
nýbúatal
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 syrgja, 4 stafla, 7 ungi
lundinn, 8 skræfa, 9
bekkur, 11 hása, 13
grenja, 14 skjót, 15
skikkja, 17 kvenfugl, 20
óhljóð, 22 auðan, 23
frumeindar, 24 reiði, 25
fiskar.
LÓÐRÉTT:
1 handsamar, 2 stórum
ám, 3 beitu, 4 mögulegt, 5
getur gert, 6 heimting, 10
deilur, 12 kraftur, 13
beina að, 15 gleðjum, 16
fátið, 18 sæti, 19 svarar,
20 flanar, 21 vegur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 karlselur, 8 ungar, 9 iðnum, 10 inn, 11 tíðar, 13
norpa, 15 húsin, 18 ósönn, 21 arf, 22 skötu, 23 ullin, 24
ógætilegt.
Lóðrétt: 2 augað, 3 lærir, 4 efinn, 5 unnir, 6 lugt, 7
amma, 12 asi, 14 oks, 15 hest, 16 spöng, 17 naust, 18
ófull, 19 öflug, 20 nánd.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16