Morgunblaðið - 28.04.2001, Síða 44

Morgunblaðið - 28.04.2001, Síða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þóra Haralds-dóttir var fædd í Gerði, Vestmanna- eyjum, 4. apríl 1925. Hún lést á hjúkrun- ardeild Hraunbúða á föstudaginn langa, 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Harald- ur Þorsteinsson verkamaður, f. 5. janúar 1902 að Grímsstöðun í Land- eyjum, d. 11. des- ember 1974, og Matt- hildur Gísladóttir verkakona, f. 22. janúar 1898 að Norðurhjáleigu í Álftaveri, d. 31. mars 1976. Þóra var elst fimm systkina en þau voru: Þorsteina Guðbjörg, f. 14. júní 1926, d. 27. dóttur og þeirra barn er Kristín María, b) Júlíus, f. 10. mars 1973, kvæntur Kristjönu Ingólfsdóttur og börn þeirra eru Hallgrímur og Ásta Björt, c) Þóra, f. 14. janúar 1976, unnusti hennar er Helgi Bragason. 2) Haraldur netagerða- meistari, f. 11. september 1947, kvæntur Valgerði Magnúsdóttur, f. 23. mars 1953. Börn þeirra eru: a) Magnús Hlynur, f. 23. september 1973, unnusta hans er Valgerður Guðrún Gunnarsdóttir, b) Guðrún, f. 28. maí 1979, c) Berglind Þóra, f. 24. september 1992. 3) Andvana fædd stúlka 12. ágúst 1966. Þóra ólst upp í Nikhól að Há- steinsvegi 38 í Vestmannaeyjum og bjó alla ævi sína í Eyjum, lengst af að Heiðarvegi 54 þar sem þau Júlíus byggðu sér myndarlegt heimili. Þóra vann um langt árabil sem fiskvinnslukona hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. auk húsmóður- starfanna. Útför Þóru verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. mars 1927, Gunnar Þorbjörn, f. 21. apríl 1928, Óskar, f. 7. ágúst 1929, d. 22. ágúst 1985, Guðbjörg Erla, f. 21. júlí 1931. Þóra giftist hinn 24. maí 1947, Júlíusi Hall- grímssyni, f. 20. ágúst 1921, syni hjónanna, Hallgríms Guðjóns- sonar, f. 8. maí 1894, d. 24. ágúst 1925, og Ástríðar Jónasdóttur, f. 15. febrúar 1897, d. 3. júli 1923. Þóra og Júlíus eignuðust þrjú börn. 1) Hallgrímur netagerða- meistari, f. 25. maí 1946, maki Ásta María Jónasdóttir. Börn þeirra eru: a) Þorsteinn, f. 13. september 1969, kvæntur Ingibjörgu Vals- Elsku mamma, það eru liðin 5 ár síðan þú fékkst áfall sem lamaði þig þannig að þú varst bundin hjólastól eftir það. Þið pabbi voru búin að ákveða að fara til Portúgals með okk- ur Ástu þegar ég yrði fimmtugur, hálfum mánuði eftir að þú fékkst áfallið, en úr því varð ekki. Þú hlakk- aðir mikið til fararinnar en lést aldrei á því bera þótt það hafi ekki gengið. Ég vissi að þú hafðir oft grátið eftir að við fórum frá þér eftir heimsóknir þegar þú varst á sjúkrahúsinu en þú lést okkur aldrei sjá það. Ég á marg- ar góðar minningar frá æskuárum mínum og man alltaf hvað þú lagðir mikla áherslu að kenna okkur bræðr- um bænirnar og muna að fara alltaf með þær á hverju kvöldi. Þegar ég eignaðist mín börn hafðir þú alltaf tíma með þeim og kenndir þeim sömu bænir enda var trúin ávallt sterk í hjarta þínu. Ég og fjölskylda mín munum sakna þín mikið og við þökkum þér fyrir alla umhyggjuna sem þú veittir okkur. Við huggum okkur við að nú líður þér vel í nýjum heimkynnum hjá Guði. Elsku pabbi, megi Guð styrkja þig í sorginni. Heimsóknir þínar til mömmu alla daga vikunnar á sjúkra- húsið og síðan á Hraunbúðir voru henni mikill styrkur í veikindum hennar og lýsir því best hve kærleik- urinn og ástin var sterk á milli ykkar. Hallgrímur. Við spyrjum margs en finnum fátt um fullnægjandi svör. Við treystum á hinn mikla mátt sem mildar allra kjör. Í skjóli hans þú athvarf átt er endar lífsins för. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. Þú minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (G.Ö.) Hjartans þökk fyrir allan þinn kærleik, elsku mamma mín. Guð blessi þig og geymi alla tíð. Þinn Haraldur og fjölskylda. Elsku tengdamóðir mín er látin. Ég kynntist Þóru fyrir rúmum 30 árum þegar ég kom í fjölskylduna. Mér var strax tekið opnum örmum og reyndist Þóra mér alltaf eins og móðir. Þóra var mikil barnakona, fjölskylduböndin voru henni mikil- væg og var mikil gleði þegar nýir fjölskyldumeðlimir fæddust. Þegar nálgaðist þjóðhátíð kom ávallt í ljós hvað Þóra var mikil þjóðhátíðarkona, þá fórum við saman að kaupa mat í tjaldið og alltaf lagði hún mikið upp úr því að nóg væri til af veitingum og að allir væru velkomir í tjaldið. Þess- um undirbúningi fylgdi mikil gleði og minnist ég þessara stunda með hlýju. Einnig er mér ofarlega í huga þegar ég og Grímur sonur hennar giftum okkur og skírðum son okkar Þor- stein. Athöfnin og veislan fóru fram á heimili tengdaforeldra minna og ekki var að spyrja að glæsileikanum. Það gilti einu hvort um var að ræða barnapössun eða veisluhöld, alltaf var Þóra boðin og búin til að aðstoða. Elsku Þóra mín, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Þú hefur verið mér alltaf svo yndisleg og góð, þín verður sárt saknað. Hlýja þín, heilindi, örlæti og æðruleysi hafa haft áhrif á okkur öll og kennt okkur svo margt. Guð geymi þig. Bjart er í hugarheimum hjörtum þó fyllast trega. Við munum og mynd þína geyma móðirin yndislega. (S.E.) Elsku Júlli minn, megi Guð styrkja þig í sorginni. Þín tengdadóttir, Ásta María. Þóra Haraldsdóttir dó á föstudag- inn langa. Þegar mér barst þessi dánarfregn varð mér hugsað til frels- arans. Kannski deyja þeir útvöldu á þessum degi. Þóra var mikið góð kona, hún var vel greind og gætti tungu sinnar vel. Talaði aldrei illa um nokkurn mann, fann gott í fari allra. Hún vildi öllum hjálpa, enda sýndi hún það í verkum sínum, það voru ekki fá börnin sem dvöldu hjá henni um tíma ef foreldrar þurftu að skreppa í frí eða vantaði barnapöss- un á meðan þau voru að vinna, alltaf bauð Þóra hjálp sína; „get ég ekki hjálpað?“ eða „það er sjálfsagt að hafa þau.“ Hún var líka mikil barna- gæla og hafði gaman af börnum og þau sögðu „það var svo gaman hjá Þóru frænku“. Hún hafði alltaf tíma handa þeim, spilaði, byggði spila- borgir, kenndi þeim leiki, las, málaði, leyfði þeim að máta gömlu kjólana sína og leika í þeim, þræða tölurnar úr tölustampinum upp á nál og tvinna og svona má lengi telja. Þóra var líka mikil félagskona, hún var í kvenfélaginu Líkn, þar taldi hún ekki eftir sér störfin, sem hún innti af hendi. Bakaði, saumaði á basarana og voru ekki ófáir jólasveinabúning- arnir, sem hún saumaði oft í sam- vinnu við aðrar félagskonur. Var þetta oft efst á óskalista hjá börn- unum, þegar þau skrifuðu jólasvein- inum fyrir jólin og svo kvöddu þau þá í þessum búningum á 13. degi jóla og þá var nú hátíð í bæ á Heiðarvegi 54. Þegar gömlu jólasveinarnir voru farnir til fjalla komu litlir svangir jólasveinar og fengu heitt súkkulaði og kökur hjá ömmu og afa, eða Þóru frænku eins og hún var kölluð af mörgum. Hún var líka í stórum saumaklúbb sem kallaði sig Vorið og hélt basara til að afla peninga til að styrkja þroskaheft börn. Hún átti líka góðan vin í þeirra hópi. Hann kom oft í heimsókn til hennar og var honum vel fagnað, ýmislegt gerðu þau sér til gamans. Þóra og Júlli byrjuðu búskap á Hásteinsvegi 56. Þau leigðu sér þar fallega tveggja herbergja íbúð á neðri hæð og stofnuðu sitt fyrsta heimili. Þau áttu tvo litla drengi. Júlli maðurinn hennar var þá sjómaður á togurum, seinna á vélbátum og síðar netagerðarmaður í landi. Má nærri geta hvort Þóra hafi ekki oft verið kvíðafull um manninn sinn þegar vond veður geisuðu, en hún átti sína sterku trú á Guð og hafa bænirnar hjálpað henni þá. Á þessum tíma stundaði Þóra saumaskap með föð- ursystur Júlla, Unni Guðjónsdóttur leikkonu. Unnur sneið og mátaði en Þóra saumaði. Það var mikið að gera hjá þeim, þá var lítið hægt að fá af til- búnum fatnaði. Þær saumuðu fyrstu fermingarkirtlana fyrir Landa- kirkju, var það mikil vinna, öll hnappagöt gerð í höndum. Ekki var saumastofan stór, saumavélin var innst í ganginum og þar var saumað. En alltaf var jafn snyrtilegt hjá Þóru þrátt fyrir alla þessa vinnu. Þóra starfaði í KFUM og K um tíma og kenndi þar ungum stúlkum að útsaum. Þessir fundir voru einu sinni í viku og kallaðir Saumafundir. Árið 1956 eða um það leyti fluttu þau í sitt eigið hús sem Júlli reisti, fallegt tveggja hæða steinhús á Heiðarvegi 54. Þóra var fljót að gera húsið að hlýlegu og smekklegu heimili, garð- urinn snyrtilegur með trjám og blómum, allt vel skipulagt. Þar var gott að koma og var þar gestkvæmt, þau enda vinamörg og vel tekið á móti fólki af húsbændum. Þegar drengirnir stækkuðu fór hún að vinna í fiskvinnslu hjá Ísfélagi Vest- mannaeyja og vann þar í mörg ár. Þar stækkaði vinahópurinn og þar vann Lauga vinkona hennar, sem kom að henni lamaðri einn morgun- inn fyrir tæpum 5 árum. Þetta var mikið áfall fyrir Þóru og alla sem hana þekktu og ekki síst fyrir Júlla eiginmann hennar, syni og tengda- dætur, sem reyndust henni sem bestu dætur þegar þetta dundi yfir og þar til yfir lauk. Ekki má gleyma barnabörnunum og langömmubörn- unum, allt þetta fólk var henni svo kært og ástfólgið. Hún dvaldi þessi 5 ár á Hraunbúð- um, dvalarheimili aldraða, þar sem hún fékk alla aðhlynningu sem hún ÞÓRA HARALDSDÓTTIR ✝ Jón IngibergurGuðmundsson var fæddur að Breiðumýrarholti í Stokkseyrarhreppi 20. október 1923. Hann lést 22. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ingveldur Þóra Jónsdóttir, f. 3. maí 1890 á Stokksreyri, d. 14. maí 1966, og Guðmundur Eiríks- son, f. 26. apríl 1887 að Sólheimum í Hrunamanna- hreppi, d. 9. maí 1971. Systur Jóns eru Guðrún, f. 22. apríl 1916, og Ingveldur, f. 25. októ- ber 1919. Einnig ólst upp með Jóni Gunnar Helgason, f. 27. desember 1927. Jón kvæntist Ólöfu Bryndísi Sveinsdóttur 20. október 1944 og hófu þau búskap á Selfossi, fyrst við Kirkjuveg og síðan að eldrum sínum að Keldnakoti í Stokkseyrarhreppi. Hann naut barnaskólamenntunar í sinni heimasveit og vann við almenn landbúnaðarstörf. Þegar hann var 18 ára gerðist hann bifreiða- stjóri hjá setuliðinu í Kaldaðar- nesi og var þar til vorsins 1943 er hann tók til starfa sem bif- reiðastjóri hjá Mjólkurbúi Flóa- manna og Kaupfélagi Árnesinga. Árið 1958 hóf Jón störf sem lög- reglumaður í Árnessýslu en hann hafði frá árinu 1948 sinnt löggæslu í aukastarfi. Jón starf- aði sem yfirlögregluþjónn allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1993. Á starfs- tíma sínum sótti hann mörg námskeið sem lutu að löggæslu- starfi hans bæði á Norðurlönd- unum og í Englandi. Jóni var veitt hin íslenska fálkaorða 1993 fyrir löggæslustörf og gullmerki lögreglunnar hið sama ár. Hann fékk einnig gullmerki Flugmála- félags Íslands ásamt þjónustu- merkjum erlendra þjóðhöfð- ingja, sem verið hafa á ferð hérlendis. Útför Jóns fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Sunnuvegi 9. Synir Jóns og Bryndísar eru: 1) Ingvar, f. 16. janúar 1945, kaup- maður á Selfossi. Kona hans er Þórdís Kristjánsdóttir. Ingv- ar á fjórar dætur og þrjú barnabörn. 2) Þórir, f. 31. október 1948, bifreiðastjóri á Selfossi. Hann á þrjú börn og þrjú barna- börn. 3) Pálmi, f. 26. júní, viðskiptafræð- ingur, fjármálastjóri Ríkiskaupa í Reykja- vík. Hann á tvö börn. 4) Guð- mundur, f. 13. júlí 1961, bifreiða- stjóri á Selfossi. Sambýliskona hans er Áslaug Pálsdóttir. Guð- mundur á tvö börn. 5) Haukur, f. 13. júlí 1964, skipstjóri og út- gerðarmaður á Eyrarbakka. Kona hans er Aldís Anna Nilsen. Þau eiga þrjú börn. Jón flutti árið 1935 með for- „Verum bara glöð, þetta er bara svona.“ Þessi orð voru með þeim síð- ustu, sem afi sagði við Guðnýju. Orðin lýsa afa vel því að hann var bæði hlýr og góður maður. Við systurnar vorum mjög hreykn- ar af honum afa því að hann var bæði lögga og flugmaður. Þegar við vorum yngri hringdum við oft í hann um helgar og báðum hann að fljúga með okkur og varð hann oft við þeirri ósk. Það var gaman að fljúga með afa yfir Selfoss og sveit- ina okkar Skógsnesið. Einnig fannst okkur gaman að hlusta á hann segja okkur söguna af því þegar hann var að aka yfir Ölfusárbrúna. Brúin gaf sig undan bílnum, afi féll í ána, en komst af sjálfsdáðun í land. Hann afi var hetja. Elsku afi. Við systurnar þökkum þér fyrir allt og biðjum Guð að styrkja ömmu á Sunnó. Sérstakur maður vill nálgast veruleikann á sérstakan hátt (Gunnar Dal.) Guðný, Dagrún og Áslaug Ingvarsdætur Elsku afi okkar. Nú er kveðju- stundin runnin upp. Þegar horft er til baka er margs að minnast, sem á eftir að geymast með okkur sem eftir lif- um. Allar ferðirnar til þín og ömmu á Sunnuveginn, annaðhvort bara að koma við eða til að biðja þig um að koma að fljúga með okkur krakkana. Það var alltaf jafnvel tekið á móti okk- ur. Það þótti afar merkilegt að geta bara labbað til afa síns og biðja um flugferð. Þú flaugst oft með okkur hring eftir hring, en aðeins þrjá far- þega í einu. Á meðan beðið var feng- um við kók og prins í flugturninum. Þetta var mikið sport og oft kom nú fyrir að maður montaði sig yfir því að eiga afa sem var bæði flugmaður og lögga. Í einhverri heimsókninni fundu Guðrún og Áslaug handjárn frá þér inni hjá löggufötunum og það var ekk- ert annað að gera nema að prófa þau. Þeim var skellt á Áslaugu og hún handjárnuð, ægilega spennandi þang- að til hún vildi ekki hafa þau lengur, en þá var enginn lykill á Sunnuveg- inum. Þú þurftir að bruna upp á stöð til að ná í lykla, en ekki voru vorum við skammaðar fyrir þetta. Þú varst nefnilega alltaf eins í skapinu, alltaf rólegur og yfirvegaður. Margt hefur gerst í þínu starfi og á þinni ævi. Merkilegust er náttúrulega sagan þegar að þú féllst í ána og bjargaðist á svo undraverðan hátt. Margar aðrar sögur hefur þú sagt okkur krökkunum með afar skemmti- legri frásögn. Þín verður sárt saknað í öllum heimsóknunum á Sunnuveginn. Það er gott að vita að þér líður vel, þar sem að þú ert núna laus við þess- ar pillur, sem þú varst langt frá því að vera hrifinn af. Við komum mikið til þín á sjúkrahúsið síðustu vikurnar og það var erfitt að sjá þér hraka svona hratt. Aldrei heyrðist þú þó kvarta, þú sagðist hafa það alltaf ljómandi gott og hrósaðir konunum sem að voru að hjúkra þér. Rúmri viku áður en þú lést kom Guðrún til þín og mikið var um gestagang á stofunni hjá þér. Þú brostir og sagðir: „Hann er vin- sæll, karlinn.“ Þú gast alltaf sagt eitt- hvað á léttu nótunum. Harkan í þér var ótrúleg – líkt og þegar þú sigraðir Ölfusá. Við þökkum þér fyrir allt, kæri afi. Við munum aldrei gleyma þér. Jón Þór, Reynir og Guðrún Valdís Þórisbörn Fallinn er frá afi okkar, Jón Ingi- bergur Guðmundsson. Langar okkur þess vegna að eyða örfáum orðum í það að kveðja hann og þakka honum fyrir þær góðu stundir sem við höfum átt með honum í gegnum tíðina. Afi okkar var ætíð hress og kátur og átti fjölmörg áhugamál. Þar bar hæst flugið og stundum fengum við krakkarnir að fara með afa í smá flug- ferð og höfðum við mikið gaman af. Einnig skruppum við oft í smá bíltúr sem oftar en ekki endaði á öðru heim- ili afa, þ.e.a.s. flugvellinum. Það var ætíð gaman að fara á Sunnuveginn til ömmu og afa því þar var ávallt glatt á hjalla og margt að ræða. Afi hafði frá svo miklu að segja og hvort sem umræðan snerist um málefni líðandi stundar eða löngu lið- inna tíma fannst okkur alltaf jafn gaman að hlusta. Nú skilur hann eftir tómarúm sem aldrei mun verða fyllt og heimsóknirnar á Selfoss munu seint verða samar. Á þessari stundu er því fátt annað að gera en að þakka fyrir þær yndislegu stundir sem við þó áttum saman, þrátt fyrir að þær verði ekki fleiri. Elsku afi okkar. Meðan við þökk- um þér fyrir samveruna kveðjum við þig með sorg í hjarta og vonum að einhvern tímann seinna munum við hittast á ný. Um leið viljum við senda ömmu okkar innilegustu samúðar- kveðjur á þessum erfiðu tímum. Eva Dís og Róbert. Við kveðjum nú yfirmann okkar, félaga og vin í meira en þrjátíu ár. Það fer ekki hjá því á þessari stundu að margar minningar leita á hugann og bera þar hæst minningar um heil- steyptan mann sem ávallt leitaðist við að gera rétt og sinna starfi sínu af kostgæfni og trúmennsku. Jón var alinn upp við að þurfa að vinna frá barnæsku. Á þeim árum JÓN INGIBERGUR GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.