Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ „EF menn ætla sér að mála á annað borð þá mála menn þó að þeir þurfi að stunda aðra vinnu samhliða til að eiga fyrir lifibrauðinu,“ sagði Jón Gunnarsson listmálari eitt sinn í viðtali og þau orð lýsa honum vel og lífsstarfi hans, en í tæplega sex áratugi hef- ur hann unnið að list sinni, samhliða því að sinna ýmsum störfum til sjós og lands. Á þessum tíma er hann bú- inn að halda um 30 mál- verkasýningar og í dag kl. 15 verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, enn ein sýn- ing á olíu- og vatns- litamyndum hans. Jón er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og í æsku voru hraunið og bryggjan leik- svæði hans. Tólf ára gamall sigldi hann með föður sínum á gufutogaranum Sviða til Skotlands og 17 ára var hann kominn í fast skipspláss sem kyndari og síðar háseti á togaranum Júlí. Það var í miðri síðari heimsstyrjöld, árið 1942. Allt frá barnsaldri hafði Jón haft mikinn áhuga á að teikna og mála og hann notaði allar frívaktir og mögulegar aðstæður um borð til að sinna þessu hugð- arefni sínu. Blýantsteikingar af sam- skipsmönnum fylltu brátt veggi borðsalarins, við mis- mikla hrifningu áhafnar- innar að hans sögn. Þegar hann flutti sig yfir á togar- ann Haukanes fékk sjóðheit- ur ketillinn í vélarrúminu ekki heldur að vera í friði, heldur var fyrr en varði skreyttur með tilfallandi skipamálningu. Jón er best þekktur fyrir sjávarmyndir sínar, þar sem hann sýnir störf við fisk- veiðar og vinnslu, og sjálfur lítur hann á sig sem sjávar- myndamálara, enda sækir hann myndefni oftast þang- að. Viðfangsefnin eru þó fleiri og á undanförnum ár- um hefur Jón í auknum mæli sótt efnivið sinn í íslenskt landslag, ekki síst í uppland Hafnarfjarðar. Fór ungur á sjóinn Í tilefni sýningarinnar leit Morgunblaðið til Jóns, sem nú er 75 ára gamall. „Ég var sjómaður, þegar ég var yngri, var á togurum héðan úr Firðinum, og var til sjós í 10 ár; til að byrja með á þeim gömlu kolakyntu, og síðan á nýsköpunartog- urunum. Og svo þekkti mað- ur þetta líka héðan,“ sagði Jón og benti á eina myndina, þar sem kona er að breiða saltfisk á reit. „Maður var þá smágutti og fékk nokkrar krónur í vas- ann. Þetta eru svona minn- ingar úr Hafnarfirði. Ég var líka á síldveiðum. En aðallega var ég þó á tog- urum, sem kyndari og háseti. Það gat verið dálítið snúið að vera kyndari, einkum þegar við sigldum til Englands, en ég fór með nokkra túra þangað í stríðinu. Það var siglt á Hull, Grimsby og Fleetwood. Þá var aðalmálið að halda dampi, til að geta náð eins miklum krafti úr vélunum og hægt var og komist sem fyrst yfir hafið, og þá fór allt eftir því hvað kyndararnir voru duglegir við að moka. Það gat orðið ansi hart. En það var allt í lagi á fiskiríinu, ekki eins erfitt. Þá var stoppað þegar verið var að hífa, og ekki keyrt þess á milli með eins miklu afli á vélinni.“ „Það þótti víst flott að komast á togara á þeim árum, hvað þá ef maður var unglingur. Það var nú meira fjör í því þá en nú; maður varð að standa sig ef maður ætlaði að halda plássinu. Ég var svo meira og minna á togurum þangað til ég varð 27 ára gamall. Þá gekk ég í hjónaband og kom alfarinn í land og gerðist fiskmatsmaður og var það í 5 ár, bæði í Hafnarfirði og Reykjavík. Eftir það lærði ég klisju- gerð eða myndamótagerð í prentmótun og vann við það í 12 ár, fór svo yfir í offsetið og var þar þangað til ég hætti fyrir sex árum. Fyrst vann ég í Litbrá, síðan í Steindórsprenti-Gutenberg. Þá vann maður við litgrein- ingu upp á gamla móðinn. En þegar maður kemur inneftir núna veit maður ekki lengur hvaða vélar þetta eru sem ber fyrir augu. Þróunin er orðin svo ör að maður nær ekki að fylgjast með,“ sagði Jón hlæjandi. Hann segist reyndar vera dá- lítill sérvitringur – t.d. aldrei hafa notað ávísanahefti, hvað þá eignast tölvu eða farsíma. „Ef ég á að telja allt, bæði stórt og smátt, þá eru þetta orðnar hátt í 30 sýningar,“ sagði Jón. „En aðalsýningar eru um 20. Þegar ég var að fara í sjávarplássin reyndi ég að hafa dálítið af sjávar- myndum, en það virtist ekki vera neinn sérstakur áhugi fyrir þeim, frekar fyrir landslagsmyndunum. Ég var tvo vetur í Hand- íða- og myndlistarskólanum, 1947–1949, en er að öðru leyti sjálfmenntaður og ég hef alltaf unnið með þessu. Þetta hefur m.ö.o. bara verið kvöld- og helgarvinna. En ég væri ekki að þessu nema ég hefði ánægju af því. Þetta er rosalega gaman. Ég hætti að vinna fyrir 6 árum, þá var maður kominn á tíma og kippt út, svo að tíminn er meiri núna til að sinna þessu hugðarefni.“ Jón byrjaði í olíulitunum. Fyrsta sýningin var í Morg- unblaðsglugganum niðri í Aðalstræti. „Já, það kom nú þannig til, að ég var alltaf að mála og það var alltaf verið að þrýsta á mig að fara að sýna. Ég var nú tregur og hef alltaf verið það, svona frekar. En á endanum fór ég og spjallaði við Morgunblaðs- menn og þeir sögðu að þetta væri alveg sjálfsagt.“ Og þegar hann var spurð- ur hvort hann væri með eitt- hvað í bígerð, sagði hann brosandi: „Nei, ekkert annað en það að mála, á meðan maður stendur í lappirnar.“ Jón Gunnarsson hefur haldið um 30 málverkasýningar og gefur ekkert eftir þó orðinn sé 75 ára „Held áfram meðan ég stend í lappirnar“ Hafnarfjörður Morgunblaðið/Jim Smart „Sjómennskan hefur löngum verið mér hugleikið yrkisefni,“ segir Jón Gunnarsson listmál- ari, sem hér sést framan við eitt málverka sinna í Hafnarborg. UMMÆLI Steinunnar V. Óskarsdóttur, formanns íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, í blaðinu fyrr í vikunni, varðandi kröfur um áhorfendaaðstöðu á knatt- spyrnuvöllum, eru byggð á misskilningi eða rangfærslum að sögn Lúðvíks S. Georgs- sonar, formanns mannvirkja- nefndar Knattspyrnusam- bands Íslands, rangfærslum sem KSÍ geti ekki búið við. „Þessar yfirlýsingar koma verulega á óvart því að núver- andi borgarstjórnarmeirihluti hefur staðið myndarlega að uppbyggingu íþróttamann- virkja í Reykjavík á stjórnar- tíma sínum og hefur knatt- spyrnan ekki farið varhluta af því,“ segir Lúðvík. Reglur nauðsynlegar Lúðvík segir ljóst að reglur, sem tryggi lágmarks aðbúnað og öryggi fyrir áhorfendur jafnt sem leikmenn og starfs- menn, verði að vera um knatt- spyrnuvelli á Íslandi eins og annars staðar. Keppnisvellir í knattspyrnu séu mannvirki og um þá hljóti að gilda ákveðnir staðlar auk þess sem benda megi á að knattspyrnuleikir séu almennt litið meðal fjöl- sóttustu reglulegu menning- arviðburða á Íslandi. Lúðvík bendir á að reglur um knattspyrnuvelli á Íslandi hafi verið samþykktar á knatt- spyrnuþingi haustið 1992. Við tilurð þeirra hafi verið litið til sambærilegra reglugerða í nágrannalöndum okkar en fyrst og fremst hafi þær verið mótaðar eftir íslenskum að- stæðum og veruleika. „Reglurnar tóku að fullu gildi fyrir tveimur árum. Um svipað leyti var UEFA, Evr- ópska knattspyrnusamband- ið, að endurmóta og jafnframt herða verulega lágmarkskröf- ur til aðildarlanda sinna varð- andi aðstöðu í leikjum í al- þjóðakeppni félagsliða og landsliða. Rödd Íslands heyrðist skýrt í þeirri um- ræðu sem fylgdi því, en hún réði ekki ferðinni. Helstu drættir þessara reglna UEFA lágu fyrir þegar íslenska reglugerðin tók gildi. Við mót- un hennar var þeim ekki fylgt, enda engin ástæða talin til að ganga eins langt og UEFA. Jafnframt var þó ljóst að þeir vellir sem ætlaðir væru fyrir leiki í alþjóðakeppni yrðu að uppfylla reglur UEFA,“ segir Lúðvík. Kostnaðurinn ekki hundruð milljóna króna Haustið 1999 lét mann- virkjanefnd KSÍ meta lág- markskostnað við að uppfylla kröfur varðandi aðbúnað. Þar kom fram að áætla mátti kostnað á áhorfanda frá um 6.000 til 12.500 kr. Kostnað fullbyggðrar stúku mætti hins vegar ætla um 30 til 50.000 kr á áhorfanda. „Það er því ljóst að reglur KSÍ gera ekki kröf- ur um mannvirki sem kosti tugi milljóna króna á félag heldur má uppfylla kröfurnar fyrir Símadeild karla fyrir fimm til 10 milljónir króna og jafnvel minna,“ segir Lúðvík. Lúðvík bendir á að meðal- aðsókn að leikjum í Símadeild karla hafi verið um 800 manns og því dugi aðstaða fyrir 500 áhorfendur ekki fyrir alla. Í Reykjavík eigi sjö hverfis- félög keppnislið í fyrrnefnd- um deildum en hin tvö eru einni deild neðar. Fjögur þeirra uppfylla reglur KSÍ um áhorfendaaðstöðu í dag, þ.e. KR, Fram, Valur og Þróttur, og ekki vantar mikið upp á að það náist hjá einu til viðbótar. „Það má því ljóst vera að kostnaður við að uppfylla lág- markskröfurnar í dag hleypur ekki á hundruðum milljóna. Hann liggur trúlega á bilinu 20 til 50 milljónir króna eftir lausnum og stærð, og er þá lit- ið til allra níu félaganna. Félögin níu í Reykjavík þurfi vissulega ekki níu keppnisvelli í knattspyrnu með stúkum af stærstu gerð. Þau verði hins vegar að upp- fylla þær lágmarkskröfur sem settar eru til keppni innan- lands ef þau ætla að taka þátt í mótum, ef ekki á félagssvæði sínu þá með aðstöðu annars staðar, og þar hljóti Reykja- víkurborg að koma inn með nokkurn stuðning. Formaður mannvirkjanefndar KSÍ Orð formanns ÍTR koma á óvart Reykjavík SKÁTASAMBAND Reykja- víkur ætlar að reka skemmti- garð fyrir alla fjölskylduna, svonefnt „Skátaland“, í Hljómskálagarðinum um helgar í sumar en umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykja- víkur samþykkti tillögu þess efnis á fundi á fimmtudag. „Ákvörðun nefndarinnar gleður mig,“ segir Guðmund- ur Björnsson, framkvæmda- stjóri Skátasambands Reykja- víkur, en að mati umhverfis- og heilbrigðisnefndar fellur svona skemmtigarður vel að tilgangi svæðisins og gæti ver- ið áhugaverð leið til að auka útivistargildi þess. Hún sam- þykkti að leyfið yrði veitt um helgar frá 22. júní til 5. ágúst „enda verði fullt samráð haft við garðyrkjustjóra Reykja- víkur um alla þætti fram- kvæmdarinnar, öll tilskilin leyfi fáist fyrir starfseminni og að aðgangur almennings að Hljómskálagarðinum verði óheftur meðan á starfseminni stendur.“ Guðmundur segir að hug- myndin sé að vera með marg- vísleg leiktæki, sölustarfsemi og fleira. „Skátalandið er hugsað sem mjög fjölskyldu- og barnavænt dæmi,“ segir hann. „Þetta er tilraunastarf- semi sem við gerum í sam- vinnu við borgina og íþrótta- og tómstundaráð. Þetta hefur lengi verið draumur okkar en í því sambandi má nefna að í gamla daga fóru hátíðir skáta sumardaginn fyrsta fram í Hljómskálagarðinum og nú virðist vera almennur vilji fyr- ir því að fá meira líf í Hljóm- skálagarðinn.“ Að sögn Guðmundar er ætl- unin að láta á þetta reyna 17. júní en hann segir að fyrir- myndin sé sótt til Bandaríkj- anna og Bretlands. Uppblásin leiktæki verða meginuppi- staðan, rennibrautir og fleira, en Skátalandið verður á svæð- inu sem afmarkast af Sóleyj- argötu og Hringbraut. Morgunblaðið/Árni Sæberg Uppblásin leiktæki verða meginuppistaðan í „Skátalandi“. Skemmtigarður fyrir fjölskylduna Hljómskálagarður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.