Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 41 KRISTÓFER Þor- leifssyni geðlækni á Kleppspítalanum finnst það ankannalegt, eins og hann orðar það í Mbl. 27. apríl, að fráfarandi formanni Geðhjálpar, Eydísi Sveinbjarnar- dóttur, nýorðnum svið- stjóra hjúkrunar á geðsviði Landspítalans - háskólasjúkrahúss, lítist ekki nógu vel á hann sem formannskandítat í Geðhjálp. Eydís er ein- mitt að láta af störfum eftir aðeins hálfsárs for- mennsku vegna skiln- ings hennar á stöðu og eðli okkar félags. Eydís fylgist með þróuninni og gerir sér grein fyrir því, að það fer illa saman að gegna ábyrgðarstöðu í geð- heilbrigðisisþjónustunni og veita for- mennsku í félagi sem hefur það að markmiði að gæta hagsmuna og tala máli þeirra tugþúsunda Íslendinga sem einhvern tíma á lífsleiðinni hafa þurft eða þurfa á þessari þjónustu að halda. Geðhjálp þarf að vera sjálf- stæður, gagnrýninn aðili, veita geð- heilbrigðisþjónustunni aðhald, vera eftirlitsaðili, einskonar notendasam- tök, þar á meðal gagnvart geðlækn- um. Geðhjálp beitir sér líka fyrir um- bótum og og styður sérhvert frumkvæði í baráttunni gegn fordóm- um og vanþekkingu, fyrir forvörnum og fræðslu. Sú þróun hefur orðið hér á landi sem erlendis, að sjúklingar eða notendur heilbrigðisþjónustunnar taki sjálfir forystu í sínum hagsmuna- samtökum. Þetta endurspeglast bæði í einstökum félögum og heildarsam- tökum eins og Öryrkjabandalaginu. Í alþjóðasamtökum fatlaðra eru nú í gildi reglur sem gera kröfur til aðild- arfélaga um að meirihluti stjórnar komi úr hópi sjúklinga eða fatlaðra eftir atvikum. Hér á landi óx þessi skilningur snemma hjá einstökum samtökum, þannig gat enginn gerst félagi í SÍBS nema hann væri berkla- sjúklingur og í Blindrafélaginu eru engir nema blindir og alvarlega sjón- skertir, auk foreldra blindra barna, þar til þau verða sjálfráða. Það liggir í hlutarins eðli vegna þeirra for- dóma sem tengst hafa geðsjúkdómum, að erf- itt hefur verið að fá ein- staklinga úr þessum sjúklingahópi til að stíga fram og kynna sig sem slíka og takast á hendur forystu í félaginu Geð- hjálp. Þær breytingar eru hins vegar að verða með tilkomu hins árang- ursríka Geðræktarverk- efnis og sjálfshjálpar- hópa sem Geðhjálp hefur einnig veitt húsa- skjól, að æ fleiri öðlast kjark og þar með bata til að reifa sinn geðvanda, einsog hvern annan sjúk- dóm. Fremstir í flokki hafa farið verk- efnisstjóri Geðræktar sem hefur sagt sína reynslusögu um leið og hann veitir fræðslu um geðsjúkdóma í skól- um, vinnustöðum og fjölmiðlum og núverandi varaformaður Geðhjálpar sem hefur í sjónvarps- og blaðavið- tölum veitt fólki innsýn í reynslu manns sem verður fyrir alvarlegum sjúkdómi, tekst á við hann og kemst heill til baka. Þeir hafa báðir verið reiðubúnir að miðla öðrum og öðlast þannig sjálfir frekari styrk. Ég vil kalla þessa ungu menn múrbrjóta gegn þeim vegg fordóma, einangrun- ar og vanþekkingar sem varnar því að geðsjúkir njóti fullra mannréttinda. Sá síðarnefndi gefur nú kost á sér til formennsku í félaginu og er það fagn- aðarefni. Þeir tímabundnu örðugleikar sem Geðhjálp gengur nú í gegnum hafa orðið enn meiri vegna ábyrgðarlausr- ar blaðamennsku bæði dagblaða og ljósvakamiðla og hafa í skjóli hennar gosið upp leyndir fordómar gegn geð- sjúkum og félagi okkar. Rót þessara örðugleika liggur í samkrulli stuðn- ingsþjónustu sem geðfatlaðir eiga rétt á af hálfu hins opinbera og félags- ins sem á að vera hagmsuna- og eft- irlitsaðili notenda þjónustunnar. Eftir aðalfund á síðasta ári var sú staða komin upp að tveir af launuðum starfsmönnum stuðningsþjónustunn- ar höfðu fengið sæti í stjórn félagsins. Það er hálfsannleikur í besta falli hjá Kristófer að segja Eydísi og félaga hafa rekið fyrrum framkvæmda- stjóra. Sannleikurinn er sá, að eftir frábær störf um árabil í þágu félags- ins neyddist hann til að segja starfi sínu lausu vegna ólgu í starfsmanna- hópnum. Sama rót var að brotthvarfi forstöðumanns stuðningsþjónustunn- ar. Nýleg skýrsla sem leiddi í ljós ýmsilegt ábótavant olli enn frekari ólgu. Einstaka starfsmenn virðast hafa tekið hana sem persónulega árás á sig og sín störf. Það er miður. Gott starf hefur verið unnið í gegnum árin, en þegar í ljós kemur eitthvað mis- jafnt þá er að taka á því. Stjórnin hef- ur í því sambandi gert tillögu um sjálfstæða rekstrarstjórn fyrir stuðn- ingsþjónustuna og eðlilegt væri að starfsfólk hennar ætti sér fulltrúa þar. Slíkur aðskilnaður í stað þess samkrulls sem nú er verður spor í rétta átt. Hinu má svo ekki gleyma að það er Félagsþjónustunnar og Svæð- isskrifstofunnar í Reykjavík að taka ábyrgð á því að geðfatlaðir eins og aðrir fái þá þjónustu sem þeir eiga lögbundinn rétt á. Þau viðbrögð starfsfólksins, með geðlækninn í broddi fylkingar, að gera tilraun til að yfirtaka stjórn Geð- hjálpar á aðalfundi nýverið, hafa reynst óheppileg fyrir félagið okkar, jafnvel þótt ég sé viss um að flestir hafi komið þar að í góðri trú. Nú ber okkur öllum að slíðra sverðin, og slá skjaldborg um Geðhjálp sem öflug manréttinda- og hagsmunasamtök þeirra sem takast á við geðsjúkdóma. Það er hlutverk aðalfundar Geðhjálp- ar í dag. Geðhjálp í vanda Sveinn Rúnar Hauksson Geðheilbrigði Geðhjálp, segir Sveinn Rúnar Hauksson, þarf að veita geðheilbrigðis- þjónustunni aðhald. Höfundur er læknir og félagi í Geðhjálp. SÁ SEM hyggst aka bifreið þarf að hafa gilt ökuskírteini. Til að öðl- ast ökuskírteini þarf maður að uppfylla ákveðnar kröfur um aldur og heilbrigði og hafa „hlotið kennslu löggilts ökukennara og sannað með prófi að hann hafi næga akst- urshæfni og nauðsyn- lega þekkingu á öku- tækinu og meðferð þess og umferðarlöggjöf,“ eins og segir í umferð- arlögum. Á sama hátt eru gerðar kröfur um þekkingu á öryggismál- um til þeirra sem starfa með hættuleg tæki af ýmsu tagi. Fáum blandast hugur um nauðsyn lágmarksþekking- ar á öryggismálum við meðferð og stjórn hættulegra tækja. Matvæli eru líkt og bifreiðir órjúf- anlegur hluti af hversdagslífi okkar. Á sama hátt og bifreiðirnar geta mat- vælin orðið hættuleg við ranga með- höndlun. Við meðferð matvæla þarf að fylgja nokkrum grundvallar- reglum til að tryggja að þeim sem þeirra neyta stafi ekki hætta af. Í þessum grundvallarreglum felast rétt hitun, rétt kæling, hreinlæti og ýmis önnur atriði. Svo heppilega vill til að sé þessum grundvallarreglum fylgt stuðlar það líka að auknum gæðum vörunnar. Sá sem hyggur á rekstur skyndi- bitastaðar eða hefur störf á slíkum stað þarf ekki að sitja námskeið um þessi helstu öryggisatriði, hvað þá að þreyta próf í þeim fræðum. Þetta á við um flestar aðrar greinar í mat- vælaiðnaði. Reyndar er að finna í reglugerð ákvæði þess efnis að starfsfólk í matvælafyr- irtækjum skuli fá við- eigandi þjálfun í gæða- og hollustuháttamálum í tengslum við innra eft- irlit. Opinberir aðilar hafa í því sambandi tek- ið saman lítið eitt af fræðsluefni sem dreift er til starfsfólks í mat- vælaiðnaði sem það er hvatt til að kynna sér. Ljóst er að þekking á grundvallaratriðum í meðhöndlun matvæla er forsenda þess að hægt sé að framleiða matvæli sem eru örugg og laus við sjúkdómsvalda. Reynsla mín og margra annarra sem hafa fengist við fræðslu á þessu sviði er sú að auka þarf þekkingu þeirra sem vinna með matvæli. Dæmi um spurningar sem starfsmaður á veit- ingastað þarf að geta svarað eru: Er nóg að láta sjóða á súpu sem staðið hefur daglangt við stofuhita? Hvaða hitastig á að vera í ísskáp sem hefur að geyma kjötvörur? Við hvaða hita á að halda pottrétti heitum? Getur nokkur orðið veikur af mat úr eldhúsi þar sem allir nota hanska? Í Danmörku og víða í Bandaríkj- unum er gerð krafa um að starfsfólk í matvælafyrirtækjum sitji námskeið um meðferð matvæla innan tiltekins tíma frá ráðningu. Jafnframt gefa op- inberir aðilar leiðbeiningar um efnis- tök á slíkum námskeiðum. Á síðasta ári samþykkti Alþingi þær breytingar á lögum um matvæli að framvegis megi krefjast þess að starfsfólk í matvælaiðnaði hljóti ákveðna þjálfun í réttri meðferð mat- væla þar sem sérstök áhersla er lögð á innra eftirlit og matvælaöryggi. Í lögunum var „matvælaráðherrunum“ (umhverfis-, landbúnaðar- og sjávar- útvegsráðherra) veitt heimild til þess að gefa út reglur um menntun starfs- manna í matvælaiðnaði. Til að hrinda þessari lagabreytingu í framkvæmd þurfa umræddir ráðherrar að nýta sér þessa heimild. Á undanförnum árum hefur mikil vinna verið lögð í forvarnir gegn mat- arsjúkdómum. Þar bær hæst miklar endurbætur á framleiðsluferli kjúk- linga og opinberu eftirliti með þeirri framleiðslu. Auk þess hefur aðeins verið tekið á neytendafræðslu. Þessar aðgerðir hafa skilað verulegum ár- angri, en betur má ef duga skal. Efl- ing á þekkingu stjórnenda og starfs- manna í matvælaiðnaði á meðferð matvæla er líkleg til að skila veruleg- um árangri í baráttunni við matar- sjúkdóma. Þekking í matvælaiðnaði Ásmundur E. Þorkelsson Matvæli Aukin þekking er, að mati Ásmundar E. Þor- kelssonar, líkleg til að skila árangri í baráttunni við matarsjúkdóma. Höfundur starfar hjá Heilbrigðis- eftirliti Suðurnesja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.