Morgunblaðið - 28.04.2001, Síða 39

Morgunblaðið - 28.04.2001, Síða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 39 ...og þú svífur„ S K Ý “Útgefandi glæsilegra tímarita síðan 1963 NÝTT SPENNAND I T ÍMAR I T Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ Þór Jónsson, varaformaður Blaðamannafélagsins: „...dónarnir í blaðamannastétt geta verið nauðsynlegir tjáningarfrelsinu og lýðræðislegri umræðu. Þeir teygja og toga tjáningarfrelsishugtakið og gera þeim sem vilja skerða það erfiðara fyrir.“ „OKKUR hefur langað til að gera þetta lengi og mér fannst rétt að gera þetta áður en hann yrði alltof gamall,“ segir Örn og gefur þannig upp boltann fyrir Árna. „Já, við fórum reyndar með þessa dagskrá í einfaldari mynd um landið sumarið 1999 og sýndum á 17 stöð- um fyrir fullu húsi. Ég á svo mikið af kunningjum og gömlum skólafélag- um á landsbyggðinni. Mér fannst kominn tími til að kynna drenginn fyrir þjóðinni.“ „Það var auðvitað ekki hægt að fara með kallinn út á land. Ég þurfti alltaf að byrja daginn á að leita að honum. Oftast fann ég hann niðri á bryggju þar sem hann var í hróka- samræðum við trillukarla og púandi vindla. Hann mátti varla vera að því að skemmta. Við byrjuðum á Suður- landi og fórum austur eftir. Þetta stigversnaði eftir því sem austar dró því hann er upprunninn á Borgar- firði eystra. Svo smálagaðist þetta aftur þegar við komum á norður- landið,“ segir Örn. „Á Borgarfirði eystra búa 150 manns. Við fengum 140 manns á skemmtunina þar,“ segir Árni. „Hin- ir voru heima að passa börnin, “ botnar Örn. – Finnst ykkur gaman að skemmta saman? „Já,“ segja þeir báðir einum rómi. Benda svo hvor á annan. „Hann er svo fyndinn.“ Árni Tryggvason hóf leikferil sinn fyrir ríflega hálfri öld í Iðnó og lék þar fram til 1963 er hann fastréðist til Þjóðleikhússins. Örn hefur leikið í tæp 20 ár, lengst af í Þjóðleikhúsinu og þar af voru þeir samtíða um nokk- urra ára skeið. „Við höfum samt að- eins einu sinni leikið hvor á móti öðr- um,“ segir Örn. „Það var í Hallæristenórnum. Við höfum reyndar leikið í sömu sýningum en ekki hvor á móti öðrum. Ég var yf- irleitt alltaf horfinn af sviðinu þegar hann kom inn á, stundum var ég dauður í fyrsta þætti og gat farið í bíó klukkan 9. Þá átti hann allt sitt eftir.“ Ekki er svo hægt annað en nefna að báðir hafa þeir túlkað vin- sælustu mús þjóðarinnar, Lilla klif- urmús í Dýrunum í Hálsaskógi. Dagskráin sem þeir feðgar hafa sett saman er rjóminn af því sem þeir hafa notað til að skemmta land- anum um árabil. Meðal efnis sem feðgarnir flytja er Grettisrímur, Veiðisögur sem er eini leikþátturinn sem Árni Tryggvason hefur samið, Dani á Íslandi er atriði sem Lárus Ingólfsson flutti á árum áður auk þess sem Bogi Spaugstofuróni birt- ist og Árni bregður sér í kvengervi í lögunum Saumalína og Um aldamót- in. Þá syngja feðgarnir söngsyrpu, sem er þó breytileg eftir efnahags- ástandi þjóðarinnar hverju sinni. Meðleikari þeirra á píanó er Kjartan Valdimarsson. Árni var einn þekktasti og vinsæl- asti leikari og skemmtikraftur lands- ins um áratugaskeið en hefur ekki komið fram slíkur talsvert lengi svo líklegt er að yngri kynslóðirnar þekki lítið til þeirra hliðar á ferli hans. Örn hefur tekið upp þráðinn þar sem Árni sleppti og verið einn okkar allra vinsælasti skemmtikraft- ur og gamanleikari í á annan áratug. Hann viðurkennir blákalt að sér þyki skemmtilegra að skemmta en leika. „Ég fór í leiklistarskólann til að verða skemmtikraftur. Ég vissi ekki meira um skólann en svo að ég hélt að þetta væri hægt. Svo sat ég bara uppi með gríska harmleiki, Shake- speare og Tsékof í fjögur ár. Ég var talsvert lengi að jafna mig. Ég er svo kröfuharður á viðbrögð að ég vil heyra strax hvernig áhorfendur bregðast við. Ef mér tekst að koma þeim til að hlæja þá veit að þeim lík- ar vel. Í leiksýningum kemur maður stundum út af sviðinu og hefur ekki hugmynd um hvernig áhorfendum líkaði.“ Árni segir að viðhorf leikhúsfólks hafi breyst gagnvart skemmtikraft- inum. „Nú heitir þetta uppistand og þykir fínt. Sumir kölluðu þetta „gojl“ hér áður og þótti lítið til koma. Ég lagði mig alltaf allan fram í þetta og tók hlutverk mitt sem skemmti- krafts ekki síður alvarlega en leik- arastarfið. Þetta var líka leið til að hafa í sig og á þegar maður var að koma upp börnunum.“ Örn minnist þess að hann fór snemma að aðstoða pabba sinn á skemmtunum. „Einu sinni var ég nótnaflettari fyrir Carl Billich sem spilaði undir hjá pabba á 17. júní skemmtun í Kópavogi. Það var svo hvasst að nóturnar voru á fleygiferð út um allt. Svo samdi ég mitt fyrsta skemmtiprógramm þegar ég var 12 ára og flutti fyrir fjölskylduna. Ég klippti brandara út úr tímaritum og límdi á blöð og skrifaði tengingar á milli. Þetta handrit á ég ennþá og geymi í læstri hirslu. Ég mun af- henda það nýstofnuðu Leikminja- safni þegar sómasamlegt húsnæði er fengið.“ Fyrirkomulag sýningarinnar er með afslöppuðum hætti. „Áhorfend- ur sitja við borð og geta notið veit- inga meðan á sýningunni stendur. Kaffi er reyndar innifalið í miðaverð- inu svo það má segja að þetta sé eins konar kaffibollarevía,“ segir Örn. Frumsýning kaffibollarevíunnar Feðgar á ferð er kl. 20 í Iðnó í kvöld. Fyndnir feðgar á ferð Morgunblaðið/Þorkell Feðgarnir Örn Árnason og Árni Tryggvason á fullri ferð. Feðgar á ferð er yfir- skrift revíudagskrár sem þeir Árni Tryggva- son og Örn, sonur hans, hafa sett saman til að gleðja landann í sum- arbyrjun. Sýningar- staður er Iðnó og frum- sýning er í kvöld. JEAN Posocco opnar sýningu í Sverrissal, Hafnarborg í dag, laugar- dag, kl. 15. Á sýningunni, sem nefnist Stemning – Ambiance, eru vatnslita- myndir, flestar unnar á þessu ári. Jean er Frakki af ítölskum ættum en hefur verið búsettur á Íslandi í nærri tvo áratugi. Hann stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands 1985-1989 og er þetta fimmta einkasýning hans. Auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Þá hefur hann myndskreytt á annan tug barnabóka eftir íslenska höfunda. Hann er einn af 11 listamönnum sem reka Meistari Jakob – Art gallery . „Myndefnið á þessari sýningu minni er náttúran. Ekki ákveðnir staðir heldur náttúrustemmningar. Þessi umgjörð mannsins sem hann á líf sitt að þakka en fer þó svo oft illa með,“ segir Jean. „Hver mynd er ákveðin stemmning. Andartak þar sem maðurinn staldrar við og dáist að náttúrunni, hversdagsleg atriði sem eru svo stórkostleg þegar við gefum okkur tíma til að sjá þau. Lítil augna- blik sem allir hafa upplifað hver á sinn hátt. Andartakið þegar aðdáunin yf- irtekur okkur, þar sem við stöndum frammi fyrir þessum smámyndum sem ylja okkur um hjartarætur, sem eru alltof oft svo kaldar. Hér eru þessi augnablik máluð í stóran ramma því þau eru mikilvæg í lífi hvers manns.“ Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 11-17 og lýkur 14. maí. Morgunblaðið/Jim Smart Jean Posocco. Í baksýn er eitt verka hans í Hafnarborg. Náttúruaugnablik í stórum ramma Listasafn ASÍ Sýningum Olgu Bergmann í Ás- mundarsal og Önnu Hallin í Gryfj- unni lýkur nú á sunnudag. Doktor Bergmann er einskonar Alter Ego og gegnir aðalhlutverki í sýningu Olgu. Doktorinn og verkin sem tengjast þessari persónu eru að nokkru leyti sprottin af þeim ævintýralegu og furðulegu mögu- leikum sem erfðaverkfræði og klónun bjóða upp á. Sýning Önnu nefnist „Soft plumbing“ mjúkar pípur, fjölgun, samskipti og fæðu- keðjur. Þar er röð myndverka, málverka og teikninga þar sem myndvakinn kemur úr heimi ör- vera og hryggleysingja, en taka einnig mið af formi ýmiss konar heimilistækja. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41 er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Sýningum lýkur KÓR aldraðra í Kópavogi, Söngvinir, heldur sína árlegu vortónleika í Hjallakirkju í Kópavogi á morgun, sunnudag, kl. 17. Flutt verða innlend og erlend lög. Stjórnandi kórsins er Sigurður Bragason. Undirleik ann- ast Þorvaldur Björnsson, ýmist á píanó eða harmoniku. Fjórir ein- söngvarar verða með kórnum. Söngvinir halda tónleika

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.