Morgunblaðið - 28.04.2001, Side 59

Morgunblaðið - 28.04.2001, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 59 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú átt það til að vera of þrjóskur og lítt fús til samn- inga en öryggið er þér meira virði en allt annað. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur haft yfrið nóg að starfa að undanförnu en sérð nú fram á að eiga tíma af- lögu fyrir sjálfan þig. Not- aðu hann til að efla þér styrk. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nú er kominn tími til að þú hlustir á þína innri rödd og sért óhræddur við að fylgja henni eftir. Þú einn veist hvað þér er fyrir bestu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hittir einhvern sem hefur sömu áhugamál og þú og það vekur þér ómælda ánægju að geta loksins rætt við ein- hvern sem skilur þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þótt þú sért félagslyndur þarftu að gefa þér tíma til að vera einn með sjálfum þér. Láttu þínar þarfir ganga fyrir núna til tilbreytingar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér verður ekkert úr verki ef þú ætlar þér of mikið í einu. Raðaðu hlutunum í for- gangsröð og taktu eitt verk- efni fyrir í einu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Taktu ekki að þér aukaverk- efni nema þú sért undir það búinn að vera undir álagi í einhvern tíma. Ráðfærðu þig líka við þína nánustu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Margt er spjallað í kringum þig um menn og málefni en þú skalt gæta þess að taka ekkert trúanlegt fyrr en þú hefur sjálfur sannreynt það. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Reyndu að horfast í augu við staðreyndir mála. Þú getur aðeins gert það besta í stöð- unni og þarft svo að sætta þig við það sem þú getur ekki breytt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gefðu félaga þínum þann tíma sem hann þarf til að hugsa málin og vertu bara rólegur því þið getið tekið upp þráðinn áður en þú veist af. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Einhver öfund gæti komið upp í mannlegum samskipt- um svo þú mátt gæta þess að bregðast ekki of harkalega við. Sýndu skilning. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú mátt eiga von á því að vinur þinn leiti til þín í vand- ræðum sínum. Sinntu honum eins og þér frekast er unnt og leggðu annað til hliðar á meðan. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú munt eiga samræður við einhvern sem varpa munu ljósi á málefni sem þú hafðir ekki hugsað um áður. Gefðu þér tíma til að skoða þau betur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT Í VORÞEYNUM Á meðan brimið þvær hin skreipu sker og skýjaflotar sigla yfir lönd, þá spyrja dægrin: Hvers vegna ertu hér, hafrekið sprek á annarlegri strönd? Það krækilyng, sem eitt sinn óx við klett og átti að vinum gamburmosa og stein, er illa rætt og undarlega sett hjá aldintré með þunga og frjóa grein. Hinn rammi safi rennur frjáls í gegn um rót, er stóð í sinni moldu kyr, en öðrum finnst sig vanta vaxtarmegn, þótt vorið fljúgi í lofti hraðan byr. Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina þar við dyr. Jón Helgason. STAÐAN kom upp á Skák- þingi Íslands, áskorenda- flokki, er lauk fyrir stuttu. Sá eini sem lagði Björn Þor- finnsson (2265) að velli á mótinu var Sigurbjörn Björnsson (2320). Hafnfirð- ingurinn góðkunni lét Trompovsky Bersa ekki komast upp með neinn moð- reyk: 37.Hxe7! Dxe7 38.Dxd5 Eftir þetta hefur hvítur tögl og hagldir en hinsvegar hefði svartur hugsanlega getað veitt meiri mótspyrnu í framhaldinu: 38...a4 39.Dxf5 Hd8 40.h3 Hg8 41.Re4 axb3 42.axb3 Da7+ 43.Kh2 Db8+ 44.Rcd6 Dxb3 45.Dxf6+ Hg7 46.Df8+ Dg8 47.Df3 Db8 48.Df6 Kg8 49.De6+ Kh8 50.De5 Kg8 51.Rf6+ og svart- ur gafst upp. Fyrsta helgar- skákmótið, í helg- arskákmótasyrpu Skáksambands Íslands, hefst í dag, 27. apríl, kl. 13.00 og verður fram- haldið á morgun. Tefldar verða níu atskákir en keppn- in fer fram í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Mótið er haldið í samvinnu Skáksambands Íslands og íþróttafulltrúans í Mosfellsbæ en á sama stað og tíma verður Íslandsmót barnaskólasveita haldið. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. REYNDIR spilarar taka oft mikla áhættu til að berjast yfir grandopnun mótherja, því reynslan sýnir að fátt er verra en að leyfa andstæð- ingunum að spila eitt grand. Suður er vel skólaður við spilaborðið og skellir sér í fjórðu hendi inn á 15-17 grand vesturs. Kerfisbundið lofar það fimmlit í spaða og láglit til hliðar. Eftir þennan formála fær lesandinn sér sæti í austur í vörn gegn tveimur spöðum: Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♠ 105 ♥ KG83 ♦ 43 ♣ D8432 Austur ♠ G97 ♥ 10764 ♦ ÁG2 ♣ 965 Vestur Norður Austur Suður 1 grand Pass Pass 2 spaðar * Pass Pass Pass * Spaði og láglitur, venjulega 5-4. Makker kemur út með hjartatvist, þriðja hæsta, og suður fær fyrsta slaginn á níuna heima (þú sparar tíuna, því útspil makkers er væntanlega frá Dxx). Næst spilar sagnhafi tígulníu að heiman og þú átt slaginn á gosann, en makker merkir fjórlit. Þú vilt ekki láta sagn- hafa stinga tígul í blindum og trompar því út – en nú kem- ur spurningin: Hvaða tromp verður fyrir valinu? Norður ♠ 105 ♥ KG83 ♦ 43 ♣ D8432 Vestur Austur ♠ ÁK3 ♠ G97 ♥ D52 ♥ 10764 ♦ D1087 ♦ ÁG2 ♣ ÁG10 ♣ 965 Suður ♠ D8642 ♥ Á9 ♦ K965 ♣ K7 Sennilega myndu 99% spilara hugsunarlaust senda spaðasjöuna inn á borðið, og meira að segja gerði Ítalinn snjalli Alfredo Versace sig sekan um þau mistök í Na- tions Cup í Hollandi, þegar spilið kom upp í viðureign við Hollendinga. Sagnhafi hleypti á tíuna og vestur tók eðlilega ÁK í litnum. Þar með fór einn trompslagur varnarinnar fyrir lítið, og þótt samningurinn hafi „lek- ið“ einn niður, breytir það því ekki að rétta spilið fyrir austur að spila er gosinn í trompi. Hann veit að makker á gott tromp – kannski ÁKx eða ÁDx. Með gosanum út tryggir hann slag á níuna þegar makker hefur tekið tvo slagi á litinn. Þetta er tæknilegt atriði sem vert er að setja á minnið. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 28. apríl, verður fimmtugur Friðbert Pálsson, fram- kvæmdastjóri Góðra stunda og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Háskólabíós. Hann, eiginkona hans, Margrét Theodórsdóttir, og synir taka á móti vinum og vandamönnum í Norræna húsinu kl. 17:30–19:30 í dag. 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 28. apríl, verður sjötugur Haf- steinn Þorvaldsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri, Engjavegi 28, Selfossi. Hann og eiginkona hans, Ragnhildur Ingvarsdóttir, verða að heiman á afmælis- daginn. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 28. apríl, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Hulda Þórisdóttir og Magnús Maríasson. Bókavarðan Antikvariat, Vesturgötu 17, sími 552 9720. Finnur Magnússon Blandede digte (talið fyrsta skáldverk eftir Íslending útkomið á erlendri grund), handskreyttar myndskreytingar eftir óþekktan höfund, Ole Worm et ad eum doctorum Epistolce, útg. 1751, 1-2, Biskupasögur C.R. Unger 1874, 1-2, Historia Ecclesiatica Islandæ P. Pétursson 1841, Hungurvaka Páls biskups útg. Hafniæ 1778, í skreyttu skinnbandi. TIL SÖLU EFTIRTALIN RIT: sagan@simnet.is OPIÐ Í DAG, LAUGARDAG FRÁ kl. 12-17 OPIÐ Á MORGUN, SUNNUDAG, 13-17 Mercedes Bens S 1994 Til sölu Mercedes Bens 280 S-body árg. 1994. Innfluttur af Ræsi. Ekinn 56 þús. Verð 2.600.000. Upplýsingar í síma 864 3700 Framhaldsaðalfundur Stjórn Geðhjálpar minnir félaga sína á framhaldsaðalfund félagsins sem hefst stundvíslega kl. 12 á Broadway, Hótel Íslandi, Ármúla 9, Reykjavík, í dag, laugardaginn 28. apríl Um aðalfundarstörf og dagskrá fundarins fer samkvæmt lögum félagsins. Skorað er á félaga í Geðhjálp að fjölmenna á þennan mikilvæga fund og hafa með sér persónuskilríki. Húsið verður opnað kl. 11.15 og eru félagar hvattir til að mæta snemma til að taka við fundargögnum. Stjórn Geðhjálpar. Bridsfélag Borgarfjarðar Síðasta móti vetrarins, vortví- menningi með barometer-formi, lauk miðvikudaginn 25. apríl. Keppnin var jöfn og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í síðasta slag. Úrslit urðu sem hér segir. Sveinbjörn – Lárus – Höskuldur 103 Jón Pétursson – Magnús Magnússon 78 Sveinn – Haraldur – Sigurður 77 Ingólfur Helgas. – Jóhannes Jóhanness. 70 Eftirtaldir spiluðu best síðasta kvöldið: Magnús Magnússon – Jón Pétursson 48 Ingólfur Helgas. – Jóhannes Jóhanness. 46 Kristján Axelsson – Baldur Á. Björnss. 39 Jón Þórisson – Þorsteinn Pétursson 30 Um leið og Bridgefélag Borgar- fjarðar þakkar félögum sínum fyrir ánægjulegan vetur sem einkenndist af gleði og endurnýjun býður það gleðilegt sumar og vonast eftir öfl- ugu starfi næsta vetur. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Félag eldri borgara í Kópavogi Föstudaginn 20. apríl var spilað á 11 borðum og urðu úrslit þessi í N/S: Ólafur Ingvarsson - Þórarinn Árnason 301 Ólafur Ingimundars. - Jón Pálmason 243 Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 234 Hæsta skor í A/V: Bragi Björnss. - Bragi Salomonss. 270 Páll Hannesson - Kári Sigurjónss. 260 Dóra Friðleifsd. - Guðjón Ottósson 258 Sl. þriðjudag spiluðu 25 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 406 Hannes Ingibergss. - Magnús Halldórss. 376 Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 361 Hæsta skor í A/V: Eysteinn Einarss. - Kristján Ólafss. 354 Jón Andrésson - Valdimar Þórðars. 343 Ingibj. Kristjánsd. - Þorsteinn Erlingss. 341 Helga Helgad. - Sigrún Pálsdóttir 341 Meðalskor á föstudag var 216 en sl. þriðjudag 312. Spilakvöld Bridsskólans og BSÍ Mánudaginn 23. apríl mættu 20 pör til leiks. Lokastaðan var þessi: NS-riðill Gunnlaugur Jóhannss. – Örn Ingólfsson 139 Jórunn Kristinsd. – Kristinn Péturss. 119 Örn Sigurðsson – Heiðar Þórðarson 119 Jóna Samsonard. – Kristinn Stefánsson 118 AV-riðill Davíð Lúðvíksson – Emma Axelsdóttir 138 Þórir Jóhannsson – Sigurvin Jónsson 132 Þórdís Karelsd. – Svala Sigvaldad. 126 Halldór Hjartarson – Dúfa Ólafsdóttir 121 Spilað verður næstu tvö mánu- dagskvöld, 30. apríl og 7. maí og lengur ef áhugi er fyrir hendi, nánar auglýst síðar. Spilað er í Þöngla- bakka 1, 3. hæð og hefst spila- mennska kl. 20.00. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.