Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Torfi Steinþórs-son fyrrverandi skólastjóri að Hrollaugsstöðum í Suðursveit lést á hjartadeild Land- spítalans í Fossvogi þriðjudaginn 17. apríl síðastliðinn. Torfi fæddist 1. apríl 1915 að Hala í Suð- ursveit, eldra barn hjónanna Steinþórs Þórðarsonar, f. 10.6. 1892, d. 20.1. 1981, og Steinunnar Guð- mundsdóttur, f. 25.11. 1988, d. 14.5. 1981. Systir Torfa er Anna Þóra 28.4. 1917 bú- sett í Reykjavík. Torfi stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugar- vatni 1935-37 og lauk námi frá Kennaraskólanum 1942. Kennsla varð hans ævistarf. Til að byrja með stundaði hann farkennslu; í Borgarhafnarhreppi í Suðursveit 1934-35, í Geithellnahreppi 1937- 39 og í Svarfaðardal 1942-45. Árið 1945 gerðist Torfi skólastjóri við barnaskólann að Hrollaugsstöðum í Suðursveit sem þá var nýstofn- aður. Torfi kom ekki einsamall að Hrollaugsstöðum því að í Svarfað- ardal kynntist hann lífsförunaut sínum Ingibjörgu Zophoníasdótt- ur, f. 22.8 1923, frá Hóli, dóttur Zophoníasar Jónssonar, f. 11.2. 1894, d. 29.9. 1991, og Súsönnu Guðmundsdóttur, f. 6.2. 1884, d. 15.2. 1980. Torfi og Ingibjörg gift- ust 24. október 1944 hjá Sigurði Eggerts sýslumanni á Akureyri og sitt líf og hélt tryggð við ætt sína og uppruna. Torfi og Ingibjörg eignuðust 10 börn og eru 9 þeirra á lífi. Ættleggur þeirra er stór, barnabörnin eru orðin 33 og barnabarnabörnin 14. Torfhildur Hólm Torfadóttir, f. 16.2. 1945, bóndi að Gerði í Suðursveit, gift Þorbergi Erni Bjarnasyni. Þau eiga 6 börn og 10 barnabörn. Steinþór Torfason, f. 29.2. 1948, bóndi að Hala í Suðursveit, kvænt- ur Ólöfu Önnu Guðmundsdóttur. Þau eiga þrjú börn. Drengur f. 27.4. 1950, d. 28. 4. sama ár. 1. október 1952 fæddust þeim hjón- um tvíburarnir Fjölnir og Stein- unn. Fjölnir Torfason er fiskeld- isbóndi búsettur að Hala í Suðursveit. Sambýliskona hans er Þorbjörg Arnórsdóttir og eiga þau fjóra syni. Steinunn Torfadóttir er lestrarráðgjafi við KHÍ, á tvö börn og gift Birni Magnússyni. Þau búa í Kópavogi. Þórbergur, f. 12.3. 1954, veiðieftirlitsmaður búsettur í Reykjavík. Hann hefur eignast átta börn en eitt lést á unga aldri. Barnabörn hans eru fjögur. Sam- býliskona Þórbergs er Jónína Vil- hjálmsdóttir. Zophonías Torfason, f. 6.7. 1956, kennari á Höfn, kvænt- ur Guðrúnu Ingólfsdóttur. Þau eiga 4 börn. Súsanna Björk Torfa- dóttir, f. 2.4.1960, ritstjóri og tveggja barna móðir búsett á Höfn. Hún er gift Ásmundi Þóri Ólafssyni. Margrét Torfadóttir, f. 16.6. 1961, gæðaeftirlitsstarfsmað- ur búsett í Reykjavík. Margrét á einn son og sambýlismaður hennar er Indriði Þorkelsson. Þórgunnur Torfadóttir, f. 24.11. 1965, kennari á Höfn gift Ásgrími Ingólfssyni. Þau eiga þrjú börn. Útför Torfa fer fram frá Kálfa- fellsstaðarkirkju í Suðursveit í dag og hefst athöfnin klukkan 14. fluttu vorið eftir í Suð- ursveit. Frá 1948 til 1966 bjuggu þau hjón ásamt börnum sínum í heimavistarskólanum á Hrollaugsstöðum á veturna en sumrum og öðrum fríum eyddu þau við bústörf með foreldrum Torfa á Hala. Árið 1966 fluttust þau hjón al- farið að Hala en Torfi var skólastjóri í Hrollaugsstaðaskóla til vors 1985 er hann hætti fyrir aldurs sak- ir. Torfi tók virkan þátt í félags- störfum, ekki síst þeim er sneru að ungu fólki. Hann var formaður ungmennafélagsins Vísis í Suður- sveit frá 1946-66. Stjórnarmaður í ungmennasambandinu Úlfljóti frá 1939-60 lengst af sem ritari og for- maður Úlfljóts 1967-76. Torfi var formaður áfengisvarnarnefndar Borgarhafnarhrepps í mörg ár og í stjórn félags áfengisvarnar- nefnda frá stofnun 1958-76. Safn- aðarfulltrúi var hann í Kálfafells- staðarsókn 1967-82 og hreppstjóri Borgarhafnarhrepps og umboðs- maður skattstjóra frá 1964-86. Auk þessa var hann umboðsmaður Brunabótafélags Íslands í tíu ár frá 1976-86, umboðsmaður Dýra- verndunarfélags Íslands í mörg ár, stjórn Menningarsambands A.- Skaft. frá stofnun 1962-69, í stjórn Alþýðubandalagsfélags A.-Skaft. í nokkur ár og fleira mætti telja. Torfi átti lögheimili að Hala allt Tengdafaðir minn, Torfi Steinþórs- son, skólastjóri á Hala í Suðursveit, lést þriðjudaginn 17. apríl, áttatíu og sex ára að aldri. Þó að árin hafi verið orðin mörg og löng lífsganga sé að baki er erfitt að sætta sig við að hann Torfi er ekki lengur á meðal okkar. Á hugann leita minningar um samskipti við mætan mann þar sem aldrei bar skugga á, hvorki þar sem við störf- uðum saman innan veggja skólans á Hrollaugsstöðum í Suðursveit né heima fyrir í dagsins önn. Ég kynnt- ist Torfa fyrst þegar ég flutti að Hala fyrir réttum 29 árum. Þá var margt um manninn á heimili þeirra Torfa og Ingibjargar. Við eldhúsborðið á Hala voru þá gjarnan 15–18 manns á mat- málstímum, hið gamla bændasam- félag var þá enn við lýði. Það kom fljótlega í ljós að hér var um einstakt heimili að ræða þar sem sagðar voru sögur frá gamalli tíð, börnin ólust upp við söngl og barnagælur, draugasög- ur voru enn í fullu gildi, stjórnmál voru rædd af miklum hita yfir hádeg- ismatnum, gamansögur af viðburðum daganna voru krydd í tilveruna, veð- urhræðsla var alþekkt tilfinning og umræður um veður og nákvæmar veðurathuganir tóku dágóðan tíma dag hvern. Á þessu heimili hafði Torfi alið nær allan sinn aldur. Sem lítill strákur sá hann frönsku skúturnar sigla undir fannhvítum seglum úti fyrir ströndinni og beið spenntur eftir að fá að taka þátt í ævintýrum lífsins. Þegar ég fór að hlusta eftir frásögn- um Torfa innan um skvaldur mann- lífsins á Hala fór ekki á milli mála hvað höfðu verið stórviðburðir í dag- anna amstri. Þegar hann var tíu ára gamall fékk hann að fara í alvörusil- ungsveiði, hann fékk að fara í göngu í Staðarfjall og þriðja hetjudáð þess árs var að fá að fara á sjó. Alla tíð síð- an var veiði og sjósókn, klettaferðir og göngur, það sem áhugi hans beind- ist mjög að. Með mikilli nákvæmni gat hann sagt frá hverri einustu sjó- ferð sem hann tók þátt í, hvaða mán- aðardag var róið, hvaða ár, hvað klukkan var þegar lagt var af stað, hvernig veðrið var þann dag, hverjir reru, hve mikið veiddist, hvernig sjó- lag var, hve margir fiskar voru í hlut, jafnvel hvað rætt var um borð. Þegar Torfi sagði hæversklega frá birtist sú frásagnargáfa og það stálminni sem hann hafði fengið í vöggugjöf og er landsþekkt í ritverkum og frásögum Steinþórs föður hans og Þórbergs Þórðarsonar föðurbróður. Eftir að Suðursveitungar hættu að sækja sjó- inn á opnum bátum beint frá fjörunni leið aldrei sá dagur að Torfi liti ekki til sjávar og kannaði hvort væri sjó- veður. Veraldarhafið í suðrinu var honum fram á síðasta dag lifandi ver- öld stórra viðburða sem ástæða var til að gefa gaum. Á sama hátt gat Torfi sagt ná- kvæmlega frá erfiðum göngum og smalamennskum um fjöllin sunnan við Steinasand. Klettaferðir, þar sem þræddar voru örmjóar rákar, og sigið í svelti til að bjarga kindum frá hung- urdauða voru hluti af spennu dag- anna. Að fara í Veðurárdalinn á björt- um haustdegi, ganga inn Breiða- merkurjökul, og þræða síðan fram einstigi og rákar með fjárhópinn á undan sér, það hlýtur að hafa verið „hápunktur ólympíaðsins“ í lífinu hans Torfa. Þannig varð lífsbarátta fólksins að einu ævintýri þar sem reyndi á þrek og útsjónarsemi, en um leið sú ögrun er efldi unga menn til að taka þátt í lífsbaráttunni og takast á við umhverfi sitt og aðstæður. Síðari árin kynntist ég af eigin raun miklum veiðiáhuga Torfa og eljusemi þegar hann hélt áfram að draga björg í bú og stundaði silungsveiði í Breiðaból- staðarlóni öll sumur fram að áttræð- isaldri. Þó að Torfi væri ekki mikill bóndi í sér þá vann hann alltaf að bú- störfum með fjölskyldunni yfir sum- artímann. Allt það sem hann tók sér fyrir hendur var unnið af einskærri nákvæmni og vandvirkni, netalagnir urðu að listgrein, aldrei hnökrar á skriftinni í fjárbókinni eða dregnar skakkar línur, heyböggunum raðað í hlöðurnar af kostgæfni og fylgst með í smalamennskum og fjárragi meðan kraftar leyfðu. Torfi fór til náms á Laugarvatni og lauk síðan kennaranámi frá Kennara- skóla Íslands árið 1942. Kennsla varð síðan hans ævistarf. Í fjörutíu ár var hann í senn skólastjóri og lengst af eini kennarinn við grunnskólann á Hrollaugsstöðum og bar þannig ábyrgð á menntun barna og ung- menna heillar sveitar um langt árabil. Því starfi sinnti Torfi eins og honum var einum lagið. Af einstakri trú- mennsku og samviskusemi var mætt til vinnu hvern dag, kennslan var hnitmiðuð og skipulögð en jafnframt mátti alltaf greina glettni, létta lund og hæfileika til að mæta því sem að höndum bar með ljúfmennsku og jafnaðargeði. Skólastarfið var fjöl- breytt, hann kenndi íþróttir fram að sjötugu og efldi mjög áhuga ung- menna á íþróttum og félagsstarfi, danskennsla var sjálfsögð eins og lestur á bók, hann kenndi börnum að spila félagsvist og síðar bridge, og allt þetta kenndi hann einnig utan veggja skólans. Þannig varð kennslan hans Torfa undirstaðan í félagslífi heillar sveitar þegar fram liðu stundir, allir urðu virkir þátttakendur í skemmt- unum, spilamennsku og íþróttum og allt þetta efldi samfélagið og jók sam- kennd og samhug íbúanna. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að starfa með Torfa tengdaföður mínum að kennslustörfum í tólf vetur. Það var góður skóli fyrir nýúskrifaðan kennara að fá notið leiðsagnar hans fyrstu skrefin. Fyrir allt það ber að þakka nú að leiðarlokum. Eftir lifa ótal minningar frá skemmtilegu skólastarfi með nemendum og sam- starfi við fjölskyldur þeirra og sveit- ungana. Heimahagarnir urðu Torfa alltaf uppspretta ótal tækifæra og þær urðu ógleymanlegar gönguferð- irnar með honum og skólabörnunum niður í Bjarnahraunssand. Þar lá út- róðraskipið Svanur undir Töðu- hrauni, þar sýndi hann okkur hvernig taka ætti lagið þegar róið var út frá fjörunni, og meðan að ungviðið lék í fjöruborðinu horfði Torfi til sjávar og mat aðstæður af glöggskyggni, rétt eins og hann ætlaði að fara að ýta skipi sínu á flot og renna færum. Fyrstu þrjá veturna eftir að Torfi út- skrifaðist úr Kennaraskóla Íslands var hann kennari norður í Svarfaðar- dal. Þar kynntist hann Ingibjörgu konu sinni, sem varð lífsförunautur hans. Það var honum mikið gæfu- spor, börnin urðu tíu, níu þeirra kom- ust á legg og á meðan Ingibjörg bar hitann og þungann af heimilishaldi hjá stórri fjölskyldu og á gestkvæmu menningarheimili, bar Torfi ævinlega björg í bú og aflaði tekna til að sjá fjölmennu heimili farboða. Það var lærdómsríkt að kynnast því æðru- leysi sem einkenndi allt líf þeirra hjóna. Lífsbaráttan varð að mikilli sögu þar sem viðfangsefni daganna urðu að ævintýrum, sem nú er hægt að segja barnabörnum og barna- barnabörnum. Alltaf var tími til glað- værra stunda og að taka á móti gest- um og gangandi af einstakri alúð og hlýju. Á góðum stundum þegar fjöl- skylda og vinir hittust var gjarnan spilað bridge fram eftir nóttu, þar var Torfi á heimavelli og fljótlega eftir að börnin og barnabörnin fóru að þekkja spilin varð það metnaðarmál að læra bridge til að geta tekið þátt í spila- mennskunni. Hann Torfi kveður átthaga sína að vori þegar náttúran er að vakna af vetrardvala. Það minnir okkur öll á hverfulleika lífsins. Brátt mun krían fara að argast í Aurnum, maðkaflug- urnar suða í sólskininu, og fjallshlíð- arnar sunnan við Steinasand grænka mót hækkandi sól. Á kveðjustundu stöndum við mannfólkið með söknuð í hjarta og eigum engin svör við lífs- gátunni, – það fær enginn stöðvað tímans þunga nið. Hvert svífið þið svanir af ströndu með söngum í bláheiðageim. Ég sé það af öllu, þér ætlið í ósýnis fjarlægan heim. Þér kvödduð og komuð ei framar með kliðinn sem lengst hef ég þreyð. En svanir kemst ég þá til yðar ef ómurinn vísar mér leið. (Steingrímur Thorsteinsson.) Svanirnir svífa á braut með klökkv- andi kvaki og koma ei framar til hans Torfa. En við vitum það öll að óm- urinn af kvaki þeirra mun vísa honum leiðina í þann fjarlæga heim sem nú tekur við. Að lokum þakkar fjölskyld- an mín honum Torfa afa fyrir sam- býlið og allar góðu samverustundirn- ar. Við biðjum góðan Guð að styðja og styrkja hana Ingibjörgu ömmu á erf- iðum stundum. Hvíl í friði, Þorbjörg Arnórsdóttir. Komdu blessaður, Torfi heiti ég, velkominn að Hala, spilar þú bridge. Þetta voru fyrstu kynnin mín af hon- um tilvonandi tengdaföður mínum. Ekki efast ég um að spurnar- og undrunarsvipurinn á andlitinu á mér hafi verið kostulegur. En svona var hann bara, kom til dyranna eins og hann var klæddur. Ég hafði þó af að stynja upp að bridge hefði ég aldrei spilað og árla næsta morgun var hann mættur með spilastokkinn, að reyna nú að berja í hausinn á mér leynd- ardóma þess göfuga spils. Hann hætti heldur ekki kennslunni fyrr en hægt var að segja og standa tvo spaða nokkurn veginn hnökra- laust. Mér er ofarlega í minni hversu op- inn og þægilegur hann var strax við fyrstu kynni og þar eignaðist ég ekki aðeins tengdaföður, heldur vin og samherja sem vildi veg manns alltaf sem bestan, fyrir nú utan kímnigáf- una hjá honum, hann átti nefnilega mjög auðvelt með að koma auga á skondnu hliðar tilverunnar, en ef hann gerði einhver glappaskot hló hann manna mest að því sjálfur. Sam- anber mjólkurtankinn, hann var nefnilega með nokkuð marga þumal- putta, í sumum tilvikum, hann var sendur í fjósið að sækja mjólk og það- an kom hann aftur mjög snögglega, með tóma fötuna, og þegar farið var að spyrja hafði vafist fyrir honum hvort ætti nú að hreyfa við krananum eða hespunni sem hélt stútnum á mjólkurtanknum, og hespan varð fyr- ir valinu og innihaldið geystist um allt mjólkurhúsið og út á hlað. En hann tók því með stóískri ró og sagði bara: „Hvað eru nokkrir mjólkurlítrar á milli vina.“ Eitt sinn er hann var á leið frá Hornafirði á gamla moskowitch ásamt eiginkonu og ófrískri tengda- dóttur sprakk hjólbarði á bifreiðinni á Steinasandinum og hann afréð að ná í aðstoð og lagði af stað gangandi, en fljótlega varð á vegi hans dráttarvél med mykjudreifara og keyrði hann á henni heim og sagan segir að allan tímann hafi dreifarinn verið í gangi. Seinna þetta sama kvöld kom einn sonurinn í heimsókn og þá sat kall fyrir framan sjónvarp og horfði á þáttinn Onedin skipafélagið, sem var í miklu uppáhaldi hjá honum. Synin- um fannst eitthvað fámennt í kotinu og spurði: „Hvar er mamma?“ Þá hrökk sá gamli illilega í kút og sagði: „Ansans ég hef víst gleymt þeim austur á sandi.“ Það voru gerðar ráð- stafanir til að sækja þær og ekki veit ég til þess að þeim hafi nokkuð orðið meint af ferðalaginu. Oft er búið að rifja þetta upp og hló þá Torfi manna mest. Þegar talað var um að veiða silung í Lóninu gustaði af kalli og fyrsta sumarið sem ég dvaldi þar varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fara með í veiði. Ekki var afraksturinn mikill í þeirri ferð og fékk ég óspart að heyra það, að ekki væri það nú efnilegt með mig, að sem sjómaður hlyti ég þann heiður að vera fiskifæla númer eitt hjá honum og það tók mig langan tíma að kasta af mér þeirri nafnbót, en ég held nú að það hafi á endanum tekist. Ekki ætla ég mér hér að rifja upp störf hans í gegnum tíðina, þau eru flestum kunn, enda þyrfti ég nú meira pláss til þess. Þegar heilsu tók að hraka sat hann tíðum og hlustaði á hljóðsnældur, en var nú ekki uppteknari af því en það, að ef hefðist að smala saman á græna borðið var öllu sópað til hliðar og gef- ið í bridge. Nú þegar komið er að kveðjustund renna í gegnum hugann minningar, allar ljúfar, um kynni okkar og ekki man ég eftir að okkur hafi nokkurn tíma orðið sundurorða, því hann Torfi á Hala var nefnilega einn af þessum hetjum hvunndagsins sem var ekkert fyrir það gefinn að trana sér fram. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna, í hinum eilífu veiðilendum, þar sem alltaf er sólskin og grasið sí- grænt. Takk kærlega fyrir samfylgd- ina. Elsku Ingibjörg, missir þinn og okkar er mikill og stórt skarð höggvið við fráfall Torfa. Ég bið alla góða vætti að styrkja þig og styðja. Kveðja frá tengdasyni. Ásmundur Þórir Ólafsson. Mig langaði að minnast afa míns með nokkrum kveðjuorðum. Elsku afi, nú ertu eflaust kominn á betri stað þar sem þér líður betur og þú ert á meðal forfeðranna. Ég var svo heppin að fá að kynnast þér og eiga tíma og minningar um þig. Þeg- ar ég kom í fyrsta skipti á Hala átta ára fékk ég að sofa í holunni við hlið- ina á þér og ömmu og þar var ég fyrstu tvö sumrin mín. Þá var hvergi betra að vera. Þú varst mikill sögu- maður og ég man þegar ég var stelpa á Hala og það komu gestir stundum á sumarkvöldum og sest var inn í eld- hús og þú sagðir sögur, en við krakk- arnir fengum ekki að heyra þær vegna þess að þetta voru draugasög- ur og ekki hollt fyrir okkur að heyra. En við Júlíanna systir bjuggum til okkar eigin draugasögur og allt voru það „sannar“ sögur þar sem þú varst aðalhetjan. Á morgnana á Hala fór ég á fætur með þér til að fara að vitja í netin á lóninu, sú minning er mér einna kærust um þig, elsku afi minn. Þú varst skólastjóri og hreppstjóri þegar ég var stelpa og ég man eftir að hafa montað mig af því þegar ég fór heim á haustin, mér þótti ansi merki- leg staða sem afi minn gegndi. Ég er þakklát fyrir að þú hafir hitt frum- burðinn minn og þegar hann stækkar get ég sagt honum frá þér og þegar að hann hitti þig í þessi tvö skipti á Hala. Ég er líka ánægð að hafa fengið að hitta þig á spítalanum áður en þú fórst, þar ræddum við framtíðarbarn- eignir mínar og menntun. Elsku afi, ég kveð þig í hinsta sinn og ég veit að við hittumst aftur vegna þess að þú átt enn eftir að segja mér draugasög- urnar sem gengu í eldhúsinu á Hala. Guð blessi elsku ömmu mína og styrki hana í missi sínum. Heiða Björk Þórbergsdóttir. Elsku afi. Við nutum þeirra for- réttinda að fá að alast upp í Suður- sveit eins og þú og gátum á hverjum degi gengið eða skriðið upp að Hala að hitta þig og ömmu. Þegar við hugs- um til uppvaxtarára okkar er ekki laust við að þú komir oft upp í hug- ann. Þar ber fyrst að nefna skóla- göngu okkar í Hrollaugsstaðaskóla þar sem þú varst skólastjóri og kenndir okkur flestallt sem þá var kennt í barnaskólum. Þú varst iðinn við að kenna okkur að fara rétt með íslenskt mál og varst ófeiminn að minna okkur á ef einhverjir hnökrar voru þar á. Þú varst manna fróðastur um örnefni í sveitinni og nutum við góðs af því. Þótt aðeins væri verið að fara frá Hala að Hrollaugsstöðum þá gastu alltaf bent á eitthvað markvert á leiðinni. Oft fórum við með þér í smalamennsku þar sem þú bentir okkur á hvar við ættum að smala og TORFI STEINÞÓRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.