Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 27
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 27 EINS og fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu hafa lyfjaverslanir, matvörumark- aðir og stærsta snyrtivöru- verslanakeðja Danmerkur hætt sölu á sólarvörn sem inni- heldur eina eða fleiri UV-síur sem taldar eru vera skaðlegar heilsunni. Jafnframt hefur komið fram að hér á landi hefur Hollustuvernd ríkisins farið fram á við heildsala og þá sem framleiða vissar tegundir sólar- varnakrema að vörur með þess- um efnum verði teknar úr sölu tímabundið. Upplýsingar um efnin þrjú sem um er að ræða er hægt að nálgast á vefsíðu heilbrigðiseftirlits Kjósasvæð- is: www.eftirlit.is/Frettir.htm. Upplýsing- ar um UV- síur í sól- arvörn Verslunin Pipar og Salt hefur hafið innflutning á froðuþeytu sem gerir kaffihúsa- drykki eins og cappucino, café au lait og súkkulaði- drykki jafn auðvelda í framleiðslu heima í eld- húsi. Froðu- þreytuna má setja beint í glas eða bolla og þeytir hún heita eða kalda mjólk í kaffidrykkj- arfroðu á tíu sekúndum. Froðuþeytan gengur fyrir batterí- um og er seld í sérstakri öskju. Nýtt Froðuþeyta NÝLEGA hóf Einheild ehf. innflutn- ing á OPI & Nicóle naglasnyrtivör- um en fyrir nokkru hóf bandaríska fyrirtækið OPI framleiðslu og sölu á nagla- lökkunum, styrkefnum og handsnyrtivör- unum. Með hverju keyptu glasi af Nicóle- naglalakki rennur hluti til góðgerðastarfsem- innar „Project Hope“ sem er alþjóð- legt hjálparstarf . Því til staðfesting- ar fylgir peningur í keðju og satínpoki hverju glasi. OPI- vörurnar eru fáanlegar í öll- um helstu stórverslunum, apótekum, nagla- og snyrtistofum og hár- greiðslustofum. Naglalökk CHAPPI er nýtt heilfóður fyrir hunda. Í fréttatilkynning frá Slátur- félagi Suðurlands, sem er innflytj- andi fóðursins, segir að uppskriftirn- ar séu náttúrulegar og hollar fyrir besta vininn. Nýju bragðtegundirn- ar eru: nautakjöt, lifur og pasta og kjúklingur og korn. Hundamatur ♦ ♦ ♦ SÍMAFYRIRTÆKIN Íslandssími og Landssími bjóða upp á eina hefð- bundna reikiþjónustu en reikiþjón- usta er nokkurs konar notkunar- samningur við símafyrirtæki er- lendis. Viðskiptavinir Íslandssíma geta notað GSM-síma í yfir 280 far- símanetum í 123 löndum og Lands- síminn er með samning við 171 far- símafélag í 76 löndum. Tal býður viðskiptavinum sínum að velja tvær leiðir til að nota GSM-síma erlendis. Annars vegar er það hefðbundin reikiþjónusta í 51 landi og samningar við 82 símafyrirtæki en auk þess býð- ur fyrirtækið upp á þjónustu hjá 232 fyrirtækjum í 103 löndum í samstarfi við BT Cellnet. Þá stendur eigendum GSM-síma einnig til boða, og að sögn kunnugra hefur það færst í vöxt, að notendur GSM-síma kaupi sér fyrirframgreidd símakort á ferðum sínum erlendis. Mikilvægt að huga að þjónustu- atriðum sem lækka kostnað Þegar ferðast er erlendis er gott að hafa í huga þjónustuatriði sem lág- marka kostnað en þar bjóða símafyr- irtækin upp á sömu leiðir. Meðal þeirra má nefna að gott getur verið að aftengja talhólfið áður en farið er úr landi. „Það getur verið kostnaðar- samt að hafa talhólf virkt erlendis en öryggisins vegna er það auðvitað gott þar sem þá er alltaf hægt að ná í við- komandi,“ segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Tals. „Fyrir þá sem vilja hafa talhólf- ið virkt mæli ég með því að fólk lesi inn nýja kveðju þar sem fram kemur að viðkomandi er í útlöndum. Þá má geta þess að ef hringt er frá Íslandi í talhólf þess sem er staddur erlendis og hann svarar ekki flyst símtalið aft- ur til Íslands í talhólf. Viðskiptavin- urinn sem staddur er erlendis greiðir því símaflutning til Íslands auk þess að greiða fyrir útlandasímtal þegar hlustað er á skilaboðin. Í bæði skiptin greiðir notandinn fyrir símtal til Ís- lands samkvæmt verðskrá erlenda símafyrirtækisins sem er dýrara en að láta hringja í sig,“ segir Liv en bætir við að ef kveikt er á GSM-síma- num greiðir eigandi talhólfsins út- landasímtal samkvæmt verðskrá er- lenda símafyrirtæksins þegar hringt er í talhólfið hans. Ef slökkt er á sím- anum eða stillt á símtalsflutning „öll símtöl fari beint í talhólfið“ greiðir hann ekki neitt fyrir að láta skilja eft- ir skilaboð í talhólfinu, sá sem hringir greiðir þá hefðbundið GSM-gjald. Pétur Pétursson, upplýsinga- og kynningarstjóri Íslandssíma, bætir við að jafnframt sé hagstætt að not- ast við númerabirti á símanum en því miður bjóða ekki öll erlend símafyr- irtæki upp á þá þjónustu. Þá bendir Elísabet Björgvinsdóttir, viðskipta- fræðingur hjá Landssímanum, á að ef viðskiptavinur er staddur erlendis og vill ekki greiða fyrir símtalið þegar hringt er í hann þá getur hann t.d. lokað GSM-símanum sínum fyrir móttekin símtöl. SMS-skilaboð ódýr samskiptamáti SMS-skilaboð eru yfirleitt ódýrasti samskiptamátinn á ferðalögum er- lendis. Oftast er ódýrara að senda SMS-skilaboð milli manna í sama landi en að hringja og sömu sögu má segja um SMS-skilaboð milli landa. SMS-þjónusta hefur færst mjög í vöxt og yfirleitt er það svo að erlend símafyrirtæki bjóða erlendum við- skiptavinum sínum SMS-þjónustu. Liv, Pétur og Elísabet hvetja öll notendur til að kynna sér vel verð er- lendu símafyrirtækjanna þar sem kostnaður við að hringja til Íslands er breytilegur í sumum löndum þar sem símafyrirtækin eru nokkur. Það er því oft hagstætt að skoða málin áður en haldið er út. Þá leggja þau jafn- framt áherslu á að þegar verið er að nota GSM-síma erlendis gilda verðskrár erlenda fyrirtækisins sem og gjaldtökureglur þess. Slíkar upp- lýsingar geta notendur m.a. fengið í þjónustuverum fyrirtækjanna og á heimasíðum þeirra. Að sögn talsmanna fyrirtækjanna er hægt að stilla GSM-símann á „net- work selection“ og þá „auto“ þegar stigið er út úr flugvél í nýju landi og þá velur síminn sjálfkrafa næsta símafyrirtæki. Þá er einnig hægt að stilla símann á „manual“ en þá velur notandi sjálfur það símafyrirtæki sem hann vill versla við. Kostnaður afar breytilegur Það kostar það sama að hringja til útlanda frá Tal GSM-síma og venju- legum heimilissíma. „Það er ekkert álag á útlandasímtöl hjá Tali og al- menna reglan er sú að ódýrara er að taka við símtali frá Íslandi en að hringja til Íslands,“ segir Liv. Blaðamaður valdi af handahófi hvað það kostar að fá símtal frá Ís- landi í Danmörku en það skal þó taka fram að verð úr GSM-símum er mjög mismunandi eftir löndum og þeim er- lendu fyrirtækjum sem veita þjón- ustuna. Að fá símtal frá Íslandi í Dan- mörku hjá Tali kostar 21,85 krónur á mínútu. „Jafnframt er ódýrast að vera tengdur inn á kerfi Telia en mín- útugjaldið þegar hringt er frá Dan- mörku til Íslands er 52,66 krónur á daginn og 44,53 á kvöldin,“ segir Liv. „Að móttaka símtal frá Íslandi í Dan- mörku hjá Íslandssíma kostar 20 krónur og 43 aura mínútan,“ segir Pétur og bætir við að mínútugjald kerfis Telia, sem jafnframt er ódýr- ast hjá Íslandssíma þegar fólk er í Danmörku og þarf að hringja til Ís- lands, sé það sama á daginn og á kvöldin, eða 45 krónur. Að fá símtal frá Íslandi í Dan- mörku í gegnum Landssímann kost- ar 20 krónur og 90 aura mínútan. „Hagstæðast er að skipta við Sonofon þegar hringt er frá Danmörku til Ís- lands en þar kostar mínútan rúmlega 59 krónur á dagtaxta en kvöldtaxtinn er rúmlega 53 krónur mínútan,“ segir Elísabet og bætir við að þetta verð sé með álagi og íslenskum virðisauka- skatti. Mikilvægt er að hér er aðeins um viðmiðunarverð að ræða en það er aldrei algilt sem m.a. má rekja til þess að gengið getur breyst. Erlend fyrirframgreidd símakort vinsæl Tal býður fyrir utan hefðbundna þjónustu fyrir viðskiptavini erlendis upp á þjónustuna Heimskort BT Cellnet en það er fyrst og fremst hugsað fyrir þá viðskiptavini Tals sem ferðast mikið á framandi slóðir. „Þetta er hefbundið símakort þar sem hægt er að hringja í og úr GSM- símanum. Viðkomandi heldur þó ekki símanúmerinu sínu heldur notar þetta númer eingöngu á ferðalögum utan Íslands þar sem hefðbundnir reikisamningar gilda ekki og m.a. má nefna lönd eins og Bangladesh, Líb- anon og Palestínu,“ segir Liv og bæt- ir við að þessi þjónusta hafi verið tek- in í notkun sumarið 2000. Eins og fram hefur komið hefur færst í aukana að notendur kaupi sér fyrirframgreidd símakort erlendis. Við kaupin geta notendur ekki notast við sín fyrri númer heldur fá ný en til að geta fengið slíka þjónustu þarf fólk ekki að vera í áskrift hjá símafyrir- tækjum heima. En er þessi þjónusta hagstæðari en ef fólk tekur GSM- símana sína erlendis? „Nei, það tel ég ekki vegna þess að fólk þarf að byrja á því að láta vini og ættingja vita af nýja númerinu. Þá er allt eins gott að hringja úr næsta símaklefa. Ég upplifi GSM-síma þannig að hægt sé að ná í mig hvar sem er og hvenær sem er. Ég get einnig hringt óháð því að þurfa að leita að sjálfsala. Ég held að svona sé þessu farið um flesta,“ segir Pétur. Til að styðja mál sitt frekar segir Pét- ur að oft þurfi að greiða stofngjald fyrir nýtt númer og svo er gjaldskrá- in hærri á fyrirframgreiddri síma- þjónustu en hefðbundinni. Sífellt færist í aukana að fólk taki GSM-síma sína með sér til útlanda Ódýrara að taka á móti GSM-sím- tali frá Íslandi en að hringja heim Reuters hronni@mbl.is SMS-skilaboð eru yfirleitt ódýrasti sam- skiptamátinn þegar GSM-sími er notaður á ferðalögum erlendis. Hrönn Indriðadóttir kannaði hvað notendur geta gert til að halda kostnaði í lágmarki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.