Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 29 Sjómenn! Sameiginlegur fundur verður haldinn í dag kl. 14.00 í húsi Sjómannaskóla Íslands við Háteigsveg, Reykjavík. Fundarefni: Staða samningamála í yfirstandandi kjaradeilu við LÍÚ Matsveinafélag Íslands, Sjómannafélag Reykjavíkur, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan og Vélstjórafélag Íslands. PAPPÍRSVINNA kann að hafa sína kosti, en heilbrigt hjarta virðist ekki vera einn þeirra, sérstaklega ekki fyrir konur. Kvenkyns skrif- stofufólki – riturum, móttökustarfsmönnum og skjalavörðum – virð- ist vera hættara en öðr- um konum við hjarta- sjúkdómum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Þessar konur eru lík- legri til að hafa stíflaðar æðar en iðnverkakonur og konur í stjórnunar- stöðum og hjartað í þeim er í verra ásigkomulagi en hjartað í konum sem ekki eru í neinni vinnu. Talið er að um 42% allra vinnandi kvenna eldri en 20 ára í Bandaríkjunum sinni skrifstofustörfum. Fyrir rúmum tveimur áratugum uppgötvuðu vísindamenn að kvenkyns skrifstofufólk átti fremur á hættu að finna fyrir brjóstverkj- um, segir höfundur nýju rannsókn- arinnar, Linda Gallo, sálfræðipró- fessor við Kent-ríkisháskólann í Bandaríkjunum. En þar eð aðferð- irnar sem þá voru notaðar til að greina hjartasjúkdóma voru frem- ur frumstæðar ákváðu Gallo og samstarfsfólk hennar að nýta nýj- ustu tækni til að athuga annan hóp kvenna. Leitað var til Háskólans í Pitts- burgh í Bandaríkjunum, þar sem fylgst hefur verið með hátt í 500 konum frá því um miðjan níunda áratuginn. Eru konurnar nú á sjö- tugsaldri. Þær höfðu gengist undir úthljóðsskoðun til að hægt væri að meta hversu mikið hefði safnast fyrir í æðum þeirra. Vísindamennirnir við Kent könn- uðu þær upplýsingar er fyrir lágu og kom í ljós að tíðni uppsöfnunar er hæst meðal kvenna sem sinna skrifstofustörfum. „Engin þessara kvenna hefur sýnt nein einkenni enn, en þetta sýnir að þær sem eru með mesta uppsöfnun munu eiga við vandamál að etja síðar meir,“ sagði Gallo. Þyngri og sýna fleiri einkenni streitu Það er aftur á móti ekki ljóst hvers vegna konur í skrifstofu- störfum eru í meiri hættu hvað þetta varðar, segir Gallo. Skrif- stofukonurnar í könnuninni voru í mörgum tilfellum þyngri en konur í öðrum störfum, en iðnverkakonur voru líka í þyngri kantinum og æð- ar þeirra voru ekki eins stíflaðar. Skortur á hreyfingu gæti verið or- sökin, segir Gallo. Skrifstofukonur „hreyfa sig ekki mjög mikið,“ sagði Gallo. Andleg heilsa gæti líka haft sitt að segja. „Iðnverkakonur og skrif- stofukonur eru í mörgum tilvikum stressaðri og þunglyndari og finna meira fyrir kvíða,“ segir Gallo. Sennilega væru orsakirnar fleiri en ein. „Manni dettur í hug að skrif- stofukonur lifi frekar hefðbundnu lífi og sjái um fleiri hluti heima fyrir, samanborið við konur í stjórnunarstörfum, sem ef til vill hafa meira jafnvægi á hlutunum.“ Sérfræðingur í vinnustaðastressi segir að niðurstöðurnar úr rann- sókninni við Kent komi ekki á óvart. Meiri líkur séu á að fólk fái hjartasjúkdóma ef það vinnur vinnu þar sem það er undir miklu álagi en ræður sjálft litlu um starf- ið, segir dr. Peter L. Schnall, framkvæmdastjóri Rannsóknar- miðstöðvar í félagslegri faraldurs- fræði við Háskólann í Kaliforníu, Irvine. „Konur eru um það bil tvöfalt líklegri en karlar til að vera í störf- um þar sem unnið er undir álagi,“ segir Schnall. Hann bætir við að margt fólk geri sér ekki grein fyrir því hvaða áhrif streitan sem fylgir vinnunni hefur á hjarta- og æða- kerfið. „Það getur eins verið að fólk segi okkur að það vinni undir álagi, mjög krefjandi starf og það ráði litlu sjálft um starfið en finni ekki fyrir kvíða eða streitu. En þrátt fyrir að fólki finnist það vera heilbrigt kemur oft í ljós að blóð- þrýstingurinn hjá því er óeðlilega hár,“ segir Schnall. „Get ég tekið skilaboð?“ Skrifstofustörf stífla æðar Konur í skrifstofustörfum eru mun líklegri en aðrar til að fá hjartasjúkdóma. Þær virð- ast einnig vera undir meira álagi. The New York Times Syndicate. Associated Press
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.