Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 21 6 manna fullbúin bandarísk fellihýsi á 12“ hjólbörðum Aðeins kr. Innifalið í verði: 1. Sjálfvirk miðstöð 2. Gluggatjöld 3. Kælibox 4. Gaseldavél 5. Gaskútur 6. Trappa 7. 48 lítra vatnstankur 8. Gasviðvörunarkerfi 9. Rafgeymabox 10. Útiljós 11. Varadekk með festingu og hlíf (cover) 12. 50 mm kúlutengi 13. Öflugir stigalausir stál- tjakkar á hverju horni (4) 14. Rafleiðslur í kapalhólk um 15. Sleðar á hjólum á út dregnum rúmum 16. Franskur rennilás vind- ver rúmstæði 17. Krossviður í rúmbotn- um 18. E-coat ryðvörn á undir vagni, vatnsvarinn botn 19. Aðgengi í kæli þó húsið sé lokað/fellt o.m.fl. Opnunartími Virka daga frá kl. 10 - 18.30 Laugardaga frá kl. 10 - 17 Sunnudaga frá kl. 13 - 16 Tökum pantanir núna. Takmarkað magn á þessu verði. Verðbylting á 50w sólarrafhlöðum aðeins kr .46.500 með stjórnstöð Lúxus fortjöld með gluggatjöldum og ál súlum aðeins kr. 89.000 Svefntjöld kr. 9.900 stk. Sértilboð á pakka: Fellihýsi, fortjald, 2 svefntjöld, 50w sólarrafhlaða með stjórnstöð, rafgeymir, gasfylling og skráning kr. 699.000. Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 544 4210/565 6241 Fax 544 4211. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ. Símar 565 6241 og 544 4210. Fax 544 4211. Netsalan ehf. Þjónustuaðili Vegna fjölmargra áskorana verður KNAUS, húsbíla- og hjólhýsasýningin, endurtekin í dag, laugardag ÖLLU starfsfólki almannatengslafyrirtækisins Mekkano hefur verið sagt upp. Mekkano varð til úr sameiningu netlausnafyrirtækisins Gæða- miðlunar og GSP almannatengsla á síðasta ári. Allra leiða hefur verið leitað Aðspurður segir Gunnar Steinn Pálsson, stjórnarformaður fyrirtækisins að GSP al- mannatengsl hafi sameinast netlausnafyrirtæk- inu Gæðamiðlun í byrjun síðasta árs. „Á þeim tíma voru verðmæti slíkra fyrirtækja metin mjög mikil og við sameininguna varð eignarhluti GSP 25% en Gæðamiðlunar 75%. Öllum er kunnugt um að um miðbik ársins var fótunum kippt undan starfsemi netlausnafyrirtækja um allan heim og sá þáttur í starfsemi Mekkano varð illilega fyrir barðinu á breyttum aðstæðum. Að auki er ljóst að þær forsendur netlausna- þáttarins sem lagðar voru til grundvallar sam- einingu fyrirtækjanna reyndust rangar. Enda þótt rekstur auglýsinga- og almanna- tengslaþjónustu GSP og síðar Mekkano hafi gengið vel reyndist útilokað að láta þann hluta rekstursins halda heildarstarfsemi sameinaðs fyrirtækis á floti. Á undanförnum vikum hefur komið í ljós að þær aðgerðir sem eigendur fyrirtækisins gripu til um síðustu áramót til bjargar fyrirtækinu reyndust því miður ekki nægar. Allra leiða hefur verið leitað til þess að tryggja rekstrargrundvöll fyrir Mekkano á nýj- an leik en þær tilraunir hafa því miður ekki bor- ið árangur og því er óhjákvæmilegt að stöðva reksturinn. Á næstu vikum verður þess freistað að innheimta viðskiptakröfur og semja um skuldir með þeim hætti að ekki þurfi að koma til gjaldþrots,“ segir Gunnar Steinn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kom í ljós í október eða nóvember síðastliðnum að staða Gæðamiðlunar hafi ekki verið með þeim hætti sem gert hafi verið ráð fyrir þegar ákvörðun var tekin um sameiningu og eignar- hluti í Mekkano. Einnig hafi komið í ljós um svipað leyti að væntingarnar um viðskipti á árinu hafi verið talsvert miklu meiri en raun hafi verið á. Þá hafi blasað við að Mekkano hafi tapað verulegu fjármagni á netlausnaþætti starfseminnar. Erfið staða þrátt fyrir aðgerðir Heimildir Morgunblaðsins segja að partur af lausn þess vanda sem upp var kominn hafi verið sá að EJS keypti netlausnaþáttinn út úr Mekk- ano, þann þátt sem umtalsvert tap hafi verið á. EJS stofnaði fyrirtækið Kveiki utan um þessa starfsemi og um 40 starfsmenn Mekkano fóru yfir til þess fyrirtækis. Ljóst þykir að þessar að- gerðir hafa ekki dugað til að tryggja reksturinn. Starfsmenn á leið til XYZ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgun- blaðsins mun auglýsingastofan XYZ bjóða um helmingi starfsmanna Mekkano, um 20 manns, starf hjá stofunni, svo fremi sem helstu við- skiptavinir Mekkano kjósi að notfæra sér þjón- ustu þessara starfsmanna áfram. Gunnar Steinn mun vera meðal þessara starfsmanna. Öllum starfsmönnum Mekkano hefur verið sagt upp Óhjákvæmilegt að stöðva rekstur fyrirtækisins Morgunblaðið/Golli Gunnar Steinn Pálsson, stjórnarformaður Mekk- ano, fyrir utan húsnæði fyrirtækisins í Pósthús- stræti. Myndin er tekin sl. haust þegar húsnæðið var tekið í notkun. Um 20 starfsmenn Mekkano til starfa hjá annarri auglýsingastofu ● ÁFRAMHALDANDI samrunatitr- ingur er í breskum bankaheimi eftir ýmsar þreifingar undanfarna mán- uði, sem hafa ekki leitt til neins. Í þetta skipti hafa Bank of Scotland og Halifax, sem er húsnæðislána- og tryggingafyrirtæki, lýst yfir sam- runavilja. Í Financial Times er þó bent á að ýmsar hindranir gætu átt eftir að sýna sig í því ferli. Ef úr verður mun bankinn verða einn af fimm stærstu bresku bönkunum og ellefti stærsti banki Evrópu. Bank of Scotland, sem að mati sumra er einhver best rekni banki Bretlands, hefur gengið vel und- anfarin misseri, en vantar nú rými til að vaxa. Það rými fengist með sam- runa við Halifax, sem hefur útibú um allt Bretland. Bank of Scotland gerir nú þriðju tilraunina til að sameinast banka, á að baki misheppnaðar samrunatilraunir við NatWest og Abbey National. Markaðsverðmæti nýja bankans yrði 27,8 milljarðar punda. Nýi bank- inn yrði þar fimmti í röðinni á eftir HSBC, sem er metinn á 81,1 millj- arð, en þar á eftir koma Lloyds TSB/ Abbey National, Royal Bank of Scot- land, sem er skæðasti keppinautur Bank of Scotland og svo Barclays. Ekki er búist við að samningar verði ljósir fyrr en eftir tvær vikur. Á þeim tíma gæti margt gerst. Vitað er að Barclays er mjög á höttunum eftir leið til að stækka, en af hálfu bank- ans hefur verið gefið í skyn að bank- inn hafi einnig auga á möguleika til að renna saman við banka í Evrópu. Halifax og Bank of Scotland ræða sam- einingu London. Morgunblaðið. SKRÁNING hlutabréfa norska ol- íufélagsins Statoil fer að öllum lík- indum fram 18. júní nk. í kauphöll- unum í Ósló og New York. Norska Stórþingið hefur sam- þykkt að hefja einkavæðingu norska olíufélagsins Statoil og var málið afgreitt á fimmtudag, að því er Dagens Næringsliv greinir frá. Undanfarið hefur ríkt óvissa um hvort fresta þyrfti skráningu Statoil a.m.k. til haustsins þar sem samkomulag náðist seint á milli þingflokkanna um hve stór hluti af beinum eignarhlut ríkisins í olíu- og gaslindum á norsku landgrunni (SDØE) yrði seldur Statoil og öðr- um olíufélögum. Nú verður settur kraftur í und- irbúning hlutafjárútboðs og fyrri hluta júnímánaðar munu Olav Hytte, forstjóri Statoil, og félagar nota til að kynna fyrirtækið á fjár- málamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum, en áætlað er að selja á bilinu 15-25% af Statoil í fyrstu lotu. Orkumálanefnd Stórþingsins skilaði nýlega þeirri niðurstöðu sinni að ríkið myndi selja 21,5% af SDØE og skipta sölunni þannig að Statoil keypti 15% og Norsk Hydro og önnur olíufélög keyptu 6,5%. Nýtt eignarhaldsfélag verð- ur stofnað um það sem eftir stend- ur af SDØE. Samningaviðræður Statoil og ol- íu- og orkumálaráðuneytisins um verð á SDØE-hlutanum sem Stat- oil fær að kaupa hefjast nú þegar. Sú verðlagning hefur mikið að segja fyrir verðlagningu á hluta- bréfum Statoil í komandi útboði. Útboðslýsing mun ekki liggja fyrir fyrr en þessum samningaviðræð- um er lokið. Einkavæðing Statoil hafin Ósló. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.