Morgunblaðið - 28.04.2001, Side 19

Morgunblaðið - 28.04.2001, Side 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 19 Breiðabólstað í Fljótshlíð – Á sumardaginn fyrsta stigu nemendur Fljótshlíðarskóla á fjalirnar og sýndu Dýrin í Hálsaskógi undir leikstjórn Svölu Arnardóttur. Löng hefð er fyrir uppsetningu leikrits í skólanum þar sem öll börnin taka þátt. Foreldrar og aðrir sem þess óska njóta síðan afrakstursins á sumardaginn fyrsta ár hvert. Að þessu sinni fóru börnin á kostum í alla staði og minnti frammistaða þeirra einna helst á leik barna í leikritinu Bugsy Malone sem sýnt var í Reykjavík við frábæran orðstír og dóma. Leikgleði, söngur og hljóðfæraleikur var afar eft- irtektarverður, börnin örugg og fumlaus í hlutverkum sínum. Sviðsmynd og búningar voru sérstaklega vel hannaðir. Sýningargestir fögnuðu börnunum ákaft í lok sýn- ingar. Nemendur fóru á kostum í Dýr- unum í Hálsaskógi Skógarmýsnar taka lagið. NÝLEGA afhenti Reykhóladeild Lionsklúbbs Búðardals tveimur þjónustustofnunum í heimabyggð- inni veglegar sumargjafir. Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð var færður baðstóll að verðmæti 270.000 kr. og heilsu- gæslustöðinni á Reykhólum neyð- artaska með súrefnismettunar- mæli að verðmæti 240.000 kr. Fjármagn til þessara tækja- kaupa fékk deildin að meginhluta frá góðum styrktaraðilum. Ber þá fyrst að nefna Menningarsjóð Landsbanka Íslands en hann gaf andvirði stólsins og kaupin á neyð- artækjatösku strkut með fjárfram- lögum, Lilja Þórarinsdóttir, Eyra- sparisjóður, Kaupfélag Króks- fjarðar, Kvenfélag Geiradals- hrepps, Kvenfélagið Liljan, Reyk- hólahreppur, Verkalýðs- og sjó- mannafélagið Grettir og Þörunga- verksmiðjan hf. Deildin biður fyrir þakkir til þessara aðila fyrir framlag þeirra og þann góða skilning sem þeir sýndu þessari viðleitni deildarinn- ar til þessa að bæta og treysta bú- setu í Reykhólahreppi. Sumargjafir frá Lionsmönnum á Reykhólum Blönduósi - Kýrnar á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal fengu á miðvikudag í fyrsta sinn á þessu vori að líta dalinn sinn eft- ir langa inniveru. Þorbergur Aðal- steinsson bóndi sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði aldrei ver- ið svona snemma á ferðinni með að setja kýrnar út. Það var með ólíkindum hversu Eyjólfsstaðakýrnar voru hátt- prúðar þennan fyrsta útivistardag sinn. Þó mátti sjá létta spretti og ein og ein kýr sletti úr klaufunum og óútkljáð deilumál sem orðið hafa til yfir dimma vetrarmánuði voru leyst þennan sól- ríka aprílmorgun í Vatnsdalnum. Kýrnar óvenju- snemma út Morgunblaðið/Jón Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.