Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 22
ÚR VERINU 22 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ AUKA þarf verndun umhverfisins og öryggi skipa með því að huga að takmörkun umferðar skipa innan svæðisins frá Dyrhólaey suður fyrir Vestmannaeyjar að Fuglaskerjum og þaðan að Garðskaga. Þetta er megin niðurstaða nefndar sem sam- gönguráðherra skipaði og hafði það hlutverk að móta skýrar reglur um tilkynningarskyldu og afmörkun siglingaleiða olíuskipa og annarra skipa sem sigla með hættulegan varning inn í íslenska efnahagslög- sögu en nefndin skilaði nýlega skýrslu til ráðherra. Þar sem Íslendingar geta haldið því fram að sjávarafurðir þeirra komi frá ómenguðu hafsvæði myndi meng- unarslys við Ísland hafa víðtæk áhrif á þá ímynd sem og á markaði og efnahag. Frá þessu er greint í fréttabréfi Siglingastofnunar, en þar segir svo: „Í skýrslunni er í því samhengi bent á að við suður- og suðvesturströnd landsins eru mikilvægar hrygningar- stöðvar margra nytjastofna, t.d. þorsks, ýsu, loðnu, ufsa og síldar. Al- gengasta siglingaleiðin til Faxaflóa- svæðisins liggur fram hjá Vest- mannaeyjum, um Selvogsbanka fyrir Reykjanes og um sundið milli lands og Eldeyjar (Húllið). Sjávarfalla- straumar eru miklir í sundinu og mynda þeir Reykjanesröst. Hún get- ur orðið illfær í stórviðrum og þarf þá að sæta föllum til að komast í gegn. Þá eru Surtsey og Eldey og haf- svæðin umhverfis þær friðlýst nátt- úruvætti og í Eldey er talin vera mesta súlubyggð heims. Sjófugla- stofnar á varpsvæðum, einkum ung- fugl, geta beðið verulegan skaða af ef olíuslys verður. Svæðið sem um ræðir er allt innan íslenskrar landhelgi en samkvæmt al- þjóðalögum hefur Ísland óskoraðan rétt til að takmarka siglingar á því. Eins og áður sagði er nefndin sam- mála um nauðsyn þess að auka verndun umhverfisins og öryggis skipa með því að huga að takmörkun umferðar skipa innan svæðisins frá Dyrhólaey suður fyrir Vestmanna- eyjar að Fuglaskerjum og þaðan að Garðskaga. Lagt er til að umrætt hafsvæði eða hlutar þess verði lýst sem sérstakt hættusvæði þar sem sjófarendum beri að sýna sérstaka aðgæslu. Þetta þýðir m.a. að upplýsingar um svæðið er varða siglingahættu og varnir gegn mengun verða settar inn í sjókort hvar sem þau eru gerð í heiminum, krafa verður gerð um til- kynningarskyldu við siglingu um svæðið og aukna þekkingu skip- stjórnarmanna. Um tvo kosti að velja Nefndin telur að við útfærslu til- lagnanna sé í meginatriðum um tvo kosti að velja: A) að viðkomandi haf- svæði verði skilgreint sem eitt órofið svæði. Þó er ágreiningur um hvort það skuli skilgreina sem varúðar- svæði (Pre-cautionary Area) eða svæði sem ber að forðast (Area to be Avoided). B) hafsvæðinu yrði skipt í tvö svæði sem beri að forðast en milli þeirra yrði siglingaleið um sundið milli lands og Eldeyjar, Húllið, þar sem heimilt yrði að sigla að uppfyllt- um tilteknum skilyrðum. Innan nefndarinnar eru uppi efa- semdir um öryggi þess að sigla út fyrir svæðið sem um ræðir og er því lagt til að fram fari rannsóknir á öldufari og straumum og áhrifum þess á siglingaöryggi mismunandi tegunda skipa og að samanburður verði gerður við núverandi siglinga- leið um umrætt hafsvæði. Slíkri rannsókn ætti að vera lokið eigi síðar en 2004. Það er tillaga nefndarmanna að ekki verði tekin endanleg afstaða til þess hvor kosturinn verði valinn fyrr en niðurstöður þeirra rannsókna liggi fyrir. Þangað til slík rannsókn hefur far- ið fram er talin þörf á að grípa til ráð- stafana sem hafi það að markmiði að auka siglingaöryggi á svæðinu og draga úr líkum á atvikum sem hefðu í för með sér víðtæka olíumengun. Gerð er tillaga um eftirfarandi ráð- stafanir: A) Á svæðinu milli Vest- mannaeyja og lands og í Húllinu yrði komið á tilkynningaskyldu allra skipa sem það sigla. B) Lagt er til að kynning fari fram meðal kaupskipa- og fiskiskipaút- gerða á áhættuþáttum vegna sigl- inga skipa og fiskveiða vegna mik- ilvægis hafsvæðisins og uppeldis- stöðva helstu nytjastofna þjóðar- innar. C) Olíuflutningaskipum með meiri farm en 5.000 tonn verði skylt að sigla sunnan Vestmannaeyja og sam- kvæmt tiltekinni leið að Reykjanesi og um Húllið. Breytingar á stjórnsýslu Verði niðurstaða rannsókna um strauma, sjólag o.fl. þess valdandi að kostur A verði valinn er lagt til að siglingar skipa stærri en 500 brúttó- tonn um þetta afmarkaða svæði verði takmarkaðar. Undanskilin verði þó öll fiskiskip, svo og skip sem koma frá útlöndum og taka fyrstu höfn hérlendis innan svæðisins. Nefndin leggur til að Siglinga- stofnun, Landhelgisgæslan, Holl- ustuvernd ríkisins og Almannavarnir geri með sér skriflegt samkomulag um samvinnu, verkaskiptingu og við- brögð við yfirvofandi hættu og/eða óhappi sem orðið hefur á sjó. Að síðustu er lagt til að kannaður verði fjöldi og tegundir lífvera í fljót- andi sjókjölfestu sem losuð er hér við land. Siglingaleiðir olíuskipa og annarra skipa sem sigla með hættulegan varning Svæðið frá Dyrhólaey að Garðskaga viðkvæmt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.