Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 33 þess að um lögvernduð starfsréttindi sé að ræða. Ég ítreka, að sá rammi, sem myndaður hefur verið utan um menntakerfi okkar, er orðinn mjög sveigjanlegur enda hefur verið unnið mikið þróunarstarf til að koma sem mest og best til móts við einstaka nemendur. Að því leyti er íslenska menntakerfið í fremstu röð.“ Dreifmenntun og fartölvuvæðing Björn segir að spennandi tímar séu fram- undan í skólamálum og áhugavert verði að fylgjast með hvernig upplýsingatæknin nýt- ist til kennslu og hvaða áhrif hún hafi á þró- un skólanna sem stofnana. Nýlega kynnti hann stefnu ráðuneytisins um dreifmenntun eða rafrænt menntakerfi. „Það er skólastarf, sem byggist á því að nemandinn geti stundað nám í skólastofunni eða heima hjá sér og lok- ið áföngum á þeim tíma, sem honum hentar og með því að afla sér fræðslu í skólum eftir eigin höfði. Breytingar eru örar í þessum efnum og nýlega var til dæmis kynnt að MIT, hinn heimsfrægi tækniháskóli í Boston, hefði ákveðið að bjóða allt sitt nám ókeypis á Netinu og stjórnendur skólans telja það ekki munu draga úr áhuga á að sækja sjálfan skólann í Boston þótt skólagjöld þar séu 26 þúsund Bandaríkjadalir á ári.“ Tölvur í framhaldsskólum og á heimilum eru engin nýjung lengur, en aftur á móti bendir ýmislegt til þess, að fartölvuvæðing framhaldsskólanema gangi hraðar fyrir sig en menn væntu. Þrír þróunarskólar í upplýs- ingatækni, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi og Menntaskólinn á Akureyri hafa í vetur unnið að tilraunum með fartölvuvæðinguna og þykja þær almennt gefa góða raun. Var reynslan af þessu verkefni meðal annars kynnt á tæplega 900 manna ráðstefnu menntamálaráðuneytisins UT2001 í Borgar- holtsskóla fyrir skömmu. Var sérstaklega ánægjulegt að sjá þar hve mikinn áhuga kennarar hafa sýnt fartölvuvæðingunni en þeir kynntu á ráðstefnunni breytingar á kennsluháttum með tilkomu fartölvanna. Skólastjórnendur og kennarar hafa einnig orðið varir við mikinn áhuga nemenda á notkun fartölva í námi, sem gjörbreytir öllum vinnubrögðum þeirra. Fleiri skólar en þessir þrír hafa einnig farið inn á braut fartölvu- væðingarinnar og verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni á þessu sviði. Ráðuneytið mótaði ákveðna stefnu í þessu efni og áhugi á að fylgja henni eftir er mikill, þótt ýmis ljón séu í veginum, eins og ávallt þegar tekin eru upp nýmæli. Leggja þarf áherslu á að þróa kennsluhugbúnað á íslensku fyrir Netið en um þessar mundir er ráðuneytið að kanna sérstaklega hvernig kennsluhugbúnaður er nýttur í grunnskólum. Þá er ráðuneytið einn- ig að vinna að því að móta kröfur vegna auk- innar fjarskiptaþjónustu við skóla í samræmi við aukna netnoktun og fjarkennslu.“ Mat á gæðum skólastarfs eflt Þótt Björn sé þess fullviss að Íslendingar standi framarlega meðal jafningja hvað varði umgjörð menntamála, segist hann, eins og fleiri, spyrja sig þeirrar áleitnu spurningar, hvort sjálfur tíminn í skólanum sé nægj- anlega vel nýttur. Hvort gerðar séu nógu miklar kröfur til nemenda, hvort þeir fái nógu verðug verkefni og hvort sami andi ríki í íslenskum skólastofum og menn telja best- an annars staðar eða kynnast erlendis. „Við heyrum oft heimkomna Íslendinga hafa á orði, að börn þeirra hafi kynnst betri skólum erlendis en hér á landi, þótt hitt heyrist einnig, að skólarnir hér séu betri en í útlöndum. Mat af þessu tagi er almennt ein- staklingsbundið og við verðum að hafa í huga, að margir Íslendingar, sem dveljast er- lendis, eru í háskóla- eða rannsóknaumhverfi, þar sem allir eru mjög með hugann við menntun og gildi hennar. Setur það að sjálf- sögðu svip sinn á allt skólastarfið, ekki síður leikskóla og grunnskóla en framhaldsskóla. Í slíku umhverfi gerir fólk almennt miklar kröfur til menntunar og er sjálft mjög virkt í foreldrastarfi. Víða erlendis er foreldrastarf í skólum miklu meira en hér og beinlínis sett sem skilyrði við innritun barns í skóla, að foreldrar þess séu til þess búnir að leggja mikið af mörkum til skólastarfsins. Þegar kemur svo að því að þessir sömu Íslendingar flytjast heim á ný, eru aðstæðurnar allt aðr- ar og foreldrarnir sundurleitari hópur en tíðkast til dæmis í erlendum háskólabæjum, þar sem allir eru að fást við menntun í einni eða annarri mynd. Ég segi þetta ekki til að gera lítið úr gildi samanburðar á milli skóla eftir löndum, heldur til að minna á, að taka verður tillit til margra atriða við slíkt mat og forðast alhæfingar. Hvarvetna er hugað að mælistikum til að fylgjast með árangri í skólastarfi. Ákvörð- unin um að birta niðurstöður á samræmdum prófum með þeim hætti, að unnt er að bera saman skóla er viðleitni í þá átt að gefa fólki kost á að meta skólana eftir samræmdri mælistiku, þótt hún segi vissulega ekki allt um innra starf skóla. Mjög erfitt er að meta kennslustörf á einfaldan hátt, þó svo að þjóð- ir hafi verið að fikra sig inn á þá braut. Fréttir frá Bretlandi um þessi mál sýna, að kröfur um árangursmat á störfum kennara geta leitt til harðra deilna við þá. Rök hníga að því, að árangursmat á störf kennara verði, þegar fram líða stundir, talið meðal óhjá- kvæmilegra þátta í skólastarfinu til að tryggja góða kennslu. Skref hafa verið stigin hjá okkur til að efla mat á gæðum skóla- starfs, t.d. með því að stofna sérstaka mats- og eftirlitsdeild innan menntamálaráðuneyt- isins og hefur hún á fáum árum skilað góðu starfi. Spurning er hvort koma eigi á fót sjálfstæðri stofnun til að sinna þessu mik- ilvæga hlutverki, eins og gert hefur verið víða um lönd. Ég tel ekki rétt að huga eingöngu að því sem kennarinn er að gera, þegar litið er til árangurs af skólastarfi heldur verði einkum að líta til þriggja aðila: nemenda, kennara og foreldra. Starfi þeir ekki saman er ekki við því að búast, að skólastarfið skili besta ár- angri sem að er stefnt. Foreldrar þurfa að tengjast skólastarfinu meira en þeir hafa gert og nauðsynlegt er að skilgreina verka- skiptingu milli heimila og skóla með nýjum hætti í ljósi þess, hve þjóðfélagið breytist ört. Þetta er hinn lifandi þáttur skólastarfsins en ekki það sem gerist hjá okkur, sem setjum því ytri umgjörð með lögum, reglum og nám- skrám. Við sem sitjum í stjórnunarstöðum verðum hins vegar að fylgjast náið með þró- uninni og sjá til þess, að ytri umgjörðin lagi sig að henni. Nú hafa sveitarfélögin tekið að sér rekstur grunnskólans og við sjáum vænt- anlega vaxandi fjölbreytni í þjónustu hans eftir þeirri stefnu, sem mótuð er innan ein- stakra sveitarfélaga, og foreldrar velja sér frekar en áður búsetu eftir því áliti, sem þeir hafa á skólum. Það er því til dæmis ekki spurning í mínum huga hvort í boði verður raunverulegur heilsdagsskóli með heitum há- degismat heldur hvenær.“ Á nýlegum ráðherrafundi OECD voru sér- fræðingar fengnir til að fræða menntamála- ráðherra aðildarríkjanna um námsgetu og þar kom fram, að mannsheilinn geti tekið við ótæmandi magni upplýsinga frá ungum aldri og hann sjái sjálfur um að vinsa það úr þeim, sem hann telur gagnlegt og nýtilegt. Segir Björn, að í þessum boðskap felist meðal ann- ars, að ekki eigi að hika við að gera kröfur til ungra skólabarna og leyfa þeim að takast á við krefjandi verkefni. Þetta falli vel að þeirri skoðun sinni, að nýta eigi tímann í grunn- skólanum sem best með markvissu námi og huga þurfi að því, hvort útfæra eigi aðal- námskrá leikskóla með ákveðnum kröfum. „Ég heyri stundum, að nemendum í yngstu bekkjum grunnskóla finnist þeir hafa of lítið að gera í skólanum, en þetta getur vissulega markað viðhorf þeirra til skólans alla tíð. Börn mega ekki halda, að í skólum eða endranær þurfi ekki að leggja að sér til að ná árangri, með því er þeim gefin röng hug- mynd um það, sem þau eiga eftir að kynnast síðar á skóla- eða lífsgöngu sinni. Um leið og hugað er vel að þeim, sem standa höllum fæti, á að hvetja þá, sem vilja til leggja meira á sig. Til dæmis er nú unnt að útskrifast úr 9. bekk grunnskóla, ef nemendur hafa til þess getu. Það felst í því aðsetja nemandann í öndvegi, að allir fái að njóta sín og skólar hafa mörg úrræði til þess. Það er mikil gróska í þróunar- og tilraunastarfi innan ís- lenska skólakerfisins eins og sést til dæmis af styrkjum úr þróunarsjóðum mennta- málaráðuneytisins og vaxandi áhuga á rann- sóknanámi meðal þeirra, sem leggja stund á kennaranám.“ Grunnskólinn undir stjórn foreldra? Björn er inntur álits á því hvort hann telji rétt að létta beri rekstrarkvöð af ríkinu svo auka megi sveigjanleika skólana. Minnir hann á, að ríkið hafi afsalað sér miklu valdi á skólastarfi með því að færa grunnskólann til sveitarfélaganna. Hann telji það ekki end- anlega tryggingu fyrir góðu skólastarfi, að það sé alfarið í höndum ríkisins og sama eigi í raun við um sveitarfélögin, enda hafi hann sagt, að með flutningi grunnskólans væri tekið fyrsta stóra skrefið til að flytja hann undir stjórn foreldra sjálfra. „Ef tryggt er að sú þjónusta, sem nemand- inn á að fá, sé góð, skiptir ekki máli, hver veitir hana. Ég hef til dæmis ekki séð neitt sem mælir gegn tilboði Íslensku mennta- samtakanna í kennsluþátt Áslandsskóla í Hafnarfirði. Mér finnst í raun mjög spenn- andi að fylgjast með gangi mála í Hafn- arfirði. Foreldrar hafa brugðist vel við og hugmyndafræðin að baki skólastefnunni virð- ist vera sú að virkja nemendur og foreldra með nýjum hætti. Ríkið hefur ekki boðið út kennsluþátt skóla en á hinn bóginn samið við einkaaðila um að þeir taki að sér skólarekst- ur, þótt í litlum mæli sé. Kannski koma þeir tímar, að menn telja eðlilegt að ríkið bjóði út rekstur skóla eins og aðra starfsemi og hafi einungis það hlutverk að fylgjast með skóla- starfinu og réttarstöðu nemenda. Í framtíð- arstefnu sinni um dreifmenntun gerir menntamálaráðuneytið ráð fyrir miklum breytingum á innra starfi skóla og sambandi nemenda við kennara sína á framhaldsskóla- stigi. Hugmyndir um fjármögnun og rekstur skóla eiga ekki síður eftir að breytast en að- ferðir við kennslu og miðlun þekkingar. Við leggjum nú áherslu á að fjármunir fylgi nem- andanum á námsleið hans og með auknu frelsi nemenda til að velja sér nám í dreif- menntun er óhjákvæmilegt að skilgreina fjárstreymið innan skólakerfisins í samræmi við það,“ segir menntamálaráðherra að lok- um. Morgunblaðið/Árni Sæberg Björn Bjarnason menntamálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.