Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fæðubótarefni Hertar reglur til umræðu Konur Skrifstofu- störfin taka á Lesblinda Tungumálin eru miserfið Sálfræði Fara einkalíf og vinna vel saman?HEILSA Hvernig get ég dregið úr togstreitu sem myndast á milli vinnu og einkalífs? SVAR Togstreita stafar af því að gerðareru til okkar kröfur úr fleiri en einni átt sem við viljum bregðast við eða svara. Gera verður greinarmun á togstreitu til skemmri eða lengri tíma. Á ákveðnum tíma get- ur starfið haft forgang fram yfir einkalífið og öf- ugt. Þegar við, sem dæmi, skiptum um vinnu viljum við gjarnan tileinka okkur nýja starfið á sem skemmstum tíma. Álagið sem því getur fylgt veldur því að við höfum takmarkaðan tíma til að sinna eigin þörfum og fjölskyldunnar. Þegar veikindi barna, maka eða annarra ástvina steðja að viljum við að sama skapi sinna við- komandi af heilum hug án þess að þurfa á sama tíma að hafa áhyggjur af starfinu. Þetta er dæmi um togstreitu til skemmri tíma, aðstæður sem við ráðum við og ekki er aðkallandi að bregðast sérstaklega við. Þá reynir á skilning vinnuveitanda, maka, barna og annarra ástvina sem og eigið úthald. Ef þú hins vegar stendur frammi fyrir því að álag sem fylgir starfinu þínu er farið að hafa neikvæð áhrif og fjölskyldu- og einkalífið eða að álag vegna aðstæðna í einkalíf- inu er farið að hafa neikvæð áhrif á frammi- stöðu þína í starfi er um að ræða togstreitu til lengri tíma. Álagið er meira en þú ræður við eða kærir þig um. Ýmsar leiðir eru færar sem geta stuðlað að því að draga úr togstreitu á milli vinnu og einkalífs þegar svo er komið.  Kannaðu hvort og þá með hvaða hætti vinnu- veitandi þinn getur komið til móts við þarfir þínar og aðstæður. Ef til vill getur hann gert þér kleift að draga úr starfshlutfalli þínu, að minnka yfirvinnu, stytta vinnuvikuna, leyft þér – innan ákveðinna marka – að ákveða hvenær dagsins þú hefur störf og lýkur störf- um eða veitt þér (launalaust) leyfi t.d. þegar um páska-, jóla- og sumarleyfi er að ræða í grunnskóla barnanna. Betri skipulagning og skipting verkefna svo og möguleikinn á að vinna heima fyrir eru ennfremur kostir sem skoða má í þessu sambandi. Möguleikarnir eru margir og henta misvel mismunandi fyr- irtækjum, starfsemi, einstaklingum sem og skipulagningu vinnunnar. Leitaðu leiða í samvinnu við yfirmann þinn sem bæði gera þér kleift að samhæfa vinnu og einkalíf og eru fyrirtækinu til hagsbóta.  Ef þú upplifir ójafnvægi á milli vinnu og einkalífs er mögulegt að þú sért ekki að ráð- stafa tímanum þínum í samræmi við eigin markmið og gildi. Því getur verið gagnlegt fyrir þig að: gera upp við þig hvað það er sem skiptir þig mestu máli í lífinu og skoða hvernig þú ráð- stafar tímanum þínum í dag  skoða hvernig þú vilt ráðstafa tímanum þínum – mynda þér skoðun á því í hverju jafnvægi starfs og einkalífs er fólgið fyrir þig  ásetja þér að grípa til aðgerða  gera þér grein fyrir hvaða hindranir kunna að verða á leiðinni að settu marki  íhuga hvaða aðgerða þú þarft að grípa til til að yfirstíga hindranirnar  gera eitthvað í því! Vinnuveitandi þinn getur ef til vill veitt þér aukinn sveigjanleika í tilhögun vinnutíma eða starfshlutfalli. En umfram allt verður þú sjálf (ur) að ákveða hvernig þú vilt ráðstafa auknum tíma – viltu t.d. verja honum til vinnu, í heim- ilisstörf, líkamsrækt eða aðra tómstundaiðju, með fjölskyldunni eða vinum? Viltu verja mikl- um tíma í einn þátt tilverunnar eða viltu frekar sinna þeim öllum eins vel og mögulegt er? Jafnvægi vinnu og einkalífs Eftir Lindu Rut Benediktsdóttur Gera verður greinarmun á togstreitu til skemmri eða lengri tíma. Höfundur er sérfræðingur hjá Fyrirtækja- og starfsmannarannsóknum Gallup. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, félags- leg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á veg- um persona.is. Senda skal fyrirspurn í tölvupósti á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á vefsetri persona.is ÞÖRF er á nýjum ströngum reglum til að hægt sé að fylgjast með sölu og notkun á fæðubótarefnum, þ.e. þeim vítamínum og jurtalyfjum sem um 60 af hundraði Bandaríkjamanna nota núorðið. Er þetta niðurstaða nýrrar könnunar sem gerð var á vegum bandarískra yf- irvalda. Samkvæmt uppkasti að skýrslu frá bandaríska heil- brigðismálaráðuneytinu um könnunina vernda núver- andi reglugerðir neytendur ekki nægilega vel fyrir þeim hættum sem fylgja fæðubótarefnum. Markaðssetning þeirra sé ekki háð öryggisprófunarstöðlum matvæla- og lyfjaeftirlitisins og framleiðendum sé ekki skylt að greina frá heilsuspillandi áhrifum sem fólk er tekur efn- in finni fyrir. Skráning og tilkynningaskylda Þess í stað reiði eftirlitið sig á að framleiðendur veiti sjálfviljugir upplýsingar um heilsuspillandi áhrif og „sjaldan er fyllilega ljóst hvort þörf er á að gera örygg- isráðstafanir“ vegna fæðubótarefnis. Í niðurstöðum könnunarinnar er hvatt til að settar verði reglur um að framleiðendur fæðubótarefna skuli skrá sig og vörur sínar hjá eftirlitinu og tilkynna því um öll heilsuspillandi áhrif. Samkvæmt nýlegri athugun eftirlitsins er áætlað að því berist fregnir af innan við einu prósenti tilvika heilsuspillandi áhrifa fæðubótarefna, jafnvel þótt í sum- um tilvikum sé um að ræða áhrif sem talin eru tengjast alvarlegum fylgikvillum. Til fæðubótarefna teljast til dæmis vítamín, steinefni, jurtir og amínósýrur. Tekið er fram í niðurstöðum könnunarinnar að þessi efni geti ver- ið heilsubætandi en þeim fylgi einnig áhætta. Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur varað við efnum á borð við efedrín, sem getur valdið heilaáfalli, og sumum jurtalyfjum sem eru markaðssett sem svefnlyf eða megrunarlyf en hafa valdið hjartaáfalli, heilablóðfalli og jafnvel dauða. Eftirlitið hefur í mörgum tilvikum ekki getað fundið út hvaða efni eru í vörum sem nefndar hafa verið í tilkynningum um heilsuspillandi áhrif, því að merkingar vantar á 77% af þeim vörum sem nefndar hafa verið í slíkum tilkynningum, samkvæmt niðurstöð- um könnunarinnar. Í 71% tilvika var ekki einu sinni tek- ið fram í hvaða borg og ríki varan væri framleidd. Þörf á nýjum reglum um fæðubótarefni Associated Press Unnið að framleiðslu fæðubótarefnis. Yfirvöld heilbrigðismála í Bandaríkjunum Washington. AP. ENSKAN kann að vera heimstungan en fá tungumál eru erfiðari lesblind- um börnum. Þau þurfa nefnilega að læra rúmlega 1.100 samsetningar stafa sem notaðir eru til að tjá 40 hljóð í ensku. Í rannsókn sem nýverið var gerð opinber í tímaritinu Science er sett fram sú tilgáta að þessi staðreynd geti skýrt út hvers vegna lesblindir reynast vera tvisvar sinnum fleiri í enskumælandi löndum en í öðrum þeim þar sem ekki eru töluð svo hljóð- fræðilega flókin tungumál. Rannsóknin var gerð á þann veg að teknar voru heilasneiðmyndir af les- blindum á Ítalíu og í Frakklandi og Englandi. Þær myndir voru síðan bornar saman við lestrargetu viðkom- andi. Chris D. Frith, sem starfar við Uni- versity College í Lundúnum, segir að rannsóknin hafi sýnt fram á að les- blindir eigi mun auðveldara með að lesa ritmál þeirra tungumála þar sem full eða góð samsvörun er á milli stafa og hljóða. „Í ensku er að finna fleiri en eitt þúsund mismunandi ritform til að tjá hljóðin í málinu,“ segir hann. Til samanburðar má nefna ítölsku. Í því tungumáli er að finna 33 að- greinanleg hljóð sem tjáð eru með að- eins 25 bókstöfum eða samsetningum þeirra. Enda er greinilegt að lesblind- um er lífið ekki jafnerfitt á því mál- svæði. Vísindamennirnir taka fram að heldur fátítt sé að lesblinda sé greind á Ítalíu og svo virðist sem samsvörun hljóðkerfis og ritmáls geri að verkum að börn og unglingar nái fljótt að sigr- ast á þessum vanda. „Ritháttur ensku og frönsku er flókinn og þar hafa ráðið mestu sögu- legir þættir. Ítalskan hefur á hinn bóginn haldist „hrein“ að þessu leyti,“ segir Eraldo Paulesu sem starfar við Bicocca-háskólann í Mílanó og er að- alhöfundur rannsóknarinnar. Nefna má dæmi úr ensku og frönsku því til skýringar hvernig mismunandi hljóð eru tjáð með sömu bókstöfum. Í ensku má nefna: „mint“ og „pint“ og „cough“ og „bough“ og „clove“ og „love“. Í frönsku t.a.m. „au temps“ („á þeim tíma“) og „autant“ („svo mikið sem“). Chris D. Firth nefnir að spænska, finnska og tékkneska séu einnig tungumál sem séu þægileg lesblind- um. Reuters Enskan erfið lesblindum Washington. Associated Press.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.