Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. ELDUR kom upp í húsnæði Ís- lenskra matvæla við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði síðdegis í gær þegar þrír starfsmenn voru við störf, en þeir komust út úr húsinu án þess að hljóta meiðsli. Snorri Finnlaugsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði ljóst að mikið tjón hefði orðið í brun- anum og það væri ekki undir 100 milljónum króna. Hann sagði þó fyrir öllu að enginn hefði slasast í brunan- um. Einn af starfsmönnunum þremur tilkynnti Neyðarlínunni um eldinn klukkan 17.26 og var slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins (SHS) komið á stað- inn um 10 mínútum síðar. Bjarni Kjartansson, sem stjórnaði aðgerðum SHS á staðnum, sagði að mikill eldur og reykur hefði verið í húsinu sem hefði gert slökkviliðs- mönnum erfitt fyrir og að baráttan við eldinn hefði tekið tæpar þrjár klukkustundir. Snorri sagðist ekki geta sagt hvaða afleiðingar bruninn myndi hafa fyrir starfsemina, það væri alltof snemmt að segja nokkuð um það. Hann sagð- ist telja að eldurinn hefði komið upp í reykofni í norðausturhluta hússins en rannsókn brunans er í höndum lög- reglunnar í Hafnarfirði. Íslensk matvæli, sem nú eru að fullu í eigu Pharmaco, hafa verið til húsa á Hvaleyrarbrautinni allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1976, en húsið var byggt árið 1964. Verksmiðj- an er um 1.100 fermetrar og hefur þar farið fram framleiðsla á reyktum laxi og ýmsum síldarvörum. Morgunblaðið/Þorkell Það tók slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tæpar þrjár klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins í húsnæði Íslenskra matvæla í Hafnarfirði. Eldur kom upp í húsnæði Íslenskra matvæla á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði Tjónið ekki und- ir hundrað millj- ónum króna  Á þriðja/6 HEILDARBROTTKAST á fiski á ársgrundvelli er samkvæmt skoð- anakönnun, sem Gallup hefur gert á meðal sjómanna, metið tæplega 37 þúsund tonn. Þar af má gera ráð fyr- ir að brottkast á bolfiski sé tæplega 25.600 tonn. Ætla má að útflutnings- verðmæti þess afla sem hent er í haf- ið árlega, samkvæmt könnuninni, geti numið 3-5 milljörðum króna. Ætla má að brottkast á bolfiski sé árlega á bilinu 25-30 þúsund tonn. Þar af má áætla að um 15 þúsund tonnum af þorski sé hent í hafið á hverju ári og um 5 þúsund tonnum af ýsu. Meirihluti svarenda í könnun- inni segir að brottkast hafi annað- hvort minnkað eða staðið í stað en um 36% segja að brottkast hafi auk- ist. Þá vekur athygli að ríflega 58% svarenda telja að brottkast sé mest stundað á Vestfjarðamiðum. Þannig nefndu tæplega 47% svarenda Vest- firði þegar þeir voru beðnir að nefna þau mið þar sem þeir telja að brott- kast sé mest stundað. Tæplega fimmtungur nefndi Vesturland, tæp- lega 18% Norðurland og svipað hlut- fall nefndi Suðurland. 5,9 tonnum hent að meðaltali í veiðiferð Að jafnaði var liðlega 10% af heild- arafla hent, samkvæmt þeim sem urðu varir við brottkast í síðustu veiðiferð en þeir greina að meðaltali frá því að 5,9 tonnum hafi verið hent. Tæplega 39% sjómanna telja að lítið verðmæti fisks sé helsta ástæða brottkasts. Tæplega 31% kennir þröngri kvótastöðu eða kvótaleysi helst um brottkast en ríflega fimmt- ungur nefnir kvótakerfið sem helsta brottkastsvaldinn. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, segir að nefndirnar tvær sem stóðu fyrir könnununum muni væntanlega leggja til laga- og reglu- gerðarbreytingar eða breytingar á vinnuaðferðum til að minnka brott- kast eða helst koma alveg í veg fyrir það, enda ljóst að brottkast á fiski sé siðferðilega óviðunandi og efnahags- lega óhagkvæmt. Hann segir að ekki sé tilgangurinn með þessum athug- unum að leita að blórabögglum, held- ur að ná utan um umfang brottkasts- ins. Hann varaði við því að draga þá ályktun af könnuninni að brottkast væri bein afleiðing kvótakerfisins og sagði að brottkast væri vandamál í öllum tegundum fiskveiðistjórnunar- kerfa. Tæpum 37 þúsund tonnum af fiski hent árlega Verðmætið 3–5 milljarðar króna  37 þúsund tonnum/34–35 MENNTAMÁLARÁÐHERRA vinnur að því að undirbúa sam- ræmd próf á framhaldsskólastigi til að unnt verði að meta árangur í námi milli einstakra skóla. Sam- kvæmt framhaldsskólalögum ber að efna til slíkra prófa, en stúd- entspróf hafa sama gildi án tillits til þess við hvaða skóla þau eru tekin. „Ef það er rétt að nemendur séu misvel í stakk búnir til að takast á við háskólanám eftir því úr hvaða framhaldsskóla þeir koma hafa nemendur ekki tryggingu fyrir því, að stúdentspróf sé sambærilegt á milli skóla og því er mikils virði að prófað sé með samræmdum hætti í tilteknum greinum,“ segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra í samtali við Morgunblaðið. Hug- myndir um samræmd próf í fram- haldsskólum hafa enn ekki verið fullmótaðar en menntamálaráðu- neytið heldur á næstunni málþing um þetta efni með sérfræðingum í menntamálum. „Eftir það munum við láta frekar frá okkur heyra um það hvernig við teljum skynsam- legast að standa að samræmdum prófum á framhaldsskólastigi til þess að tryggja nemendum sam- ræmdan mælikvarða á gæði náms en án þess að eyðileggja hinn mikla sveigjanleika sem er einn helsti styrkur íslenska skólakerf- isins.“ Samræmd próf í fram- haldsskólum  Ísland/32 LÖGREGLUNNI á Selfossi var til- kynnt í gærkvöld um innbrot í að minnsta kosti sex sumarbústaði í landi Úthlíðar í Biskupstungum. Að sögn lögreglu virðist sem innbrotin hafi átt sér stað í vikunni og upp- götvast þegar fólk kom þangað til helgardvalar. Tjón lá ekki fyrir í gærkvöld en rannsókn var hafin á innbrotunum. Vitað var að sjón- varps- og hljómflutningstækjum hafði verið stolið í einhverjum tilvik- um. Þá var slökkviliðið á Selfossi kall- að út í tvígang með skömmu millibili í gærkvöld en betur fór en á horfðist í báðum tilvikum. Í fyrra skiptið var farið að sumarbústað í Þrastarskógi en þá hafði húsráðanda tekist að slökkva eld sem braust út þegar skipt var um gaskút. Í seinna skiptið var slökkvilið kall- að út vegna elds í blokkaríbúð á Sel- fossi. Þar hafði kviknað í út frá potti á eldavél og húsráðandi yfirgefið íbúðina. Nágrannar höfðu ráðið nið- urlögum eldsins að mestu þegar slökkviliðið kom og fór þar fremstur í flokki slökkviliðsmaður sem býr í sömu blokk. Reykskemmdir urðu nokkrar í íbúðinni en hrossakjöt, sem var í pottinum, var ekki ætt. Innbrotaalda í sumar- bústaði í Úthlíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.