Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 38
LISTIR 38 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ A ðeins 18% íslenskra fyrirtækja eru í eigu kvenna, að því er fram kemur á heimasíðu verkefn- isins Auður í krafti kvenna. Verkefnið, sem Nýsköp- unarsjóður atvinnulífsins, Ís- landsbanki, Morgunblaðið, Deloitte&Touche og Háskólinn í Reykjavík standa að, hefur það yfirlýsta markmið, að nýta enn betur þann auð sem í konum býr með því að auka þátttöku þeirra í atvinnusköpun og stuðla þannig að auknum hag- vexti á Íslandi. Á heimasíðu verkefnisins kemur fram að í löndum sem Íslendingar bera sig gjarnan saman við eru 25–38% fyrirtækja í eigu kvenna. Fyrr í þessum mán- uði var birt skýrsla hag- stofu Bandaríkjanna, þar sem fram kemur að fyrirtækjum í eigu kvenna fjölgar nær þrisvar sinnum örar en öðrum fyrir- tækjum þar í landi og mest er fjölgunin í Kaliforníu. Rannsókn hagstofunnar náði til áranna 1992–1997. Um 26% allra bandarískra fyrirtækja eru nú í eigu kvenna og ljóst að þar er mikill vaxtarbroddur í atvinnulífinu. Það ber að hafa í huga, að hagstofan telur aðeins með þau fyrirtæki sem eru í meirihlutaeign kvenna, þ.e. eignarhlutur þeirra verður að vera 51% eða meiri. Jafnvel þótt kona eigi helming í fyrirtæki telst það ekki í kvennaeigu, eða þótt nær fullvíst þyki að meirihluti hluthafa í fyrirtæki á almennum markaði sé konur. Og þau fyrirtæki, sem konur komu á laggirnar en stækkuðu að tilstuðlan nýrra hluthafa, svo eignarhlutur stofnendanna fór niður fyrir 51%, teljast heldur ekki með. Þessi nýi háttur hagstofunnar á talningu „kvennafyrirtækja“ rýrir hlut þeirra verulega. Í Washington starfa samtök kvenna í viðskiptum og af þeirra hálfu er því haldið fram að réttnefnd „kvennafyrirtæki“ séu um 38%, eða tvö af hverjum fimm bandarískum fyrirtækjum. Samtökin vilja nefnilega telja með fyrirtækin þar sem kona á helming, en þar með bætist t.d. í hópinn fjöldi fyrirtækja sem hjón hafa stofnað í sameiningu. Frá 1992–1997 fjölgaði fyrirtækjum í kvennaeigu um 16% í Bandaríkjunum, en öðrum fyrirtækjum um 6%, samkvæmt tölum hagstofunnar. En það er ekki nóg með að fyrirtækjum kvenna fjölgi ört, heldur virðast þau dafna betur en önnur. Þegar litið var til fyrirtækja í eigu kvenna sem höfðu launaða starfsmenn á skrá fjölgaði þeim um 37% frá 1992 til 1997. Aðrir náðu ekki að veita jafn miklu til þjóðfélagsins í formi atvinnusköpunar, því sambærileg tala fyrir önnur fyrirtæki var aðeins 6%. Loks má svo nefna, að sjö af hverjum tíu fyrirtækjum í eigu kvenna starfa í þjónustu eða verslun. Þar er þó að verða breyting á, því mesti vaxtar- broddurinn í kvennafyrir- tækjum er innan byggingar- iðnaðarins, framleiðslu, heildsöludreifingu og landbúnaðar. Þegar skýrslan var kynnt leitaði dagblaðið Sacramento Bee til prófessors við við- skiptadeild Kaliforníuháskóla í Irvine. Prófessorinn, Judy B. Rosener, sagði að ein skýringin á því að konur byrjuðu rekstur eigin fyrirtækja væri óánægja með stórfyrirtæki. Aðstæður innan stórfyrirtækja hentuðu konum oft illa og þær gætu hæglega haslað sér völl upp á eigin spýtur, því ekki skorti þær sjálfstraustið eða sambönd í viðskiptaheiminum. Áður fyrr, jafnvel fyrir aðeins einum áratug, hefðu konur átt í erfiðleikum með að fjármagna ný fyrirtæki, en nú vissu þær hvar vænlegt væri að leita fyrir sér. Það væri liðin tíð að konum þætti öryggi fólgið í starfi hjá stórfyrirtækjum, svo núna væru þær tilbúnar að láta gamla starfið sigla sinn sjó og taka áhættuna af eigin rekstri. „Skilvirkasta leiðin til að fjölga fyrirtækjum er að hvetja konur til atvinnusköpunar,“ segir á heimasíðu Auðar í krafti kvenna. Skýrsla hagstofu Bandaríkjanna sýnir sann- leiksgildi þessara orða. Þá segir: „Lengi hefur verið talið að aðaldrifkraftur hagkerfisins felist í stórum og staðföstum fyrirtækjum. Nú er hins vegar almennt viðurkennt að ný fyrirtæki stuðla hvað mest að auknum hagvexti.“ Í ávarpi formanns Auðar í krafti kvenna, Guðrúnar Pétursdóttur, segir, svo enn sé vitnað til heimasíðunnar: „Þetta átak er ekki eingöngu gert fyrir konur heldur fyrst og fremst fyrir íslenskt hagkerfi sem þarf á krafti kvenna að halda. Við þurfum á öllum þeim sköpunarmætti að halda sem þjóðin býr yfir til að nýta þau tækifæri til atvinnusköpunar sem bíða alls staðar í kringum okkur. Staðreyndin er sú að margar konur hika við að taka áhættu og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Ástæðurnar eru margvíslegar, en veigamikill þáttur er fólginn í því, að þær treysta sér oft ekki til þess, vegna skorts á þekkingu á fjármálum og rekstri. Margar hafa því forðast þessi verkefni. Fyrir vikið fer atvinnulífið á mis við sköpunarkraft þeirra og hjól hagkerfisins sem konur gætu fengið til að snúast og skapa verðmæti standa kyrr.“ Dæmin frá Bandaríkjunum sýna að hjól atvinnulífsins snúast sem aldrei fyrr þegar konur láta til sín taka. Kraftur kvenna Það er ekki nóg með að fyrirtækjum kvenna fjölgi ört, heldur virðast þau dafna betur en önnur í Bandaríkj- unum. Hjól atvinnulífsins snúast sem aldrei fyrr þegar konur láta til sín taka. VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson hkfridriksson- @ucdavis.edu NORRÆNA heimildar- og stutt- myndahátíðin Nordisk Mini-Pan- orma 2001 hefst í dag og stendur um helgina í Norræna húsinu. Þar verð- ur sýnt úrval mynda frá Nordisk Panorama-hátíðinni sem haldin var í Bergen síðastliðið haust. Málþing um íslenskar heimildarkvikmyndir, verður síðan haldið í Norræna hús- inu á sunnudaginn kl. 16 í tengslum við hátíðina. Félag kvikmyndagerð- armanna skipuleggur málþingið í samstarfi við Nordisk Mini-Panor- ama. Fulltrúar kvikmyndafyrirtækja og sjónvarpsstöðva munu taka þátt í pallborðsumræðum, en þar er mark- miðið ekki síst að ræða samstarf þeirra aðila. Að sögn Hjálmtýs Heið- dal kvikmyndagerðarmanns og eins aðstandenda hátíðarinnar er mál- þingið ekki síst haldið í tilefni þeirra tímamóta sem urðu með stofnun stutt- og heimildarmyndadeildar Kvikmyndasjóðs. „Íslensk heimild- armyndagerð hefur átt mjög erfitt uppdráttar hér á landi. Nú um stund- ir má hins vegar greina mikla vakn- ingu í þessum málum, áhuginn er mikill, bæði meðal ungs kvikmynda- gerðarfólks og þeirra sem reyndari eru í faginu. Með tilkomu sérstakrar deildar innan Kvikmyndasjóðs sem sinnir þessu sviði kvikmyndagerðar hefur skapast fjárhagslegt svigrúm sem mjög hefur skort á þessu sviði fram til þessa,“ segir Hjálmtýr. Úrval norrænna mynda Nordisk Panorama er samnorræn heimildar- og stuttmyndahátíð sem flyst milli Norðurlandanna ár hvert. Nú hefur verið tekinn upp sá siður að sýna úrval mynda frá hátíðinni í þeim löndum sem ekki hýsa aðalhátíðina undir yfirskriftinni Nordisk Mini- Panorama. „Aðalhátíðinni er ætlað að endurspegla það besta sem er að gerast á sviði stutt- og heimildar- myndaframleiðslu á Norðurlöndun- um. Hingað til hafa Íslendingar ekki haft mjög greiðan aðgang að því sem er að gerast á þessu sviði, og er hátíð- in því skref í þá átt að færa heimild- armyndamenningu nær okkur,“ seg- ir Hjálmtýr. Sem dæmi um myndir sem sýndar verða er Den höjeste straf, verðlaunamynd Tómasar Gíslasonar um hvarf danska komm- únistaleiðtogans Arne Munch Peder- sen, og hin sænska Min mamma hade fjorton barn sem hlaut 1. verðlaun á Panorama hátíðinni. Myndir hátíðarinnar verða sýndar í þremur um það bil 90 mínútna dag- skrám sem lýkur hverri um sig með umræðum. Fyrsta sýningarlota hefst kl. 11 í dag laugardag (Min mamma hade fjorton barn, Consolation Service), sú næsta hefst kl. 14 (Den höjeste straf, 80 grader aust for Birdland, Hjem til jul) og sú þriðja og síðasta hefst kl. 13, á morgun sunnudag (I et hjörne av verden, Waiting for Godot at De Gaulle, Kuppet, Sorthvid). Aðgangur að hátíðinni og mál- þinginu er ókeypis og allir velkomn- ir. Norræn stutt- og heimildarmyndahátíð í Norræna húsinu Vakning í heimildar- myndagerð á Íslandi ÞRÍR ungir leikarar útskrifast í vor úr leiklistarskólanum Arts. Educational School of Acting í London eftir þriggja ára nám. Þetta eru þau Margrét Kaaber, Birna Hafstein og Erlendur Eiríks- son. Þau eru nú önnum kafin við æfingar útskriftarsýninga í nem- endaleikhúsi skólans og fara þar öll með stór hlutverk. „Þessi leiklistarskóli er í dag tal- inn einn af fjórum bestu leiklistar- skólunum í Bretlandi og hlaut ný- lega 1. einkunn í gæðamati sem fer fram innan skóla sem tilheyra Conference of Drama Schools og metur ákveðin nefnd frammistöðu skólanna á vikutímabili,“ segir Margrét Kaaber. „Í vetur höfum við haft fjöl- breytt verkefni að fást við í nem- endaleikhúsi m.a. Ödipus konung eftir Sófókles í leikstjórn Andrew Visnevski, leikdagskrá byggða á verkum George Orwell og kvik- mynd sem fjallaði um ungt lista- fólk í London, Monsters&Civilians í leikstjórn Adrian James,“ segir Er- lendur. „Kvikmyndaleikur er orð- inn mikilvægur hluti af náminu og var gerð kvikmyndarinnar í beinu framhaldi af kvikmyndaleiknámi,“ bætir Birna Hafstein við. „Lokaverkefni okkar eru Söng- leikurinn Man from La Mancha og Mother Courage eftir Brecht. Er- lendur fer með aðalhlutverkið í söngleiknum og við Birna leikum aðalhlutverkin í Mutter Courage, “ segir Margrét. Birna fer með hlut- verk Mutter Courage og Margrét með hlutverk Katrínar dóttur hennar. „Einnig höldum við svo- kallað „Showcase“ þar sem við kynnum okkur sérstaklega fyrir leikhússtjórum, leikstjórum og um- boðsmönnum með samantekinni leikdagskrá og fer dagskráin fram 8. maí næstkomandi í Criterion leikhúsinu við Piccadilly,“ segir Erlendur. Margrét Kaaber, Erlendur Eiríksson og Birna Hafstein. Þrír íslensk- ir leikarar útskrifast í London BURTFARARPRÓF Þórhalls Bergmann píanóleikara frá Tónlistarskólanum í Reykjavík verður haldið í Salnum, Tón- listarhúsi Kópavogs, í dag kl. 14. Á efnisskrá eru Prelúdía og fúga í d-moll nr. BWV 875 (WK II) eftir Johann Seb- astian Bach, Sónata nr. 4 í Es-dúr op. 7 eftir Ludwig van Beethoven, Prel- údía í gís-moll op. 32 nr. 12 eftir Sergei Rachmaninoff og Píanó- kvintett í g-moll op. 57 eftir Dmitri Sjostakovitsj. Aðgöngumiðar seldir við inn- ganginn frá kl. 13. Burtfar- arpróf Þórhalls Berg- mann Þórhallur Bergmann STÓRSVEIT Reykjavíkur efnir til- stórsveitarveislu í Ráðhúsi Reykja- víkur í dag, laugardag, kl. 14. Að þessu sinni býður Stórsveitin æskunni til leiks og koma fram þrjár skólastórsveitir auk Stórsveitar Reykjavíkur. Þær eru: Stórsveit Tónlistarskóla FÍH, stjórnandi Edward Fredriksen, Stórsveit Tón- menntaskóla Reykjavíkur, stjórn- andi Sigurður Flosason og Léttsveit Tónlistarskóla Keflavíkur, stjórn- andi Karen Sturlaugsson. Aðgangur er ókeypis. Stórsveit í Ráðhúsinu SÝNINGUM Íslenska dansflokks- ins á Kraak een, Kraak twee eftir Jo Strømgren og Pocket ocean eft- ir Rui Horta í Borgarleikhúsinu lýkur nú á sunnudag klukkan 20:00. Verkin eru bæði samin sérstak- lega fyrir Íslenska dansflokkinn og voru sýnd í sýningarferð hans í Kanada í síðasta mánuði. Sýningarnar hafa fengið lofsam- lega dóma bæði hér og erlendis, nú síðast í grein í parísarblaðinu Le Figaro um páskana. Morgunblaðið/Golli Úr sýningu Íslenska dansflokksins á Pocket Ocean eftir Rui Horta. Dansverk af fjölunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.