Morgunblaðið - 28.04.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.04.2001, Qupperneq 20
VIÐSKIPTI 20 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÝMINGARSALA Stakir stólar, sófar, sófaborð, náttborð, sjónvarpsborð, tölvuborð, hillusamstæður, forstofuspeglar og margt fleira. Síðumúla 13, sími 588 5108. STJÓRN Verðbréfaþings Íslands hefur ákveðið að áminna Loðnu- vinnsluna hf. fyrir að hafa ekki stað- ið rétt að birtingu ársreiknings 2000. Í tilkynningu frá Verðbréfa- þinginu í gær segir að 13. mars síð- astliðinn hafi þinginu borist árs- reikningur Loðnuvinnslunnar. Við skoðun á reikningnum hafi komið í ljós að hann hafi verið undirritaður af stjórn félagsins 14. febrúar. Í reglum Verðbréfaþings um upplýs- ingaskyldu segi að senda beri þinginu ársreikning um leið og hann sé fullgerður og eigi síðar en þrem- ur mánuðum frá lokum þess reikn- ingsárs sem hann nær til. Reikning- urinn hafi því ekki verið sendur þinginu á réttum tíma. Fram kemur í tilkynningu Verðbréfaþingsins að stjórn þess telji að ekki hafi komið fram skýringar sem afsaki þann drátt sem varð á birtingunni. Yfirlýsing Verðbréfaþingsins í gær var birt opinberlega með vísan til 34. greinar reglna þingsins nr. 4 um upplýsingaskyldu. Mikilvæg gögn fyrir fjárfesta Finnur Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings Ís- lands, segir að uppgjör, hvort sem það sé ársreikningur eða árshluta- uppgjör, sé eitt það mikilvægasta sem fjárfestar þurfi að fá í hendur til að geta gert sér grein fyrir þró- uninni. Þar af leiðandi sé mjög mik- ilvægt að félögin skili þessum gögn- um á réttum tíma. Þar sem Loðnuvinnslan hafi ekki gert það hafi þingið talið nauðsynlegt að veita áminningu. Aðspurður segir Finnur að þetta sé í fyrsta skipti sem Verðbréfa- þingið veiti áminningu vegna þess að félag hafi ekki skilað ársreikningi á réttum tíma. Stjórn Verðbréfaþings Íslands áminnir Loðnuvinnsluna hf. Ekki var rétt staðið að birtingu ársreiknings Morgunblaðið/Kristinn Finnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaþings Íslands, segir mikilvægt að félög skili þinginu uppgjörum á réttum tíma. HAGNAÐUR Nýherja hf. eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins var 3,2 milljónir samanborið við 2,5 millj- óna tap árið áður. Veltufé frá rekstri var 29 milljónir. Í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands segir að rekstrarhagnaður fyrir fjármagns- gjöld og afskriftir hafi verið 39 millj- ónir á móti 16 milljónum árið áður. Rekstrartekjur námu 1.110 milljón- um en voru 814 milljónir árið áður og hækkuðu því um 36% á milli ára. Vörusala eykst um helming „Vörusala jókst um 50% á milli ára og vógu þar þyngst stórir samningar sem gerðir voru á tímabilinu. Má þar helst nefna stóraukna sölu IBM PC- véla til heilbrigðisstofnana, fartölvu- væðingu framhaldsskólanna, mikla sölu á Microsoft-hugbúnaði, sölu af- ritunarlausna og samning við Eim- skip um kaup og víðtæka innleiðingu á Siebel eBusiness hugbúnaðinum sem notaður er til stjórnunar á við- skiptatengslum. Einnig hefur náðst góður árangur í sölu og þjónustu á samskipta- og símbúnaði.“ Nokkur þróunarkostnaður er gjaldfærður í uppgjörinu, svo sem vegna þróunar á kerfisleigu fyrir SAP-notendur og við þróun á nýju launakerfi fyrir SAP-hugbúnaðinn. „Veltuaukning á fyrsta ársfjórð- ungi er umfram áætlun og er ekki reiknað með sömu veltuaukningu allt árið. Samkvæmt áætlun er reiknað með 18% veltuaukningu á milli ára og 150 milljóna hagnaði af reglulegri starfsemi eftir skatta.“ Uppgjör Nýherja fyrsta ársfjórðung Tekjur Nýherja aukast um meira en þriðjung NORSKA ríkisstjórnin mun berj- ast fyrir því að áfram verði það ein- ungis ríkið sem má eiga meira en 10% hlutafjár í norskum bönkum og tryggingafélögum. Ríkið mun fara með málið fyrir EFTA-dóm- stólinn ef nauðsyn krefur, að því er Aftenposten hefur eftir ráðuneyt- isstjóranum í norska fjármálaráðu- neytinu. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur gert athugasemdir við að takmörkun á eignarhaldi af þessu tagi gangi þvert á EES-samninginn og hindri frjálst flæði fjármagns í Evrópu. Norska ríkisstjórnin hefur setið við sinn keip og ekki hafa ver- ið gerðar breytingar á lögum. Regl- unum um að enginn einstakur hlut- hafi nema norska ríkið megi eiga meira en 10% í norskum bönkum og tryggingarfélögum er ætlað að tryggja dreift eignarhald á fjár- málastofnunum. Fyrir EFTA- dómstólinn ef nauðsyn krefur Ósló. Morgunblaðið. Norska útgáfufyrirtækið Schib- sted hefur frestað því til næsta árs að gefa út dagblað víðar í Þýska- landi en í Köln eins og ætlunin hafði verið að gera nú í vor, að því er Dagens Næringsliv greinir frá. Schibsted gefur út dagblaðið 20 Minuten í Köln og er því dreift ókeypis. Áformað var að dreifa blaðinu víðar í Þýskalandi frá og með næstkomandi maímánuði en erf- iðar markaðsaðstæður gera að verkum að því þarf að fresta. Schibsted frestar Þýskalandsútgáfu Ósló. Morgunblaðið. Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.