Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 15
Blaðbera
vantar
• Skerjafjörður
Upplýsingar fást í síma
569 1122
Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á
höfuðborgarsvæðinu
í Teigahverfi
og Huldugil á Akureyri
•
Blaðburður verður að hefjast um
leið og blaðið kemur í bæinn.
Góður gö gutúr sem borgar sig!
Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Sími 461 1600
STJÓRN Eignarhaldsfélagsins
Rangárvalla ehf. hefur ákveðið að
hafna eina tilboðinu sem barst í
byggingu tveggja iðnaðar- og
geymsluhúsa á Rangárvöllum á Ak-
ureyri.
Eignarhaldsfélagið óskaði tilboða
fyrir nokkru og rann frestur út í vik-
unni. Aðeins eitt tilboð barst, sam-
eiginlegt tilboð tveggja bygginga-
verktaka, P. Alfreðssonar ehf. og
Kötlu ehf. Eignarhaldsfélagið Rang-
árvellir hefur keypt tvö límtréshús
sem staðsett verða á svæðinu, en út-
boðið snerist um uppsetningu
húsanna ásamt jarðvegsskiptum,
grunnum og breytingum á eldra hús-
næði.
Tilboð verktakanna tveggja hljóð-
aði upp á 123,5 milljónir króna, en
það er um 142% af kostnaðaráætlun
sem nam um 86,7 milljónum króna.
Verktakarnir sendu einnig inn frá-
vikstilboð sem var nokkru lægra en
umrætt tilboð eða upp á 113,6 millj-
ónir króna sem er 131% af kostn-
aðaráætlun.
Þensla á
byggingarmarkaði
Kristján Baldursson, fram-
kvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins
Rangárvalla, sagði að ákveðið hefði
verið að hafna þessu tilboðum, en
þau hefðu þótt of há. Hann sagði að
ekki væri búið að taka ákvörðun um
næstu skref í málinu, en mikilvægt
væri að þessar byggingar risu á
svæðinu við Rangárvelli. Þangað
væri fyrirhugað að flytja starfsemi
gatnagerðar bæjarins og umhverfis-
deild og þar ætti Framkvæmdamið-
stöð Akureyrarbæjar að vera til
húsa frá og með næsta hausti.
Kristján taldi ljóst að mikil þensla
á byggingarmarkaði á Akureyri væri
aðalástæða þess að ekki hefðu fleiri
tilboð borist og það eina sem kom
hefði verið svo langt yfir kostnaðar-
áætlun.
Smíði tveggja húsa fyrir Eignarhaldsfélagið Rangárvelli
Eina tilboðinu sem
barst var hafnað
UM helgina stendur yfir á Húsavík
svonefnt Matbæjarmót, en um er
að ræða handknattleiksmót fyrir 5.
flokk stúlkna og drengja.
Mótið hefur fest sig í sessi sem
stærsti íþróttaviðburður á Húsavík
og er jafnframt lokahnykkur á vetr-
arstarfi þeirra félaga sem mæta til
leiks, en mörg hver hafa komið frá
upphafi og er þetta í ellefta sinn
sem það er haldið.
Um 500 gestir koma til Húsavík-
ur í tengslum við mótið, en þar af
eru um 430 keppendur Liðin sem
þátt taka eru 47 talsins frá 12 félög-
um.
Undirbúningur hefur staðið yfir
frá því í janúar, en handknattleiks-
deild Völsungs, auk sjálfboðaliða,
ber hitann og þungann af honum.
Mótið hófst í gær, föstudag og
stendur fram á mánudag.
Matbæjar-
mótið á
Húsavík
FYRRI vorsýning í myndlistarskóla
Arnar Inga verður á morgun, sunnu-
daginn 29. apríl í Klettagerði 6, Ak-
ureyri. Hún verður opin frá kl. 13.30
til 18.30. Að þessu sinni hefur áhersl-
an verið lögð á meðferð olíulita á fjöl-
breyttan hátt, bæði hvað varðar inn-
tak og tækni. Síðari vorsýningin
verður sunnudaginn 13. maí og verð-
ur hún opin á sama tíma. Sú sýning
verður að því leyti óvenjuleg að þar
hafa lengra komnir nemendur unnið
ýmislegt á tilraunasviðinu með sér-
stöku maraþonhugarfari.
Loks verða tvær lokaverkefnis-
sýningar þar sem í hlut eiga þeir
Haukur Ingólfsson sem skilar af sér
verkefninu Íslenskar samgöngur og
Svanberg Þórðarson sem m.a. yrkir
um skíði og snjó.
Vorsýning
Myndlistarskóli
Arnar Inga
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
AKUREYRARKIRKJA:
Guðsþjónusta á morgun, sunnu-
daginn 29. apríl kl. 11. Séra Jóna
Lísa Þorsteinsdóttir.
Fundur Æskulýðsfélags kl. 17 í
kapellu.
Mömmumorgunn kl. 10 á miðviku-
dag. Opið hús. Allir foreldrar vel-
komnir með börn sín.
Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12
næsta fimmtudag. Bænaefnum má
koma til prestanna.
Unnt er að kaupa léttan hádeg-
isverð í Safnaðarheimili eftir stund-
ina.
GLERÁRKIRKJA: Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11 á morgun,
sunnudag. Barnakór Glerárkirkju
syngur undir stjórn Björns Þórar-
inssonar. Sara og Ósk ræða við börn-
in en einnig verður hljóðfæraleikur.
Foreldrar hvattir til að koma með
börnunum. Opið hús fyrir mæður og
börn á fimmtudag kl. 10 til 12, allir
velkomnir með börnunum. Valdís
Jónsdóttir ræðir um mál og radd-
beitingu við börn.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Sunnudagaskóli á morgun kl. 11. Al-
menn samkoma kl. 20 um kvöldið.
Heimilasamband á mánudag kl. 15.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í
dag, laugardag kl. 18 og á morgun,
sunnudag kl. 11.
KFUM og K: Kristniboðssam-
koma kl. 20.30 á morgun, sunnudag.
Leifur Sigurðsson kristniboði talar
og sýnir myndband frá Kenyu þar
sem hann hefur starfað undanfarin
ár. Á eftir verður boðið upp á kaffi.
GLÆSIBÆJARKIRKJA: Ferm-
ing verður í Glæsibæjarkirkju,
Möðruvallaklaustursprestakalli
sunnudaginn 29. apríl kl. 11:00 f.h.
Fermd verða fimm börn.
SJÓNARHÆÐ: Almenn sam-
koma á Sjónarhæð, Hafnarstræti 63
á morgun, sunnudag kl. 17.
Kirkjustarf
Eyjafjarðarsveit - Sigurgeir B.
Hreinsson sem verið hefur for-
maður Búnaðarsambands Eyja-
fjarðar síðustu ár gat þess í setn-
ingarræðu á aðalfundi sam-
bandsins að hann gæfi ekki kost
á sér áfram sem formaður.
Aðalfundurinn var haldinn í Ís-
landsbænum og blómaskálanum
Vín í Eyjafjarðarsveit á fimmtu-
dag.
Sigurgeir sagði við þetta tæki-
færi að áhugi sinn á að starfa
fyrir eyfirska bændur hefði
minnkað mjög, einkum eftir aðal-
fund búgreinaráðs Búnaðarsam-
bands Eyjafjarðar sem haldinn
var fyrir nokkru. Á þeim fundi
var formaður þess, Stefán Magn-
ússon í Fagraskógi, felldur í for-
mannskosningu. Taldi Sigurgeir
að fólk úr félagssamtökunum Bú-
kollu hefði átt að skýra fyrirfram
frá þeim áformum sínum að fella
sitjandi formann. Hann sagði þau
vinnubrögð sem viðhöfð voru þar
ekki til eftirbreytni.
Búkolla eins
og Kvennalistinn
Búkollufélagarnir Þorsteinn
Rútsson og Guðbergur Eyjólfsson
töldu vinnubrögð bændaforyst-
unnar í sambandi við skoðana-
könnun um fósturvísainnflutning
hafa verið slæm og því hefði Bú-
kolla verið stofnuð. Kvaðst Þor-
steinn vona að þegar að því kæmi
að menn hættu alfarið að hugsa
um innflutning fósturvísa yrði ef
til vill hægt að líkja félags-
skapnum Búkollu við Kvennalist-
ann, sem hefði lagt sjálfan sig
niður þegar hann taldi sig hafa
gert sitt gagn.
Svana Halldórsdóttir á Melum í
Svarfaðardal var kosin formaður
Búnaðarsambands Eyjafjarðar í
stað Sigurgeirs og mun hún vera
fyrsta konan sem kosin er for-
maður búnaðarsambands.
Þórisstaðabændur fengu
hvatningarverðlaun
Hvatningarverðlaun BSE sem
veitt voru á aðalfundinum fengu
hjónin Stefán Tryggvason og
Inga Margrét Árnadóttir, bændur
á Þórisstöðum. Þau hafa nú síð-
ustu ár rekið svonefnt ferða-
mannafjós og húsdýragarð á
bænum og þangað hefur komið
fjöldi gesta til að fylgjast með bú-
skapnum.
Fjöllistamaðurinn Örn Ingi
Gíslason fékk einnig verðlaun
fyrir sjónvarpsmynd sína Hin
hvíta lind sem fjallaði um bændur
og búalið í sveitum Eyjafjarðar.
Svana Halldórsdóttir, nýkjörinn
formaður Búnaðarsambands
Eyjafjarðar.
Formannaskipti á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar
Svana á Melum tekur
við af Sigurgeiri
Fráfarandi formað-
ur óánægður með
Búkollufélaga
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
Örn Ingi Gíslason, Sigurgeir B. Hreinsson, fráfarandi formaður, Stefán Tryggvason á Þórisstöðum og Vignir
Sigurðsson, framkvæmdastjóri búnaðarsambandsins, við afhendingu hvatningarverðlaunanna.
OÐIÐ hús verður í Menntasmiðju
kvenna á Akureyri í dag, laugar-
dag, frá kl. 13 til 17. Menntasmiðj-
an er til húsa að Glerárgötu 28,
3.hæð, og eru allir velkomnir.
Opið hús er haldið í lok hverrar
námsannar og þar sýna námsmeyj-
ar afrakstur náms síns, m.a. hand-
verk og skáldverk, og eins er efnt
til söng- og danssýningar. Að þessu
sinni verður einnig til sölu mat-
reiðslubók sem nemendur vorannar
hafa unnið og gefið út.
Kaffi og meðlæti verður einnig á
boðstólum á opna húsinu.
Námið í Menntasmiðjunni er
heildrænt lífsleikninám, það er þrí-
þætt og skiptist í hagnýtt nám,
sjálfsstyrkingu og skapandi nám.
Meðal námsþátta má nefna tölvu-
leikni, ensku, íslensku, sögu
kvenna, heilsu kvenna sem og sam-
félagskynnningar af ýmsu tagi.
Sjálfsstyrkinganámskeiðið Lífsvef-
urinn sem er sérstaklega ætlaður
konum er einn námsþátta og þá er
farið í myndlist, dansspuna og
handverk sem unnið er á Punkt-
inum.
Haustönn í Menntasmiðju
kvenna hefst 28. ágúst næstkom-
andi.
Opið hús í
Mennta-
smiðju
kvenna
ÁRLEGIR vortónleikar Karlakórs
Akureyrar – Geysis verða haldnir í
Glerárkirkju sunnudaginn 29. apríl
nk. kl. 17.00 og mánudaginn 30.
apríl kl. 20.30. Um hefðbundna
karlakórstónleika er að ræða og á
efnisskrá má finna lög eftir inn-
lenda og erlenda höfunda.
Einsöngvarar úr röðum kór-
manna eru þeir Guðmundur
Stefánsson og Björn Jósef
Arnviðarson en einsöng með
kórnum syngur Alda Ingibergs-
dóttir, sópran. Stjórnandi kórsins
er Erla Þórólfsdóttir en undirleik-
ari Dórothea D. Tómasdóttir.
Hluti karlakórsins hefur nýlokið
við að flytja lög eftir þá Lennon og
McCartney, öðru nafni The Beatl-
es, ásamt hljómsveitinni Einn &
sjötíu, í félagsheimili kórsins,
Lóni, og 13. maí nk. mun karlakór-
inn ásamt fleiri kórum taka þátt í
flutningi á Messa di Gloria eftir
Puccini með Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands í Skemmunni á Ak-
ureyri. Tónleikarnir eru liður í
Kirkjulistarviku sem lýkur með
þessum tónleikum. Helgina 26. og
27. maí mun kórinn halda til
Vopnafjarðar með vorefnisskrána
og flytja Vopnfirðingum og ná-
grönnum auk þess Bítlapró-
grammið.
Fjölbreytt
efnisskrá
á vortón-
leikum
Karlakór
Akureyrar – Geysir
♦ ♦ ♦