Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐUSTU dægrin hafa verið býsna fjörleg á Alþingi við Austurvöll og var fundað alla daga í vikunni – stundum nokkuð fram eftir degi. Hin harða umræða ber öll merki þess að senn líður að þinglokum, en áætlað er að þingi verði frestað hinn 18. maí nk. Það er því augljóst að á þessu tímabili eru ekki margir þingdagar eftir, þegar teknir eru frá helgar- dagar og frídagur verkalýðsins nú á þriðjudag. Gert er ráð fyrir almenn- um stjórnmálaumræðum – eldhús- degi – miðvikudaginn 16. maí og að auki segir í starfsáætlun Alþingis fyrir 126. löggjafarþing að engir þingfundir verði dagana 2. til 7. maí nk., heldur fundað í nefndum um þau mál sem ætlunin er að komi til af- greiðslu fyrir sumarmál. Þetta er hér rifjað upp í ljósi þess að samkomulag náðist milli stjórn- arflokkanna í vikunni um frumvarp samgönguráðherra um sölu á hlutafé ríkisins í Landssímanum. Var frumvarpið – 130 blaðsíðna bók – lagt fram síðdegis á fimmtudag og stendur til að ráðherra mæli fyrir því nk. miðvikudag. Það er því ljóst að þegar hefur verið ákveðið að klípa einn dag frá nefndastörfum fyrir þinghald. Þeir gætu orðið mun fleiri. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu kemur til greina af hálfu stjórnarmeirihlutans að seinka þing- frestun um nokkra daga til þess að koma símafrumvarpinu og fleiri mál- um í gegn, enda þótt enn sé form- lega stefnt að frestun hinn 18. maí. Í röðum stjórnarandstæðinga eru menn sem líklegir eru til að ræða vel og lengi um það mál og raunar fleiri sem bíða lokaafgreiðslu og því er þingheimur þegar farinn að búa sig undir næturfundi þegar fram í næsta mánuð sækir. Þegar dregur nær þinglokum og umræður hefjast um meint málþóf stjórnarandstöð- unnar er líklegt að meirihlutinn muni beita frestun á þinglokum sem eins konar svipu og segja sem svo: þeir sem tefja afgreiðslu mála bera um leið ábyrgð á því að komast ekki í sumarfrí á tilsettum tíma. Þetta er gamalkunnugt bragð í pólitíkinni og hefur oft áður verið beitt í þinghúsinu við Austurvöll. En hvaða fleiri mál bíða afgreiðslu fyrir þinglok og eru líkleg til að valda deilum næstu daga og vikur? Frumvarp forsætisráðherra um Seðlabanka Íslands er viðamikið og líklega verða einhverjar umræður um það, en ekki er pólitískur ágrein- ingur um efni þess og því má búast við því að það verði samþykkt án mikilla vandkvæða. Um frumvarp viðskiptaráðherra um sölu á hlutafé ríkisins í Landsbanka og Búnaðar- banka er miklu meiri ágreiningur. Óvíst er hvort viðamikil frumvörp félagsmálaráðherra um félagsþjón- ustu og ný barnaverndarlög komi til frekari umræðu, en bæði eru til um- ræðu í nefndum. Þá er ótalið umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um málefni útlendinga, en ýmsar grein- ar þess hafa valdið miklum deilum. Iðnaðarráðherra mun á næstu dögum mæla fyrir viðamiklu frum- varpi til nýrra raforkulaga og víst er að skoðanir eru mjög skiptar um einstaka þætti þess. Frumvarpið er þó aðeins lagt fram til kynningar að þessu sinni og kemur til afgreiðslu á haustþingi. Loks bíður landbún- aðarráðherra afgreiðslu þingsins á frumvarpi um lax- og silungsveiði, þar sem m.a. er kveðið á um eldi í sjó. Hafa þau mál verið mjög í um- ræðunni upp á síðkastið, en ekki er ljóst hvort frumvarpinu er ætlað að verða að lögum fyrir sumarið. Fleiri stærri frumvörp og tillögur mætti vitaskuld nefna, ekki síst þau ógrynni s.k. þingmannamála sem bíða afgreiðslu og eru ekki líkleg – frekar en svo oft áður – til að hljóta náð fyrir augum meirihlutans og hljóta endanlega afgreiðslu. Þó er skrafað að Gunnar Birgis- son og fleiri áhugamenn um hnefa- leika hyggist enn freista þess að koma frumvarpi sínu um lögleiðingu hnefaleika í gegn. Það yrði aldrei hljóðalaust og vandséð að forsætis- nefnd þingsins hniki málum til hliðar í miklum önnum fyrir frumvarp af slíku tagi. Ekki síst þegar haft er í huga að umrætt frumvarp var fellt í fyrra fyrir hreinan klaufagang flutnings- manna, sem töldu sig hafa meiri- hluta á bak við sig við lokaafgreiðslu, en tryggðu ekki næga mætingu þeg- ar til kastanna kom og fóru því bón- leiðir til búðar. En þetta verður eflaust mikið fjör.      Annasamur tími framundan við Austurvöll EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN bingi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Annir verða á þingi fram að þingfrestun hinn 18. maí nk. Hér stinga ráðherrarnir Halldór Ásgrímsson og Siv Friðleifsdóttir saman nefjum í kringlu Alþingishússins. ÞINGFLOKKUR Framsóknar- flokksins hefur ákveðið að Magnús Stefánsson, sem sest hefur á þing eftir brotthvarf Ingibjargar Pálma- dóttur, muni taka við nefndastörf- um Jóns Kristjánssonar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Áður er raunar ákveðið að Ólafur Örn Haraldsson taki við for- mennsku í fjárlaganefnd af Jóni, en Magnús tekur sæti í heilbrigðis- og tryggingamálanefnd, samgöngu- nefnd og utanríkismálanefnd. Þá tekur hann sæti Ólafs Arnar í félagsmálanefnd. Þá hefur verið ákveðið að Jónína Bjartmarz taki sæti Jóns Kristjáns- sonar sem aðalmaður í Íslandsdeild NATO-þingsins og Magnús Stef- ánsson verði þar varamaður. Á móti kemur að Magnús mun taka sæti Jónínu sem aðalmaður í Íslands- deild þings ÖSE. Magnús tekur við nefnda- störfum Jóns MÆTING þingmanna á þingfundi kom til umræðu við upphaf þingfund- ar í gær. Var þá breytt út frá aug- lýstri dagskrá sem gerði ráð fyrir at- kvæðagreiðslu um ýmis mál kl. 10:30 og henni frestað til 13:30. Brugðust þingmenn stjórnarandstöðunnar ókvæða við breytingunni og sögðu einsýnt að hún væri gerð þar sem að- eins örfáir stjórnarliðar væru mættir í salinn. „Nú gerist það eina ferðina enn að þingmenn stjórnarandstöðunnar eru mættir til þings til að taka þátt í þing- störfum samkvæmt fyrirfram boð- aðri dagskrá, en heimtur stjórnar- sinna eru afskaplega rýrar og þess vegna hefur verið ákveðið að at- kvæðagreiðslu verði frestað,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingflokksfor- maður Vinstri grænna. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, sagði af þessu til- efni að ekki væru nú hátt risið á meirihlutanum. „Hinum mikla meiri- hluta ríkisstjórnarinnar, sem aftur og aftur stendur þannig að málum að breyta verður út af föstum venjum. Slíkt er orðið kæruleysið hjá hinum mikla meirihluta að hann nær ekki að lemja hingað í húsið mannskap til að manna atkvæðagreiðslurnar. Dag eftir dag,“ sagði hann. Starfandi forseti þingsins, Guðjón Guðmundsson, sagði af þessu tilefni að ekkert væri óeðlilegt við að at- kvæðagreiðslu væri frestað; slíkt væri oft gert þegar þingfundir hæf- ust að morgni á fimmtudögum og föstudögum og væri gert til hagræð- ingar. Hann tók hins vegar undir þau orð að mæting þingmanna mætti vera betri. Málefnafátækt stjórnarandstöðu? „Forseti vill taka undir þá gagn- rýni sem komið hefur fram á mæt- ingu þingmanna. Það á jafnt við um stjórnarsinna sem stjórnarandstæð- inga. Ég tek hins vegar ekki undir það að það eigi við um alla þingmenn, því hér er ákveðinn kjarni þing- manna sem mætir afskaplega vel og er til fyrirmyndar í þingstörfunum, en allt of margir þingmenn mæta ekki sem skyldi,“ sagði forsetinn og beindi því til formanna þingflokk- anna að þeir ræði þetta í sínum ranni og upplýsti að málið verði einnig rætt á fundi forsætisnefndar á mánudag. Sigríður Anna Þórðardóttir, for- maður þingflokks Sjálfstæðisflokks, tók til umræðu um þessi mál og sagði rétt að mætingu í þingsal væri oft ábótavant. Hins vegar ætti það jafnt við um þingmenn stjórnar og stjórn- arandstöðu, að sínu mati. „Það mætti bæta mætingu allra þingmanna“ sagði Sigríður Anna og sakaði stjórnarandstöðuna um mál- efnafátækt að taka málið upp í upp- hafi þingfundar. Lagði hún til að fremur yrði gert átak í að bæta mæt- ingu og það sem betur mætti fara í stað þessi að karpa með þessum hætti. Steingrímur J. Sigfússon henti ummæli Sigríðar Önnu á lofti og hafnaði því með öllu að gagnrýni hans bæri vott um málefnafátækt. „Mér finnst þetta ekki bæta and- rúmsloftið sem hér er fyrir og miklu skynsamlegra væri að formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tæki til í eigin ranni og sæi til þess að ástundun þingmanna Sjálfstæðis- flokksins og mæting – líka þeirra sem eru meira og minna í fullum störfum utan þings – verði þannig hér að hún hafi efni á því að stíga í ræðustól og vera með gagnrýni í okkar garð,“ sagði hann. Mætingu þing- manna ábótavant ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinn- ar sat hjá við atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu um frumvarp dóms- málaráðherra um breytingu á lögum um meðferð opinberra mála. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er með frumvarpinu lagt til að hags- munaaðili geti kært til dómsmálaráð- herra ákvörðun ríkissaksóknara um hvort opinber rannsókn á grundvelli laga um meðferð opinberra mála skuli fara fram eða ekki. Þegar svo ber undir er gert ráð fyrir að ráðherra geti fellt ákvörðun ríkissaksóknara úr gildi og sett sérstakan saksóknara til að ákveða hvort rannsókn fari fram og færi hann jafnframt með málið. Forsögu málsins má rekja til beiðni Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. um beiðni um rannsókn á þætti Magnúsar Leópoldssonar í hinum svonefndu Guðmundar- og Geirfinns- málum sem ríkissaksóknari hefur hafnaði. Ráðuneytið hefur áður úr- skurðað að skv. núgildandi lögum sé slík ákvörðun ríkissaksóknara ekki kæranleg. Óeðlilegt að dómsmálaráðherra einn meti slík erindi Ýmsir umsagnaraðilar um frum- varpið, svo sem laganefnd Lög- mannafélagsins og dómstólaráð, leggjast gegn því á þeim forsendum að með því sé vegið að sjálfstæði emb- ættis ríkissaksóknara. Meirihluti alls- herjarnefndar telur svo ekki vera en minnihluti nefndarinnar, Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, skilaði séráliti þar sem eindregið er lagst gegn frumvarpinu og lagði Lúðvík fram breytingartillögu við frumvarp- ið í félagi við Guðmund Árna Stefáns- son, flokksbróður sinn. Athygli vakti því við atkvæða- greiðslu um frumvarpið í gær, að Bryndís Hlöðversdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sté í pontu og gerði grein fyrir afstöðu þingflokksins með þeim orðum að hann væri fylgjandi því að rannsókn gæti farið fram á Guðmundar- og Geirfinnsmálum á nýjan leik og féllist á mikilvægi þess að veita slíka heim- ild. „Slíkur öryggisventill er nauðsyn- legur til að fá hið sanna fram þegar réttarvörslukerfið lítur út fyrir að hafa brugðist. Við ítrekum mikilvægi þess, en teljum óeðlilegt að fela dóms- málaráðherra einum að meta þetta. Því munum við sitja hjá við meðferð málsins,“ sagði Bryndís. Meðferð opinberra mála Samfylk- ingin sat hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.