Morgunblaðið - 28.04.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.04.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, segist líta á það sem eitt af sínum forgangsverk- efnum að fara yfir þau vandamál sem blasa við heilsugæslunni með fækkun sérfræðinga í heimilislækningum og erfiðara aðgengi að heilsugæslustöðv- um. Ráðherra segist jafnframt vilja starfa að málefnum heilsugæslunnar eftir þeirri hugmyndafræði og löggjöf sem nú gildir um uppbyggingu heilsu- gæslunnar og kveður á um að þjón- usta heilsugæslunnar og heimilis- lækna sé frumþjónusta í heilbrigðis- kerfinu. Þjónustan sé miðuð við ein- staklinga og fjölskyldur sem hafi greiðan aðgang að sínum heimilis- læknum, sem þekki sitt fólk. „Þannig hefði ég viljað þróa þetta og mun ræða það hvort menn geta eflt heilsugæsluna undir núverandi löggjöf og núverandi hugmyndafræði. Ég tel mjög áríðandi að gera það.“ Ráðherra segist tilbúinn að ræða allar hugmyndir sem aðilar málsins og starfsfólk heilsugæslustöðva hafi fram að færa. Hann segist nú þegar hafa heimsótt eina stofnun í Reykja- vík til að ræða við starfsfólk þar og muni vinna áfram í málinu á næst- unni. „Það er nú það sem ég get sagt um þetta núna. Ég er tilbúinn að ræða við heilbrigðisstarfsfólk og ræða þær hugmyndir sem það hefur fram að færa í þessu. En ég tel að sú hug- myndafræði sem að baki heilsugæsl- unni liggur og löggjöfin um hana sé merk og það eigi að vinna á grundvelli hennar og ég er ekki tilbúinn að sleppa af því hendinni.“ Áríðandi að auka aðgengi að heilsugæslunni Aðspurður um það hvort tvískipt- ingin í kerfinu sé ekki óeðlileg gagn- vart sérfræðingum í heimilislækning- um miðað við stöðu annarra sér- fræðinga segir ráðherra, að höfuð- máli skipti að koma á greiðum aðgangi að frumþjónustunni þannig að fólk neyðist ekki til að leita ann- arra úrræða. „Það er kannski mergurinn málsins að það sé greið aðkoma að heilsugæsl- unni og það sé greið aðkoma að þess- ari frumþjónustu, þannig að verk sem hægt er að vinna á þessum vettvangi beinist ekki í annan farveg, af þeim ástæðum að það sé ekki aðgengi að þessari þjónustu. Ég vil ræða allar leiðir til þess að auka aðgengið og tel það áríðandi.“ Heilbrigðisráðherra segist taka undir áhyggjur heimilislækna af fækkun lækna í greininni og segir mjög brýnt að styrkja heilsugæsluna í sessi þannig að heimilislækningar séu aðlaðandi grein fyrir fólk að fara í. „Ég mun fara yfir þetta mál mjög rækilega en vil ekki tjá mig um hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrr en ég er búinn að skoða það betur.“ Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir það forgangsverkefni að efla heilsugæsluna Uppbyggingin verði unn- in eftir núgildandi löggjöf PÉTUR A. Maack, sem verið hefur framkvæmdastjóri Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur, hefur látið af störf- um hjá félaginu að eigin ósk. Sam- kvæmt starfsloka- samningi sem gerð- ur hefur verið við hann fær hann greidd laun í upp- sagnarfresti sem er sex mánuðir, jafn- framt því sem hon- um eru tryggðar launagreiðslur í níu mánuði til við- bótar. Í fréttatilkynningu sem undir- rituð er af Pétri og Stefaníu Magnúsdóttur, varaformanni VR, segir meðal annars: „Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað nokkuð um ágreiningsefni milli manna innan stjórnar Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur. Stjórn félags- ins ákvað af því tilefni að fela vinnuhópi að fara yfir ágreinings- atriðin og er þeirri vinnu lokið. Niðurstöður þeirrar athugunar voru sam- hljóða þess efnis að ekki væru efni til neinna eftirmála vegna þess sem þar hafði borið á milli manna.“ Þá kemur fram að Pétur hafi látið af störfum að eigin ósk í sátt við félagið og stjórn þess, sem hafi þakkað honum mik- ilsverð störf í þágu félagsins undanfarin 19 ár. Hafi aðilar orðið sammála um að fjalla ekki opinberlega um umrædd ágrein- ingsefni frekar en þegar sé orðið. Stefanía Magnúsdóttir, vara- formaður VR, sagði í samtali við Morgunblaðið að málinu væri lok- ið með fullri sátt. Niðurstaðan hefði verið kynnt á trúnaðarráðs- fundi í félaginu í fyrrakvöld og ekkert frekar um það að segja. Vísaði hún að öðru leyti til þess sem fram kæmi í fréttatilkynning- unni. Pétur A. Maack hættir hjá VR Pétur A. Maack MIKIÐ tjón varð í bruna í verk- smiðju Íslenskra matvæla við Hval- eyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Það tók slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) á þriðja tíma að ráða nið- urlögum eldsins, en talið er að hann hafi átt upptök sín í reykofni í norð- austurhluta hússins. Þrír starfs- menn fyrirtækisins voru í húsinu þegar eldurinn kom upp en þeir náðu allir að forða sér út og sluppu við meiðsli. „Þetta er líklega stærsti eldur sem við glímum við á árinu,“ sagði Bjarni Kjartansson, sem stjórnaði aðgerðum SHS á staðnum. „Þarna var nokkuð mikill eldur á ferðinni og mjög mikill reykur. Við urðum að vinna á bálinu mikið til utan frá því þarna eru burðarvirki öll úr stál- grind eða steinsteypu sem geta ver- ið varasöm í eldi og miklum hita. Því var ekki hægt að senda inn í húsið framan af, heldur reyndum við að opna það og losa um hita en þegar við þóttumst vissir um að hætta væri ekki lengur mikil tókum við að sækja aftur inn í bygginguna.“ Hörkupúlsvinna Einn af starfsmönnunum þremur tilkynnti slökkviliðinu um eldinn klukkan 17.26 og að sögn Árna Oddssonar, stöðvarstjóra í Hafnar- firði og reykkafara á staðnum, var slökkviliðið komið á staðinn klukkan 17.36, en allt tiltækt lið SHS var kallað út. Þrír slökkvibílar og einn körfubíll voru við slökkvistörf. Bjarni sagði að baráttan við eld- inn hefði tekið tæpar þrjár stundir. „Þetta var hörkupúlsvinna fyrir strákana. Þarna var um það að ræða að seiglast áfram og innansleikjan, að slökkva í glæðum, getur verið taf- söm og erfið vinna.“ Bjarni sagðist ekki geta dæmt um hversu mikið tjón væri um að ræða þótt greinilega væri það mikið. „Húsið er þó áfram uppistandandi og megnið af þaki og burðarvirki virðist heilt svo hægt er að byggja þetta upp aftur.“ Íslensk matvæli, sem nú eru að fullu í eigu Pharmaco, hafa verið til húsa á Hvaleyrarbrautinni allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1976, en húsið var byggt árið 1964. Verk- smiðjan er um 1.100 fermetrar og hefur þar farið fram framleiðsla á reyktum laxi og ýmsum síldarvör- um. Tjónið ekki undir 100 milljónum króna Snorri Finnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Íslenskra matvæla, fylgdist með brunanum á vettvangi. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann ljóst að mikið tjón hefði orðið og það væri ekki undir 100 millj- ónum króna. Hann sagðist treysta því að fyrirtækið væri tryggt fyrir öllum skemmdum og það myndi fá tjónið greitt að fullu. Aðspurður sagðist hann ekki geta svarað því hvaða afleiðingar þessi bruni hefði fyrir starfsemi Íslenskra matvæla. Hann sagði alltof snemmt að segja nokkuð um það, fyrst þyrfti að fara yfir málin og meta stöðuna. Að sögn Snorra starfa um 30 manns hjá fyrirtækinu og sagði hann að þeir starfsmenn sem verið hefðu inni þegar eldurinn kom upp hefðu verið að ganga frá eftir dag- inn. Hann sagði það vera fyrir öllu að enginn skyldi hafa slasast í brun- anum og að hann vildi ekki hugsa þá hugsun til enda hvað hefði gerst ef eldurinn hefði komið upp á venjuleg- um vinnudegi þegar allir hefðu verið í vinnu í húsinu. Eins og áður sagði er talið að eld- urinn hafði komið upp í reykofni í norðausturhluta hússins, en rann- sókn brunans er í höndum lögregl- unnar í Hafnarfirði. Húsnæði Íslenskra matvæla í Hafnarfirði stórskemmdist í bruna síðdegis í gær Á þriðja tíma tók að ráða niðurlögum eldsins Morgunblaðið/Ómar Tilkynnt var um eldinn klukkan 17.26 og var fyrsti slökkvibíllinn kominn á vettvang 10 mínútum síðar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ekki var hægt að senda slökkviliðsmenn inn í húsið framan af, en burðarvirki er úr stálgrind eða steinsteypu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Snorri Finnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Íslenskra mat- væla, sagði að tjónið væri ekki undir 100 milljónum króna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.