Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Gísli JóhannHalldórsson
fæddist 10. júlí 1914 í
Vörum í Garði. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Keflavíkur 20. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Krist-
jana Pálína Krist-
jánsdóttir húsfreyja
og Halldór Þor-
steinsson útvegs-
bóndi, Vörum í
Garði. Önnur börn
þeirra voru: Þor-
steinn Kristinn, f. 22.
febrúar 1912, d. 19.
janúar 1990, Vilhjálmur Kristján,
f. 5. júlí 1913, d. 1. apríl 1997,
Halldóra f. 27. september 1915,
búsett í Keflavík, Steinunn f. 29.
október 1916, dvelur á Garðvangi,
Garði, Guðrún, f. 23. mars 1918,
búsett í Reykjavík, Elísabet, f. 22.
maí 1919, d. 4. mars 1998, Þor-
valdur, f. 17. ágúst 1920 í Vörum í
Garði, Kristín, f. 22. nóvember
1921, búsett í Reykjavík, Marta
Guðrún, f. 12. febrúar 1923, d. 31.
mars 2001, Helga, f. 9. september
1924, d. 9. september 1924, Þor-
steinn Nikulás, f. 10. janúar 1927,
d. 24. desember 1984, Karitas
Hallbera, f. 12. sept-
ember 1928, búsett í
Garði. Gísli Jóhann
kvæntist 1944 Lov-
ísu Dagmar Haralds-
dóttur. Foreldrar
hennar voru Björg
Ólafsdóttir og Har-
aldur Jónsson,
Skeggjastöðum í
Garði. Lovísa lést 1.
júní 1988. Börn Gísla
og Lovísu eru: 1)
Kristjana Björg
Gísladóttir, maki
Ólafur Eggertsson
og eiga þau tvo syni
og eitt barnabarn. 2) Helga Guð-
rún Gísladóttir sem var gift Boga
Agnarssyni og eiga þau tvö börn
og eitt barnabarn. Núverandi
sambýlismaður er Ágúst Þ.
Skarphéðinsson. 3) Haraldur
Gíslason, maki Þorbjörg Þórar-
insdóttir og eiga þau þrjú börn.
Gísli var sjómaður allt sitt líf,
lengstum skipstjóri. Hann stjórn-
aði skipum föður síns um langt
árabil og síðar eigin skipum.
Útför Gísla Jóhanns Halldórs-
sonar fer fram í dag frá Keflavík-
urkirkju og hefst athöfnin klukk-
an 13.30.
Með örfáum orðum langar mig að
minnast vinar míns og tengdaföður,
Gísla Jóhanns Halldórssonar, sem
lést 20. apríl á Sjúkrahúsi Keflavíkur.
Kynni okkar hófust fyrir tæplega
þrjátíu árum þegar ég og Kristjana
dóttir þín kynntumst og hófum bú-
skap. Þá varstu mjög önnum kafinn
við útgerð þína og hittumst við að-
allega á kvöldin þegar þú komst heim
af sjónum. Þá strax skynjaði ég
hverskonar dugnaðarforkur þú varst
og ábyggilegur í öllu sem þú tókst þér
fyrir hendur. Alveg frá upphafi
kynna okkar var ég umvafinn ástúð á
heimili ykkar Lovísu Haraldsdóttur
en hún lést árið 1988. En þótt Gísli
hafi verið önnum kafinn við útgerð
sína gafst líka tími inn á milli fyrir
tómstundir. Hann var mjög fljótur að
draga mig og fleiri að taflborðinu og
enduðu leikar oftast þannig að hann
rúllaði manni upp. Annað áhugamál
hans var að spila brids og stundaði
hann þá íþrótt af kappi þegar tæki-
færi gafst og var hann ansi slyngur í
spilamennskunni. Hann var einn
stofnenda Bridgefélags Keflavíkur
1948 og þá í upphafi var hann kosinn
fyrsti féhirðir félagsins. Einnig var
hann félagsmaður í Stangveiðifélagi
Keflavíkur og gafst því tækifæri á að
fara í lax- og silungsveiði víða um
landið. Það sport heillaði Gísla mikið,
að ferðast um landið og vera úti í
náttúrunni og fengum við Dadda æv-
inlega vænan lax í soðið þegar hann
kom heim úr laxveiðiferðunum. Ég
var svo lánsamur að komast með
Gísla í nokkra veiðitúra og kenndi
hann mér þá helstu atriðin í þeirri
íþrótt.
Eins og kom fram áður var Gísli
svo til allan sinn starfsferil á sjónum.
Hann hóf skipstjóraferil sinn aðeins
sautján ára gamall og tók skömmu
síðar að fullu við skipstjórn af föður
sínum á bátnum Gunnari Hámund-
arsyni í Garði. Það vakti athygli hvað
Gísli var fiskinn og duglegur skip-
stjóri, svo ungur maður. Árið 1943
var hann aflahæstur yfir landið á
Gunnari Hámundarsyni en báturinn
var þó aðeins 27 tonn. Síðar hóf Gísli
eigin útgerð og eignaðist sinn eigin
bát. Alla báta sína nefndi hann Þor-
stein Gíslason, eftir afa sínum. Allan
sinn skipstjórnarferil sýndi hann að
hann var ötull fiskimaður og sjósókn-
ari mikill en sótti sjóinn af mikilli
forsjá. Á skipstjórnarferli sínum
auðnaðist Gísla ætíð að stýra skipi
sínu með allri áhöfn heilu í höfn þótt
stíft hafi verið sótt. Um sextugt varð
hann að hætta sjómennsku vegna
augnsjúkdóms og var því aðallega
kennt um að hann hefði ávallt rýnt út
um opinn brúargluggann í misjöfnum
veðrum. 1996 var Gísli heiðraður af
félögum sínum í Skipstjóra- og stýri-
mannafélaginu Vísi og gerður heið-
ursfélagi. Einnig var hann heiðraður
af Sjómannadagsráði og veitt orða
fyrir farsælan feril.
Allt sitt líf var Gísli mjög trúaður
maður og sótti hann ávallt kirkju á
sunnudögum ef því varð við komið.
Annar góður eiginleiki Gísla var
hversu traustur hann var, töluð orð
stóðu. 1988 þegar Lovísa, eiginkona
Gísla, veiktist alvarlega hjúkraði
hann konu sinni á heimili þeirra af
slíkri umhyggju að vart varð á betra
kosið. Þetta eru fátækleg minninga-
brot um þig, Gísli, og feril þinn og
vafalaust margt fleira sem vert hefði
verið að minnast á. Ég veit og trúi að
þér líði vel núna og hugga mig við að
þrautum þínum er lokið.
Hafðu þökk fyrir allt og Guð blessi
þig.
Ólafur Eggertsson.
Nú er komið að kveðjustund, elsku
Gísli minn. Okkar kynni hófust árið
1979 er ég hóf búskap með syni hans
Haraldi. Strax var mér tekið opnum
örmum inn í fjölskylduna.
Þegar ég lít til baka er margs að
minnast um Gísla. Gísli var rólegur
að eðlisfari en ákaflega tryggur og
traustur maður, og held ég að mér sé
óhætt að segja að heiðarlegri manni
hafi ég aldrei á ævinni kynnst.
Gísli hóf sjómennsku ungur að ár-
um hjá föður sínum á Gunnari Há-
mundarsyni og var hann aðeins um
tvítugt þegar hann var orðinn skip-
stjóri á þeim báti. Seinna eignaðist
hann eigin bát sem hann lét heita í
höfuðið á afa sínum, Þorsteini Gísla-
syni. Gísli var einstaklega fiskinn,
hann var einn af þessum mönnum
sem virtust geta fundið fiskinn af til-
finningunni einni saman, því ekki var
tæknin svo mikil á þessum tíma.
Gísli kvæntist Lovísu Dagmar
Haraldsdóttur 1944. Lovísa eða Lúlla
eins og hún var ávallt kölluð ólst upp í
næsta húsi við Gísla í Garðinum. Það
var alltaf gaman að koma til Gísla og
Lúllu á heimili þeirra, mikið hlegið og
spjallað við eldhúsborðið enda mikill
gestagangur hjá þeim, leið varla sá
dagur að ekki kæmu einhverjir við í
kaffi.
Gísli hafði einnig gaman af laxveiði
og í eins og svo mörgu öðru hjá Gísla
var það yfirleitt hann sem veiddi
mest af öllum. Gísli var ekki marg-
orður um tilfinningar sínar en mörg
atvik yljuðu meira en nokkur orð, og
sýndi hann það best er Lúlla veiktist
af alvarlegum sjúkdóm árið 1987, þá
hugsaði hann um hana af slíkri alúð
og veitti henni allan þann styrk sem
hún þurfti á að halda þann tíma sem
hún var veik eða allt þar til yfir lauk.
Gísli missti mikið þegar Lúlla dó.
Mér fannst eins og hann væri ekki
samur eftir það, þau voru ólík að
mörgu leyti en áttu vel saman og
þótti þeim mjög vænt hvoru um ann-
að. Gísli var mjög trúaður maður og
fór reglulega í kirkju, hann trúði
einnig á líf eftir þetta líf og held ég að
hann hafi verið tilbúinn að kveðja
þennan heim, sáttur við sjálfan sig og
aðra. Ég vil trúa því að Gísli hafi hitt
Lúllu sína á nýjan leik og fái nú nýtt
hlutverk.
Að lokum vil ég þakka þér sam-
veruna, Gísli minn, fyrir alla þá hjálp
og vináttu sem þú hefur sýnt mér og
fjölskyldu minni í gegnum árin.
Hvíldu í guðs friði, kæri vinur.
Þorbjörg Þórarinsdóttir.
Mig langar að minnast frænda
míns, Gísla Jóhanns, skipstjóra og út-
gerðarmanns. Mér finnst eins og ég
hafi alltaf þekkt Gísla, hann var stóri-
bróðir hennar mömmu sem hún leit
upp til og þeim þótti vænt hvoru um
annað. Það sýndu foreldrar mínir
best með því að nefna bróður minn
Gísla Lúðvík í höfuð Gísla og Lovísu
eiginkonu hans. Samgangur og vin-
átta var milli heimila þeirra alla tíð
sem tengdi okkur systkinin á
Bjarmalandi og systkinin á Suður-
götunni vináttuböndum. Það eru
margar minningarnar sem koma í
hugann frá þessum tíma, það var
gaman að hlusta á Gísla spila á raf-
magnsorgelið sitt, gömlu góðu lögin,
og ekki síður Lúllu þegar hún spilaði
á orgelið. Gísli átti kvikmyndatökuvél
sem ekki var algengt á þeim árum og
myndaði hann mannlífið óspart og
okkur krakkana líka. Þá áttu allir að
hreyfa sig því þetta var hreyfimynd,
sagði hann.
Gísli byrjaði ungur sjómennsku
með föður sínum, Halldóri í Vörum,
og var skipstjóri á Gunnari Hámund-
arsyni um árabil, sem þá var oft afla-
hæstur vertíðarbáta. Seinna var
hann skipstjóri á Fiskakletti frá
Hafnarfirði, faðir minn var vélstjóri
hjá Gísla á Fiskakletti og kunni frá
mörgu skemmtilegu að segja frá
þeim tíma. Gísli gerði út tvo báta með
nafni Þorsteins Gíslasonar afa síns og
var skipstjóri á þeim, seinni bátinn
átti faðir minn með honum og var þar
vélstjóri. Ég var tvö ár með þeim á
sjó og nú fékk ég að kynnast Gísla
sem skipstjóra og sjómanni. Hann
tók mér vel og var tilbúinn að segja
mér til og kenna mér sjómennsku, af
nógu var að taka hjá þessum reynda
sjómanni sem þekkti fiskimiðin eins
og lófana á sér. Hann var gætinn og
öruggur skipstjóri, það fengum við
Hafsteinn stýrimaður að reyna.
Stundum kallaði hann í okkur þegar
honum fannst við ekki slá nógu fljótt
af, þegar siglt var á móti öldunni, en
við vissum ekki betur en að hann væri
sofandi, Gísli virtist skynja hverja
hreyfingu í bátnum þótt hann svæfi.
Hann sagði mér að það hefði verið
mikill munur þegar dýptarmælirinn
kom fyrst, þá gat hann notað hann
með áttavitanum og klukkunni sem
voru aðal hjálpartækin fram að því.
Það var hreint ótrúlegt hvað hann
þekkti botninn í flóanum vel, hann
sigldi nánast beint að netabaujunum
og fór innsiglinguna í Sandgerði í
dimmviðri aðeins með þessum þrem-
ur tækjum, dýptarmæli, áttavita og
klukku. Þá stóð pabbi eða stýrimað-
urinn við ratarinn og áttu ekki orð yf-
ir hvað hann var öruggur. Oft kom
fyrir þegar ekki sást ljósið á baujunni
í Sandgerði fyrir éljagangi að Gísli
sagði við mig: „Ási minn, gáðu hvort
baujan er ekki við hliðina á bátnum.“
Það brást aldrei að hún var þar. Það
var mikill metnaður hjá Gísla að fiska
vel og það gerði hann alltaf, hann var
fengsæll skipstjóri. Þegar vel fiskað-
ist og Gísli vildi ekki að aðrir vissu í
hvaða trossu við vorum að fá góðan
afla lét hann okkur slaka nokkrum
netum út aftur. Þegar svo bátarnir
sigldu hjá vorum við að draga tóm net
þannig að ekki virtist mikið í hjá okk-
ur þá stundina. Þessu höfðum við
strákarnir gaman af og smituðumst
af kappi skipstjórans okkar.
Það er af mörgu að taka úr sjóði
minninganna um hann Gísla frænda
minn, þann trausta, heiðarlega og
góða mann sem ég vil nú kveðja með
síðasta versi sjómannasálmsins ,,Ég
er á langferð.“
Lát akker falla! Ég er í höfn.
Ég er með frelsara mínum.
Far vel þú æðandi, dimma dröfn,
vor Drottinn bregst eigi sínum.
Á meðan akker í ægi falla
ég alla vinina heyri kalla,
sem fyrri urðu hingað heim.
Hafðu þökk fyrir allt kæri frændi.
Ég vil votta Döddu, Helgu, Halla
og fjölskyldum þeirra samúð mína.
Megi góður Guð styrkja þau og
vernda.
Ásgeir Kjartansson.
Þegar ég frétti um andlát nafna
míns og frænda, Gísla Halldórssonar
frá Vörum í Garði, streymdu fram
margar góðar minningar sem gerð-
ust fyrir rúmum fimmtíu árum.
Gísli var skipstjóri á Gunnnari Há-
mundarsyni sem var 28 smálestir að
stærð sem faðir hans átti. Ég man vel
eftir því að hann var ávallt með afla-
hæstu bátum sem reru frá Sand-
gerði. Veiðarfærið var lína og afli var
mældur miðað við þá lifur sem kom
úr fiskinum. Vertíðina 1943 fiskaði
Gísli 1.730 skippund en það var sú
mælieining sem notuð var í þá daga,
en þetta gerði um 1.000 tonn af
óslægðum fiski úr sjó. En þá var talið
að þetta hafi verið mesti afli yfir allt
landið þessa vertíð. Hvort sem notuð
var lína eða net.
Það var árið 1949 sem hann tók við
vb. Fiskakletti frá Hafnarfirði sem
var 50 tonna bátur og var með hann í
tvö ár. Þá bauðst honum stærri bátur
frá sömu útgerð og kom upp sú staða
að velja skipstjóra í hans stað. Ég
komst fljótlega að því að það var Gísli
sem kom því til leiðar að ég tók við af
honum. Það var ómetanlegt fyrir mig
sem var að byrja minn skipstjórnar-
feril að vita að Gísli frændi fylgdist
með hvernig mér gekk. Það var gott
að geta alltaf kallað í hann á bylgju-
lengd 2376 og spyrja: „Hvað á ég nú
að gera?“ Ég fékk alltaf góð og greið
svör en við töluðum saman á þann
máta að enginn skildi nema við.
Eftir tvö ár keypti hann sjálfur bát
og fór í eigin útgerð og aftur tók ég
við af honum.
Þegar ég lít til baka sést glöggt
hvað ég á þér margt að þakka og ég
held að þú hafir lagt grunn að minni
velgengni.
Ég þakka þér þá miklu vináttu sem
hefur ríkt okkar í milli í öll þessi ár.
Megi sá sem öllu ræður varðveita
þig.
Ég votta fjölskyldu þinni innilega
samúð.
Guð blessi ykkur öll.
Gísli Jóhannesson.
Elsku Gísli minn, þá er komið að
leiðarlokum. Á skilnaðarstundu koma
margar minningar upp í hugann. Mér
finnst ég aldrei hafa fullþakkað þér
og Lúllu fyrir að halda fermingar-
veisluna mína forðum daga. Þú hafðir
heitið á mig að ef þú aflaðir visst
margra tonna af fiski þá myndir þú
sjá um veisluna. Þú stóðst við það án
þess að ég vissi nokkurn tíma hvort
aflinn var mikill eða lítill. Dagurinn
hefur alla tíð verið stór í mínum huga,
og það á ég ykkur ekki síst að þakka.
Ég hef alltaf verið stolt af skyldfólk-
inu mínu frá Vörum í Garði, dugnaði
ykkar og þrautseigju, það gefur mér
styrk. Það er skammt stórra högga á
milli þar sem aðeins 20 dagar eru frá
því Marta systir þín kvaddi okkur, og
áður eru fimm systkini horfin yfir
móðuna miklu.
Afkomendum Gísla og Lúllu sendi
ég samúðarkveðjur. Orðspor Gísla
mun fylgja ykkur um ókomin ár.
Með þessu fallega kvæði eftir Hall-
dór Laxness kveð ég þig, frændi
minn, og bið þér Guðs blessunar.
Frændi, þegar fiðlan þegir,
fuglinn krýpur lágt að skjóli,
þegar kaldir vetrarvegir
villa sýn á borg og hóli,
sé ég oft í óskahöllum,
ilmanskógum betri landa,
ljúflíng minn sem ofar öllum,
íslendingum kunni að standa,
hann sem eitt sinn undi hjá mér
einsog tónn á fiðlustreingnum,
eilíft honum fylgja frá mér
friðarkveðjur brottu geingnum.
Þó að brotni þorn í sylgju,
þó að hrökkvi fiðlustreingur,
eg hef sæmt hann einni fylgju:
óskum mínum hvar hann geingur.
Þín systurdóttir,
Halldóra Guðmundsdóttir.
GÍSLI JÓHANN
HALLDÓRSSON
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Formáli minn-
ingargreina
,
)!74343)1
$<3
+ &.
< $ *+:; +;
&
" '
!
#(
.
!+!!
!3
!
!+
$
44%
2
'3
!
5
)*+
! "# $
. &
1 2 $
* A*
2 $
&
+ ! <