Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ STARFSMENN Sandgerðishafnar unnu við það fram á kvöld í gær að hreinsa olíu sem lak í höfnina. Talið að um 150 lítrar af smurolíu og úr- gangsolíu hafi farið í höfnina. Síðdegis í gær lét sjómaður hafn- arverði vita af því að olía væri í Sand- gerðishöfn. Lögregla var kölluð til og eftirlitsmenn frá Heilbrigðiseft- irliti Suðurnesja. Talið er að tiltölulega lítið af olíu hafi farið í höfnina. Líklega um 150 lítrar af blandi af smurolíu og úr- gangsolíu. Olíumengunin var mest á milli skipa en hana var einnig farið að reka áleiðis út úr höfninni. Ekki var í gær vitað hvaðan olían kom en að sögn lögreglu sem rann- sakar málið er helst talið að hún hafi komið úr einum af fjórum smábátum sem lágu við bryggju í höfninni. Hugsanlegt er að olíunni hafi verið dælt í sjóinn. Starfsmenn hafnarinnar fengu felliefni og úðuðu yfir olíuna. Þeir voru bjartsýnir á að þeim tækist að hreinsa mengunina. Ekki er vitað til þess að tjón hafi hlotist af. Olía lak í Sandgerðishöfn Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðarson Lögreglan úr Keflavík og eftirlitsmenn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja könnuðu aðstæður í Sandgerðishöfn. Sandgerði RAUÐI krossinn og flóttamanna- ráð hafa tryggt sér fimm íbúðir í Reykjanesbæ og eru því miklar líkur á að flóttamennirnir frá Krajina-héraði í fyrrum Júgóslav- íu, sem væntanlegir eru hingað til lands, fái þar hæli. Að sögn Árna Gunnarssonar, formanns flóttamannaráðs, og Sigríðar Guðmundsdóttur, skrif- stofustjóra alþjóðadeildar Rauða kross Íslands, bar auglýsing eftir íbúðum fyrir flóttamennina þann árangur að tilboð bárust um fimm íbúðir. Lagt fyrir bæjarráð á fimmtudag Óformlegar umleitanir hafa far- ið fram við bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ um framkvæmd málsins að öðru leyti. Bæjarstjór- anum í Reykjanesbæ barst í gær formlegt erindi með ósk um að hefja viðræður. Verður það lagt fyrir bæjarráðsfund næstkom- andi fimmtudag. Ellert Eiríksson bæjarstjóri segir að það hafi legið fyrir af hálfu stjórnenda Reykja- nesbæjar að þeir myndu taka því mjög vel að ræða málið, ef Rauða krossinum og flóttamannaráði tækist að finna húsnæði. Fólkið fer beint á íslenskunámskeið Rauðakrossdeildin í Reykja- nesbæ mun útvega stuðningsfjöl- skyldur og túlkaþjónustu. Árni segir að bærinn ráði verkefnis- stjóra sem flóttamannaráð kostar og annast rekstur verkefnisins. Fólkið sem kemur til Íslands er af serbneskum ættum eða úr blönduðum fjölskyldum og bjó á svæðum í Krajina-héraði sem nú tilheyra Króatíu. Það getur ekki snúið heim og hefur verið lengi í flóttamannabúðum. Búið er að velja fólkið sem fær að koma til Ís- lands. Þar er um að ræða fimm fjölskyldur, með börn á aldrinum fimm til fimmtán ára, samtals 23 einstaklingar. Kemur fólkið í júní- mánuði. Allur hópurinn fer í sum- arskóla, námskeið í íslensku. RKÍ útvegaði húsnæði fyrir flóttamennina Reykjanesbær ÚRSLIT formannskosninga í Nem- endafélagi Fjölbrautaskóla Suður- nesja voru úrskurðuð ógild í gær og ákveðið að boða til nýrra kosninga. Kosningar fóru fram í Nemenda- félagi Fjölbrautaskólans fyrir viku. Athugasemdir voru gerðar við fram- kvæmd formannskosningarinnar, meðal annars af skólameistara sem taldi hana ekki hafa farið rétt fram. Meðal annars voru gerðar athuga- semdir um kosningaáróður á kjör- stað og að kosning hafi ekki verið að öllu leyti leynileg. Aðeins ein kæra barst þó til sérstakrar laganefndar sem fjalla á um slík mál og var hún frá stjórn nemendafélagsins. For- maður félagsins vildi ekki ræða mál- ið við Morgunblaðið. Laganefnd úrskurðaði í gær kosn- ingu formanns ógilda og lagði fyrir að efnt skyldi til nýrra kosninga í næstu viku. Aðstoðarskólameistari, námsferilsstjóri og ritari nemenda- félagsins kváðu upp úrskurðinn. Kosning formanns ógilt Fjölbrautaskólinn ALLTAF er líf og fjör þegar árshátíð yngstu krakkanna er í Grunnskóla Grindavíkur. Flestir ef ekki allir foreldrar mæta til að sjá hvað krakkarnir hafa verið að æfa. Á nýlokinni árhátíð var fjöl- breytnin mikil, eins og svo oft áð- ur. Rúmba var dönsuð, tónlistar- atriði bæði einstaklinga og heilu bekkjanna, söngur o.fl. Krakk- arnir í 1. bekk L sungu meðal ann- ars lagið „Ég er vinur þinn“ sem flestir þekkja úr kvikmyndinni „Toy story“, leikfangasaga. Þá fluttu krakkarnir í 2. HI litalagið og höfðu unnið fallega sviðsmynd sem hæfði laginu. Eins og venja er á þessum hátíðum sem eru tvær þennan eina dag þar sem fjöldi for- eldra og barna er slíkur að ekki rúmast í skólanum er boðið upp á veisluhlaðborð. Það sem er frá- brugðið öðrum árshátíðum hjá þessum aldri er það að nú fór hún fram í nýjum hátíðarsal skólans. Morgunblaðið/GPV Börnin í 1. bekk L í Grunnskóla Grindavíkur sungu lagið Ég er vinur þinn við góðar undirtektir. Þú ert vinur minn Grindavík Annar bekkur HI flutti Litalagið með viðeigandi umgjörð. UM 800 manns taka þátt í landsmóti Samtaka íslenskra skólalúðrasveita sem haldið verður í Reykjanesbæ í byrjun júní. Landsmót lúðrasveitanna er haldið annað hvert ár og hefur aldrei verið haldið í Reykjanesbæ eða sveitar- félögunum sem nú mynda bæjar- félagið. Öflug lúðrasveit er starfandi í tengslum við Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar, að sögn skólastjórans, Haraldar Árna Haraldssonar skóla- stjóra. Hún er fjórskipt; í A-sveitinni eru byrjendur en í D-sveitinni eru 35 lengra komnir hljóðfæraleikarar, sumir komnir með 7. stig í hljóðfæra- leik. Tónlistarskólinn og lúðrasveitin sjá um skipulagningu landsmótsins með góðri aðstoð foreldra og annarra vel- unnara, að sögn Haraldar, og hefur undirbúningur staðið yfir í allan vet- ur. 25 lúðrasveitir hafa tilkynnt þátt- töku í mótinu sem haldið verður 1.–3. júní og eru sumar með fleiri en eina og fleiri en tvær deildir þannig að þátttakendur verða í heildina um 800. Ungdómsorkestrið Dagana fyrir landsmótið taka skól- inn og lúðrasveitin á móti lúðrasveit frá Færeyjum, Ungdómsorkestrinu frá Vágum, sem er vinabær Reykja- nesbæjar. Lúðrasveitin heldur tón- leika víða á Suðvesturlandi, meðal annars með lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í Ráðhúsi Reykja- víkur. Færeyski hópurinn dvelur hluta af tímanum í Hafnarfirði. 800 koma á lúðrasveitamót Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.